Ljótum pólitískum leik Hönnu Birnu loks lokið

Auglýsing

Í dag komst umboðs­maður Alþingis að þeirri nið­ur­stöðu að Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra, hafi farið langt út fyrir vald­svið sitt þegar hún ákvað að reyna að hafa áhrif á lög­reglu­rann­sókn sem snéri að henni og aðstoð­ar­mönnum henn­ar. Lög­reglu­stjór­inn hafði áður lýst því fyrir umboðs­manni að Hanna Birna hafði ham­ast á hon­um, með sím­töl­um, fund­ar­boðum og hót­un­um. Erfitt er að draga aðra ályktun en að til­efnið hefði verið að koma í veg fyrir að málið yrði fullrann­sakað og myndi leiða til ákæru.

Hanna Birna lét ekki þar við sitja. Eftir að Stefán hafði upp­lýst umboðs­mann um það sem hún hafði gert krafð­ist Hanna Birna, eða lög­maður á hennar veg­um, skýr­inga á því sem hann greindi honum frá. Hanna Birna lét það ekki nægja að hella sér yfir Stefán vegna rann­sókn­ar­inn­ar, heldur hélt áfram að ham­ast í honum vegna þess að hann svar­aði spurn­ingum umboðs­manns Alþingis eftir bestu sam­visku, líkt og lög gera ráð fyr­ir.

Eftir að Hanna Birna sagði af sér ráð­herra­dómi virð­ist hún hafa gef­ist upp gagn­vart því að reyna að klóra sig út úr því póli­tíska sjálf­skap­ar­víti sem hún var búin að skapa sér með síend­ur­teknum lygum um eðli sam­skipta sinna við Stefán og við­ur­kenndi í bréfi sem sent var 8. jan­úar að hún hefði ekki átt að eiga í neinum sam­skiptum við hann. Hún hefur í kjöl­farið beðið Stefán afsök­unar á fram­göngu sinni.

Auglýsing

Dylgjur og dómar án rétt­ar­halda?Hanna Birna þarf að biðja ansi marga til við­bótar afsök­un­ar. Einn þeirra er Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is. Á meðan að á athugun umboðs­manns stóð reyndi hún ítrekað að hafa áhrif á hana.

Eftir að umboðs­maður birti bréf sem hann hafði sent Hönnu Birnu opin­ber­lega sendi hún frá sér yfir­lýs­ingu. Þar sagði meðal ann­ars: „Ég undr­ast þessi vinnu­brögð umboðs­manns, ætla ekki að reyna að útskýra þau eða hafa á þeim aðra opin­bera skoðun en þá að vera bæði hugsi og sorg­mædd yfir því á hvaða stað ýmsar stofn­anir lands­ins eru og hvernig þær geta ólíkt lýð­ræð­is­lega kjörnum full­trúum eða dóm­stólum sett fram eigin dylgjur og dóma án rök­stuðn­ings eða rétt­ar­halda. Ég tel einnig að öll atburða­rásin í kringum þetta mál, sem manna á meðal er kallað leka­mál­ið, hefði miklu frekar átt að gefa umboðs­manni til­efni til vanga­veltna um stöðu og sjálf­stæði lýð­ræð­is­lega kjör­inna ein­stak­linga gegn ein­staka stofn­unum í stjórn­kerf­inu – heldur en því að gera sam­skipti sem báðir aðilar hafa sagt full­kom­lega eðli­leg tor­tryggi­leg með ein­hliða skoð­un“.

Þessi yfir­lýs­ing eld­ist ekki vel í ljósi þess að síðan hún var send þá hefur Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu sem starf­aði að öllu leyti í hennar umboði og á hennar ábyrgð, játað að hafa lekið minn­is­blað­inu um Tony Omos og verið dæmdur í átta mán­aða fang­elsi fyr­ir. Hún eld­ist heldur ekki vel í ljósi nið­ur­stöðu umboðs­manns sem kunn­gjörð var í dag, enda hefur Hanna Birna nú við­ur­kennt að sam­skipti hennar við Stefán hafi verið gal­in.

Að reyna að láta reka blaða­mennHanna Birna mætti líka biðja blaða­menn­ina sem hún reyndi að fá rekna af DV fyrir að segja sannar og nauð­syn­legar fréttir af leka­mál­inu afsök­un­ar. Hún mætti biðja þing­menn­ina sem hún ákvað að skamma fyrir að spyrja út í málið á Alþingi afsök­un­ar. Hún mætti biðja fjöl­miðla­menn­ina sem hún laug ítrekað að um eðli sam­skipta sinna við Stefán Eiríks­son afsök­un­ar.

Og hún ætti að biðja íslenskan almenn­ing afsök­un­ar. Afsök­unar á því að hafa ítrekað reynt, með miklum þunga, að koma í veg fyrir að leka­málið yrði upp­lýst og að stofn­anir rík­ins­ins ynnu vinn­una sína.

Snýst ekk­ert um póli­tíkÁ fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar virt­ust margir stjórn­ar­þing­menn sem í nefnd­inni sitja ekki hafa mik­inn áhuga á nið­ur­stöðu umboðs­manns, heldur því hvernig athugun hans fór fram. Þessi afstaða kom skýr­ast fram hjá Karli Garð­ars­syni, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann fetti fingur út í að gögn hefðu verið birt á meðan að athugun hafi staðið yfir og að umboðs­maður hafi þar með verið að reka málið í fjöl­miðl­um. Líkt og umboðs­maður benti á í svari sínu við spurn­ingum Karls þá er birt­ing slíkra gagna und­ir­orpin upp­lýs­inga­skyldu stjórn­valda. Almenn­ingur og fjöl­miðlar eiga bein­línis rétt á aðgangi að þeim sam­kvæmt upp­lýs­inga­lög­um.

Og umboðs­maður starfar í sam­ræmi við lög. Hann má ekki víkja frá þeim lögum þótt and­lag rann­sóknar hans sé ráð­herra. Ef vilji er til að breyta lögum þá er þing­mað­ur­inn Karl Garð­ars­son, sem vinnur við að setja lög, í kjörað­stæðum til að gera það.

Og umboðs­maður starfar í sam­ræmi við lög. Hann má ekki víkja frá þeim lögum þótt and­lag rann­sóknar hans sé ráð­herra. Ef vilji er til að breyta lögum þá er þing­mað­ur­inn Karl Garð­ars­son, sem vinnur við að setja lög, í kjörað­stæðum til að gera það. Hann, og ýmsir nefnd­ar­fé­lagar hans, virð­ast hins vegar hafa meiri áhyggjur af því hvernig upp­lýs­ingar um rann­sókn birt­ast en af nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­innar sjálfr­ar. Sú sýnir nefni­lega að ráð­herra í rík­is­stjórn sem flokkur hans leiðir hefur sýnt af sér for­dæma­lausa vald­níðslu.

Hönnu Birnu var tíð­rætt um það und­an­farna mán­uði að leka­málið væri „ljótur póli­tískur leik­ur“. Þar gaf hún í skyn að umfjöll­un­um, rann­sókn á og eft­ir­fylgni með leka­mál­inu og skíta­hal­anum sem því fylgdi væru runnin undan rifjum ein­hverra óskil­greindra póli­tískra and­stæð­inga. En fólk verður að fara að átta sig á því að þetta mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst ekki um póli­tík. Það snýst um mis­beit­ingu á valdi. Allir þeir sem ætla að stilla mál­inu upp öðru­vísi eru á villi­göt­um.

Ger­end­ur, ekki fórn­ar­lömbÍ dag eru 14 mán­uðir liðnir frá því að lek­inn á minn­is­blað­inu um Tony Omos átti sér stað. Frá þeim tíma hefur fólk í valda­stöð­um, og aðstoð­ar­menn á þeirra ábyrgð, logið alveg ævin­týra­lega mikið af þjóð­inni sem það sækir umboð sitt til. Ótrú­legum tíma, orku, athygli og fjár­munum hefur verið eytt í að stað­festa þessar lygar og koma upp um þá vald­níðslu sem fólkið hefur reynt að beita til að fela slóð sína. Á því ber eng­inn ábyrgð nema Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrrum aðstoð­ar­menn hennar og aðrir valda­menn sem í krafti stöðu sinna hafa reynt að koma í veg fyrir að leka­málið og eft­ir­köst þess yrðu að fullu upp­lýst.

Það verður að vera alveg skýrt í huga allra að Hanna Birna, fyrrum aðstoð­ar­menn hennar og allir þing­menn­irnir sem hafa fundið að umfjöllun um mál­ið, frekar en því sem þetta fólk hefur gert, eru ekki fórn­ar­lömb. Þau eru ger­end­ur. Þau hafa reynt að nota vald sitt til að þagga niður í fjöl­mið­um. Til að hindra rann­sóknir á lög­brot­um. Til að koma í veg fyrir að umboðs­maður Alþingis sinni starfi sínu. Og þeim hefur mis­tek­ist.

Með leka­mál­inu hefur orðið við­snún­ing­ur. Valda­fólk sem sögu­lega hefur talið það vöggu­gjöf að geta barið niður aðhald fjöl­miðla, eft­ir­lits­stofn­anir og fram­fylgd laga þegar það sjálft á í hlut hefur tap­að.

Allir aðrir hafa unn­ið.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None