Nokkrir punktar og kommur um menntun

Gunnar J. Straumland segir að í skóla eigi einstaklingur að fá tækifæri til að búa sig undir lífið, fá hjálp við að upplifa sína samtíð, fræðast um sína fortíð og búa sig undir sína framtíð.

Auglýsing

Til­gangur náms í leik­skóla er ekki sá að und­ir­búa sig fyrir grunn­skóla.

Til­gangur náms í grunn­skóla er ekki sá að und­ir­búa sig fyrir fram­halds­skóla.

Til­gangur náms í fram­halds­skóla er ekki sá að und­ir­búa sig fyrir háskóla.

Nem­andi er í skóla, á hvaða skóla­stigi sem er, til að þroskast, nema, upp­götva, skapa og upp­lifa lífið á eigin for­sendum með mögu­leika á leið­sögn og kennslu.

Í skóla á ein­stak­lingur að fá tæki­færi til að búa sig undir líf­ið, fá hjálp við að upp­lifa sína sam­tíð, fræð­ast um sína for­tíð og búa sig undir sína fram­tíð. 

Að læra að takast á við líf­ið.

Öll stig skóla­kerf­is­ins hafa jafn mik­il­vægt hlut­verk til þroska ein­stak­lings og hvert skóla­stig kallar á sér­tæka sér­fræði­kunn­áttu kenn­ara. Á hverju skóla­stigi þurfa kenn­arar að búa að mark­vissri mennt­un, þekk­ingu og reynslu.

Til þess að hið marg­flókna skóla­starf gangi upp þurfa kenn­arar að geta treyst á sjálfa sig, sam­vinnu vinnu­fé­laga sinna og stuðn­ing stjórn­enda. Ekki síst þurfa þeir á því að halda að finna fyrir því að þeim sé, sem sér­fræð­ingum í mennt­un, treyst fyrir verk­efn­inu. Þeir þurfa að finna það að starf þeirra sé metið af verð­leik­um.

Þar liggur marg­dauður hund­ur­inn graf­inn!

Auglýsing
Sem grunn­skóla­kenn­ari get ég vitnað um það að við höfum um ára­bil þurft að berj­ast hat­ramm­lega fyrir því að njóta sann­girni og virð­ingar vinnu­veit­enda okk­ar. 

Í hvert sinn er kjara­samn­ingur grunn­skóla­kenn­ara og Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga er við það að renna út og ný samn­inga­lota er framundan hefj­ast sveit­ar­fé­lögin handa við að lýsa yfir ómögu­leika kaup­hækk­ana, gera opin­ber­lega lítið úr vinnu­fram­lagi við­semj­enda sinna auk þess, að sjálf­sögðu, að mæta sann­gjörnum launa­kröfum grunn­skóla­kenn­ara með hroka og þver­girð­ings­hætti.

Grunn­skóla­kenn­arar finna alls ekki fyrir því að starf þeirra sé metið af verð­leik­um.

Staða kjara­mála grunn­skóla­kenn­ara er því sú, eftir að sveit­ar­fé­lögin hafa um ald­ar­fjórð­ungs skeið haft rekstur grunn­skól­anna á sinni könnu, að laun grunn­skóla­kenn­ara eru að með­al­tali um 17% lægri en með­al­laun á land­inu. Og ef laun grunn­skóla­kenn­ara eru borin saman við laun við­mið­un­ar­stétta, með sam­bæri­lega menntun og iðu­lega minni ábyrgð, er mun­ur­inn enn meiri, grunn­skóla­kenn­urum í óhag.

Og hið sama má segja um kjör leik­skóla­kenn­ara.

Á sama tíma hafa fram­halds­skóla­kenn­arar borið gæfu til að ná mun hag­stæð­ari launa­kjörum í samn­ingum við sinn við­semj­ana, rík­ið.

Er ein­hver rök­rétt eða eðli­leg ástæða fyrir því að starf fram­halds­skóla­kenn­ar­ans sé hærra metið til launa en starf grunn­skóla­kenn­ar­ans eða leik­skóla­kenn­ar­ans?

Er ein­hver rök­rétt eða eðli­leg ástæða fyrir því að sveit­ar­fé­lög­unum sé enn treyst fyrir rekstri grunn­skól­anna þegar í ljós hefur komið að þau hafa ekki vilja eða fjár­hags­legt bol­magn til þess að reka grunn­skól­ana með sóma­sam­legum hætti, - greiða starfs­fólki sínu eðli­leg laun miðað við mennt­un, vinnu­fram­lag og ábyrgð, tryggja nauð­syn­lega stoð­þjón­ustu innan skól­anna og sjá til þess að kennsla fari fram í hús­næði sem ekki er hættu­legt heilsu þeirra er þar nema og starfa?

Í aðdrag­anda sveit­ar­stjórna­kosn­inga væri ekki úr vegi að þeir sem sækj­ast eftir setu í stjórnum sveit­ar­fé­laga íhugi þessar spurn­ing­ar.

Og reyni jafn­vel að svara þeim!

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar