Nokkrir punktar og kommur um menntun

Gunnar J. Straumland segir að í skóla eigi einstaklingur að fá tækifæri til að búa sig undir lífið, fá hjálp við að upplifa sína samtíð, fræðast um sína fortíð og búa sig undir sína framtíð.

Auglýsing

Til­gangur náms í leik­skóla er ekki sá að und­ir­búa sig fyrir grunn­skóla.

Til­gangur náms í grunn­skóla er ekki sá að und­ir­búa sig fyrir fram­halds­skóla.

Til­gangur náms í fram­halds­skóla er ekki sá að und­ir­búa sig fyrir háskóla.

Nem­andi er í skóla, á hvaða skóla­stigi sem er, til að þroskast, nema, upp­götva, skapa og upp­lifa lífið á eigin for­sendum með mögu­leika á leið­sögn og kennslu.

Í skóla á ein­stak­lingur að fá tæki­færi til að búa sig undir líf­ið, fá hjálp við að upp­lifa sína sam­tíð, fræð­ast um sína for­tíð og búa sig undir sína fram­tíð. 

Að læra að takast á við líf­ið.

Öll stig skóla­kerf­is­ins hafa jafn mik­il­vægt hlut­verk til þroska ein­stak­lings og hvert skóla­stig kallar á sér­tæka sér­fræði­kunn­áttu kenn­ara. Á hverju skóla­stigi þurfa kenn­arar að búa að mark­vissri mennt­un, þekk­ingu og reynslu.

Til þess að hið marg­flókna skóla­starf gangi upp þurfa kenn­arar að geta treyst á sjálfa sig, sam­vinnu vinnu­fé­laga sinna og stuðn­ing stjórn­enda. Ekki síst þurfa þeir á því að halda að finna fyrir því að þeim sé, sem sér­fræð­ingum í mennt­un, treyst fyrir verk­efn­inu. Þeir þurfa að finna það að starf þeirra sé metið af verð­leik­um.

Þar liggur marg­dauður hund­ur­inn graf­inn!

Auglýsing
Sem grunn­skóla­kenn­ari get ég vitnað um það að við höfum um ára­bil þurft að berj­ast hat­ramm­lega fyrir því að njóta sann­girni og virð­ingar vinnu­veit­enda okk­ar. 

Í hvert sinn er kjara­samn­ingur grunn­skóla­kenn­ara og Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga er við það að renna út og ný samn­inga­lota er framundan hefj­ast sveit­ar­fé­lögin handa við að lýsa yfir ómögu­leika kaup­hækk­ana, gera opin­ber­lega lítið úr vinnu­fram­lagi við­semj­enda sinna auk þess, að sjálf­sögðu, að mæta sann­gjörnum launa­kröfum grunn­skóla­kenn­ara með hroka og þver­girð­ings­hætti.

Grunn­skóla­kenn­arar finna alls ekki fyrir því að starf þeirra sé metið af verð­leik­um.

Staða kjara­mála grunn­skóla­kenn­ara er því sú, eftir að sveit­ar­fé­lögin hafa um ald­ar­fjórð­ungs skeið haft rekstur grunn­skól­anna á sinni könnu, að laun grunn­skóla­kenn­ara eru að með­al­tali um 17% lægri en með­al­laun á land­inu. Og ef laun grunn­skóla­kenn­ara eru borin saman við laun við­mið­un­ar­stétta, með sam­bæri­lega menntun og iðu­lega minni ábyrgð, er mun­ur­inn enn meiri, grunn­skóla­kenn­urum í óhag.

Og hið sama má segja um kjör leik­skóla­kenn­ara.

Á sama tíma hafa fram­halds­skóla­kenn­arar borið gæfu til að ná mun hag­stæð­ari launa­kjörum í samn­ingum við sinn við­semj­ana, rík­ið.

Er ein­hver rök­rétt eða eðli­leg ástæða fyrir því að starf fram­halds­skóla­kenn­ar­ans sé hærra metið til launa en starf grunn­skóla­kenn­ar­ans eða leik­skóla­kenn­ar­ans?

Er ein­hver rök­rétt eða eðli­leg ástæða fyrir því að sveit­ar­fé­lög­unum sé enn treyst fyrir rekstri grunn­skól­anna þegar í ljós hefur komið að þau hafa ekki vilja eða fjár­hags­legt bol­magn til þess að reka grunn­skól­ana með sóma­sam­legum hætti, - greiða starfs­fólki sínu eðli­leg laun miðað við mennt­un, vinnu­fram­lag og ábyrgð, tryggja nauð­syn­lega stoð­þjón­ustu innan skól­anna og sjá til þess að kennsla fari fram í hús­næði sem ekki er hættu­legt heilsu þeirra er þar nema og starfa?

Í aðdrag­anda sveit­ar­stjórna­kosn­inga væri ekki úr vegi að þeir sem sækj­ast eftir setu í stjórnum sveit­ar­fé­laga íhugi þessar spurn­ing­ar.

Og reyni jafn­vel að svara þeim!

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar