Of gott til að vera satt?

Guðmundur Kristján Jónsson
9952973665_86876ca100_c.jpg
Auglýsing

Í grein sem Hjör­leifur Stef­áns­son arki­tekt birti í Kjarn­anum þann 20. júlí síð­ast­lið­inn koma fram áhuga­verð sjón­ar­mið fag­að­ila um túlkun á skipu­lags­heim­ildum í Reykja­vík. For­maður umhverf­is- og skipu­lags­ráðs sætir harðri gagn­rýni í grein­inni auk ann­arra borg­ar­full­trúa og emb­ætt­is­manna. Það er fagn­að­ar­efni að fag­að­ili kveði sér hljóðs í umræðu um skipu­lags­mál og veiti stjórn­mála- og emb­ætt­is­mönnum mik­il­vægt aðhald en þátt­taka arki­tekta og skipu­lags­fræð­inga í umræðu um skipu­lags­mál á Íslandi er alltof lít­il. Í grein Hjör­leifs er einkum tvær full­yrð­ingar sem vert er að rýna betur í. Ann­ars vegar segir Hjör­leif­ur:

„Í skipu­lags­lögum er bein­línis kveðið á um skyldu sveit­ar­stjórnar til þess að láta vinna aðal­skipu­lag á grund­velli almanna­hags­muna og þegar eldra deiliskipu­lag stang­ast á við nýtt aðal­skipu­lag er það aðal­skipu­lagið sem er rétt­hærra og veldur því að breyta verður deiliskipu­lag­in­u.“

Auglýsing


Og hins­veg­ar:



„En deiliskipu­lag­inu ber lögum sam­kvæmt að breyta við ákveðnar aðstæð­ur, t.d. þegar aðal­skipu­lagi hefur verið breytt og breyt­ingin ómerkir deiliskipu­lag­ið. Bygg­ing­ar­réttur er því eðli máls­ins tíma­bund­inn við gild­is­tíma deiliskipu­lags.“



Sam­kvæmt þess­ari túlkun Hjör­leifs á skipu­lags­lögum eru þær áætl­anir sem settar eru fram við end­ur­skoðun aðal­skipu­lags í raun aft­ur­virkar með þeim afleið­ingum að allar gild­andi deiliskipu­lags­á­ætl­anir sem ekki sam­ræm­ast nýsam­þykktu aðal­skipu­lagi ógild­ast sjálf­krafa við sam­þykkt nýs aðal­skipu­lags. Af þessu að dæma er óhætt að full­yrða að skipu­lags­mál í Reykja­vík séu í tals­verðu upp­námi enda deiliskipu­lags­á­ætl­anir í gildi sem sam­ræm­ast ekki almennri stefnu í aðal­skipu­lagi. Hingað til hefur það ekki verið raunin og breyttar stefnur í aðal­skipu­lagi hafa ekki verið túlk­aðar sem aft­ur­virkar fyrir sam­þykkt deiliskipu­lag eða bygg­ing­ar­leyfi. Sú túlkun að deiliskipu­lagi beri að breyta sam­kvæmt lögum í kjöl­far breyt­inga á aðal­skipu­lagi er í besta falli lang­sótt og með öllu for­dæma­laus.



Það væri ósk­andi ef að sam­bæri­legar aðstæður og nú eru komnar upp við Bar­óns­reit í Reykja­vík væru jafn ein­faldar og grein Hjör­leifs gefur til kynna en svo er hins­vegar ekki. Til við­bótar við deiliskipu­lags­á­ætl­anir þar sem bygg­ing­ar­heim­ildir hlaupa á millj­örðum eru yfir­leitt skýrir samn­ingar í gildi milli lóð­ar­hafa og borg­ar­yf­ir­valda þar sem kveðið er á um bætur vegna tafa og hugs­an­legrar skerð­ingar á bygg­ing­ar­magni. Nýlegt dæmi um þetta eru taf­ar­bætur sem Reykja­vík­ur­borg greiddi Vals­mönnum ehf vegna frest­unar á fram­kvæmdum við Hlíð­ar­enda en því til­felli námu bæt­urnar 285 millj­ón­um. Rétt er að taka fram að meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn sem end­aði á að greiða bæt­urnar var ekki sá sami og sam­þykkti þær upp­haf­lega enda ógild­ast eldri samn­ingar ekki með nýjum meiri­hluta.



Ný­legt dæmi um þetta eru taf­ar­bætur sem Reykja­vík­ur­borg greiddi Vals­mönnum ehf vegna frest­unar á fram­kvæmdum við Hlíð­ar­enda en því til­felli námu bæt­urnar 285 millj­ón­um. Rétt er að taka fram að meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn sem end­aði á að greiða bæt­urnar var ekki sá sami og sam­þykkti þær upp­haf­lega enda ógild­ast eldri samn­ingar ekki með nýjum meirihluta.



Að lokum bendir Hjör­leifur á að „sann­ar­lega er þörf á því að end­ur­bæta lög­gjöf­ina og kveða skýrar á um rétt og skyldu sveit­ar­fé­lag­anna til þess að end­ur­bæta skipu­lags­á­ætl­anir með almanna­hag að leið­ar­ljósi og tak­marka bóta­skyldu þeirra.“ Þar tekur Hjör­leifur undir bókun Magneu Guð­munds­dóttur vara­for­manns umhverf­is- og skipu­lags­ráðs vegna umræddrar deiliskipu­lags­til­lögu en þar segir „Það er óásætt­an­legt að enn hafi ekki komið til end­ur­skoð­unar skipu­lags­laga og fyrn­ing­ar­á­kvæði verið sett á eins og umhverf­is- og skipu­lags­ráð hefur margoft óskað eft­ir.” Í því sam­hengi er að mörgu að huga og rétt að árétta að það er ekki ein­falt mál að koma á fyrn­ing­ar­á­kvæðum deiliskipu­lags inn í skipu­lags­lög. Ólík­legt er að slík ákvæði leysi hugs­an­lega skaða­bóta­skyldu (sem rétti­lega hefur aldrei reynt á) sveit­ar­fé­laga á skömmum tíma en vænt­an­lega þyrfti að gefa rúman frest á gidis­töku slíks ákvæðis svo bygg­inga­mark­að­ur­inn gæti aðlag­ast breyt­ing­unni. Þar að auki er óljóst hvaða áhrif slík ákvæði hefðu á gild­andi samn­inga sem borg­ar­yf­ir­völd hafa skrifað undir til við­bótar við sam­þykktar deiliskipu­lags­á­ætl­an­ir.



Í allri þess­ari umræðu rétt að velta fyrir sér hvaða áhrif fyrn­ing­ar­á­kvæði hefðu á skipu­lags­ferla, en að vissu leyti má segja að þessi ákvæði gangi út frá því að þeir sem starfa við skipu­lags­gerð munu ávallt og sífellt vera taka rangar ákvarð­anir við gerð deiliskipu­lags og/eða við­horf til skipu­lags sé sífelldum breyt­ingum háð sem gangi í takt við sveiflur á bygg­ing­ar­mark­aði. Hið síð­ar­nefnda er auð­vitað rétt, skipu­lag er ávallt breyt­ingum háð en spurn­ingin er hvort að það sé alltaf skyn­sam­legt að ganga út frá því við ákvörð­un­ar­töku. Ef að allar ákvarð­anir eru teknar með hlið­sjón af því að til staðar sé trygg­ing fyrir því að hægt sé að aft­ur­kalla rangar ákvarð­anir er ljóst að eðli ákvörð­un­ar­takna og ábyrgð þeirra sem sem fara með völd mun taka breyt­ing­um.



Höf­undur er skipu­lags­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri Borg­ar­brags ehf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None