Olía er eitt helsta hráefni veraldar og er maðurinn algjörlega háður henni. Því hefur lækkun og hækkun á olíuverði gríðarleg áhrif um allan heim, en heimsmarkaðsverð á olíu hefur einmitt lækkað mikið núna undanfarið. Þessi þróun hefur sérstaklega haft mikil áhrif hér á Íslandi og hefur bensínverð til að mynda lækkað um rúmlega 20% frá því í júní. Að mati greiningar Íslandsbanka telst verðlækkunin á eldsneytisverði þó einungis dropi í hafið miðað við hvað ætla mætti í samanburði við lækkunina erlendis. Mikil lækkun bensínverðs gæti sparað íslenskum heimilum og fyrirtækjum á annan tug milljarða króna í eldsneytiskostnað á ári, en áætlað er að hver króna í eldsneytisverði hér á Íslandi kosti íslenskar fjölskyldur um 360 milljónir króna. Óvíst er þó hvort olíuverð muni halda áfram að lækka eða skyndilega hækka aftur.
Bjarni Halldór Janusson, nemi.
Pólitískur leikur Sádí-Arabíu
Anatole Kaletsky, hagfræðingur og þekktur pistlahöfundur The Economist, segir í pistli sínum, sem birtur var nýlega á vef Reuters, að Sádí-Arabía sé mikill áhrifavaldur hvað olíverð á heimsmarkaði varðar og segir að landið standi að öllum líkindum bak við núverandi lækkun olíuverðs. Að undanförnu hefur Sádí-Arabía einmitt verið eina OPEC olíuríkið sem barist hefur gegn öllum hugmyndum um að draga úr framleiðslu eða hækka aftur olíuverð.
Markmið Sádí-Arabíu með þessari lækkun er vitanlega að reyna koma höggi á Íran og Rússland, lönd sem eru háð stöðugu olíuverði á heimsmarkaði. Þetta valdatafl Sádí-Arabíu á rætur sínar að rekja til ástandsins í Sýrlandi.
Markmið Sádí-Arabíu með þessari lækkun er vitanlega að reyna koma höggi á Íran og Rússland, lönd sem eru háð stöðugu olíuverði á heimsmarkaði. Þetta valdatafl Sádí-Arabíu á rætur sínar að rekja til ástandsins í Sýrlandi. Þar ríkir stjórn sértrúarhóps shía-múslíma, alavítar. Þess vegna hefur stjórnin í Íran, sem samanstendur af shía-múslímum, stutt Assad stjórnina í Sýrlandi svo ákaflega, enda hafa þeir trúarlegra hagsmuna að gæta þar. Rússar hafa að auki stutt Assad-stjórnina mjög ákaflega og er það vegna viðskiptahagsmuna landsins við stjórnina í Sýrlandi. Á hinn bóginn hafa uppreisnarmenn í Sýrlandi, sem samanstanda að mestu af súnní-múslímum, hlotið mikinn stuðning frá stjórn súnní-múslíma í Sádí-Arabíu. Sádarnir eru orðnir þreyttir á ástandinu í Sýrlandi og beina núna sjónum sínum að Rússum og Írönum. Markmið Sádí-Arabíu er að skaða Rússland og Íran og besta leiðin til þess að ná því markmiði er með því að lækka olíuverð.
Rússar hafa stutt Assad-stjórnina mjög ákaflega og er það vegna viðskiptahagsmuna landsins við stjórnina í Sýrlandi. Á hinn bóginn hafa uppreisnarmenn í Sýrlandi, sem samanstanda að mestu af súnní-múslímum, hlotið mikinn stuðning frá stjórn súnní-múslíma í Sádí-Arabíu. Sádarnir eru orðnir þreyttir á ástandinu í Sýrlandi og beina núna sjónum sínum að Rússum og Írönum.
Olían er sterkasta vopn Sádí-Arabíu
Með olíulækkuninni er Sádí-Arabía að koma stóru höggi á Rússland og Íran. Þessi lækkun á heimsmarkaði er jú skaðleg fyrir olíuríki eins og Rússland og Íran. Lækkunin er því nánast rothögg fyrir rússneskt hagkerfi. Svo dæmi sé nefnt fjármagnar olía Rússa um 45% af útgjöldum þeirra og því er lækkandi olíuverð mjög skaðlegt Rússum. Í kjölfar lækkunar olíuverðs hefur rússneska rúblan, galdmiðill Rússa, misst meira en fimmtung af verðgildi sínu gagnvart Bandaríkjadal á einungis örfáum dögum. Stýrivextir hafa svo verið hækkaðir úr rúmlega 10% í 17% og rússneska fjármálaráðuneytið hefur þurft að selja hluta af gjaldeyrisforða sínum til að styðja við rúbluna. Hagfræðingar áætla að rússneska hagkerfið eigi eftir að upplifa samdrátt upp á rúm 5% haldist olíverð á heimsmarkaði svipað allt árið 2015.
Að lokum
Þessar tölur hér að ofan sýna svart á hvítu hversu mikil áhrif Sádí-Arabía getur haft á heiminn í kringum sig. Þegar eitt ríki nær að knésetja önnur ríki og hefur svona mikil áhrif á heiminn eins og raun ber vitni, þá er um ofurefli að ræða. Maðurinn er sá sem skapað hefur þetta ofurefli. Hann er svo háður olíunni að svona öflugt olíuríki eins og Sádí-Arabía getur ráðskast með heiminn og hagkerfi hans að vild. Þetta gríðarlega vald Sádí-Arabíu er jú ekkert nema birtingarmynd neyslu- og gróðahyggju mannsins.