Ómíkron hrekkir

Katrín Júlíusdóttir gerir upp árið sem er að líða í fjármálakerfinu og fer yfir núverandi áskoranir, auk þess sem hún hvetur til eflingar fjármálalæsis viðnámsþrótts fyrirtækja gegn netógnum.

Auglýsing

Nýtt ár nálg­ast og blikur eru á lofti enn á ný. Ómíkron er að hrekkja lands­menn yfir hátíð­irn­ar, per­sónu­lega væri ég frekar til í Omnom far­ald­ur, en maður fær víst ekki allt sem maður vill. Ef við lítum á björtu hlið­arnar þá hefur þekk­ing lands­manna á gríska staf­róf­inu auk­ist til muna und­an­farin miss­eri.

Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið eru heim­ilin að koma betur undan far­aldr­inum en á horfð­ist í fyrstu, atvinnu­leysi fer lækk­andi og kraftur að fær­ast í hag­kerf­ið. Atvinnu­lífið í heild kom betur út úr ástand­inu en menn þorðu að vona í upp­hafi, þó áhrifin hafi verið mjög mis­mun­andi milli atvinnu­geira. Ekki verður fram hjá því litið að far­ald­ur­inn hefur ekki síst reynst heil­brigð­is­kerfi, náms­fólki, ferða­þjón­ustu, við­burða­haldi og lista­fólki þung­ur. Til þessa verðum við að líta í mati á mót­væg­is­að­gerðum sem gæti þurft að grípa til eða fram­lengja. Ég er að eðl­is­fari bjart­sýn, þó far­ald­ur­inn hafi kallað fram ein­staka blús, og því gleðst ég yfir upp­lýs­ingum sem fram eru að koma um að Ómíkronið virð­ist við­ráð­an­legri útgáfa veirunnar en við höfum séð hingað til. Ætla því að leyfa mér að vona að þessu ástandi fari að linna á nýju ári og að sam­taka­máttur okkar í bar­átt­unni við veiruna fari að skila árangri og lífið fari að þok­ast í átt að eðli­legu ástandi. Sterkar und­ir­stöður íslenskra heim­ila, fyr­ir­tækja og rík­is­ins komu ber­sýni­lega í ljós og mik­il­vægt að huga áfram að und­ir­stöð­unum í fram­tíð­inni.

Auglýsing

Heim­ilin settu fé í hluta­bréf og hús­næði í heims­far­aldri

Á árinu 2021 voru það helst tveir þættir fjár­mála­kerf­is­ins sem almenn­ingur hafði mestan áhuga á. Almenn­ingur nýtti sér sögu­lega lága vexti til end­ur­fjár­mögn­unar og kaupa á hús­næði og áhugi heim­il­anna á hluta­bréfa­mark­að­inum jókst mikið í kjöl­far skrán­ingar Íslands­banka á aðal­markað Kaup­hall­ar­inn­ar.

Fast­eigna­mark­að­ur­inn var á miklu flugi á árinu 2021 og var árs­hækkun íbúða­verðs 17% í nóv­em­ber. Neyt­endur eru upp­lýstir um stöðu mála og hafa beint við­skiptum sínum í auknum mæli til bank­anna sem bjóða sögu­lega góð kjör. Sér­stak­lega hefur verið mikil aukn­ing í óver­tryggðum lán­um, sem aftur sýnir að neyt­endur fylgj­ast vel með þar sem þeir vextir hafa verið óvenju hag­stæðir und­an­far­ið. Önnur vís­bend­ing um virkni neyt­enda er að nú virð­ast stýri­vaxta­hækk­anir Seðla­banka þegar byrj­aðar að hafa þau áhrif að heim­ilin eru í mun meira mæli að velja að festa vexti hús­næð­is­lána. Bank­arnir er nú með meiri­hluta mark­aðs­hlut­deildar hús­næð­is­lána og hefur útlána­aukn­ing þeirra til fast­eigna­kaupa verið mikil á árinu.

Seðla­bank­inn hefur fengið auk­inn áhuga á fast­eigna­mark­að­inum þar sem verð­bólgan er að stórum hluta dregin áfram af hækk­unum á hús­næð­is­verði. Seðla­bank­inn hefur hafið vaxta­hækk­un­ar­ferli sem hefur bein áhrif á óverð­tryggða útláns­vexti. Þá hefur Seðla­bank­inn lækkað hámarks veð­setn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­lána ásamt reglum um hámark greiðslu­byrðar fast­eigna­lána í hlut­falli við tekjur neyt­enda. Þessar reglur hafa ekki telj­andi áhrif að svo stöddu þar sem fjár­mála­stofn­anir hafa allar haft verk­lag um greiðslu­mat sem rúm­ast að mestu innan nýrra reglna. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvort þessar reglur fari að bíta ef vaxta­hækk­un­ar­ferlið heldur áfram.

Áhugi ein­stak­linga á hluta­bréfa­mark­að­inum jókst mikið við útboð rík­is­ins á 35% hlut sínum í Íslands­banka. Góð þátt­taka var í útboð­inu og þrátt fyrir mikla umfram­eft­ir­spurn og umræðu um að hægt hefði verið að fá hærra verð var salan jákvæð fyrir inn­lendan hluta­bréfa­markað og þá fjár­festa sem tóku þátt. Þátt­taka og áhugi almenn­ings á hluta­bréfa­mark­aði jókst mikið við útboðið sem leiðir til auk­innar virkni á hluta­bréfa­mark­aði og auk­innar dreif­ingar í eign­ar­haldi skráðra félaga.

Netárásir fyr­ir­ferð­ar­miklar í fjöl­miðlum

Á árinu sem er að líða var mik­ill vöxtur í netárásum og net­glæp­um, bæði stærri árásum á mik­il­væga inn­viði og fjár­svik ein­stak­linga. Stórar Ddos árás­ir, Log4j örygg­is­gall­inn, svika­póstar í nafni ýmissa fyr­ir­tækja og hefð­bundin net­svik voru umfangs­mikil í fréttum árs­ins. Við­brögð fyr­ir­tækja s.s. fjár­mála­fyr­ir­tækja og opin­berra aðila við stærri árásum á inn­viði og fyr­ir­tæki hafa verið snör og virð­ast varnir hér­lendis nokkuð þétt­ar. Ein­stak­linga þarf að fræða betur um ein­stak­lings­bundnar varnir gegn net­glæpum og verður það verk­efni næstu miss­era. Mik­il­vægi fjár­mála­fyr­ir­tækja í bar­átt­unni við netógn­ir, pen­inga­þvætti og skipu­lagða glæp­a­starf­semi hefur aldrei verið meira. Áhugi opin­berra stofn­ana á mál­efn­inu hefur auk­ist síð­ustu mán­uði og virð­ist sem stjórn­völd séu að opna augun fyrir mik­il­vægi þess að stofn­anir og fjár­mála­fyr­ir­tæki vinni saman gegn sam­eig­in­legri ógn. Aukið sam­starf og sam­eig­in­leg þekk­ing á við­fangs­efn­inu mun styrkja varnir til muna og vernda hags­muni neyt­enda. Fjár­mála­fyr­ir­tækin standa fram­ar­lega þegar kemur að bar­átt­unni gegn pen­inga­þvætti og mik­il­vægi þeirra í að takast á við ýmis­konar netógnir fer vax­andi. Þrátt fyrir að ekki hafi orðið alvar­legt atvik enn í fjár­mála­innviðum lands­ins þá þró­ast aðferðir net­glæpa­manna hratt og mik­il­vægt að fjár­mála­fyr­ir­tækin og hið opin­bera geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir alvar­leg atvik. Þétta þarf mark­visst að sam­starf aðila í fjár­mála­kerf­inu og atvinnu­lífi ásamt hinu opin­bera til að það náist áfram að hrinda árásum net­þrjóta á mik­il­væga inn­viði.

Fram­tíð­ar­kyn­slóðir verði betur læsar á fjár­mál

Á mið­nætti á mótum þess 22. og 23. nóv­em­ber á árinu 1991 var ég mætt, rétt orðin sautján, á lög­reglu­stöð­ina í Auð­brekkunni í Kópa­vogi til að sækja glóð­volgt öku­skír­tein­ið. Þessi spenna staf­aði ekki síst af því að í sex ár hafði ég unnið fjöl­breytt störf með námi, búið við fjár­hags­legt öryggi í for­eldra­húsum og lagt fyrir til að kaupa mér drauma­bíl­inn, enda með bíla­dellu á háu stigi á þeim árum. Það er skyn­sam­legt að leggja fyrir en kannski hefði ég mátt hugsa það aðeins betur að setja hverja ein­ustu krónu af sparn­að­inum í kaup á dýrum drauma­bílnum og velja ódýr­ari kost að sinni. Rekstur trylli­tæk­is­ins át enda þennan sparnað hratt upp á mennta­skóla­ár­unum og lítið sat eft­ir. Þó lítið hafi setið eftir af sparn­að­inum var þetta dýr­mæt lexía. Fjár­mála­læsi er mik­il­vægt í nútíma­þjóð­fé­lagi og við megum gera betur í menntun unga fólks­ins okkar í fjár­mál­um. Í könnun sem Mask­ína fram­kvæmdi fyrir Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja og Fjár­mála­vit var ungt fólk á aldr­inum 18 – 30 ára spurt um reynslu og við­horf til fjár­mála og kemur fram í þeim nið­ur­stöðum að níu af hverjum tíu hefðu viljað læra meira um fjár­mál í grunn­skóla. Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja hafa nú um ára­bil starf­rækt Fjár­mála­vit sem er fræðslu­vett­vangur um fjár­mála­læsi. Til­gang­ur­inn er að stuðla að auk­inni kennslu í fjár­mála­læsi í grunn- og fram­halds­skólum og bættu fjár­mála­læsi ungs fólks með áherslu á fyr­ir­hyggju og gagn­rýna hugs­un. Gott fjár­mála­læsi og vel upp­lýstir neyt­endur gera meiri kröfur sem hvetur til auk­innar sam­keppni og nýsköp­unar í vöru og þjón­ustu. Þannig felur gott fjár­mála­læsi í sér sam­fé­lags­legan ávinn­ing okkur öllum til hags­bóta. Það er mark­mið okkar að fram­tíð­ar­kyn­slóðir verði betur læsar á fjár­mál og því þarf að auka veg og virð­ingu fjár­mála­læsis á öllum stigum lífs­leið­ar­inn­ar.

Stjórn­málin og staðan

Við eigum eftir að kom­ast út úr heims­far­aldr­inum og mik­il­vægt er að við tölum saman og finnum sam­stöðu­flet­ina til að ná að spila úr stöð­unni þannig að sem flestir geti vel við unað. Í ljósi minna fyrri starfa verð ég að segja að mér finnst póli­tíkin hafa staðið sig afburða vel í gegnum þennan heims­far­ald­ur. Að fá þennan pakka í fang­ið, hvort sem litið er til stjórnar eða stjórn­ar­and­stöðu, er ekki öfunds­vert. Hefð­bundnar áætl­anir og stefnu­mörkun þarf að aðlaga að þessum óvið­ráð­an­legu aðstæðum og leið­inni út úr far­aldr­inum fylgja ekki leið­bein­ingar með skýrri nið­ur­stöðu. Því hefur stjórn­mála­fólkið okkar þurft að velja leiðir úr fábrotnum val­kostum og halda áfram í þeirri von að góð og rétt­lát nið­ur­staða fáist fyrir flesta. Óháð því hvort við séum sam­mála öllum ein­staka ákvörð­unum þá er ég þakk­lát fyrir að búa á Íslandi þegar heims­far­aldur skellur á.

Staða fjár­mála­fyr­ir­tækja hefur ekki verið jafn sterk um ára­bil sem nýtt­ist þeim við að styðja sína við­skipta­vini innan þess ramma sem þeim er heim­ilt í gegnum far­ald­ur­inn. Sterkur og heil­brigður rekstur fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna nú er einnig mik­il­vægur í þeim áskor­unum sem fram undan eru til að styðja við upp­gang í efna­hags­lífi og fjölgun starfa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar