Opið bréf til Strætó bs.

Þorvaldur Pálmason
10191392394_0d19d10824_z.jpg
Auglýsing

Eins og fram kemur í stuttri blaða­grein, sem ég birti um miðjan nóv­em­ber til varnar Ferða­þjón­ustu fatl­aðra eins og hún var, hafði ég m.a. þetta að segja:

„Ég hef notið Ferða­þjón­ustu fatl­aðra á fjórða ár og fund­ist hún afar góð og gæti raunar varla verið betri. Ferða­til­högun hefur í flestum til­fellum stað­ist mjög vel og afar gott að ná til þeirra sem stýra ferð­um. Hér hefur farið sam­an, teymi fólks með mikla reynslu af  þessu starfi og með dýr­mæta þekk­ingu á högum við­skipa­vina og fjöl­breyttum þörfum þeirra.“

Auglýsing


Ég var því mjög efins allt frá því að for­maður Vel­ferð­ar­ráðs sagði mér per­sónu­lega að til stæði að bjóða út þessa þjón­ustu í því skyni að bæta hana sam­fara hag­ræð­ingu. Það átti m.a að fá betri bíla, lengja síma­vaktir og rús­ínan í pylsu­end­anum var að hægt yrði að panta bíl með tveggja tíma fyr­ir­vara, þrátt fyrir að allur meg­in­þorri við­skipta­vina sé í föstum ferð­um. Var ekki hægt að bæta úr þessum vanköntum án algerrar upp­stokk­unar á kerf­inu? Ekki nóg með það, grund­vall­ar­breyt­ingu á stefn­unni í kjöl­far­ið. Eins og reyndin varð, sem alvar­lega var varað við, af bíl­stjórum, öðru starfs­fólki og þeim sem þjón­ust­unnar nutu. Stefnan virð­ist í aðal­at­riðum vera sú að því minna sem bíl­stjórar þekki til við­skipta­vina því betra og þeir raunar varaðir við að stofna nokkuð til per­sónu­legra kynna við far­þega. Um almenn­ings­sam­göngur væri að ræða eins og stað­fest var í Kast­ljósi 5. febr­úar eftir dag­inn „ör­laga­rík­a“. Mér finnst þetta alger­lega glóru­laust. Í þágu stefn­unnar var svo til öllu starfs­fólki sagt upp, bíl­stjórum og í þjón­ustu­veri - fólki með jafn­vel ára­tuga reynslu og dýr­mæta þekk­ingu á högum við­skipta­vina.



Fjár­fest var í dýru tölvu­kerfi og ég tel sann­gjarnt að almenn­ingur fái að vita hvað það kost­aði. Hvers vegna fór ekk­ert útboð fram? Þegar á hólm­inn var komið sner­ist þjón­ustan því miður um tölvu­kerf­ið, ekki far­þega. Hve margir komu að þess­ari ákvörðun með þekk­ingu á svona kerf­um? Er það rétt að per­sónu­leg tengsl hafi að hluta ráðið för? Er það rétt að Svíar hafi gef­ist upp á þessu kerfi? Er það rétt að kerfið hafi upp­haf­lega verið þróað fyrir pakka­flutn­inga?



Sjálft útboðið var furðu­legt, skipt í þrjá hluta. Í þriðja hlut­an­um, fyrir fólks­bíla var ekki hægt að tryggja bíl­stjórum lág­marks­vinnu og þeir fá mis­jafn­lega greitt í sam­ræmi við útboð­ið. Sem sagt, þeir fá besta vinn­una sem lægst buðu að sagt er og svo hefur vina­væð­ing áhrif að sagt er. Þetta minnir á bók­ina Þrúgur reið­innar eftir John Stein­beck, um fjöl­skyldu af þremur kyn­slóðum sem hélt af stað til fyr­ir­heitna lands­ins með falskar vonir í brjósti. Þess eru ýmis dæmi að ástæða þykir að hringja út almenna leigu­bíla ef upp kemur óvænt ferð í stað fólks­bíla með samn­ing sem bíða og þeir fá engan akstur um helg­ar. Er þetta ekki samn­ings­brot? Allt gengur út á tölvu­kerf­ið, engu máli skiptir þótt bíll sé sendur frá Kjal­ar­nesi til Hafn­ar­fjarðar og svo aftur upp á Kjal­ar­nes. Þá eru mörg dæmi um að t.d. 4-8 séu sóttir á sam­býli á jafn­mörgum bíl­um, jafn­vel þótt allir séu á leið á sama ákvörð­un­ar­stað... tölvan fyr­ir­skipar og hún ræð­ur.



Leiðir til úrbóta

  • Leitið aftur til fólks með dýr­mæta þekk­ingu og ráðið það ef hægt er,
  • Skiptið upp svæð­inu fyrir ákveðna bíl­stjóra,
  • Flokkið far­þega í sam­ræmi við breyti­legar þarf­ir,
  • Flokkið þannig að til­teknir bíl­stjórar ann­ist til­tekna far­þega,
  • Gæði þjón­ustu á að vera framar fjár­hags­legum hagn­aði,
  • Leggið þetta tölvu­kerfi niður
  • Leitið samn­inga við Hreyfil þar sem not­ast yrði við þeirra tölvu­kerfi ásamt því sem notað var. Veit ekki betur en að þegar liggi fyrir brú á milli þess­ara kerfa,
  • Stjórnin verður að víkja, hún er rúin trausti.

Að lok­um: Tölvu­tæknin á að þjóna við­skipta­vinum en ekki öfugt. Per­sónu­leg þjón­usta verður að vera í önd­vegi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None