Opið bréf til þeirra sem klúðruðu ferðaþjónustu fatlaðra

9954291586_af5e4664c8_k-1.jpg
Auglýsing

Reykja­vík, 13. jan­úar 2015

Ágætu við­tak­end­ur.

Ég und­ir­rit­uð, Jóhanna Páls­dótt­ir, vil með bréfi þessu koma á fram­færi mjög alvar­legum og ákveðnum kvört­unum vegna þjón­ustu­leysis ferða­þjón­ustu fyrir fatlað fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu!

Auglýsing

Jóhanna Pálsdóttir Jóhanna Páls­dótt­ir

Ég krefst þess að kvart­anir mín­ar, athuga­semdir og ábend­ingar verði teknar alvar­lega og að við þeim verði brugð­ist taf­ar­laust, m.a. með því að bæta veru­lega þjón­ustu ferða­þjón­ust­unnar og gera hana þannig úr garði að hún verði boð­leg mann­eskj­um!

Ég hef notað ferða­þjón­ustu fyrir fatlað fólk síð­ast­liðin 17 ár og hef því langa reynslu til að byggja athuga­semdir mínar og kvart­anir á.

Ég hef verið ánægð með þá þjón­ustu sem ég hef feng­ið, allt til 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, að und­an­skildu því að hafa þurft að panta ferðir með minnst sól­ar­hrings fyr­ir­vara. Sú regla er ekki til staðar leng­ur, en sam­an­borið við það þjón­ustu­leysi, það hættu­lega ástand og það skipu­lags­leysi sem nú rík­ir, þá verð ég að segja að þrátt fyrir þessa úrbót, þá fóru not­endur þjón­ust­unnar algjör­lega úr ösk­unni í eld­inn!

Ég lýsi hér með yfir mik­illi óánægju með þá þjón­ustu sem ég hef fengið síðan nýja skrán­ing­ar­kerfið var tekið í notk­un, þann 1. nóv­em­ber s.l.

Ég nota þjón­ust­una a.m.k. þrisvar í viku, oft fimm sinnum í viku, og hef því haft góðan tíma til að átta mig á því hversu mjög þjón­ustan hefur versnað eftir að nýtt skrán­ing­ar­kerfi var inn­leitt og nýir aðilar tóku við akstr­in­um. Ég gæti nefnt ótal­mörg dæmi um að nýja skrán­ing­ar­kerfið virkar ekki, bara alls ekki!

Halda opin­berir starfs­menn borg­ar­innar að fólk hafi ekk­ert þarfara við tíma sinn að gera en eyða honum á rúnt­inum um bæinn í erindisleysu?

Ég hef varla ferð­ast með ferða­þjón­ust­unni síð­ast­liðna tvo mán­uði án þess að verða fyrir ein­hvers konar skakka­föll­um, síð­ast 11. jan­ú­ar. Þá tók ferð frá heim­ili mínu, í Frosta­fold, að hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir, í Graf­ar­vogi, heilar 30 mín­út­ur, og sama ferð til baka tók heila klukku­stund! Ferð sem venju­lega tekur þrjár mín­útur í bíl.

Halda opin­berir starfs­menn borg­ar­innar að fólk hafi ekk­ert þarfara við tíma sinn að gera en eyða honum á rúnt­inum um bæinn í erind­is­leysu?

Ég hygg að flestir not­endur ferða­þjón­ust­unnar séu mér sam­mála um að þjón­ustan hafi stór­versnað eftir 1. nóv­em­ber og meira að segja hef ég mjög oft orðið vitni að veru­legri óánægju bíl­stjór­anna með fyr­ir­komu­lag­ið. Ég hef líka orðið vitni að grát­andi far­þeg­um, fötl­uðum börnum sem þekktu ekki bíl­stjór­ann og full­orðnum mann­eskjum sem skulfu af ótta. Finnst fólki þetta boð­legt?

Skrán­ingar mis­farast, týn­ast eða skila sér aldrei þrátt fyrir að fólk á þjón­ustu­borð­inu seg­ist hafa tekið við þeim. Sím­anum er svarað seint og illa og þá yfir­leitt „þú ert númer níu í röð­inn­i”. Bið­tím­inn bæt­ist á síma­reikn­ing öryrkj­anna. Auð­vitað á þetta númer að vera gjald­frjál­st!

Og skrán­ing­arnar eru svo „heilag­ar“ að það er ekki við­lit að leið­rétta aug­ljós mis­tök á staðnum þegar menn átta sig á þeim. Nei, tölvan segir að þrír bílar eigi að sækja þrjár mann­eskjur í sama húsið á sama tíma og þá verður það að vera svo.

Og ef tveir bílar koma og sækja tvær mann­eskj­ur, en þriðji bíll­inn klikk­ar, þá situr þriðja mann­eskjan eftir og kemst hvergi, þrátt fyrir að nóg pláss hafi verið í hinum tveimur bíl­un­um. Skemmst er að minn­ast frétt­ar­innar af bræðr­unum sem urðu við­skila á leið sinni í mat til for­eldra sinna vegna þess að bíll­inn sem kom átti, sam­kvæmt nýja fína skrán­ing­ar­kerf­inu, aðeins að sækja annan þeirra. Hinn komst aldrei í mat­ar­boð­ið.

Er þetta skrán­ing­ar­kerfi íslensk for­ritun eða keypt erlendis frá? Var það ekk­ert yfir­farið og prófað áður en það var tekið í notkun til að þjón­usta lif­andi og full­gilda borg­ara í þessu landi? Hvað kostar svona „mein­gall­að“ kerfi fyrir skatt­borg­ar­ana?

Fram til kerf­is­breyt­ing­ar­innar 1. nóv­em­ber s.l. var ég yfir­leitt ánægð með ferða­þjón­ust­una og þá aðstoð sem ég fékk frá bíl­stjór­un­um. En hið sama get ég ekki sagt um þá bíl­stjóra sem tóku til starfa þann 1. jan­úar s.l.

Í nýjum reglum um ferða­þjón­ustu fyrir fatlað fólk, sem tóku gildi þann 1. jan­úar s.l., kemur skýrt fram að gerðar verði auknar kröfur til starfs­manna þjón­ust­unn­ar, sér­stak­lega bíl­stjóra, t.d. ber þeim skylda til að sækja nám­skeið og fræðslu um aðstæður fatl­aðs fólks og hvernig skuli bregð­ast við ýmsu sem upp kann að koma. Ég efast stór­lega um að bíl­stjór­arnir sem nú eru við störf hafi sótt slík nám­skeið og reyn­ist ágiskun mín rétt, þá er það skýrt brot á nýju regl­un­um.

Ekki er hægt að bera far­þega ferða­þjón­ust­unnar saman við almenna far­þega Strætó, eins og þeir sem bera ábyrgð á þessu reyna þó enda­laust að gera til að rétt­læta nýja kerf­ið. Við erum ekki „venju­leg­ir” strætófar­þeg­ar. Þá tækjum við auð­vitað bara sama strætó og hin­ir. Ferða­þjón­usta fatl­aðra er hugsuð fyrir far­þega sem eru að mestum hluta lang­veikir sjúk­ling­ar. Slíkur farmur þarf sér­staka aðgát í flutn­ing­um. Ekki enda­lausa bið í kulda og trekki hreyf­ing­ar­laus í hjóla­stól eða flug­keyrslur yfir hraða­hindr­an­ir! Hvað þá ógn­andi við­mót frá bíl­stjórum eins og raunin hefur verið með suma af þeim nýráðnu og kunn­áttu­lausu.

Ég geri ráð fyrir að helsta krafan sem til þeirra er gerð sé sú að þeir hafi öku­rétt­indi. Þetta er alls ekki boð­legt fyrir fatlað fólk!

Og hvernig ætla ráða­menn að leysa úr þess­ari skammar­legu stöðu sem upp er komin í ferða­málum fatlaðra?

Helsta rök­semd fyrir nýjum reglum um ferða­þjón­ust­una er sú að verið sé að færa hana til sam­ræmis við aðrar almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ég veit ekki til þess að fólk sem notar strætó þurfi að tak­marka ferðir sínar við 60 á mán­uði. Að setja þak á ferða­fjölda not­enda ferða­þjón­ust­unnar er skýrt brot á mann­rétt­ind­um!

Það er skýrt brot á 20. grein samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks, en hún fjallar um ferli­mál fatl­aðra ein­stak­linga. Þar segir m.a.:

„Að­ild­ar­ríkin skulu gera skil­virkar ráð­staf­anir til þess að tryggja að ein­stak­lingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálf­stæði fatl­aðs fólks í þeim efn­um, eftir því sem frekast er unnt, meðal ann­ars með því:

a) að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn við­ráð­an­legu gjald­i.“

Og fyrst minnst var á við­ráð­an­legt gjald, þá lýsi ég hér með þeirri skoðun minni að 1.100 króna gjald fyrir hverja ferð sem farin er umfram sex­tíu ferða hámarkið er gjör­sam­lega óásætt­an­legt og mun ég standa þétt við bakið á þeim not­endum sem munu leita allra leiða til að hnekkja þess­ari óskilj­an­legu ákvörðun Vel­ferð­ar­ráðs og Borg­ar­ráðs. Sér­staka athygli vekur að Reykja­vík skuli vera eina sveit­ar­fé­lagið sem ætlar að rukka öryrkja með þessum hætti og marg­falda þannig ferða­kostnað þeirra!

Einnig vil ég vekja athygli á því að reikn­ingar ferða­þjón­ust­unnar fást ekki sund­ur­lið­aðir þrátt fyrir marg­ít­rek­aðar beiðnir þar um. Engin leið er fyrir not­endur að hafa virkt eft­ir­lit með að rétt sé inn­heimt fyrir not­aðar ferð­ir!

Ég fer fram á að í stað sífelldra afsök­un­ar­beiðna sjái Reykja­vík­ur­borg og Strætó sóma sinn í því að fella niður allan ferða­kostnað far­þega ferða­þjón­ust­unn­ar, frá 1. nóv­em­ber að telja og allt til þess dags að þjón­ustan er komin í við­un­andi horf.

Og hvernig ætla ráða­menn að leysa úr þess­ari skammar­legu stöðu sem upp er komin í ferða­málum fatl­aðra? Er það yfir­leitt hægt með þessu nýja kerfi? Ég leyfi mér að efast.

Hér eftir mun ég, í hvert ein­asta skipti sem ég verð fyrir því að sú þjón­usta sem ég óska eftir og mér er lofuð stenst ekki, senda inn skrif­lega kvörtun.

Að lokum hvet ég þá sem bera ábyrgð á þess­ari óreiðu, þessu skipu­lags­leysi og þessu hættu­lega ástandi, til að prófa sjálfir að nota þjón­ust­una, þó ekki væri nema í eina viku, og athuga hvernig þeim gengur að halda tíma­á­ætl­unum og kom­ast ferða sinna í ann­ríki dags­ins.

Með skýrri kröfu um úrbæt­ur,

Jóhanna Páls­dótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None