Opið bréf til þeirra þröngsýnu

Hildur Davíðsdóttir
gylfi_01.jpg
Auglýsing

Ég hef lengi vel vitað af minni jafn­rétt­is­hyggju en sjaldan hefur mér orðið jafn lík­am­lega óglatt við það að lesa um annað eins rugl.

Gylfi Ægis­son vill „vernda börn­in“. Ég líka, ég vil vernda þau frá for­dóm­um.

Ég er alls ekki að saka Gylfa Ægis­son um allt sam­an. Því miður eru til ótal fleiri þröng­sýnir ein­stak­lingar í sam­fé­lag­inu eins og hann, sem geta ekki sleppt tak­inu á þessu fárán­lega gamla hug­ar­fari. Flest ykkar ólust upp á öðrum tím­um. Tímum þar sem allir áttu að vera eins og þeir sem vog­uðu sér að skera sig úr voru útskúf­aðir úr sam­fé­lag­inu. Þið hafið engan skiln­ing á þessu. Lík­leg­ast hafið þið aldrei hitt sam­kyn­hneigðan ein­stak­ling en teljið ykkur samt geta dæmt í þessu máli.

Auglýsing

Ég held því fram að allt laga­safnið og allar gullnu regl­urnar geti fundið rætur sínar í aðeins einni reglu; Allir eiga rétt á því að lifa sínu lífi hvernig sem þeir kjósa, svo lengi sem það skaði ekki aðra.

Það er frá­bært að elska. Að vera hrif­in/n af ein­hverjum er æðis­legt. Hugs­aðu þér ef ein­hver skyldi nú bara ætla að taka það í burtu frá þér, ein­ungis vegna þess að þú ert örv­hent­ur, rauð­hærð­ur, sköll­óttur og svo fram­veg­is. Það er auð­séð hversu bjána­legt það væri enda er full­kom­lega eðli­legt að allir þessir hópar fái að elska, en sam­kyn­hneigðir fá ekki að elska í friði?

Ef við lítum á töl­fræð­ina þá lifir mað­ur­inn ekki mikið lengur en hund­rað ár. Eftir það er hann dáinn. Lífið er stutt og tel ég það því nokkuð ljóst að allir ættu að eiga rétt á því að lifa þessu lífi til fulls, hvernig sem því er hátt­að. Ég held því fram að allt laga­safnið og allar gullnu regl­urnar geti fundið rætur sínar í aðeins einni reglu; Allir eiga rétt á því að lifa sínu lífi hvernig sem þeir kjósa, svo lengi sem það skaði ekki aðra. Segðu mér Gylfi, og nú segi ég Gylfi því þú stendur nú fyrir þessum mót­mæl­um, veldur sam­kyn­hneigt fólk þér sárs­auka?

Kyn­hneigð hefur aldrei verið val, frekar en hár­lit­ur, kyn­þáttur og svo fram­veg­is. Þið sem haldið því fram að kyn­hneigð sér val; Hvernig útskýrið þið þá dýra­sam­kyn­hneigð? Hvernig útskýrið þið þá að for­eldrar hafa oft vitað af sam­kyn­hneigð barna sinna þegar börnin voru „korn­ung“ og höfðu ekki einu sinni vit á hvað kyn­hneigð var? Ekki ákváðu þau þetta?

­Þið þröng­sýnu ein­stak­lingar mót­mælið fræðsl­unni því að hún myndi ekki gera neitt fyrir ykk­ur. Þetta snýst ekki allt um ykk­ur.

Maður þarf ekki að leita langt eftir for­dóm­um. Alls kyns for­dóm­um. Ósjaldan heyri ég börn í skól­anum segja hvort við annað eitt­hvað á þennan veg: „þetta er það homma­leg­asta sem ég hef séð“, „ha, gayyyyy“ eða „djöf­uls­ins homm­inn þinn!“ Maður fer auð­vitað beint í það að dæma börnin en málið er að þau vita ekki bet­ur. Það er ekki annað hægt en að sár­vor­kenna þeim sem sam­kyn­hneigðir eru að þurfa að líða svona.

Mark­miðið með hinseg­in­fræðslu sam­tak­anna 78 fyrir börn á yngsta stigi grunn­skóla er að útrýma þess­ari mis­mun­un. Mark­miðið var aldrei að aug­lýsa sam­kyn­hneigð og von­ast til þess að öll börnin færu heim og myndu ákveða að ger­ast sam­kyn­hneigð enda er það ekki val eins og áður kom fram. Mark­miðið er að börnin læri að umbera fólk af öllum gerðum og stærðum svo að sam­kyn­hneigðir (og aðrir hópar) þurfi ekki að líða þessa mis­mun­un. Þeim börnum sem síðan upp­lifa sig sam­kyn­hneigð muni ekki líða eins og þau geti ekki verið þau sjálf og þurfi að vera eins og allir hin­ir. Þónokkrir aðilar hafa komið fram á hinum ýmsu sam­fé­lags­miðlum og greint frá því að hinseg­in­fræðsla í grunn­skóla hefði stór­bætt líðan þeirra á þeim tíma.

Þið þröng­sýnu ein­stak­lingar mót­mælið fræðsl­unni því að hún myndi ekki gera neitt fyrir ykk­ur. Þetta snýst ekki allt um ykk­ur.

Gagn­kyn­hneigðir eru ekki í útrým­ing­ar­hættu og munu aldrei vera það. Kyn­hneigð hvers og eins skiptir jafn litlu máli og augn­litur hvers og eins. Fólki er ekki mis­munað eftir augn­lit, hvers vegna er fólki þá mis­munað eftir kyn­hneigð? Ein­hver þriðji aðili ætlar að banna ham­ingju­sömu pari að vera sam­an. Ég sem hélt að allir vildu ham­ingju. Þetta er bara fáfræði og ekk­ert ann­að. Maður nán­ast skamm­ast sín að vera hluti af mann­kyn­inu á stundum sem þess­um.

Ég er hvorki gömul né sam­kyn­hneigð en skiln­ingur minn fyrir þessu mál­efni var sjálf­gef­inn, þegar ég fékk við­eig­andi fræðslu. Fræðsl­una fékk ég ekki fyrr en á ung­linga­stigi grunn­skóla­göngu minn­ar. Ég tel að ekki væri verra að fá fræðslu fyrir full­orðið fólk líka, fyrir þau sem aldrei fengu hana. Þau þurfa mest á henni að halda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None