Ég hef lengi vel vitað af minni jafnréttishyggju en sjaldan hefur mér orðið jafn líkamlega óglatt við það að lesa um annað eins rugl.
Gylfi Ægisson vill „vernda börnin“. Ég líka, ég vil vernda þau frá fordómum.
Ég er alls ekki að saka Gylfa Ægisson um allt saman. Því miður eru til ótal fleiri þröngsýnir einstaklingar í samfélaginu eins og hann, sem geta ekki sleppt takinu á þessu fáránlega gamla hugarfari. Flest ykkar ólust upp á öðrum tímum. Tímum þar sem allir áttu að vera eins og þeir sem voguðu sér að skera sig úr voru útskúfaðir úr samfélaginu. Þið hafið engan skilning á þessu. Líklegast hafið þið aldrei hitt samkynhneigðan einstakling en teljið ykkur samt geta dæmt í þessu máli.
Ég held því fram að allt lagasafnið og allar gullnu reglurnar geti fundið rætur sínar í aðeins einni reglu; Allir eiga rétt á því að lifa sínu lífi hvernig sem þeir kjósa, svo lengi sem það skaði ekki aðra.
Það er frábært að elska. Að vera hrifin/n af einhverjum er æðislegt. Hugsaðu þér ef einhver skyldi nú bara ætla að taka það í burtu frá þér, einungis vegna þess að þú ert örvhentur, rauðhærður, sköllóttur og svo framvegis. Það er auðséð hversu bjánalegt það væri enda er fullkomlega eðlilegt að allir þessir hópar fái að elska, en samkynhneigðir fá ekki að elska í friði?
Ef við lítum á tölfræðina þá lifir maðurinn ekki mikið lengur en hundrað ár. Eftir það er hann dáinn. Lífið er stutt og tel ég það því nokkuð ljóst að allir ættu að eiga rétt á því að lifa þessu lífi til fulls, hvernig sem því er háttað. Ég held því fram að allt lagasafnið og allar gullnu reglurnar geti fundið rætur sínar í aðeins einni reglu; Allir eiga rétt á því að lifa sínu lífi hvernig sem þeir kjósa, svo lengi sem það skaði ekki aðra. Segðu mér Gylfi, og nú segi ég Gylfi því þú stendur nú fyrir þessum mótmælum, veldur samkynhneigt fólk þér sársauka?
Kynhneigð hefur aldrei verið val, frekar en hárlitur, kynþáttur og svo framvegis. Þið sem haldið því fram að kynhneigð sér val; Hvernig útskýrið þið þá dýrasamkynhneigð? Hvernig útskýrið þið þá að foreldrar hafa oft vitað af samkynhneigð barna sinna þegar börnin voru „kornung“ og höfðu ekki einu sinni vit á hvað kynhneigð var? Ekki ákváðu þau þetta?
Þið þröngsýnu einstaklingar mótmælið fræðslunni því að hún myndi ekki gera neitt fyrir ykkur. Þetta snýst ekki allt um ykkur.
Maður þarf ekki að leita langt eftir fordómum. Alls kyns fordómum. Ósjaldan heyri ég börn í skólanum segja hvort við annað eitthvað á þennan veg: „þetta er það hommalegasta sem ég hef séð“, „ha, gayyyyy“ eða „djöfulsins homminn þinn!“ Maður fer auðvitað beint í það að dæma börnin en málið er að þau vita ekki betur. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna þeim sem samkynhneigðir eru að þurfa að líða svona.
Markmiðið með hinseginfræðslu samtakanna 78 fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla er að útrýma þessari mismunun. Markmiðið var aldrei að auglýsa samkynhneigð og vonast til þess að öll börnin færu heim og myndu ákveða að gerast samkynhneigð enda er það ekki val eins og áður kom fram. Markmiðið er að börnin læri að umbera fólk af öllum gerðum og stærðum svo að samkynhneigðir (og aðrir hópar) þurfi ekki að líða þessa mismunun. Þeim börnum sem síðan upplifa sig samkynhneigð muni ekki líða eins og þau geti ekki verið þau sjálf og þurfi að vera eins og allir hinir. Þónokkrir aðilar hafa komið fram á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og greint frá því að hinseginfræðsla í grunnskóla hefði stórbætt líðan þeirra á þeim tíma.
Þið þröngsýnu einstaklingar mótmælið fræðslunni því að hún myndi ekki gera neitt fyrir ykkur. Þetta snýst ekki allt um ykkur.
Gagnkynhneigðir eru ekki í útrýmingarhættu og munu aldrei vera það. Kynhneigð hvers og eins skiptir jafn litlu máli og augnlitur hvers og eins. Fólki er ekki mismunað eftir augnlit, hvers vegna er fólki þá mismunað eftir kynhneigð? Einhver þriðji aðili ætlar að banna hamingjusömu pari að vera saman. Ég sem hélt að allir vildu hamingju. Þetta er bara fáfræði og ekkert annað. Maður nánast skammast sín að vera hluti af mannkyninu á stundum sem þessum.
Ég er hvorki gömul né samkynhneigð en skilningur minn fyrir þessu málefni var sjálfgefinn, þegar ég fékk viðeigandi fræðslu. Fræðsluna fékk ég ekki fyrr en á unglingastigi grunnskólagöngu minnar. Ég tel að ekki væri verra að fá fræðslu fyrir fullorðið fólk líka, fyrir þau sem aldrei fengu hana. Þau þurfa mest á henni að halda.