Opið bréf verjanda í „LÖKE-máli“ til Björns Inga Hrafnssonar

Garðar St. Ólafsson
logreglan-net000002.jpg
Auglýsing

Opið bréf verj­anda í „LÖKE-­máli“ Til Björns Inga Hrafns­son­ar, útgef­anda og stjórn­ar­for­manns DV og Pressunnar

Þegar skjól­stæð­ingur minn sem starfar sem lög­reglu­maður hjá emb­ætti Lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, var í apríl á síð­asta ári, borinn röngum sökum af Öldu Hrönn Jóhanns­dóttur aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra tóku DV og Pressan fullan þátt í því með öðrum fjöl­miðlum að mála hann upp sem skrímsli.

Róg­burður nafn­lausra heim­ilda­manna innan lög­reglu þótti nægi­lega frétt­næmur til þess að birta bæði nafn og mynd þess manns sem sat sak­laus undir for­dæma­lausum árásum vegna aðgerða fólks í sama ein­kenn­is­bún­ing og hann. Fólks sem hann átti að geta treyst til að beita völdum sínum af ábyrgð, hlut­lægni og heið­ar­leika.

Auglýsing

DV gekk svo langt að leita til fleiri nafn­lausra heim­ilda­manna til að bera nýjar sakir á skjól­stæð­ing minn og ýjuðu að því að hann hefði áður gerst sekur um alls kyns afbrot. Þeir heim­ilda­menn virð­ast hafa verið ann­að­hvort illa upp­lýstir eða illa inn­rætt­ir, þar sem ekki var meira hæft í þeim ásök­unum en öðrum í þessu máli.

Ákæra byggð á röngum upp­lýs­ingum frá lög­reglu



Mikið hefur gengið á í vik­unni. Nær allir fjöl­miðlar á Íslandi hafa fjallað ítar­lega um það að rík­is­sak­sókn­ari hafi fallið frá ákæru­lið um meinta mis­notkun á LÖKE og krefj­ist ekki refs­ingar í mál­inu. Emb­ættið hefur við­ur­kennt skelfi­leg mis­tök og komið hefur í ljós að ákæra byggð­ist á röngum upp­lýs­ingum frá rann­sak­end­um.

Það vakti óneit­an­lega furðu verj­anda að þegar vinnu­deg­inum lauk á föstu­dag­inn höfðu hvorki Pressan né DV minnst einu orði á þær stór­fréttir að mað­ur­inn sem fjöl­miðlar mál­uðu upp sem skrímsli hafi verið hafður fyrir rangri sök.

Ekki orð af því sem fjöl­miðlar ásök­uðu skjól­stæð­ing minn um var þannig sann­leik­anum sam­kvæmt. Allt bendir til þess að með því að „leka“ ósönnum sögum um skjól­stæð­ing minn hafi til­teknir aðilar sem aðgang höfðu að rann­sókn­ar­gögnum getað fengið fjöl­miðla til að birta við­ur­styggi­legar ásak­anir í garð þriggja sak­lausra manna.

„Heim­ilda­menn“ sem eru til­búnir að brjóta þagn­ar­skyldu sína með taktískri notkun leka til val­inna fjöl­miðla­manna virð­ast geta sagt ósatt um þau trún­að­ar­mál sem þeir segj­ast vera að upp­lýsa fjöl­miðla um. Það er eitt­hvað sem fjöl­miðlar þurfa að hafa betur í huga.

Ekki frétt­næmt að þær sak­ar­giftir séu rang­ar?



Það vakti óneit­an­lega furðu verj­anda að þegar vinnu­deg­inum lauk á föstu­dag­inn höfðu hvorki Pressan né DV minnst einu orði á þær stór­fréttir að mað­ur­inn sem fjöl­miðlar mál­uðu upp sem skrímsli hafi verið hafður fyrir rangri sök. Eft­ir­grennslan leiddi í ljós að allir aðrir fjöl­miðlar höfðu talið mjög frétt­næmt að sak­laus maður hafi verið ákærður fyrir mis­tök rík­is­sak­sókn­ara. Ekki síður hafa aðrir fjöl­miðlar talið það eiga erindi við almenn­ing að emb­ættið hafi fengið rangar upp­lýs­ingar frá lög­reglu sem leiddu til ákæru.

Gat það verið að DV og Pressan teldu það frétt­næmt þegar menn væru bornir til­hæfu­lausum sökum af vald­höfum í þjóð­fé­lag­inu, en ekki frétt­næmt að þær sak­ar­giftir hafi reynst rang­ar? Með öðrum orð­um, var það mögu­lega mat rit­stjórnar og útgef­anda að það væri fullt til­efni til nafn og mynd­birt­ingar af almennum lög­reglu­manni ef nafn­lausir heim­ilda­menn innan lög­reglu bæru á hann æru­meið­andi ávirð­ing­ar, en það ætti ekk­ert erindi við almenn­ing þegar þær sak­ar­giftir væru afsann­að­ar?

Hví þegir DV þegar aðrir þora?



Verj­andi hafði sam­band við rit­stjórn DV og ræddi þetta. Hann ræddi enn­fremur við blaða­menn sem skrifað hafa fyrir DV og Press­una. Þá leit­aði hann til sinna eigin nafn­lausu heim­ilda­manna í leit á skýr­ingu á því að af hverju DV þegði nú meðan aðrir þorðu. Athugun verj­anda benti til að á æpandi þögn DV og Press­unar um málið væru mjög sér­stakar skýr­ingar sem verj­andi hikar við að trúa án þess að hafa fyrir þeim beinar sannann­ir.

Vanga­veltur og slúð­ur­sögur um rit­skoðun útgef­anda á efn­is­tökum vegna tengsla eru ekki sönnur þess að það hafi átt sér stað.

Þær upp­lýs­ingar sem verj­andi fékk síð­ari hluta föstu­dags voru að nokkrar til­raunir hefðu verið gerðar til að skrifa um málið í DV og Press­unni. Björn Ingi Hrafns­son útgef­andi hafi hins vegar gefið þau fyr­ir­mæli að enga grein mætti birta um málið vegna fjöl­skyldu­tengsla Arn­ars Ægis­sonar fram­kvæmda­stjóra Press­unar við Öldu Hrönn Jóhanns­dóttur aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra.

Verj­andi ætlar engum manni slík vinnu­brögð. Enda þó að fyrir hendi séu mægðir fram­kvæmda­stjóra fjöl­mið­ils við opin­beran starfs­mann sem sætir gagn­rýni fyrir emb­ætt­is­færslur vill verj­andi trúa því að frjáls fjöl­mið­ill geti fjallað um málið af hlut­leysi.

Vanga­veltur og slúð­ur­sögur um rit­skoðun útgef­anda á efn­is­tökum vegna tengsla eru ekki sönnur þess að það hafi átt sér stað. Eins og allir aðrir njóta útgef­andi, fram­kvæmda­stjóri og rit­stjórn hjá DV og Press­unni skil­yrð­is­laust réttar til að telj­ast sak­lausir af öllu mis­ferli þar til annað sann­ast.

Hug­rekki og heið­ar­leiki



Verj­andi tók þær upp­lýs­ingar sem hann hafði fengið í hendur engu að síður nægi­lega alvar­lega til að hafa sam­band við Björn Inga Hrafns­son um rit­stjórn­ar­stefnu DV og Press­unar í „LÖKE-­mál­inu“ svo­kall­aða, sem nú væri kannski betur nefnt „Lög­reglu­stjóra-­mál­ið“.

Verj­andi benti á að sú atburða­rás sem átt hafi sér stað á síð­ustu dögum væri í eðli sínu frétt­næm. Þá væri það eðli­legt að fjöl­miðlar sem birta mynd og nafn manns þegar hann situr undir ásök­unum fjöll­uðu einnig um það þegar í ljós kemur að þær ásak­anir eru ósann­ar. Björn Ingi svar­aði því að hann skyldi athuga mál­ið.

Verj­andi tal­aði einnig við Auði Ösp, blaða­mann Press­un­ar, sem vildi skrifa um áhrif rangra sak­ar­gifta í LÖKE-­máli á skjól­stæð­ing minn. Verj­andi hvatti hana til að gera það endi­lega, en benti henni einnig á þær sögu­sagnir sem honum höfðu borist til eyrna um að aðrar greinar um málið hefði ekki mátt birta vegna tengsla Öldu Hrannar við fram­kvæmda­stjóra.

­Björn Ingi stóð frammi fyrir mjög erf­iðu vali, milli þess að halda hlífi­skildi yfir fjöl­skyldu sam­starfs­fé­laga og vinar eða velja að fjalla opin­skátt um mik­il­væg mál­efni sem snerta alla Íslend­inga.

Það hefur útheimt mikið hug­rekki fyrir Auði Ösp að óska eftir því að skrifa grein­ina vit­andi að yfir­maður hennar væri mægður Öldu Hrönn Jóhanns­dóttur aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra. Miðað við hversu margir blaða­menn hafa misst vinn­una und­an­farið hlýtur að vera erfitt og ógn­vekj­andi að skrifa um mál­efni sem snertir yfir­menn á óþægi­legan hátt.

Sem betur fer virð­ast yfir­menn Auðar hafa áttað sig á því hversu mikil ger­semi blaða­maður er sem þorir að fjalla um mik­il­væg mál af hug­rekki og heið­ar­leika. Björn Ingi Hrafns­son hafði sam­band við verj­anda eftir að hafa tekið ábend­ingar mínar til athug­unar og sýndi mér grein­ina eftir Auði Ösp. Birt­ist hún í sömu mund á vef­síðu Press­un­ar.

Verj­andi þakkar Birni Inga við­brögð hans



Verj­andi virðir það við Björn Inga að hafa brugð­ist við með þessum hætti. Ég svar­aði honum stutt­lega úr iPad í gær, en hafði ekki tíma til að skrifa langt svar. Mér láð­ist þannig alveg að þakka honum fyrir skjót við­brögð og heið­ar­lega fram­komu.

Virð­ing­ar­vert að bregð­ast við gagn­rýni með þessum hætti og mjög sterkt sem útgef­andi og ábyrgð­ar­maður fjöl­mið­ils að hafa leyft Auði Ösp að birta frétt sína þrátt fyrir að umfjöll­unin kunni að koma illa við fram­kvæmda­stjóra fjöl­mið­ils­ins vegna fjöl­skyldu­tengsla.

Björn Ingi stóð frammi fyrir mjög erf­iðu vali, milli þess að halda hlífi­skildi yfir fjöl­skyldu sam­starfs­fé­laga og vinar eða velja að fjalla opin­skátt um mik­il­væg mál­efni sem snerta alla Íslend­inga. Þegar æðstu yfir­menn stjórn­sýsl­unnar gera mis­tök sem kosta menn æruna eða hrein­lega mis­nota vald sitt með skelfi­legum afleið­ing­um, þá getur eng­inn fjöl­mið­ill þagað um það mál. Vald án ábyrgðar má eng­inn hafa í rétt­ar­ríki.

Eins og ég ræddi við Björn Inga í gær vænti ég þess að DV, bæði vefur og prentút­gáfa, muni nú verja jafn miklu plássi í að fjalla um það að skjól­stæð­ingur minn hafi verið hafður fyrir rangri sök og áður var notað til að bera upp á hann þær sak­ir.

Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Björn Ingi muni beita sér fyrir því af fullum krafti að DV og Pressan fjalli um „Lög­reglu­stjóra-­mál­ið“ af heil­indum og hug­rekki í fram­tíð­inni. Við megum þannig eiga von á því á mánu­dag­inn að DV fjalli ítar­lega um rangar sak­ar­giftir á hendur skjól­stæð­ingi mín­um, mis­tök rík­is­sak­sókn­ara og rangar upp­lýs­ingar sem komu frá lög­reglu á Suð­ur­nesj­um.

Við­tal við Sig­ríði Björk lög­reglu­stjóra



Björn Ingi er í ein­stakri stöðu til upp­lýsa alþjóð um mis­tök, afglöp og lög­brot lög­reglu á Suð­ur­nesjum og höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Einn íslenskra fjöl­miðla­manna fær hann tæki­færi til að taka ítar­legt við­tal við Sig­ríði Björk Guð­jóns­dóttir lög­reglu­stjóra í sjón­varps­þætt­inum Eyj­unni á Stöð 2 klukkan 17:30 í dag, sunnu­dag­inn 8. mars 2015.

Þar mun hann eflaust freista þess að fá frá henni svör um það hvort hún taki mark á úrskurði Per­sónu­verndar eða hvort hún heldur sig við þá túlkun að lög­reglu­stjóri hafi sjálf­dæmi um hvenær hún hafi brotið lög.

Fyrir liggur að Sig­ríður Björk hefur deilt við­kvæmum per­sónu­upp­lýs­ingum og trún­að­ar­upp­lýs­ingum um atvik sem henni urðu kunn vegna starfs síns og leynt eiga að fara vegna lög­mætra almanna- eða einka­hags­muna án þess að fyrir hendi væri nein við­hlít­andi heim­ild fyrir þeirri dreif­ingu. Hún kom þeim upp­lýs­ingum til manns sem hefur verið sak­felldur fyrir að leka upp­lýs­ingum sem lög­regla á Suð­ur­nesjum afl­aði til fjöl­miðla.

Skjól­stæð­ingur minn er enn sak­aður um að hafa deilt upp­lýs­ingum án heim­ild­ar, þegar hann segir vini sínum frá því að til­tek­inn aðili hafi skallað sig og hrækt á sig. Við­ur­kennt er reyndar af hálfu ákæru­valds­ins að meint brot, ef eitt­hvað var, hafi verið smá­vægi­legt og varði ekki refs­ingu.

Emb­ætti LRH hefur hins vegar tekið þá afstöðu gagn­vart skjól­stæð­ingi mínum að þar sem hann var ásak­aður um slíkt brot hafi borið að víkja honum úr emb­ætti tíma­bund­ið. Mik­il­vægt sé að lög­reglu­menn njóti trausts í störfum og ásökun um slíkt brot geri það að verkum að lög­reglu­maður geti ekki notið trausts almenn­ings fyrr en leyst hefur verið úr málum fyrir dóm­stól­um.

Ég hvet Björn Inga til að fá Sig­ríði Björk lög­reglu­stjóra til að gefa skýr­ingar og svör við eft­ir­far­andi atriðum í við­tal­inu á Eyj­unni:



  • Hvers vegna eru gerðar strang­ari kröfur til lög­reglu­manna en lög­reglu­stjóra við túlkun á þagn­ar­skyldu­á­kvæð­um?


  • Þarf lög­reglu­stjóri ekki að njóta traust almenn­ings á sama hátt og lög­reglu­menn?


  • Hafði Sig­ríður Björk eitt­hvað eft­ir­lit með þeim rann­sókn­ar­að­gerðum sem Alda Hrönn fram­kvæmdi gagn­vart skjól­stæð­ingi mín­um?


  • Hvers vegna hóf Alda Hrönn Jóhanns­dóttir aðstoð­ar­lög­reglu­stóri og nán­asti sam­starfs­maður Sig­ríðar einka­rann­sókn gagn­vart lög­reglu­manni í Reykja­vík í októ­ber 2013 en fékk ekk­ert umboð til þess frá rík­is­sak­sókn­ara fyrr en 11. apríl 2014?


  • Hvenær komst það til vit­undar Sig­ríðar Bjarkar lög­reglu­stjóra að Alda Hrönn Jóhanns­dótt­ir, nán­asti sam­starfs­maður henn­ar, væri að rann­saka lög­reglu­mann í Reykja­vík án þess að rík­is­ak­sókn­ari hefði veitt umboð til þess eins og lög­reglu­lög gera ráð fyr­ir?


  • Hefur Alda Hrönn Jóhanns­dóttir upp­lýst Sig­ríði Björk lög­reglu­stjóra hvernig hún komst yfir afrit af einka­sam­ræðum manna sem ekki sættu opin­berri rann­sókn eða höfðu stöðu sak­born­ings?


  • Eru það við­tekin vinnu­brögð hjá und­ir­mönnum Sig­ríðar að yfir­menn lög­reglu megi lesa einka­sam­ræður af Face­book hvers sem þeim sýn­ist án þess að fá dóms­úr­skurð, menn hafi stöðu sak­born­ings eða skráð sé að það teng­ist lög­reglu­máli?


  • Hvers vegna liggja ekki fyrir nein skráð skjöl um einka­rann­sókn Öldu Hrannar hjá lög­reglu; nema svokölluð „grein­ar­gerð“ hennar sem hún skrif­aði sex mán­uðum eftir að hún hóf­st?


  • Hvers vegna skrif­aði Alda Hrönn engar lög­reglu­skýrslur um meintar rann­sókn­ar­að­gerðir sín­ar?


  • Hvers vegna var mál­inu ekki gefið númer eða skráð í mála­skrá þegar Alda Hrönn hóf það?


  • Hvers vegna veitti lög­regla á Suð­ur­nesjum rík­is­sak­sókn­ara rangar upp­lýs­ingar sem leiddu til þess að sak­laus maður var ákærð­ur?


  • Telur Sig­ríður Björk það alvar­legt að þetta hafi komið fyrir eða vísar hún allri ábyrgð á bug eins og Alda Hrönn hefur gert?




Þetta þarf Sig­ríður Björk að svara fyrir alveg eins og sinn hlut í leka­mál­inu. Björn Ingi er í stöðu sem margir fjöl­miðla­menn á Íslandi gæfu senni­lega mikið fyr­ir. Hann getur sinnt því grunn­hlut­verki fjöl­miðla að draga hand­hafa valds til ábyrgð­ar. Ég treysti því að það geri hann óhrædd­ur.

Höf­undur er hér­aðs­dóms­lög­mað­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None