Vonlaus barátta kvenna?

aku.jpg
Auglýsing

„Á haust­dögum árið 2002 var Aflið stofnað af nokkrum kjörk­uðum kon­um, konum sem sumar eru enn starf­andi þar, jafn­vel með litlum sem engum hléum, nú í 11 ár. Starfið tekur sinn toll og ekki allir þola álagið og í ofaná­lag að þurfa að berj­ast fyrir hverri krónu er ekki boð­leg­t.“Þetta skrif­aði Sig­rún Sig­urð­ar­dótt­ir, dokt­or­snemi í lýð­heilsu­fræð­um, í blaða­grein vorið 2013.

Sóley Björk Stefánsdóttir, gjaldkeri Aflsins. Sóley Björk Stef­áns­dótt­ir, gjald­keri Aflsins.

Þá hafði ég nýlega tekið sæti í stjórn Aflsins. Ég er ein af þeim heppnu konum sem hafa ekki orðið fyrir alvar­legu kyn­ferð­is- eða kyn­bundnu ofbeldi á lífs­leið­inni. Ég hef því mikið lært á síð­ustu tveimur árum en þrátt fyrir að margt mjög slá­andi hafi borið að augum og eyrum þennan tíma stendur eitt upp úr; hversu ótrú­lega tæpt rekstur Aflsins stendur og hversu ótrú­lega blint rík­is­valdið er að trúa því að örfáar konur muni geta sinnt þessum störfum til lengdar af hug­sjón­inni einni sam­an.

Auglýsing

Hvernig hefur þetta þá gengið upp öll þessi ár? Mitt svar er: Það hefur alls ekki gert það. Hvert ár sem líður færir okkur nær því að þessar konur gef­ist upp. Hvernig er til dæmis hægt að kom­ast upp með það að greiða konu 20.000 kr. verk­taka­greiðslu á mán­uði fyrir að sinna síma­vakt allan sól­ar­hring­inn alla daga?

Kon­urnar sem starfa fyrir Aflið hugsa mun meira um skjól­stæð­inga sína en pen­inga og hafa í raun tekið þegj­andi þeim nið­ur­skurði á fram­lagi rík­is­ins sem orðið hefur frá hruni þrátt fyrir að skjól­stæð­ing­arnir séu nú marg­falt fleiri. Það hefur því verið for­gangs­at­riði að koma þeim skila­boðum til stjórn­valda að verði rekstr­arfé ekki aukið er ólík­legt að Aflið muni starfa í mörg ár til við­bót­ar.

Sóknin hófst með því að vel­ferð­ar­nefnd Alþingis kom í heim­sókn til Aflsins, þar sem staðan var kynnt. Það var aug­ljóst að nefnd­ar­fólk var mjög slegið yfir stöðu Aflsins. Fund­inum var fylgt eftir með tölvu­pósti á alla nefnd­ar­með­limi. Í kjöl­farið barst okkur tölvu­póstur frá for­manni nefnd­ar­inn­ar, sem hófst á orð­un­um: „Við í vel­ferð­ar­nefnd gerum okkur grein fyrir að staða Aflsins er alvar­leg.“ Þetta var 7. júlí 2014.

Skemmst er frá því að segja að við glödd­umst mjög við að vel­ferð­ar­nefnd skyldi sýna mál­inu svo mik­inn skiln­ing og tví­efld­umst í þeirri hug­sjón að bjarga starf­semi Aflsins með því að koma ráða­mönnum í skiln­ing um mik­il­vægi starf­sem­innar og alvar­lega fjár­hags­stöðu Aflsins.

Eygló Harð­ar­dóttir vel­ferð­ar­ráð­herra ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að skera fjár­fram­lög til Aflsins við nögl. Hver eru skila­boð hennar til lands­byggð­ar­innar með þessu? Er það ekki þess virði fyrir okkur sem sam­fé­lag að berj­ast gegn ofbeldi og styðja þolendur?

 

Við sendum bréf til þing­manna og áttum fundi og sím­töl við þá þing­menn sem sýndu mál­inu áhuga, en þar má sér­stak­lega nefna Bryn­hildi Pét­urs­dóttur og Lilju Raf­n­eyju Magn­ús­dótt­ur. Við skrif­uðum greinar í blöð og töl­uðum okkur hásar á alls konar fund­um, sveit­ar­stjórn­ar­fólk tal­aði máli okkar inni í þing­flokk­um, bæj­ar­stjór­inn á Akur­eyri ræddi málið sér­stak­lega á fundi með þing­mönnum kjör­dæm­is­ins og svo mætti lengi telja.

Á alþjóða mann­rétt­inda­deg­in­um, 10. des­em­ber síð­ast­liðn­um, í kjöl­far 16 daga átaks gegn kyn­bundnu ofbeldi, var sett af stað söfnun und­ir­skrifta við bréf til þing­manna þar sem farið var fram á aukin fjár­fram­lög til Aflsins.

Við söfn­uðum saman umsögnum frá sam­starfs­að­ilum okk­ar, þ.e. lög­regl­unni á Akur­eyri, slysa- og bráða­mót­tök­unni, geð­deild sjúkra­húss­ins, Símey, Kvenna­at­hvarf­inu í Reykja­vík og fleirum, sem stað­festu mik­il­vægi starf­semi Aflsins.

Óhætt er að segja að við höfum fengið sam­fé­lagið til að tala máli okk­ar. Þess vegna urðu von­brigðin ólýs­an­leg þegar bréf barst frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu síð­ast­lið­inn föstu­dag um að fram­lag rík­is­ins til rekstrar Aflsins árið 2015 yrði þrjár millj­ón­ir. Þetta er einni milljón minna en fram­lag rík­is­ins til rekstr­ar­ins árið 2014.

Þetta er ekki síst ein­kenni­legt þegar borin eru saman fram­lög rík­is­ins til Stíga­móta og Kvenna­at­hvarfs­ins í Reykja­vík en þessi sam­tök fengu 150 millj­ónir til að halda úti sinni mik­il­vægu þjón­ustu, og eru ekki ofalin af því.

Eygló Harð­ar­dóttir vel­ferð­ar­ráð­herra ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að skera fjár­fram­lög til Aflsins við nögl. Hver eru skila­boð hennar til lands­byggð­ar­innar með þessu? Er það ekki þess virði fyrir okkur sem sam­fé­lag að berj­ast gegn ofbeldi og styðja þolend­ur?

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None