Vonlaus barátta kvenna?

aku.jpg
Auglýsing

„Á haust­dögum árið 2002 var Aflið stofnað af nokkrum kjörk­uðum kon­um, konum sem sumar eru enn starf­andi þar, jafn­vel með litlum sem engum hléum, nú í 11 ár. Starfið tekur sinn toll og ekki allir þola álagið og í ofaná­lag að þurfa að berj­ast fyrir hverri krónu er ekki boð­leg­t.“Þetta skrif­aði Sig­rún Sig­urð­ar­dótt­ir, dokt­or­snemi í lýð­heilsu­fræð­um, í blaða­grein vorið 2013.

Sóley Björk Stefánsdóttir, gjaldkeri Aflsins. Sóley Björk Stef­áns­dótt­ir, gjald­keri Aflsins.

Þá hafði ég nýlega tekið sæti í stjórn Aflsins. Ég er ein af þeim heppnu konum sem hafa ekki orðið fyrir alvar­legu kyn­ferð­is- eða kyn­bundnu ofbeldi á lífs­leið­inni. Ég hef því mikið lært á síð­ustu tveimur árum en þrátt fyrir að margt mjög slá­andi hafi borið að augum og eyrum þennan tíma stendur eitt upp úr; hversu ótrú­lega tæpt rekstur Aflsins stendur og hversu ótrú­lega blint rík­is­valdið er að trúa því að örfáar konur muni geta sinnt þessum störfum til lengdar af hug­sjón­inni einni sam­an.

Auglýsing

Hvernig hefur þetta þá gengið upp öll þessi ár? Mitt svar er: Það hefur alls ekki gert það. Hvert ár sem líður færir okkur nær því að þessar konur gef­ist upp. Hvernig er til dæmis hægt að kom­ast upp með það að greiða konu 20.000 kr. verk­taka­greiðslu á mán­uði fyrir að sinna síma­vakt allan sól­ar­hring­inn alla daga?

Kon­urnar sem starfa fyrir Aflið hugsa mun meira um skjól­stæð­inga sína en pen­inga og hafa í raun tekið þegj­andi þeim nið­ur­skurði á fram­lagi rík­is­ins sem orðið hefur frá hruni þrátt fyrir að skjól­stæð­ing­arnir séu nú marg­falt fleiri. Það hefur því verið for­gangs­at­riði að koma þeim skila­boðum til stjórn­valda að verði rekstr­arfé ekki aukið er ólík­legt að Aflið muni starfa í mörg ár til við­bót­ar.

Sóknin hófst með því að vel­ferð­ar­nefnd Alþingis kom í heim­sókn til Aflsins, þar sem staðan var kynnt. Það var aug­ljóst að nefnd­ar­fólk var mjög slegið yfir stöðu Aflsins. Fund­inum var fylgt eftir með tölvu­pósti á alla nefnd­ar­með­limi. Í kjöl­farið barst okkur tölvu­póstur frá for­manni nefnd­ar­inn­ar, sem hófst á orð­un­um: „Við í vel­ferð­ar­nefnd gerum okkur grein fyrir að staða Aflsins er alvar­leg.“ Þetta var 7. júlí 2014.

Skemmst er frá því að segja að við glödd­umst mjög við að vel­ferð­ar­nefnd skyldi sýna mál­inu svo mik­inn skiln­ing og tví­efld­umst í þeirri hug­sjón að bjarga starf­semi Aflsins með því að koma ráða­mönnum í skiln­ing um mik­il­vægi starf­sem­innar og alvar­lega fjár­hags­stöðu Aflsins.

Eygló Harð­ar­dóttir vel­ferð­ar­ráð­herra ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að skera fjár­fram­lög til Aflsins við nögl. Hver eru skila­boð hennar til lands­byggð­ar­innar með þessu? Er það ekki þess virði fyrir okkur sem sam­fé­lag að berj­ast gegn ofbeldi og styðja þolendur?

 

Við sendum bréf til þing­manna og áttum fundi og sím­töl við þá þing­menn sem sýndu mál­inu áhuga, en þar má sér­stak­lega nefna Bryn­hildi Pét­urs­dóttur og Lilju Raf­n­eyju Magn­ús­dótt­ur. Við skrif­uðum greinar í blöð og töl­uðum okkur hásar á alls konar fund­um, sveit­ar­stjórn­ar­fólk tal­aði máli okkar inni í þing­flokk­um, bæj­ar­stjór­inn á Akur­eyri ræddi málið sér­stak­lega á fundi með þing­mönnum kjör­dæm­is­ins og svo mætti lengi telja.

Á alþjóða mann­rétt­inda­deg­in­um, 10. des­em­ber síð­ast­liðn­um, í kjöl­far 16 daga átaks gegn kyn­bundnu ofbeldi, var sett af stað söfnun und­ir­skrifta við bréf til þing­manna þar sem farið var fram á aukin fjár­fram­lög til Aflsins.

Við söfn­uðum saman umsögnum frá sam­starfs­að­ilum okk­ar, þ.e. lög­regl­unni á Akur­eyri, slysa- og bráða­mót­tök­unni, geð­deild sjúkra­húss­ins, Símey, Kvenna­at­hvarf­inu í Reykja­vík og fleirum, sem stað­festu mik­il­vægi starf­semi Aflsins.

Óhætt er að segja að við höfum fengið sam­fé­lagið til að tala máli okk­ar. Þess vegna urðu von­brigðin ólýs­an­leg þegar bréf barst frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu síð­ast­lið­inn föstu­dag um að fram­lag rík­is­ins til rekstrar Aflsins árið 2015 yrði þrjár millj­ón­ir. Þetta er einni milljón minna en fram­lag rík­is­ins til rekstr­ar­ins árið 2014.

Þetta er ekki síst ein­kenni­legt þegar borin eru saman fram­lög rík­is­ins til Stíga­móta og Kvenna­at­hvarfs­ins í Reykja­vík en þessi sam­tök fengu 150 millj­ónir til að halda úti sinni mik­il­vægu þjón­ustu, og eru ekki ofalin af því.

Eygló Harð­ar­dóttir vel­ferð­ar­ráð­herra ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að skera fjár­fram­lög til Aflsins við nögl. Hver eru skila­boð hennar til lands­byggð­ar­innar með þessu? Er það ekki þess virði fyrir okkur sem sam­fé­lag að berj­ast gegn ofbeldi og styðja þolend­ur?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None