Öskukorn í jarðveginum

auswits.jpg
Auglýsing

Það var þögn í rút­unni á leið heim á hót­el. Að baki voru rúm­lega 5 klukku­tímar í skoð­un­ar­ferð um Auschwitz/Birkenau, útrým­ing­ar­búð­irnar alræmdu nálægt Kraká í Pól­landi þar sem nas­istar drápu yfir milljón manns í heims­styrj­öld­inni síð­ari. Það er fátt hægt að segja eftir að hafa fengið leið­sögn þar. Manni er ein­fald­lega orða vant. Fyllist reiði, tóm­leika og van­trú, en ummerkin eru alls stað­ar. Þetta gerð­ist. Sér­hvert ösku­korn í jarð­veg­inum segir sínu sögu.

Sjá með eigin augumaudunnatlaÉg var í hópi ÖSE-­sendi­herra sem þáðu boð banda­rísku fasta­nefnd­ar­innar að heim­sækja Auschwitz í lok sept­em­ber. Það var ekk­ert sér­stak­lega stór hópur sem lagði af stað í rútu frá Vín. Við vorum um fimmtán tals­ins þ. á m. kollegar mínir frá Kana­da, Þýska­landi, Sví­þjóð, Ítaliu, Nor­egi, Rúm­eníu og Banda­ríkj­un­um. Ég verð að játa að ég var spenntur en mig hafði langað allt frá náms­ár­unum í Þýska­landi að heim­sækja svona stað. Ekki vegna þess að ég væri svo hug­fang­inn af þeim eða illsk­unni sem þeir hold­gera heldur vegna þess að mér hefur ein­hvern veg­inn fund­ist það skylda mín sem mann­eskju að sjá þetta með eigin aug­um. Reyna að skynja þessa sögu betur og skilja. En um leið var ég líka svo­lítið kvíð­inn.

Dag­ur­inn var tek­inn snemma á sunnu­dags­morgni. Auschwitz, sem heitir upp­haf­lega Oswi­ecim, er í um klukku­stundar akst­ur­fjar­lægð frá Kraká. Leið­sögu­mað­ur­inn sem tók á móti okkar var kona á miðjum aldri sem tal­aði fína ensku með þykkum pólskum hreim. Hún leiddi okkur í gegnum búð­irnar og sýndi af melankól­ískri yfir­vegun hvar pynt­ingar höfðu farið fram, hvar menn voru skotnir eða hengd­ir, og hvar Róma­fólkið var geymt, konur og unga­börn. Hún hélt sig við stað­reyndir sög­unnar og færði aldrei í stíl­inn. Þess þurfti heldur ekki - til­finn­ing­arnar komu af sjálfu sér. Það var sárs­auka­fullt að sjá ummerkin og heyra þessu sögu, maður fann bein­línis lík­am­lega til. Allt í kringum mig bitu sam­ferð­ar­menn á jaxl­inn og hertu sig upp í að halda áfram. Við mættum hópi ung­linga frá Ísra­el, senni­lega í skóla­ferða­lagi, öll eins klædd. Þau voru náföl og nán­ast í losti. Skyldi engan undra.

Lengi að vinna úr þessuSvo skoð­uðum við Birkenau, næsta bæ við þar sem fjöldamorðin hófust fyrir alvöru. Skoð­uðum úti­húsin sem geymdu fang­ana, gas- og brennslu­klef­ana, lestar­tein­ana sem flutti gyð­inga úr allri Evr­ópu til Auschwitz, lest­ar­stöð­ina þar sem nýjum föngum var skipt upp í tvo hópa – þá sem gátu unnið og þá sem voru strax myrtir – og við sáum stóra hvilft í gras­inu, kannski 5-6 metra í þver­mál fulla af ösku. Um það leyti sem við löbbuðum til­baka að hlið­inu inn í Birkenau dró fyrir sólu og það fór að rigna. Við end­uðum túr­inn á að fara upp í varð­turn í hlið­inu inn í búð­irnar (kallað “dauða­hlið­ið”) en þaðan var útsýni yfir allt svæðið sem mest geymdi 100 þús­und manns. Mér segir svo hugur að ég verði lengi að vinna úr því að hafa komið til Auschwitz. Það gildir held ég um alla aðra sem þangað koma.

Eitt af því sem leitar mjög sterkt á mig eftir þessa heim­sókn er hug­myndin um mann­rétt­indi. Mann­rétt­indi eru ekki bara orð á blaði eða rétt­indi sem eru eða eiga að vera okkur tryggð í alþjóða­sátt­mál­um, stjórn­ar­skrám og lög­um. Þau eru ekki abstrakt kennslu­bók­ar­dæmi. Mann­rétt­indi – eða öllu heldur mann­rétt­inda­brot - eru þvert á móti grjót­harður raun­veru­leiki, á hverjum degi allt í kringum okk­ur. Sér­stak­lega fyrir fólkið sem verður fyrir barð­inu á mann­rétt­inda­brot­um. Fólkið sem er í fang­elsi fyrir það eitt að mót­mæla, hefur misst vinn­una vegna þess að það sam­sinnir ekki stjórn­völd­um, eða fólkið sem er mis­þyrmt og jafn­vel drepið fyrir skoð­anir sín­ar. Eða bara fyrir að vera öðru­vísi.

Auglýsing

Mann­rétt­inda­mál eru eitt af meg­in­við­fangs­efnum Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­unar Evr­ópu (ÖSE) þar sem ég starfa sem fasta­full­trúi Íslands. Útgangs­punktur ÖSE-­sam­starfs­ins er að virð­ing fyrir mann­rétt­indum sé for­senda friðar og örygg­is. Því miður er myndin ekki alltaf fal­leg. Á viku­legum fundum fasta­ráðs ÖSE þar sem sitja full­trúar 57 ríkja koma fram upp­lýs­ingar um  mann­rétt­inda­brot í aðild­ar­ríkj­un­um. Víða eru blaða­menn og mót­mæl­endur læstir inni. Tján­ing­ar­frelsi er ekki virt, þaggað er niður í fólki og það látið gjalda skoð­ana sinna. Blogg­arar eru hand­teknir eða heima­síðum lok­að. Þeir sem berj­ast fyrir mann­rétt­indum eru mis­kunn­ar­laust barðir nið­ur. Þeir sem eru öðru­vísi t.d. sam­kyn­hneigðir eða trans­fólk fá að finna fyrir því.

Og þá erum við komin aftur að mann­rétt­ind­unum sem eru and­stæða alls þessa. Allir ein­stak­lingar eiga að njóta sömu rétt­inda óháð kyn­þætti, lit­ar­hætti, kyn­ferði, tungu, trú, stjórn­mála­skoð­unum eða öðrum skoð­un­um, þjóð­erni, upp­runa, eign­um, ætt­ernis eða öðrum aðstæð­um. Þessi langa upp­taln­ing er orð­rétt úr Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sam­ein­uðu þjóð­anna frá árinu 1948. Hún hefur sann­ar­lega haldið gildi sínu. Maður þarf  í raun ekki annað en að horfa á nýfætt barn til að skilja hug­takið mann­rétt­indi – að allir eigi sama rétt. Þessi rétt­indi verðum við alltaf að hafa í huga, virða og verja.

Þetta eru grund­vall­ar­at­rið­in. Þannig birt­ast þau í alþjóða­lögum og póli­tískum skuld­bind­ingum á vett­vangi ÖSE og ann­arra alþjóða­stofn­ana og félaga­sam­taka. Mann­rétt­indi og umburð­ar­lyndi, skiln­ingur og mannúð eru leið­ar­ljósin - ekki óánægja, ótti eða hat­ur. Það felst eng­inn póli­tískur rétt­trún­aður í því að taka sér stöðu með mann­rétt­ind­um. Þetta er ein­fald­ara. Við eigum bara aldrei að umbera hat­urs­orð­ræðu og aldrei að horfa í hina átt­ina þegar brotið er ein­stak­lingum eða minni­hluta­hóp­um. Við eigum alltaf að taka afstöðu með mann­rétt­indum fólks­ins í kringum okk­ur.

Kyn­slóðin sem lifði af að hverfaMinn­ingin um Auschwitz er ef til vill að dofna. Kyn­slóðin sem lifði af er að hverfa og þessir atburðir eru að verða að kafla í sögu­bók. Önnur mál eru efst á baugi. En mann­rétt­inda­brot halda samt áfram og hættu­merkin eru út um allt. Versn­andi kjör og óvissa vegna fjár­málakrepp­unnar hefur til dæmis blásið í glæður þjóð­ern­is­kenndar og ein­angr­un­ar­hyggju í Evr­ópu. Hún birt­ist í sinni verstu mynd sem andúð á útlend­ing­um, inn­flytj­end­um, flótta­mönnum – sem andúð og hatur á „hin­um“.

Það voru hugs­anir af þessu tagi sem leit­uðu á mig þegar við ókum aftur til Kraká og rign­ingin buldi á rúðum rút­unn­ar.

Þegar við vorum að fara frá útrým­ing­ar­búð­unum gerð­ist svo­lítið sér­kenni­legt. Við útgang­inn er lítil bóka­búð. Ég hafði stungið mér þar inn til að kaupa mér bók og afgreiðslu­konan spurði mig hvaðan ég kæmi. „Frá Íslandi” svar­aði ég. „Ó, Íslandi“ svar­aði hún um hæl og leit glað­lega á sam­starfs­konu sína. Sú hin sama skelli­hló og sló sér á lær. „Góðan dag­inn“, sagði afgreiðslu­konan því næst við mig á íslensku, glað­hlakka­leg. Svo hélt hún áfram á ensku og sagði að fyrir nokkrum árum hefði hópur Íslend­inga komið í bóka­búð­ina. Þar var á ferð­inni íslenskur kór. Þau tóku sig til og sungu tvö gull­fal­leg íslensk lög á plan­inu fyrir utan, í lok sinnar kynn­is­ferð­ar. Söng­ur­inn var í þakk­læt­is­skyni til kon­unnar í búð­inni sem hafði boðið svo kurt­eis­lega góðan dag­inn á íslensku. Afgreiðslu­konan brosti að minn­ing­unni.

Höf­undur er fasta­full­trúi Íslands hjá Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None