Ósvífinn endurupptökudómur

Jón Daníelsson fjallar um höfnun Endurupptökudóms á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku vegna sakfellingar hennar fyrir rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu. Túlkun dómsins „virðist á köflum býsna vafasöm“.

Auglýsing

Túlkun End­ur­upp­töku­dóms, sem nýverið hafn­aði end­ur­upp­töku­beiðni Erlu Bolla­dótt­ur, á meg­in­reglum rétt­ar­fars, svo og ýmsum máls­á­stæð­um, virð­ist á köflum býsna vafasöm. Í einu til­viki er hún bein­línis svo ósvífin að það getur varla verið neitt áhorfs­mál, að dóm­ar­arnir fái ræki­lega ofaní­gjöf hjá Mann­rétta­dóm­stól Evr­ópu ef þetta mál skyldi á end­anum ná þang­að.

Erla var á sínum tíma dæmd í Hæsta­rétti fyrir rangar sak­ar­giftir á hendur fjórum mönn­um. Séu upp­haf­legu sak­ar­gift­irnar skoð­aðar nógu gaum­gæfi­lega, kemur í ljós að Erla full­yrti aldrei neitt um einn þess­ara svoköll­uðu fjór­menn­inga, nefni­lega Valdi­mar Olsen. Sam­kvæmt ákærunni bar hún hann röngum sökum í tveimur til­vik­um, í lög­reglu­skýrslum 3. febr­úar 1976 og 1. sept­em­ber sama ár.

Dóm­arar End­ur­upp­töku­dóms bæta um betur og sak­fella hana nú líka fyrir hafa tengt Valdi­mar við málið í lög­reglu­skýrslu 10. febr­ú­ar, nokkuð sem hún var ekki einu sinni ákærð fyr­ir. Í þeim til­gangi vitna þeir beint í skýrsl­una:

Auglýsing

„Varð­andi Kefla­vík­ur­ferð­ina, þá seg­ist mætta þekkja myndir af þeim Magn­úsi Leó­polds­syni, Ein­ari Bolla­syni, Sig­ur­birni Eiríks­syni og Geir­finni Ein­ars­syni. Hún segir alla þessa menn hafa örugg­lega verið stadda í Drátt­ar­braut Kefla­víkur umræddan dag, eða öllu heldur kvöld. Hver þeirra fór um borð í bát­inn, það seg­ist mætta ekki geta sagt um með vissu. Þá seg­ist mætta þekkja hér myndir af þeim […], Valdi­mar Olsen […].“

Þetta tengja þeir við annan af þeim tveimur fram­burðum Erlu sem hún var sak­felld fyr­ir. Í skýrslu sem tekin var af henni sléttri viku fyrr, þann 3. febr­ú­ar, var nafn Valdi­mars haft eftir Erlu, en þó vel að merkja ekki sem full­yrð­ing. Í þeirri skýrslu nefndi hún Magnús Leó­polds­son, Sævar Ciesi­elski og Krist­ján Við­ar. Nokkru síðar kemur svo þetta:

„Þá man ég eftir Ein­ari bróður mínum og Valdi­mar Olsen held ég að einnig hafi verið þarna.“

Þetta er auð­vitað ekki full­yrð­ing. Sam­kvæmt þessu var Erla ekki viss um hvort Valdi­mar hefði verið í hinni frægu Kefla­vík­ur­ferð. Það leikur sem sagt vafi á návist Valdi­mars og sam­kvæmt einni af þeim almennu rétt­ar­fars­regl­um, sem gilda í saka­málum hvort heldur þær eru skrif­aðar í lög eða ekki, ber dóm­ara að túlka vafa sak­born­ingi í hag.

Það gerðu saka­dóm­ar­arnir ekki 1977 og hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arnir ekki heldur 1980. End­ur­upp­töku­dóm­ar­arnir þrír bæt­ast nú í þann hóp sem ekki virðir þessa almennu meg­in­reglu. Og þeir ganga lengra. Í efn­is­grein númer 164 í dóm­inum stendur m.a. þetta:

„Þá er ekki rétt sem fram kemur í end­ur­upp­töku­beiðni að end­ur­upp­töku­beið­andi hafi aldrei bent á Valdi­mar Olsen. Fyrr­greindar skýrslur 3. og 10. febr­úar 1976 bera með sér að hún taldi hann hafa verið á vett­vangi í Drátt­ar­braut Kefla­vík­ur.“

Hér eru báðar febr­ú­ar­skýrsl­urnar und­ir. Dóm­ar­arnir gera sig bein­línis seka um ósann­indi þegar þeir hnýta nafni Valdi­mars aftan við nöfn þeirra fjög­urra sem Erla sagði hafa „ör­ugg­lega verið stadda“ í drátt­ar­braut­inni og draga þá ályktun að hún telji hann hafa verið á staðn­um. Af þeim 16 myndum sem henni voru sýnd­ar, þekkti hún níu. Til við­bótar þeim fjórum sem hún sagði hafa verið í drátt­ar­braut­inni eru í skýrsl­unni talin upp nöfn fimm ann­arra sem hún þekkti eða kann­að­ist við á þessum mynd­um. Valdi­mar Olsen var einn þeirra og ekki einu sinni sá fyrsti í nafnarun­unni.

En dóm­ar­arnir leyfa sér full­yrða að það eitt og sér, að Erla hafi þekkt bróður vin­konu sinnar á mynd merki að hún hafi talið „hann hafa verið á vett­vangi í Drátt­ar­braut Kefla­vík­ur.“ Þetta er væg­ast sagt ótrú­lega ósvífið og þótt ekki kæmi fleira til, ætti það eitt að vera ærin ástæða til að bera dóm­inn undir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

Til við­bótar má svo geta þess að í dómi Hæsta­réttar var Erla einnig talin hafa borið Valdi­mar Olsen röngum sökum í lög­reglu­skýrslu 1. sept­em­ber 1976. Í þeirri skýrslu hafði hún nafn hans eftir Sæv­ari. Það er sögu­sögn en ekki gildur vitn­is­burð­ur. Erla full­yrti sem sagt aldrei að hún hefði séð Valdi­mar ídrátt­ar­braut­inni.

Rað­yf­ir­heyrsl­urnar 10. febr­úar

Þriðju­dag­inn 10. febr­úar 1976 fóru fram þrjár mjög sér­kenni­legar yfir­heyrsl­ur. Allar voru þær­stutt­ar, tóku á bil­inu 17-32 mín­útur og ekki nema stutt hlé á milli. Öllu var þessu hespað af á einum og hálfum tíma – að hléum með­töld­um. Þau sem voru yfir­heyrð þennan dag voru þau þrjú sem síðar voru sak­felld fyrir rangar sak­ar­gift­ir; Sæv­ar, Krist­ján og Erla.

Öllum voru þeim sýndar myndir af 16 mönnum sem „rann­sókn­ar­lög­reglan telur hugs­an­legt“ að hafa verið í drátt­ar­braut­inni í Kefla­vík og tengst sjó­ferð þaðan kvöldið sem Geir­finnur hvarf. Orða­lagið er nán­ast það sama í öllum skýrsl­unum þrem­ur.

Þessar þrjár lög­reglu­skýrslur skera sig ótrú­lega skýrt frá öðrum yfir­heyrslum í þessu máli. Yfir­heyrslur voru yfir­leitt langar og skrif­aðar skýrslur nokkuð ítar­leg­ar. Þessar skýrslur eru allar mjög stutt­ar. Það var líka eins­dæmi að þau þrjú, Sæv­ar, Krist­ján og Erla væru þannig tekin í rað­yf­ir­heyrsl­ur.

Öll þrjú breyttu að ein­hverju leyti fram­burði sín­um, en reyndar á nokkuð mis­mun­andi vegu. Það eina sem er í full­komnu sam­ræmi í þessum skýrslum er að nú voru þau skyndi­lega öll hand­viss um að Sig­ur­björn Eiríks­son hefði verið í drátt­ar­braut­inni og þekktu hann á mynd. Lög­reglan hafði uppi á Sig­ur­birni og hand­tók hann um kvöld­ið.

Það er eig­in­lega hálf­part­inn hjá­kát­legt að þennan dag gátu hvorki Sævar né Krist­ján þekkt Magnús Leo­polds­son á mynd, þótt þeir hefðu báðir full­yrt um þátt­töku hans í fyrri skýrsl­um. Krist­ján hafði meira að segja útskýrt í smá­at­riðum hvernig á því stæði að hann þekkti Magnús í sjón. Það er líka dálítið merki­legt að í öllum skrifum Sæv­ars í tengslum við harð­ræð­is­rann­sókn­ina 1979, fer hann alltaf rangt með nafn Magn­úsar og kallar hann Magnús Leó Páls­son. Við þann lestur verður manni óþægi­lega ljóst að Sævar hafði aldrei hug­mynd hver þessi maður var.

Bæði Krist­ján og Sævar höfðu áður nefnt Sig­ur­björn Eiríks­son, Sævar hafði nafn hans eftir Erlu og fram­burðir Krist­jáns voru mjög óljós­ir. Sjálf hafði Erla viku fyrir rað­yf­ir­heyrsl­urn­ar, þann 3. febr­ú­ar, ekki viljað full­yrða að Sig­ur­björn væri sá eldri maður sem hún taldi hafa verið í drátt­ar­braut­inni – þótt henni væri bent á hann á mynd. Samt var hún bæði ákærð og dæmd fyrir að hafa borið hann röngum sak­ar­giftum einmitt 3. febr­ú­ar.

Þyki les­and­anum þetta allt saman dálítið flókið og furðu­legt, er það ekk­ert skrýt­ið. Þetta er nefni­lega bæði flókið og furðu­legt. Það gildir raunar um alla þá svoköll­uðu rann­sókn Geir­finns­máls­ins sem á end­anum leiddi til sak­fell­ing­ar. Þar er eig­in­lega hvergi að finna neitt rök­rænt sam­hengi og eitt rekur sig á ann­ars horn.

En það virð­ist þó óhætt að draga tvær álykt­anir af rað­yf­ir­heyrsl­unum þann 10. febr­ú­ar. Til­gangur þeirra var sá einn að fá fram til­efni til að hand­taka Sig­ur­björn Eiríks­son. Og frum­kvæðið var lög­regl­unn­ar. Það voru ekki Sæv­ar, Krist­ján og Erla sem báðu um þessar yfir­heyrslur af því að þau voru nú öll skyndi­lega sann­færð um þátt­töku Sig­ur­bjarn­ar. Það var lög­reglan sem taldi sig ekki geta beðið leng­ur.

Það var aldrei nein end­ur­upp­taka

Þótt þeir þrír sem 1980 voru sak­felldir í hæsta­rétti fyrir að hafa banað Geir­finni Ein­ars­syni hafi nú verið sýkn­að­ir, var þetta mál í raun ekki end­ur­upp­tek­ið. Sýkn­unin var ein­ungis form­leg og byggð­ist á því að settur rík­is­sak­sókn­ari krafð­ist sýknu.

Raun­veru­leg end­ur­upp­taka hefði falið í sér ný rétt­ar­höld þar sem sak­sókn­ari tefldi fram sömu rökum og sönn­un­ar­gögnum og fyrr. En við ný rétt­ar­höld hefði fjölda­margt komið fram sem fór afar leynt 1977 og 1980 og dóm­arar Hæsta­réttar hafa mögu­lega ekki vitað af.

Þá fjar­vist­ar­sönn­un, sem Sævar Ciesi­elski lagði fram haustið 1977, hefði dóm­ur­inn nú þurft að rann­saka og þá hefði strax komið í ljós að Sævar var raun­veru­lega bara að horfa á sjón­varpið heima hjá mömmu sinni, þegar hann átti að hafa verið að vinna á Geir­finni með spýtu í Kefla­vík. Tímaplan lög­regl­unnar hefði líka þurft að grand­skoða upp á nýtt með þeim óhjá­kvæmi­legu afleið­ingum að öllum yrði ljóst að það fékk aldrei stað­ist. Nú hefði líka komið í ljós að fölsuð gögn voru lögð í dóm. Í sem stystu máli hefði verj­endum ekki bara tek­ist að sýna fram á vafa, heldur hefði þeim lík­ast til bein­línis tek­ist að sanna sak­leysi þeirra sem sak­felldir voru 1980.

En þetta var ekki gert. Þess í stað var látið nægja að kveða upp ein­faldan sýknu­dóm sem hverjum og einum virð­ist nú leyfi­legt að túlka að vild sinni. Fyrir bragðið er ekk­ert auð­veld­ara en að halda því fram að sak­born­ing­arnir séu í raun­inni jafn­sekir eftir sem áður, það hafi bara ekki tek­ist alveg nógu vel að sanna sekt þeirra.

Og einmitt þetta er nauð­syn­legur grund­völlur þegar ætl­ast er til að fólk trúi því að Sæv­ar, Krist­ján og Erla hafi að eigin frum­kvæði logið sökum upp á fjóra sak­lausa menn. Ef við leggjum það til grund­vallar að bara örlítið ónóg sönn­un­ar­færsla hafi verið ástæða sýknu­dómanna 2018, þá er enn ger­legt að afgreiða röngu sak­ar­gift­irnar upp á gamla mát­ann. Til þess þarf að vísu að leggja alla heil­brigða skyn­semi til hlið­ar, en það virð­ist ekki nein fyr­ir­staða í augum þeirra sem greini­lega ætla sér að standa vörð um rétt­ar­kerfið út yfir gröf og dauða.

Meg­in­for­sendan brostin

Hér að framan eru nefndar rað­yf­ir­heyrsl­urnar þann 10. febr­úar 1976, þegar lög­reglan taldi sig ekki geta beðið lengur með að ná Sig­ur­birni í hús. Þessar yfir­heyrslur eru senni­lega allra skýrasta vís­bend­ingin sem höfum nú um frum­kvæði og til­gang lög­regl­unn­ar. Til þess að geta hand­tekið Sig­ur­björn þurfti lög­reglan nauð­syn­lega að fá fram vitn­is­burði um að hann hefði verið í drátt­ar­braut­inni.

Lög­reglan þurfti líka á vitn­is­burðum að halda til að hand­taka Magnús Leo­polds­son. Gæslu­varð­hald Ein­ars Bolla­sonar og Valdi­mars Olsen virð­ast einna helst hafa verið ein­hvers konar fórn­ar­kostn­aður í sam­heng­inu. En lög­reglan fékk fram vitn­is­burði, sem hún taldi duga til að hand­taka alla þessa menn. Þre­menn­ing­arnir sem unnu að þess­ari rann­sókn höfðu auð­vitað góða reynslu af því að fá menn til að kikna undan ein­angrun í gæslu­varð­haldi og þeir virð­ast í upp­hafi hafa reiknað með að Sig­ur­björn og Magnús myndu á end­anum gef­ast upp og játa.

Vitn­is­burð­irnir sem lög­reglan afl­aði sér, lík­lega fyrst og fremst til að geta hand­tekið eig­anda og fram­kvæmda­stjóra Klúbbs­ins, Sig­ur­björn og Magn­ús, eru einmitt sömu vitn­is­burð­irnir og síðar urðu að röngum sak­ar­gift­um.

Meg­in­for­sendan fyrir dómunum fyrir rangar sak­ar­giftir var sú að Sæv­ar, Erla og Krist­ján hefðu eftir atburð­ina í drátt­ar­braut­inni komið sér saman um að bendla hina svo­nefndu fjór­menn­inga við málið ef farið yrði að spyrja þau út í hvarf Geir­finns. Vel að merkja – ef farið yrði að spyrja þau út í hvarf Geir­finns. Þetta ját­uðu bæði Erla og Sævar á síðla árs 1976, rétt eins og allt annað sem þeim var upp­álagt að játa.

Þessi útgáfa sög­unnar leit ljóm­andi vel út á sínum tíma, þegar fyrir lá að þau hefðu farið til Kefla­víkur og banað Geir­finni. En sú útgáfa fær engan­veg­inn stað­ist þegar ljóst er orðið að Kefla­vík­ur­ferðin var aldrei far­in. Þar með er meg­in­for­sendan farin veg allrar ver­ald­ar.

Ann­að­hvort eða

Dóm­stólar hafa lengst af af hengt sig á þá ein­földu stað­reynd að Sæv­ar, Krist­ján og Erla skrif­uðu undir skýrsl­urnar þar sem rangar sak­ar­giftir voru settar fram. Þar eð skýrsl­urnar eru skrif­aðar eins og bein frá­sögn liggur beint við að túlka þær eins og gert hefur verið – sem beina frá­sögn og að eigin frum­kvæði.

En það er einmitt frum­kvæðið sem málið snýst um. Þegar ljóst er að Kefla­vík­ur­ferðin var aldrei farin og Sæv­ar, Krist­ján og Erlu vissu því hvorki neitt annað né neitt meira um hvarf Geir­finns en allur almenn­ing­ur, verður alger­lega fárán­legt að þau taki frum­kvæðið að því að bera ein­hverja aðra sökum í mál­inu.

En hér eru bara tveir mögu­leik­ar: Annað hvort áttu þau sjálf frum­kvæðið að þessum röngu sak­ar­giftum eða frum­kvæðið kom frá lög­reglu­mönn­un­um. Það koma engir aðrir til greina.

Ann­að­hvort eða – bara tveir mögu­leik­ar.

Og það er auð­vitað hér sem hníf­ur­inn stendur í kúnni. Væri mál Erlu tekið upp aftur og hún sýknuð er óhjá­kvæmi­legt annað en að sá sýknu­dómur næði líka til Sæv­ars og Krist­jáns, en þau voru öll þrjú ákærð og sak­felld fyrir þessar röngu sak­ar­gift­ir. Í slíkum dómi fælist sem sagt við­ur­kenn­ing á því að það hafi verið lög­reglu­menn­irnir sem áttu frum­kvæðið og fengu þessa tví­tugu krakka í lið með sér í þeim göf­uga til­gangi að geta hand­tekið bana­menn Geir­finns.

Í slíkum dómi fælist við­ur­kenn­ing á því að rann­sak­endur máls­ins hafi beitt ótrú­lega óvönd­uðum með­ölum og jafn­vel gerst brot­legir við lög. Jafn­vel þótt slíkar sakir séu löngu fyrndar virð­ist svo dökkur blettur ekki mega falla á lög­regl­una.

Höf­undur er fyrr­ver­andi blaða­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar