Óttinn við umræðuna: Um ábyrgð vísinda- og fræðimanna í samfélaginu

14131517555_84b7efeb67_z.jpg
Auglýsing

Fólk sem þekkir umræðu­hefð­ina hér á landi kann­ast lík­lega við þá til­hneig­ingu að mál eru hvorki krufin til mergjar né öllum hliðum velt upp og sjaldan er leitað sam­eig­in­legra lausna. Hér virð­ist sem fólk sé löngu búið að taka ákvarð­anir áður en það nálg­ast rök­ræðu og verður því yfir­leitt ekki haggað jafn­vel þótt góð rök séu færð fyrir and­stæðri skoð­un. Stundum er þetta svo slæmt að það virð­ist betra að forð­ast rök­ræðu fremur en skapa ó­sætti og deil­ur.

Þorbjörg Sandra Bakke,  Meistaranemi í hagnýtri siðfræði með BS í náttúrufræði og BA í stjórnmálafræði. Þor­björg Sandra Bakke,

Meist­ara­nemi í hag­nýtri sið­fræði með BS í nátt­úru­fræði og BA í stjórn­mála­fræði. Í rit­stjórn grugg.­is.

Í rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis eru vís­inda- og fræði­menn gagn­rýndir fyrir að taka ekki nægi­lega mik­inn þátt í sam­fé­lags­um­ræð­unni í aðdrag­anda banka­hruns­ins og bent á að skil­yrði til gagn­rýn­innar umræðu hér á landi hafi verið erf­ið. Þar er jafn­vel talað um tján­ing­arótta og þöggun í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Heyr­ist minnst í þeim sem mest vita



Að vissu leyti er eins og háskóla­fólk sé hrætt við að telj­ast hlut­drægt ef það lætur í sér heyra. Jafn­vel þó að um sé að ræða mál­efni sem það þekkir mun betur en fólk sem mest og hæst um þau tal­ar. Þannig hefur það tak­mörkuð áhrif á ákvarð­ana­töku um mik­il­væg mál. Í nátt­úru- og umhverf­is­vernd­ar­málum getur þetta verið grafal­var­legt, enda erfitt að bakka þegar ákvörðun um að stunda meng­andi iðju eða nýta svæði á ósjálf­bæran hátt hefur verið tek­in.

Þetta kemur ber­lega í ljós í við­brögðum við ramma­á­ætlun þar sem fag­fólk er stimplað póli­tískt og þar með ófag­legt ef það hefur aðrar hug­myndir en ráða­menn. Við þekkjum það einnig hér á landi að skýrslum er stungið undir stól og rokið í fram­kvæmdir áður en nauð­syn­legar athug­anir hafa átt sér stað ( sjá t.d.„Fram­kvæmdir hefðu átt að byggj­ast á rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­um“). Nýjum verk­efnum er haldið frá þeim vís­inda­mönnum sem setja fram óheppi­legar nið­ur­stöður eða gagn­rýna stefnu yfir­valda í umhverf­is­málum (sjá t.d. „„Á Íslandi bíður mín ekk­ert“ Dr. Ragn­hildur Sig­urð­ar­dóttir ætlar að hasla sér völl í útlönd­um“).

Ótti við að tjá sig



Í rann­sókn Björns Gísla­sonar á sam­skiptum háskóla­fólks við fjöl­miðla kom í ljós að það er almennt jákvætt gagn­vart fyr­ir­spurnum og mála­leitan fjöl­miðla og vill láta til sín taka í sam­fé­lags­um­ræð­unni, þótt reyndar sé það oft smeykt við hvernig nið­ur­stöður þeirra eru fram­sett­ar.

Nið­ur­stöður Björns leiddu samt í ljós ákveð­inn tján­ing­arótta hjá stórum hluta háskóla­fólks en nærri einn af hverjum sex sagð­ist hafa vikið sér undan því að svara spurn­ingum fjöl­miðla af ótta við valda­menn í stjórn­mála- og efna­hags­lífi. Það sama gilti um mögu­lega þátt­töku í umræðum um mál sem hafa mikla póli­tíska þýð­ingu.

Það vekur athygli að fimmt­ungur svar­enda hafði sætt gagn­rýni af hálfu hags­muna­að­ila í atvinnu­lífi eftir að hafa tjáð sig sem vís­inda- eða fræði­menn um til­tekin mál og sjötti hver sagð­ist hafa fengið gagn­rýni frá stjórn­mála­mönnum við sömu aðstæð­ur. Sex pró­sent svar­enda sögð­ust hafa fengið hótun frá ann­að­hvort stjórn­mála­mönnum eða hags­muna­að­ilum í atvinnu­lífi eftir að hafa tjáð sig í fjöl­miðl­um. Þetta getur ekki talist eðli­legt og sam­fé­lags­um­ræða við slíkar aðstæður getur varla leitt af sér gott sam­fé­lag.

Mega vís­inda­menn ekki hafa skoð­an­ir?



En þá vaknar spurn­ingin hvað er til ráða? Það þarf að vera til vett­vangur fyrir nið­ur­stöður vís­inda­legra rann­sókna þar sem vís­inda­menn geta tjáð sig um nið­ur­stöður sínar án þess að vera sak­aðir um að ganga erinda stjórn­mála­flokka. Staður þar sem almenn­ingur getur vegið og metið nið­ur­stöður fræði­manna án þess að hug­myndir þeirra séu lit­aðar af skoð­unum stjórn­valda og hags­muna­að­ila. Fjöl­miðlar þurfa að vera dug­legri við að leita til háskóla­fólks og vanda fram­setn­ingu og kynn­ingu á nið­ur­stöðum þeirra og háskóla­fólk má ekki sitja hjá þegar teknar eru ákvarð­anir um mál sem það hefur sér­þekk­ingu á.

Svo er spurn­ing hvort vís­inda- og fræði­menn eigi ekki að vera póli­tísk­ari. Þá er ekki þar með sagt að þeir þurfi að vera flokkspóli­tísk­ari heldur ein­fald­lega að tjá skoðun sína á mál­efnum sem þeir þekkja. Það að neita að tjá sig um eitt­hvað af ótta við að telj­ast hlut­drægur getur virkað fag­mann­legt en stundum eru ráð­andi skoð­anir byggðar á van­þekk­ingu. Það hlýtur að vera á ábyrgð háskóla­fólks að leið­rétta rang­hug­myndir ef þær eru farnar að stýra ákvarð­ana­töku í sam­fé­lag­inu.

Umræða byggð á van­þekk­ingu eða gagn­rýnni hugs­un?



Í 8. bindi rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis um sið­ferði og starfs­hætti er meðal ann­ars lögð áhersla á að styrkja þurfi skil­yrði rök­ræðu meðal borg­ar­anna um sam­eig­in­leg hags­muna­mál sín, að leggja þurfi áherslu á sam­fé­lags­á­byrgð og hamla gegn þröngri ein­stak­lings­hyggju og sér­hags­muna­öfl­um. Fólk á þannig að geta rök­rætt mál og helst ekki að fara inn í umræðu t.d. um nýjar virkj­anir eða ann­ars­konar nátt­úru- og lofts­lagseyði­leggj­andi fram­kvæmdir með fyr­ir­fram mót­aðar skoð­anir og skamm­tíma­mark­mið að leið­ar­ljósi. Helst þurfa stjórn­mála­menn að byggja skoð­anir sínar á þekk­ingu vís­ind­anna og ekki bara nið­ur­stöðum við­skipta- og hag­fræð­inga um hvað sé arð­bært næstu árin eða ára­tug­ina.

Háskóla­fólk ætti ekki að forð­ast að tjá sig um umdeild mál heldur ættu háskóla­yf­ir­völd og stjórn­völd í land­inu, ásamt fjöl­miðla­fólki, bæði að verja og ýta undir gagn­rýna umræðu undir for­ystu þess fólks sem hefur þekk­ingu á því sem um ræð­ir. Því mark­miðið hlýtur að vera að skapa hér gott sam­fé­lag til lengri tíma þar sem ákvarð­anir um fram­tíð­ina eru ekki byggðar á rang­hug­myndum og van­þekk­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None