Óttinn við umræðuna: Um ábyrgð vísinda- og fræðimanna í samfélaginu

14131517555_84b7efeb67_z.jpg
Auglýsing

Fólk sem þekkir umræðuhefðina hér á landi kannast líklega við þá tilhneigingu að mál eru hvorki krufin til mergjar né öllum hliðum velt upp og sjaldan er leitað sameiginlegra lausna. Hér virðist sem fólk sé löngu búið að taka ákvarðanir áður en það nálgast rökræðu og verður því yfirleitt ekki haggað jafnvel þótt góð rök séu færð fyrir andstæðri skoðun. Stundum er þetta svo slæmt að það virðist betra að forðast rökræðu fremur en skapa ósætti og deilur.

Þorbjörg Sandra Bakke,  Meistaranemi í hagnýtri siðfræði með BS í náttúrufræði og BA í stjórnmálafræði. Þorbjörg Sandra Bakke,
Meistaranemi í hagnýtri siðfræði með BS í náttúrufræði og BA í stjórnmálafræði. Í ritstjórn grugg.is.

Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru vísinda- og fræðimenn gagnrýndir fyrir að taka ekki nægilega mikinn þátt í samfélagsumræðunni í aðdraganda bankahrunsins og bent á að skilyrði til gagnrýninnar umræðu hér á landi hafi verið erfið. Þar er jafnvel talað um tjáningarótta og þöggun í samfélaginu.

Heyrist minnst í þeim sem mest vita


Að vissu leyti er eins og háskólafólk sé hrætt við að teljast hlutdrægt ef það lætur í sér heyra. Jafnvel þó að um sé að ræða málefni sem það þekkir mun betur en fólk sem mest og hæst um þau talar. Þannig hefur það takmörkuð áhrif á ákvarðanatöku um mikilvæg mál. Í náttúru- og umhverfisverndarmálum getur þetta verið grafalvarlegt, enda erfitt að bakka þegar ákvörðun um að stunda mengandi iðju eða nýta svæði á ósjálfbæran hátt hefur verið tekin.

Auglýsing

Þetta kemur berlega í ljós í viðbrögðum við rammaáætlun þar sem fagfólk er stimplað pólitískt og þar með ófaglegt ef það hefur aðrar hugmyndir en ráðamenn. Við þekkjum það einnig hér á landi að skýrslum er stungið undir stól og rokið í framkvæmdir áður en nauðsynlegar athuganir hafa átt sér stað ( sjá t.d.„Framkvæmdir hefðu átt að byggjast á rannsóknarniðurstöðum“). Nýjum verkefnum er haldið frá þeim vísindamönnum sem setja fram óheppilegar niðurstöður eða gagnrýna stefnu yfirvalda í umhverfismálum (sjá t.d. „„Á Íslandi bíður mín ekkert“ Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir ætlar að hasla sér völl í útlöndum“).

Ótti við að tjá sig


Í rannsókn Björns Gíslasonar á samskiptum háskólafólks við fjölmiðla kom í ljós að það er almennt jákvætt gagnvart fyrirspurnum og málaleitan fjölmiðla og vill láta til sín taka í samfélagsumræðunni, þótt reyndar sé það oft smeykt við hvernig niðurstöður þeirra eru framsettar.

Niðurstöður Björns leiddu samt í ljós ákveðinn tjáningarótta hjá stórum hluta háskólafólks en nærri einn af hverjum sex sagðist hafa vikið sér undan því að svara spurningum fjölmiðla af ótta við valdamenn í stjórnmála- og efnahagslífi. Það sama gilti um mögulega þátttöku í umræðum um mál sem hafa mikla pólitíska þýðingu.

Það vekur athygli að fimmtungur svarenda hafði sætt gagnrýni af hálfu hagsmunaaðila í atvinnulífi eftir að hafa tjáð sig sem vísinda- eða fræðimenn um tiltekin mál og sjötti hver sagðist hafa fengið gagnrýni frá stjórnmálamönnum við sömu aðstæður. Sex prósent svarenda sögðust hafa fengið hótun frá annaðhvort stjórnmálamönnum eða hagsmunaaðilum í atvinnulífi eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum. Þetta getur ekki talist eðlilegt og samfélagsumræða við slíkar aðstæður getur varla leitt af sér gott samfélag.

Mega vísindamenn ekki hafa skoðanir?


En þá vaknar spurningin hvað er til ráða? Það þarf að vera til vettvangur fyrir niðurstöður vísindalegra rannsókna þar sem vísindamenn geta tjáð sig um niðurstöður sínar án þess að vera sakaðir um að ganga erinda stjórnmálaflokka. Staður þar sem almenningur getur vegið og metið niðurstöður fræðimanna án þess að hugmyndir þeirra séu litaðar af skoðunum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Fjölmiðlar þurfa að vera duglegri við að leita til háskólafólks og vanda framsetningu og kynningu á niðurstöðum þeirra og háskólafólk má ekki sitja hjá þegar teknar eru ákvarðanir um mál sem það hefur sérþekkingu á.

Svo er spurning hvort vísinda- og fræðimenn eigi ekki að vera pólitískari. Þá er ekki þar með sagt að þeir þurfi að vera flokkspólitískari heldur einfaldlega að tjá skoðun sína á málefnum sem þeir þekkja. Það að neita að tjá sig um eitthvað af ótta við að teljast hlutdrægur getur virkað fagmannlegt en stundum eru ráðandi skoðanir byggðar á vanþekkingu. Það hlýtur að vera á ábyrgð háskólafólks að leiðrétta ranghugmyndir ef þær eru farnar að stýra ákvarðanatöku í samfélaginu.

Umræða byggð á vanþekkingu eða gagnrýnni hugsun?


Í 8. bindi rannsóknarskýrslu Alþingis um siðferði og starfshætti er meðal annars lögð áhersla á að styrkja þurfi skilyrði rökræðu meðal borgaranna um sameiginleg hagsmunamál sín, að leggja þurfi áherslu á samfélagsábyrgð og hamla gegn þröngri einstaklingshyggju og sérhagsmunaöflum. Fólk á þannig að geta rökrætt mál og helst ekki að fara inn í umræðu t.d. um nýjar virkjanir eða annarskonar náttúru- og loftslagseyðileggjandi framkvæmdir með fyrirfram mótaðar skoðanir og skammtímamarkmið að leiðarljósi. Helst þurfa stjórnmálamenn að byggja skoðanir sínar á þekkingu vísindanna og ekki bara niðurstöðum viðskipta- og hagfræðinga um hvað sé arðbært næstu árin eða áratugina.

Háskólafólk ætti ekki að forðast að tjá sig um umdeild mál heldur ættu háskólayfirvöld og stjórnvöld í landinu, ásamt fjölmiðlafólki, bæði að verja og ýta undir gagnrýna umræðu undir forystu þess fólks sem hefur þekkingu á því sem um ræðir. Því markmiðið hlýtur að vera að skapa hér gott samfélag til lengri tíma þar sem ákvarðanir um framtíðina eru ekki byggðar á ranghugmyndum og vanþekkingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None