Óttinn við umræðuna: Um ábyrgð vísinda- og fræðimanna í samfélaginu

14131517555_84b7efeb67_z.jpg
Auglýsing

Fólk sem þekkir umræðu­hefð­ina hér á landi kann­ast lík­lega við þá til­hneig­ingu að mál eru hvorki krufin til mergjar né öllum hliðum velt upp og sjaldan er leitað sam­eig­in­legra lausna. Hér virð­ist sem fólk sé löngu búið að taka ákvarð­anir áður en það nálg­ast rök­ræðu og verður því yfir­leitt ekki haggað jafn­vel þótt góð rök séu færð fyrir and­stæðri skoð­un. Stundum er þetta svo slæmt að það virð­ist betra að forð­ast rök­ræðu fremur en skapa ó­sætti og deil­ur.

Þorbjörg Sandra Bakke,  Meistaranemi í hagnýtri siðfræði með BS í náttúrufræði og BA í stjórnmálafræði. Þor­björg Sandra Bakke,

Meist­ara­nemi í hag­nýtri sið­fræði með BS í nátt­úru­fræði og BA í stjórn­mála­fræði. Í rit­stjórn grugg.­is.

Í rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis eru vís­inda- og fræði­menn gagn­rýndir fyrir að taka ekki nægi­lega mik­inn þátt í sam­fé­lags­um­ræð­unni í aðdrag­anda banka­hruns­ins og bent á að skil­yrði til gagn­rýn­innar umræðu hér á landi hafi verið erf­ið. Þar er jafn­vel talað um tján­ing­arótta og þöggun í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Heyr­ist minnst í þeim sem mest vitaAð vissu leyti er eins og háskóla­fólk sé hrætt við að telj­ast hlut­drægt ef það lætur í sér heyra. Jafn­vel þó að um sé að ræða mál­efni sem það þekkir mun betur en fólk sem mest og hæst um þau tal­ar. Þannig hefur það tak­mörkuð áhrif á ákvarð­ana­töku um mik­il­væg mál. Í nátt­úru- og umhverf­is­vernd­ar­málum getur þetta verið grafal­var­legt, enda erfitt að bakka þegar ákvörðun um að stunda meng­andi iðju eða nýta svæði á ósjálf­bæran hátt hefur verið tek­in.

Þetta kemur ber­lega í ljós í við­brögðum við ramma­á­ætlun þar sem fag­fólk er stimplað póli­tískt og þar með ófag­legt ef það hefur aðrar hug­myndir en ráða­menn. Við þekkjum það einnig hér á landi að skýrslum er stungið undir stól og rokið í fram­kvæmdir áður en nauð­syn­legar athug­anir hafa átt sér stað ( sjá t.d.„Fram­kvæmdir hefðu átt að byggj­ast á rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­um“). Nýjum verk­efnum er haldið frá þeim vís­inda­mönnum sem setja fram óheppi­legar nið­ur­stöður eða gagn­rýna stefnu yfir­valda í umhverf­is­málum (sjá t.d. „„Á Íslandi bíður mín ekk­ert“ Dr. Ragn­hildur Sig­urð­ar­dóttir ætlar að hasla sér völl í útlönd­um“).

Ótti við að tjá sigÍ rann­sókn Björns Gísla­sonar á sam­skiptum háskóla­fólks við fjöl­miðla kom í ljós að það er almennt jákvætt gagn­vart fyr­ir­spurnum og mála­leitan fjöl­miðla og vill láta til sín taka í sam­fé­lags­um­ræð­unni, þótt reyndar sé það oft smeykt við hvernig nið­ur­stöður þeirra eru fram­sett­ar.

Nið­ur­stöður Björns leiddu samt í ljós ákveð­inn tján­ing­arótta hjá stórum hluta háskóla­fólks en nærri einn af hverjum sex sagð­ist hafa vikið sér undan því að svara spurn­ingum fjöl­miðla af ótta við valda­menn í stjórn­mála- og efna­hags­lífi. Það sama gilti um mögu­lega þátt­töku í umræðum um mál sem hafa mikla póli­tíska þýð­ingu.

Það vekur athygli að fimmt­ungur svar­enda hafði sætt gagn­rýni af hálfu hags­muna­að­ila í atvinnu­lífi eftir að hafa tjáð sig sem vís­inda- eða fræði­menn um til­tekin mál og sjötti hver sagð­ist hafa fengið gagn­rýni frá stjórn­mála­mönnum við sömu aðstæð­ur. Sex pró­sent svar­enda sögð­ust hafa fengið hótun frá ann­að­hvort stjórn­mála­mönnum eða hags­muna­að­ilum í atvinnu­lífi eftir að hafa tjáð sig í fjöl­miðl­um. Þetta getur ekki talist eðli­legt og sam­fé­lags­um­ræða við slíkar aðstæður getur varla leitt af sér gott sam­fé­lag.

Mega vís­inda­menn ekki hafa skoð­an­ir?En þá vaknar spurn­ingin hvað er til ráða? Það þarf að vera til vett­vangur fyrir nið­ur­stöður vís­inda­legra rann­sókna þar sem vís­inda­menn geta tjáð sig um nið­ur­stöður sínar án þess að vera sak­aðir um að ganga erinda stjórn­mála­flokka. Staður þar sem almenn­ingur getur vegið og metið nið­ur­stöður fræði­manna án þess að hug­myndir þeirra séu lit­aðar af skoð­unum stjórn­valda og hags­muna­að­ila. Fjöl­miðlar þurfa að vera dug­legri við að leita til háskóla­fólks og vanda fram­setn­ingu og kynn­ingu á nið­ur­stöðum þeirra og háskóla­fólk má ekki sitja hjá þegar teknar eru ákvarð­anir um mál sem það hefur sér­þekk­ingu á.

Svo er spurn­ing hvort vís­inda- og fræði­menn eigi ekki að vera póli­tísk­ari. Þá er ekki þar með sagt að þeir þurfi að vera flokkspóli­tísk­ari heldur ein­fald­lega að tjá skoðun sína á mál­efnum sem þeir þekkja. Það að neita að tjá sig um eitt­hvað af ótta við að telj­ast hlut­drægur getur virkað fag­mann­legt en stundum eru ráð­andi skoð­anir byggðar á van­þekk­ingu. Það hlýtur að vera á ábyrgð háskóla­fólks að leið­rétta rang­hug­myndir ef þær eru farnar að stýra ákvarð­ana­töku í sam­fé­lag­inu.

Umræða byggð á van­þekk­ingu eða gagn­rýnni hugs­un?Í 8. bindi rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis um sið­ferði og starfs­hætti er meðal ann­ars lögð áhersla á að styrkja þurfi skil­yrði rök­ræðu meðal borg­ar­anna um sam­eig­in­leg hags­muna­mál sín, að leggja þurfi áherslu á sam­fé­lags­á­byrgð og hamla gegn þröngri ein­stak­lings­hyggju og sér­hags­muna­öfl­um. Fólk á þannig að geta rök­rætt mál og helst ekki að fara inn í umræðu t.d. um nýjar virkj­anir eða ann­ars­konar nátt­úru- og lofts­lagseyði­leggj­andi fram­kvæmdir með fyr­ir­fram mót­aðar skoð­anir og skamm­tíma­mark­mið að leið­ar­ljósi. Helst þurfa stjórn­mála­menn að byggja skoð­anir sínar á þekk­ingu vís­ind­anna og ekki bara nið­ur­stöðum við­skipta- og hag­fræð­inga um hvað sé arð­bært næstu árin eða ára­tug­ina.

Háskóla­fólk ætti ekki að forð­ast að tjá sig um umdeild mál heldur ættu háskóla­yf­ir­völd og stjórn­völd í land­inu, ásamt fjöl­miðla­fólki, bæði að verja og ýta undir gagn­rýna umræðu undir for­ystu þess fólks sem hefur þekk­ingu á því sem um ræð­ir. Því mark­miðið hlýtur að vera að skapa hér gott sam­fé­lag til lengri tíma þar sem ákvarð­anir um fram­tíð­ina eru ekki byggðar á rang­hug­myndum og van­þekk­ingu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None