Patrolmaður leggur Land Cruiser í stæði hreyfihamlaðra

image1-1.jpg
Auglýsing

Það vakti tölu­verða athygli í vik­unni þegar DV birti mynd af bif­reið Gylfa Arn­björns­son­ar, for­seta ASÍ, þar sem henni er lagt í stæði fyrir hreyfi­haml­aða fyrir utan höf­uð­stöðvar stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar. Gylfi gekkst við því að bif­reið hans hafi verið í stæð­inu en þrætti fyrir að um lagn­ingu hafi verið að ræða, þar sem hann hafi ein­ungis stoppað stutt til að henda poka inn um dyrn­ar.

Í Bak­her­berg­inu tóku menn og konur hins vegar eftir því að bif­reiðin sem lagt er með ólög­mætum hætti í stæði hreyfi­haml­aðra er Toyota Land Cru­iser. Ástæða þess er að DV sagði frétt í febr­úar 2011 að verka­lýðs­for­kólf­ur­inn hefði lent í hremm­ingum upp á Kili á rán­dýrum Land Cru­iser jeppa sín­um. Gylfi brást ókvæða við þessum ávirð­ingum og sendi frá sér yfir­lýs­ingu. Í henni kom meðal ann­ars fram:

„Ég get alls ekki unað því að almenn­ingi sé með svo óábyrgum hætti talið trú á að ég aki um á Toyota Land Cru­iser jeppa þegar hið sanna er að ég hef lengi verið ann­ál­aður Nissan Patrol aðdá­andi. Lík­legt er að ég muni, auk þess að þessi frétt verði dæmd dauð og ómerk, krefj­ast miska­bóta af hálfu DV með þeim hætti, að blað­inu verði gert að kaupa bif­reið­ina á eigin verð­mæta­mat­i".

Auglýsing

Miðað við bif­reið­ina sem Gylfi lagði í stæði hreyfi­haml­aðra virð­ist Patrol-­mað­ur­inn hafa skipt um skoðun gagn­vart Land Cru­iser jepp­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None