Tekjulægsti hópurinn eyðir fjórðungi í mat

kjarninn_mjolkurvorur_vef.jpg
Auglýsing

Í kjöl­far þess að fjár­laga­frum­varpið var lagt fram hafa spunn­ist umræður um verð­breyt­ingar og áhrif þeirra á mis­mun­andi tekju­hópa. Til að stuðla að upp­lýstri umræðu er til­valið að varpa ljósi á hvernig Meniga­not­endur verja tekjum sínum eftir tekju­fjórð­ung­um.

Þegar við lítum til með­al­tals­ráð­stöf­un­ar­tekna þeirra sést að þær eru kr. 395.944 á mán­uði sem er um 10% hærra en með­al­heild­ar­laun 2013 sam­kvæmt Hag­stof­unni*.

Með­al­ráð­stöf­un­ar­tekjur lægsta fjórð­ungs­ins eru kr. 170.792 á mán­uði, þess næst­lægsta eru kr. 292.537,  þess næst­hæsta fjórð­ungs eru kr. 407.076 og með­al­ráð­stöf­un­ar­tekjur tekju­hæsta fjórð­ungs­ins eru kr. 699.782 á mán­uði.

Auglýsing

Tekju­lægsti fjórð­ung­ur­inn ver tæpum 24% tekna sinna í mat­vöru­versl­unum á meðan sá tekju­hæsti ver tæpum 11% tekna sinna þar. Þá ver tekju­lægsti fjórð­ung­ur­inn 11% í elds­neyti og sá tekju­hæsti tæpum 6%. Á mynd­inni hér með­fylgj­andi má sjá hlut­fall tekna sem varið er til ýmissa nota eftir tekju­fjórð­ung­um.

Tekju­hæsti hóp­ur­inn ver að jafn­aði tæpum kr 204.000 til kaupa í þessum tíu flokkum á meðan sá tekju­lægsti ver tæpum kr.114.000. Það segir þó ekki alla sög­una, því þegar tekju­lægsti hóp­ur­inn hefur greitt þessa neyslu sína á hann tæpar kr. 57.000 aflögu til ann­arra nota á meðan sá tekju­hæsti ræður yfir rúmum kr. 496.000.Um úrtak­ið:

Um 40.000 Íslend­ingar eru skráðir í Meniga. Úrtakið nær til 12.683 Meniga­not­enda sem voru valdir með áreið­an­leika­próf­unum færslu­upp­lýs­inga. Sam­tölur úrtaks­ins hafa verið bornar saman við opin­berar tölur um þróun neyslu. Úrtakið telst því hæft til grein­ingar á tekjum og útgjalda­hegð­un. Not­ast er við gögn sem ná yfir allt árið 2013. Með­al­talsút­reikn­ingar eru mið­aðir við ein­stak­linga en ekki fjöl­skyld­ur.

*Ráð­stöf­un­ar­tekjur eru laun, barna­bæt­ur, með­lög, styrkir, fæð­ing­ar­or­lofs­greiðsl­ur, líf­eyr­is­greiðsl­ur, húsa­leigu­bætur og náms­lán, eftir skatta og gjöld.

**Sam­kvæmt Hag­stof­unni voru heild­ar­laun á Íslandi að með­al­tali 526.000 á mán­uði  árið 2013, eða um 358.000 eftir skatta. Með­al­ráð­stöf­un­ar­tekjur Meniga­not­enda eru um 10% hærri þar sem fleiri tekju­þættir eru teknir með í reikn­ing­inn.


Ofan­greindar upp­lýs­ingar eru fengnar úr Meniga­hag­kerf­inu og unnar í sam­starfi við Stofnun um fjár­mála­læsi. Meniga hjálpar fólki að halda utan um fjár­mál heim­il­is­ins og er heild­ar­fjöldi not­enda um 40.000. Aldrei er unnið með per­sónu­grein­an­leg gögn í Meniga hag­kerf­inu. Nán­ari upp­lýs­ingar má finna á www.­meniga.is og www.­fe.is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None