Rammaáætlun, ferðaþjónustan og framtíðin! - seinni hluti

Steingrímur J. Sigfússon
14542713082_7e649b6834_c.jpg
Auglýsing

Í fyrri grein hér í Kjarn­anum gerði und­ir­rit­aður grófan þjóð­hags­legan sam­an­burð á þremur meg­in­stoðum gjald­eyr­is­öfl­unar þjóð­ar­bús­ins. Sá sam­an­burður leiddi í ljós að ætla má að ferða­þjón­ustan muni skilja eftir hreinar gjald­eyr­is­tekjur í hag­kerfi lands­ins uppá 280 millj­arða króna á þessu ári. Næst kemur sjáv­ar­út­veg­ur­inn með um 225 millj­arða og í þriðja sæti og miklum mun aftar á mer­inni kemur stór­iðjan með um 80 millj­arða. Nið­ur­staðan af þessum sam­an­burði og umræðum að und­an­förnu, ekki síst um ramma­á­ætl­un, er að mikið vantar uppá að ýmsir ráð­menn í sam­tím­anum átti sig á stór­auknu þjóð­hags­legu mik­il­vægi ferða­þjón­ust­unn­ar.

Hinn gríð­ar­lega öri vöxtur ferða­þjón­ust­unnar á örfáum árum skýrir að sjálf­sögðu þessa nýju stöðu. Greinin hefur vaxið árlega um ríf­lega 20 pró­sent þrjú ár í röð og sá vöxtur heldur áfram þá fjóra mán­uði sem liðnir eru af þessu ári. Ef svo heldur sem horfir enn um sinn má segja að ferða­þjón­ustan geys­ist svo hratt fram að hún skilji aðrar atvinnu­greinar eftir í reyk þegar kemur að þjóð­hags­legu mik­il­vægi mælt á mæli­kvarða gjald­eyr­is­öfl­un­ar.

En getur veld­is­vöxtur ferða­þjón­ust­unnar haldið áfram enda­laust? Nei, auð­vitað ekki, auk þess sem að mörgu er að hyggja í þeim efn­um. Lítum aðeins nánar á það og eðli og ein­kenni þess­arar atvinnu­greinar í leið­inni.

Auglýsing

Fjöl­breytt grein smá­fyr­ir­tækja



Þó vissu­lega séu afl­vélar eins og Icelanda­ir-­sam­stæðan fyr­ir­ferða­miklar í sókn ferða­þjón­ust­unnar er hún þó fyrst og síð­ast fjöl­breytt grein lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja á ótrú­lega breiðu sviði. Um helm­ingur starf­andi fyr­ir­tækja í grein­inni er tíu ára eða yngri og starfs­manna­fjöldi mik­ils meiri­hluta þeirra er á bil­inu einn til tíu. Mik­il­vægi grein­ar­innar felst í mörgu fleiru en gjald­eyr­is­öfl­un.

­Ferða­þjón­ustan skapar tæki­færi um allt land og getur gert enn betur í þeim efnum.

 

Ferða­þjón­ustan dreifir afrakstri sínum ótrú­lega víða um hag­kerfið eða sam­fé­lag­ið. Hún skapar hlut­falls­lega mik­inn fjölda starfa miðað við fjár­fest­ing­ar, bætir nýt­ingu og rekstur inn­viða, svo sem í sam­göngum og flutn­ing­um, mat­væla- og iðn­fram­leiðslu, veit­inga­starf­semi, versl­un, afþrey­ing­ar- og menn­ing­ar­starf­semi og er það allt okkur sjálfum mik­il­vægt vegna búsetu í land­inu. Ferða­þjón­ustan skapar tæki­færi um allt land og getur gert enn betur í þeim efn­um.

Hag­kerfi byggt á ferða­mönnum



Ör vöxtur ferða­þjón­ust­unnar und­an­farin ár kallar hins vegar á að glímt sé við ýmsar áleitnar spurn­ing­ar. Ef við byrjum á hinum þjóð­hags­lega þætti má nefna tvennt. Ann­ars vegar að það eiga ævin­lega að hringja við­vör­un­ar­bjöllur ef ein­hver starf­semi vex svo nemur tugum pró­senta að umfangi ár eftir ár. Hversu lengi þolir ein grein það? Er hætta á að hún verði fórn­ar­lamb eigin vel­gengni og við missum tök­in, gæðum hnigni o.s.frv.?

Hið síð­ara er að jafn gríð­ar­lega dýr­mætur og okkur hefur verið vöxtur grein­ar­innar á erf­ið­leika­ár­unum eftir hrun (segja má að Það séu vöxtur ferða­þjón­ust­unnar og mak­ríll­inn sem synti hér inná miðin sem hafi umfram flest annað létt okkur róð­ur­inn) þá breytir það ekki þeirri stað­reynd að um leið er okkar þjóð­ar­bú­skapur að verða mjög nátengdur og háður gengi grein­ar­inn­ar. Ferða­mað­ur­inn er að öðl­ast þá stöðu sem þorsk­ur­inn eða síldin höfðu áður í hag­kerf­inu. Við þurfum því að horfast í augu við að sveiflur eða bakslag í komu ferða­manna myndu nú hafa stór­aukin áhrif á afkomu þjóð­ar­bús­ins miðað við það sem áður var.

Íslensk nátt­úra er und­ir­staðan



Eitt vitum við og það er að lang sterkasti seg­ull­inn sem dregur erlenda ferða­menn með krít­ar­kort sín og seðla til lands­ins er hin stór­brotna og enn lítt snortna nátt­úra lands­ins. Þar með vitum við líka hvað við þurfum að passa uppá umfram allt ann­að. Reyndar berum við okkar skyldur gagn­vart land­inu óháð því hvort ferð­þjón­usta væri hér meiri eða minni, en við það bæt­ist að nátt­úran er nú und­ir­staða okkar mik­il­væg­ustu atvinnu­grein­ar. Þetta þýðir hvoru tveggja í senn að ferða­þjón­ustan sjálf verður að þró­ast í þannig sam­búð við nátt­úr­una að hún skað­ist ekki af og að hags­munir ferða­þjón­ust­unnar verða að hafa vægi þegar verndun eða ann­ars konar nýt­ing er til skoð­un­ar.

Í þessum efnum eru þegar miklar blikur á lofti. Fjár­munir til inn­viða­upp­bygg­ingar og fyr­ir­byggj­andi aðgerða hafa hvergi nærri fylgt örum vexti grein­ar­inn­ar. Keyrt hefur um þver­bak í tíð núver­andi rík­is­stjórnar sem bein­skorið hefur fram­lög til fram­kvæmda­sjóðs ferða­mála og þjóð­garða og frið­lýstra svæða og eytt tveimur árum í vand­ræða­gang um gjald­töku­hug­myndir sem hlutu á dög­unum hægt and­lát þegar nátt­úrupass­inn sál­að­ist inni á Alþingi.

Hvað er brýn­ast að gera?



Verja þarf einum til einum og hálfum millj­arði króna hið minnsta nokkur næstu árin til úrbóta á fjöl­sóttum ferða­manna­stöð­um, í þjóð­görðum og á frið­lýstum svæð­um. Veru­leg upp­bygg­ing inn­viða í formi sam­göngu­bóta og auk­innar þjón­ustu á vegum og flug­völlum þarf og að koma til. End­ur­bætt gistin­átta­gjald og tekjur af veittri þjón­ustu, svo sem bíla­stæðum og hrein­læt­is­að­stöðu, geta lagt til tals­verðan hluta þess fjár­magns, en auð­vitað er engin goðgá að það sem á vantar komi um sinn úr rík­is­sjóði sem fjár­fest­ing í þágu þess­arar mestu vaxt­ar­greinar íslensk atvinnu­lífs.

Ráð­ast þarf í mark­vissar aðgerðir til að dreifa álag­inu af vax­andi ferða­manna­straumi betur um allt land og yfir allt árið.

Ráð­ast þarf í mark­vissar aðgerðir til að dreifa álag­inu af vax­andi ferða­manna­straumi betur um allt land og yfir allt árið. Opnun fleiri flug­gátta inn í landið með beinum opin­berum stuðn­ingi eftir því sem til þarf er aug­ljós og skyn­sam­legur kostur í því sam­bandi. Þar með nýt­ist landið allt betur sem und­ir­staða fyrir grein­ina, allir lands­hlutar fá hlut­deild í vexti hennar og álagið dreif­ist bæði í tíma og rúmi.

Horfa þarf til auk­innar arð­semi og keppa að því að fá ekki aðeins fleiri ferða­menn heldur einnig ferða­menn sem gefa sem mest af sér. Fram­boð fjöl­breyttrar afþrey­ing­ar, ekki síður yfir vet­ur­inn en sum­ar­ið, er hér mik­il­vægur þátt­ur.

Gera þarf það sem hægt er til að und­ir­byggja sem mestan stöð­ug­leika og draga úr hættu á bakslagi í grein­inni í ljósi þess hversu stór og þjóð­hags­lega mik­il­væg hún er orð­in. Ein hug­mynd gæti verið að starf­rækja sér­stakan stöð­ug­leika­sjóð innan grein­ar­innar sem byggður væri upp í hag­stæðu árferði en svo ráð­stafað úr til efl­ingar mark­aðs­starfi þegar hætta væri á bakslagi.

Sam­hæfa þarf stjórn­sýslu og efla stýri­tæki til að ráða við og dreifa álag­inu af vax­andi fjölda ferða­manna. Eitt slíkt stýri­tæki og fjár­öflun í leið­inni gæti verði gjald á far­seðla eða komur ferða­manna yfir háanna­tím­ann, mán­uð­ina maí til sept­em­ber.

Efla þarf rann­sóknir á sviði ferða­mála, menntun og þjálfun starfs­fólks og þannig mætti lengi áfram telja.

Að lokum þarf að koma ráða­mönn­um, þeim sem það á við um, inn í nútím­ann og leiða þeim fyrir sjónir að gamlir tímar eiga ekki við lengur þegar kemur að þjóð­hags­legu mik­il­vægi ferða­þjón­ust­unnar og hags­munum hennar sem fara saman við nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið og eiga og verða að vera í sam­ræmi við mark­mið sjálf­bærrar þró­un­ar.

Höf­undur er þing­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None