Rannsókn á fjölbreyttum viðfangsefnum Byrjendalæsis

Rúnar Sigþórsson
14131793324_882160158e_c.jpg
Auglýsing

Í kynn­ingu á þjóð­ar­átaki um efl­ingu læsis­kennslu hefur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra klifað á því að rann­sóknir skorti á læs­is­mennt­un, aðferðum við hana og árangri af henni – helst í formi skimun­ar­prófa og ann­arra mæl­inga. Þetta er athygl­is­vert í ljósi þess að verk­efn­is­stjóri við aðgerða­á­ætlun um efl­ingu læsis fékk ítar­lega kynn­ingu haustið 2014 á viða­mik­illi rann­sókn á læs­is­menntun í íslenskum grunn­skólum sem nú stendur yfir. Rann­sóknin er í sam­vinnu rann­sak­enda við hug- og félags­vís­inda­svið Háskól­ans á Akur­eyri og mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands. Hér er ekki leitt getum að því hvers vegna þessar upp­lýs­ingar hafa ekki komið fram, en hvað sem því líður er þess­ari grein ætlað að vekja athygli á rann­sókn­inni.

Rann­sókn­ar­hópur um Byrj­enda­læsi var stofn­aður haustið 2011 til að rann­saka læsis­kennslu á yngsta stigi grunn­skóla. Efnt var til sam­starfs við skóla- og frí­stunda­svið Reykja­víkur og skóla­deild Akur­eyr­ar. Fyrstu áfangar þess­arar rann­sóknar beindust sér­stak­lega að Byrj­enda­læsi en á síð­ari stigum hefur gögnum verið safnað um starfs­hætti og starfs­þróun læsis­kenn­ara og við­horf for­eldra til læsis­kennslu í fyrsta til fjórða bekk í um 120 skól­um.

Nið­ur­stöður þess­arar rann­sóknar eru smátt og smátt að líta dags­ins ljós. Hluti þeirra hefur þegar verið kynntur í íslenskri rit­rýndri grein og í bók­arkafla, og fleiri greinar til birt­ingar í erlendum tíma­ritum eru á loka­stigi. Nið­ur­stöður hafa einnig verið birtar í um það bil 20 ráð­stefnu­er­indum inn­an­lands og 10 erindum á alþjó­legum ráð­stefn­um. Í einu þess­ara alþjóð­legu ráð­stefnu­er­inda kynntu til dæmis starfs­menn skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­víkur nið­ur­stöður um árangur þeirra 11 skóla borg­ar­inn­ar, sem lokið höfðu inn­leið­ingu Byrj­enda­læsis vorið 2011. Árang­ur­inn var met­inn með sex skimun­ar­prófum sem lögð eru fyrir í öllum skólum þau tvö ár sem inn­leið­ing aðferð­ar­innar stend­ur. Nið­ur­staðan sýndi í stuttu máli að enda þótt árangur skól­anna væri mis­jafn var hann mjög góður í mörgum skól­anna og heilt yfir gaf hann ekki til­efni til efa­semda um gagn­semi Byrj­enda­læs­is.

Auglýsing

Í nið­ur­stöðum við­tala við kenn­ara, stjórn­end­ur, for­eldra og nem­endur í Byrj­enda­læs­is­skólum hefur komið fram ein­dregin ánægja með aðferð­ina. Kenn­arar og stjórn­endur lýsa einnig mik­illi ánægju með sam­starfið við Mið­stöð skóla­þró­unar og þá umfangs­miklu við­bót­ar­menntun sem fylgir inn­leið­ingu Byrj­enda­læs­is. Það er sam­dóma álit þeirra að þátt­taka í þró­un­ar­starf­inu leiði af sér öfl­uga starfs­þróun sem hafi breytt miklu um læsis­kennslu í skól­un­um. Breyt­ingar koma meðal ann­ars fram í auk­inni áherslu á mark­vissar kennslu­á­ætl­anir og skýr mark­mið, nám við hæfi ólíkra nem­enda, notkun inni­halds­ríkra og vand­aðra texta í kennsl­unni, frjálsan lestur nem­enda, ritun og skap­andi mál­notkun frá upp­hafi læs­is­náms, lesskiln­ing frá upp­hafi læs­is­náms, fjöl­breytt náms­verk­efni og minnk­andi notkun merk­ing­ar­snauðra eyðu­fyll­ing­ar­verk­efna. Vett­vangs­at­hug­anir stað­festa almenna virkni, vinn­u­gleði og áhuga nem­enda. Ítar­leg spurn­inga­könnun fram­kvæmd læsis­kennslu á yngsta stigi nær langt út fyrir raðir Byrj­enda­læsi­skóla. Svör kenn­ara við þessum spurn­inga­lista bera með sér að læsis­kennsla á yngsta stigi grunn­skóla standi almennt styrkum fótum og að kenn­arar í Byrj­enda­læsi­skólum hafi að flestu leyti til­einkað sér þá starfs­hætti sem aðferðin bygg­ist á.

Læsi er flókið fyr­ir­bæri og við  þróun læsis­kennslu þarf að gaum­gæfa bæði mark­mið, stefnu, aðgerðir og mat á árangri. Ekk­ert af þessu getur byggst á ein­földum lausnum, átaks­verk­efnum og slag­orða­­kenndum frösum um aðgerðir og árang­urs­mæl­ing­ar. Læsi er miklu meira en mæl­an­leg færni; það er háð áhuga og við­horfum og það felur í sér rök­hugs­un, lausn­a­leit, álykt­un­ar­hæfni og gagn­rýna hugs­un. Umfram allt þurfa börn sem eru að læra að lesa að vera virk við fjöl­breytt og skap­andi við­fangs­efni sem kveikja var­an­legan áhuga þeirra á lestri og rit­un. Rann­sóknin á læsis­kennslu á yngsta stigi grunn­skóla tekur mið af þessu og á næstu mán­uðum verður leit­ast við að miðla nið­ur­stöðum hennar um þennan fjöl­breytta veru­leika bæði á inn­lendum og erlendum vett­vangi.

Meira um rann­sókn­ina: htt­p://staff.unak.is/not/run­ar/­Rannsokn­ir/BL_­rannsokn.htm

Höf­undur er pró­fessor við kenn­ara­deild HA og verk­efn­is­stjóri rann­sóknar á Byrj­enda­læsi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None