Rassskelltur í heimsfaraldri

Ellen Calmon segir aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi koma fram á heppilegum tíma nú þegar fjölmiðlar séu hlaðnir af hryllingssögum um ofbeldi í kjölfar #meetoo byltingar og þegar tilkynningum um ofbeldi hafi fjölgað mikið í heimsfaraldrinum.

Auglýsing

Sigga í barna­vernd­inni átti heima beint á móti. Hún kom reglu­lega við heima og bað mömmu og pabba að hafa ekki svona hátt og drekka minna. Seinna var ástandið orðið svo slæmt að Sigga bað ömmu um að taka mig að sér því þetta var svo erfitt fyrir mig. En ekki Dúnu litlu syst­ur. Hún átti að vera áfram hjá mömmu og pabba, því hún var svo lít­il. Mig dreymdi oft að ég myndi fara og bjarga Dúnu. Bjarga henni um miðja nótt frá mömmu og pabba.

Hann er óalandi og óferj­andi. Hann þarf örugg­lega að fara í ADHD grein­ingu sagði starfs­fólk­ið. Hann fór í grein­ingu. Nið­ur­staðan var sú að hann var ekki með ADHD heldur bjó hann við hrylli­legt heim­il­is­of­beldi. Van­líðan barns­ins var mikil og braust út í óæski­legri hegðun í skól­an­um.

Drengur kom til mín og sagði mér að pabbi hans rass­skellti hann. Mér fannst um minni­háttar ofbeldi að ræða og til­kynnti það því ekki. Sagði skóla­starfs­mað­ur.

Auglýsing
Ofangreindar frá­sagnir eru sannar sögur sem ég hef heyrt í störfum mínum gegnum tíð­ina. Í öllum þessum til­fellum brugð­ust full­orðnir börn­un­um. Við eigum að hlusta á börn með eyr­um, augum og hjarta. Við þurfum að taka eftir öllu því sem þau eru að segja okkur með hegðun sinni, orðum eða öðrum gjörð­u­m. 

Ofbeldi gagn­vart börnum á ekki að við­gang­ast. Ekki heldur minni­háttar ofbeldi. Ekk­ert og aldrei!

55 aðgerðir gegn ofbeldi í Reykja­vík

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi 1. febr­úar var Aðgerð­ar­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar gegn ofbeldi 2022-2024 sam­þykkt og henni fagna ég inni­lega. Sam­kvæmt áætl­un­inni vinnur borgin eftir Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og þar segir meðal ann­ars í 19. grein sátt­mál­ans 1. tölu­lið: „Að­ild­ar­ríki skulu gera allar við­eig­andi ráð­staf­anir á sviði lög­gjaf­ar, stjórn­sýslu, félags- og mennt­un­ar­mála til að vernda barn gegn hvers kyns lík­am­legu og and­legu ofbeldi, meið­ing­um, mis­notk­un, van­rækslu, skeyt­ing­ar­leysi, illri með­ferð eða notk­un, þar á meðal kyn­ferð­is­legri mis­notk­un…“

Ein ömur­leg­asta skugga­hlið heims­far­ald­urs­ins er gíf­ur­leg aukn­ing á heim­il­is­of­beldi, auknu ofbeldi gegn konum og börn­um. Á Íslandi hefur til­kynn­ingum um heim­il­is­of­beldi einnig fjölgað mjög. Heim­il­is­of­beldi bitnar alltaf á börnum ef börn eru á heim­il­inu, líka í þeim til­fellum þegar ofbeld­inu er ekki beint að þeim.

Því miður hefur til­kynn­ingum til barna­verndar fjölgað veru­lega á síð­ast­liðnum tveimur árum og er því brýnna nú en nokkurn tíma áður að tryggja öryggi og vel­ferð barna og koma í veg fyrir hverslags ofbeldi eða van­rækslu gagn­vart þeim. 

Oft er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Þess vegna vil ég minna á að það er borg­ar­leg skylda allra að til­kynna hverslags grun um van­rækslu eða ofbeldi gegn börn­um, hvort sem þau eru tengd okkur eða ekki. 

Aðgerð­ar­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar gegn ofbeldi kemur fram á heppi­legum tíma nú þegar fjöl­miðlar eru hlaðnir af hryll­ings­sögum um ofbeldi í kjöl­far #meetoo bylt­ingar um allan heim og þeirri skelfi­legu stað­reynd um gríð­ar­lega aukn­ingu á til­kynn­ingum um ofbeldi í heims­far­aldr­in­um.  

Ég vil því hvetja þig til að kynna þér aðgerð­irnar sem fram koma í áætl­un­inni og standa vörð um börnin okk­ar. Þannig gerum við góða borg betri og fjöl­skyldu­vænn­i. 

Höf­undur er borg­ar­full­trúi sem sæk­ist eftir 4. sæti í flokksvali Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík sem fer fram 12.-13. febr­úar nk.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar