Reykjavíkurborg – stórskuldug eða hvað?

Þorvarður Hjaltason segir fullyrðingar um laka fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar úr lausu lofti gripnar. Staðan sé þannig að borgin standi best fjárhagslega allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á nánast öllum mælikvörðum.

Auglýsing

Fjár­mál ber oft á góma í umræð­unni um mál­efni borg­ar­inn­ar. Oftar en ekki er því haldið fram allt sé þar í kalda­koli, skuld­irnar geig­væn­legar og fari sífellt hækk­andi. Sá sem hefur verið hvað dug­leg­astur í þessum efnum er Eyþór Lax­dal Arn­alds frá­far­andi leið­togi Sjálf­stæð­is­manna í borg­ar­stjórn­inni. Aðrir hafa tekið undir þennan mál­flutn­ing og full­yrða blákalt að allt sé að fara fjand­ans til í rekstri borg­ar­inn­ar. Einn þeirra er Kjartan Magn­ús­son sem lengi hefur verið við­loð­andi borg­ar­stjórn­ina nú síð­ast sem aðstoð­ar­maður fyrr­nefnds Eyþórs. Hann hlaut 3. sætið í nýaf­stöðnu próf­kjöri D-list­ans og hafði eft­ir­far­andi að segja um fjár­mál borg­ar­innar ,,Mjög hefur sigið á ógæfu­hlið­ina í fjár­málum og eru skuldir nú komnar yfir 400 millj­arða króna, sem jafn­gildir tólf millj­ónum á hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu í borg­inni. Greiðslu­þrot er fyr­ir­sjá­an­legt hjá borg­inni ef haldið verður áfram á braut óráðsíu og skulda­söfn­un­ar.“ Nýlega sögðu keppi­nautar um efsta sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sjón­varps­kynn­ingu að ,,stjórn­leysi ein­kenni rekstur borg­ar­innar sem hafi verið rekin með Vísa-kort­in­u“. Í við­tali í Kast­ljósi 10. mars sl. topp­aði Vig­dís Hauks­dóttir þennan mál­flutn­ing með því að full­yrða að ekk­ert væri framundan annað en að eft­ir­lits­nefnd með fjár­málum sveit­ar­fé­laga yfir­tæki rekstur borg­ar­innar og hún yrði upp á náð og mis­kunn rík­is­sjóðs kom­in.

Til að hafa þetta allt á hreinu þá er rétt að kanna rétt­mæti þess­ara stað­hæf­inga. Í því skyni er ein­fald­ast að afla sér upp­lýs­inga á vef Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga en þar er að finna ítar­leg töl­fræði­gögn um fjár­mál sveit­ar­fé­lag­anna. 

Auglýsing
Síðustu talna­gögn eru úr árs­reikn­ingum fyrir árið 2020. Bornar eru saman lyk­il­tölur úr A hluta árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna þ.e. borg­ar­sjóðs og bæj­ar­sjóð­anna frá árunum 2016 til 2020. B hluta­reikn­ing­arnir eru ekki bornir sam­an, í fyrsta lagi vegna þess að flestar sam­eig­in­legu stofn­an­irnar og fyr­ir­tækin eru með sjálf­bæran rekstur og afla tekna sem duga fyrir kostn­aði, m.a. greiðslu­byrði lána, og í öðru lagi þarf þá að skoða eigna­stöðu fyr­ir­tækj­anna. Ljóst er að í flestum til­fellum kemur raun­veru­legt virði þeirra ekki fram í efna­hags­reikn­ingi. Sem dæmi um það má nefna Orku­veit­una. Þá eru byggða­sam­lög­in/­fyr­ir­tækin í eigu og undir sam­eig­in­legri stjórn allra sveit­ar­fé­lag­anna og ábyrgðin því sömu­leið­is. Eini raun­hæfi sam­an­burð­ur­inn fæst því með að skoða stöðu bæj­ar­sjóð­anna þ.e. A hluta árs­reikn­ing­anna, en sá hluti er fjár­magn­aður með sköttum og þjón­ustu­gjöld­um.

Við skulum skoða þrjár lyk­il­töl­ur. Í fyrsta lagi skulda­hlut­fallið þ.e. hlut­fall. milli skulda og heild­ar­tekna árs­ins en þar er miðað við að hlut­fallið fari ekki yfir 150%. Sveit­ar­fé­lagið má m.ö.o. ekki skulda meira en 50% hærri upp­hæð en sem nemur heild­ar­tekjum árs­ins. Í öðru lagi skulum við kíkja á skuldir pr. íbúa og í þriðja lagi skulum við finna út pen­inga­lega stöðu, svo­kallað veltu­fjár­hlut­fall, um ára­mótin 2020/2021. Til að fá sam­an­burð tökum við öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Hafn­ar­fjörð, Garða­bæ, Kópa­vog, Mos­fellsbæ og Sel­tjarn­ar­nes auk Reykja­vík­ur.

Skulda­hlut­fallið er lægst í Reykja­vík

Á þessu línu­riti sést að skulda­hlut­fall Reykja­vík­ur­borgar er lægst eða 96% og langt undir þeim við­miðum sem sett hafa verið en hæst hjá Hafn­ar­fjarð­arbæ 160%.

Skuldir pr. íbúa eru lægstar í Reykja­vík

Ef við skoðum skuldir á íbúa þá er sama sagan, í Reykja­vík er talan lægst eða 930 þús­und krónur á íbúa en hæst í Hafn­ar­firði 1558 þús­und. 

Veltu­fjár­hlut­fallið er hæst í Reykja­vík

Veltu­fjár­hlut­fallið segir okkur til um pen­inga­lega stöðu um ára­mót og mik­il­vægt að það sé 1,0 eða hærra sem þýðir að sveit­ar­fé­lagið hefur laust fé um ára­mót og útistand­andi skuldir sem gjald­falla á árinu til að greiða allar lausa­skuldir og afborg­anir af lánum á kom­andi ári. Reykja­vík er eina sveit­ar­fé­lagið sem hefur veltu­fjár­hlut­fall yfir 1,0 eða 1,3. Mos­fells­bær er með lægsta hlut­fallið eða 0,6. Það sem er þó athygl­is­verð­ast hér er hrun fjár­mála Sel­tjarn­ar­ness á tíma­bil­inu frá 2016 en veltu­fjár­hlut­fallið fellur úr 3,7 í 0,7. Sama gildir raunar um aðra mæli­kvarða, í algjört óefni stefnir í fjár­málum þess sveit­ar­fé­lags ef fram fer sem horf­ir.

Nið­ur­staða

Af því sem á undan er rakið er ljóst að full­yrð­ingar um laka fjár­hags­stöðu Reykja­vík­ur­borgar og hvað þá að í eitt­hvað óefni stefni eru algjör­lega úr lausu lofti gripn­ar. Staðan er í raun þver­öf­ug, borgin stendur best fjár­hags­lega allra sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á nán­ast öllum mæli­kvörð­um. Til við­bótar má nefna að borgin sinnir mik­il­vægum mála­flokkum eins og vel­ferð­ar­þjón­ustu mun betur en hin sveit­ar­fé­lögin og eyðir þar af leið­andi hlut­falls­lega mun meiri fjár­munum í því skyni. ( Sjá grein Sig­urðar Guð­munds­sonar) Þessi stað­reynd gerir góða fjár­hags­lega stöðu Reykja­vík­ur­borgar enn athygl­is­verð­ar­i. 

Óneit­an­lega vaknar sú spurn­ing hvers vegna því er haldið fram að borgin standi mjög illa? Annað hvort er um vís­vit­andi ósann­indi að ræða (í anda þess­ara ummæla Nixons fyrrum for­seta USA um póli­tíska and­stæð­inga sína: „let the bast­ards deny it“) eða þá að um mjög yfir­grips­mikla van­þekk­ingu sé að ræða. Hvor­ugt er gott.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar