Ríkisstjórn gleypir handsprengju

grenades.jpg
Auglýsing

Fyrir tíu dögum síðan sáu fáir fyrir sér að sitj­andi rík­is­stjórn, með traustan þing­meiri­hluta, bull­andi sjálfs­traust sem jaðr­aði við hroka og vind í segl­unum vegna betri efna­hags­kennitalna myndi grafa sér það djúpa holu að hún muni mögu­lega ekki geta kraflað sig upp úr henni. Það er hins vegar nákvæm­lega það sem hefur gerst.

Yfir­lýstar breyt­ingar á lögum um Seðla­bank­ann, sem báru öll merki þess að vilja væng­stýfa stofn­un­ina með póli­tísku herði­efni, hófu óró­leik­ann. Eldra fólk sá þá fyrir sér Ísland æsku sinnar og það yngra sam­fé­lag fjarri því alþjóða­vædda og frjáls­lynda mark­aðs­sam­fé­lags sem það telur sjálf­sagt. Og það var greini­legt að fáum, utan fálkanna og hrútanna í stjórn­ar­flokk­un­um, lík­aði sú sýn sem blasti við.

 

Auglýsing

Lofað og svikið



Til­raun stjórn­ar­flokk­anna til að slíta Evr­ópu­sam­bands­við­ræðum á grund­velli skýrslu sem gefur ekk­ert til­efni til slíks, með ótrú­lega orð­aðri þings­á­lykt­un­ar­til­lögu, sprakk síðan all­rosa­lega í and­litið á þeim. Svo virð­ist sem að þeir hafi ein­fald­lega talið hausa á þing­inu og haldið að það myndi nægja að keyra þetta risa­stóra hags­muna­mál, sem hefur áhrif á alla Íslend­inga, í gegn. Það reynd­ist gríð­ar­legt, gríð­ar­legt ofmat.

Upp risu allir sem hafa áhuga á að fá sjálfir að velja hvernig fram­tíðin sín lítur út. Evr­ópu­málin voru nefni­lega ekki kosn­ing­ar­mál í síð­ustu alþing­is­kosn­ing­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tryggði það með því að lofa þeim armi flokks­ins sem er Evr­ópu­meg­inn í líf­inu að hann myndi fá að kjósa um áfram­hald við­ræðna á þessu kjör­tíma­bili. Fjórir af fimm ráð­herrum flokks­ins lof­uðu þessu í beinni útsend­ingu í sjón­varpi fyrir innan við ári síð­an. Og flokk­ur­inn lof­aði þessu í kosn­ing­ar­á­róðri. Það er eng­inn vafi á því að þessi lof­orð voru gef­in. Og þau voru svik­in. Inter­netið gleymir ekki.

Flokks­þing og lands­fundur eru þjóðin



Þótt Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi eytt mesta púðr­inu í sinni kosn­inga­bar­áttu í að sann­færa fólk um að hann ætl­aði að gefa þeim skattfé ef það myndi kjósa hann, með gríð­ar­lega góðum árangri, þá stund­aði hann líka Evr­ópu­lof­orða­flaum gagn­vart þeim kjós­endum sem hugs­uðu ekki bara um hvað kosn­ingar gætu gert fyrir sinn eigin per­sónu­lega banka­reikn­ing. Þegar gengið var á Frosta Sig­ur­jóns­son, þing­mann flokks­ins, vegna þess­arra fyr­ir­heita, kom hann með þá skýr­ingu að um varnagla hefði verið að ræða. Þessi lof­orð áttu bara við ef ske kynni að Fram­sókn lenti í rík­is­stjórn með flokkum sem væru fylgj­andi Evr­ópu­sam­band­inu. Það gleymd­ist alveg að útskýra þennan varnagla fyrir kjós­end­um.

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Frosta, til­kynnti þjóð­inni það síðan í morgun að þjóð ræður engu. Það eru flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins og lands­fundur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem ákveða hvernig hlut­irnir eiga að vera. Þar liggur æðsta vald­ið. Þau eru þjóð­in. Þess vegna eru þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur ein­ungis „ráð­gef­andi“ og skipta engu máli. Þess má geta að könnun sem birt var sama morgun sýnir að 82 pró­sent Íslend­inga vilja kjósa um áfram­hald við­ræðna við Evr­ópu­sam­band­ið. Meira að segja meiri­hluti aðspurðra Fram­sókn­ar­manna vildu kjósa um það. En það hefur greini­lega ekki verið sá hluti þeirra sem mætir á flokks­þing.

Áætl­un­ar­bú­skapur og ein­angr­un­ar­hyggja



Til að bæta gráu ofan á svart ákváðu átta Fram­sókn­ar­þing­menn að nú væri góður tími til að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að ríkið myndi reisa áburð­ar­verk­smiðju í Helgu­vík eða í Þor­láks­höfn „til að laða brott­flutta Íslend­inga aftur heim og til að vekja ungum Íslend­ingum von í brjósti um að stjórn­völd ætli sér að skapa þeim tæki­færi og atvinnu­ör­yggi í fram­tíð­inn­i“. Fjár­fest­ing í verk­smiðj­unni á að nema 120 millj­örðum króna. Það er 40 millj­örðum krónum meira en til stendur að eyða í skulda­nið­ur­fell­ing­ar.

Þessi fram­lagn­ing sýnir gríð­ar­legt póli­tískt ólæsi. Fyrir utan að vera hug­mynd sem ætti betur heima í fimm ára plönum ráð­stjórn­ar­ríkja aust­ur­blokk­ar­innar eftir síð­ustu heim­styrj­öld þá er það stað­reynd að „starfs­maður í áburð­ar­verk­smiðju“ er ekki svar sem nokkur Íslend­ingur myndi láta út úr sér þegar hann yrði spurður að þvi hvað hann vilji vera þegar hann er orð­inn stór. Þvert á móti er unga kyn­slóðin hér meira í því að reyna að koma sér inn í bestu háskóla í heimi og búa sér til eigin tæki­færi í nýsköpun en að láta Fram­sókn­ar­flokk­inn kokka stoða­tvinnu­vega­heim­sýn sína ofan í sig.

Tollam­úr­arar skip­aðir í tolla­hóp



En Seðla­banka­yf­ir­tak­an, ein­hliða lokun á Evr­ópu­sam­bandið og áburða­verk­smiðju­æv­in­týrið var ekki nóg. Í kjöl­far þess að Íslend­ingar virð­ast vilja taka hags­muni neyt­enda fram yfir sér­hags­muni stór­kost­lega nið­ur­greidds land­bún­að­ar, og jafn­vel að fá að kaupa ótoll­aða buffala- og kengúru­osta ákvað land­bún­að­ar­ráð­herra, að skipa tolla­hóp til að end­ur­skoða tolla­lög­gjöf í land­bún­aði.

Í hann voru meðal ann­ars skip­aðir full­trúar Bænda­sam­taka Íslands, Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga og Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar. Sem sagt full­trúar þess hluta Fram­sókn­ar­flokks­ins sem mætir á flokks­þing. Og er þar af leið­andi þjóð­in. Eng­inn full­trúi neyt­enda né versl­unar og þjón­ustu er í hópn­um. Það vantar í raun bara Guðna Ágústs­son til að full­komna skip­an­ina. Manni myndi ekki bregða þótt nið­ur­staða tolla­hóps­ins yrði sú að tollar væru allt of lágir og þá yrði að hækka.

Ein­angr­aða auð­linda­ríkið í Norð­ur­slóð­ar­landi



Ofan á þetta allt saman eru kjara­samn­ingar í upp­námi, enn á eftir að afnema gjald­eyr­is­höft, fram­halds­skóla­kenn­arar eru að fara í verk­fall eftir tæpar þrjár vikur og pískrað er um að verið sé að fara að gera rosa­lega stóra gjald­eyr­is­skipta­samn­inga við mann­rétt­inda­fröm­uð­ina í ráð­stjórn­ar­ríkj­unum Kína og Rúss­landi. Hinn raun­veru­legi utan­rík­is­ráð­herra lands­ins, Ólafur Ragnar Gríms­son, hefur örugg­lega nýst vel í þær umleit­anir á meðan að hann hékk í kok­teil­boðum hjá Vla­dimír Pútín á sama tíma og örygg­is­lög­reglan var að berja Pussy Riot með svipum í Sochi.

Svo virð­ist sem það eigi að byggja upp ein­angr­að, þjóð­rækið Ísland sem ætlar að reka sig á áætl­un­ar­bú­skap með örfáum auð­linda­geirum og marka sér ein­hverja sterka stöðu í Norð­ur­slóða­landi fram­tíð­ar, þar sem St. Pét­urs­borg verður víst höf­uð­borgin (sam­kvæmt Ólafi Ragn­ari). Þetta land ætlar að nýta ork­una sína til að byggja upp verk­smiðjur og skapa störf í hér­uð­un­um.

Þetta land ætlar að vera með eigin gjald­mið­il, sem for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins segir reyndar að kosti fyr­ir­tæki og heim­ili lands­ins 150 millj­arða króna auka­lega á ári að halda úti. Þetta land ætlar að stýra sínum stofn­unum póli­tískt. Hér verður þétt og fámenn valda­stétt póli­tíku­sa, kaup­fé­lags og útgerðar sem deilir og drottn­ar. Svona horf­ir, í alvöru, fram­tíð­ar­sýnin sem rík­is­stjórnin virð­ist boða við mörgu fólki.

Siglt inn í kosn­ingar



Og með þetta allt saman á bak­inu er verið að sigla inn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Þar munu fram­bjóð­endur rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þurfa að eyða allri orku sinni í að sann­færa kjós­endur um að kosn­ing­ar­lof­orð þeirra séu ekta, þótt þau séu það ekki í lands­mál­un­um.

Þar hafa stjórn­mála­menn enda slegið ný met í fárán­leika við útskýr­ingar á því hvað sé svik og hvað ekki. Skýr­ingar þeirra eru á pari við að Fem­inista­fé­lag Íslands myndi segja að það væri ekki kven­fyr­ir­litn­ing að kalla konur mell­ur.

Fyrir tíu dögum síðan áttu fáir von á því að sitj­andi rík­is­stjórn væri hæstá­nægð með Hildi Lilli­endahl fyrir að stela athygl­inni af sér, þótt það verði lík­lega bara um stund­ar­korn. En það hefur margt gerst á tíu dög­um. Og margt mun ger­ast á næstu tíu, því það eru allt í einu raun­veru­legar líkur á því að hand­sprengjan sem rík­is­stjórnin gleypti muni springa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None