Risaverkefni og áhætta

Helgi Þór Ingason prófessor segir að til þess séu vítin að varast þau!

Auglýsing

Óvissa er óað­skilj­an­legur hluti af dag­legu lífi og öllu því sem við ráðumst í, hvort sem það er stórt og smátt í snið­um. Í óvissu leyn­ast tæki­færi sem við viljum gjarnan grípa en einnig leyn­ist í henni áhætta og við þurfum að læra að glíma við þessa áhættu. Þetta gerum við öll í okkar dag­lega lífi. Sumir kaupa sér raf­mynt – í von um að hún muni hækka í verði – aðrir draga það helst til lengi að láta gera við þak­ið, enn aðrir selja húsið sitt án þess að vera búnir að kaupa sér annað þak yfir höf­uð­ið. Þetta eru dæmi úr hvers­dags­líf­inu en í þessum stutta pistli ætla ég að gera að umfjöll­un­ar­efni mínu áhættu og risa­stór verk­efni, sem stundum eru kölluð mega­verk­efn­i. 

Í sam­hengi verk­efna er áhætta oft tengd við fjár­mál og vissu­lega felst fjár­hags­leg áhætta í því að ráð­ast í til­tekið verk­efni en það getur ekki síður falist veru­leg fjár­hags­leg áhætta í því að ráð­ast ekki í verk­efn­ið. Við reynum að bregð­ast við áhætt­unni með marg­vís­legum hætti. Stundum má forð­ast áhætt­una; þróa verk­efnið þannig að áhættan sé lág­mörk­uð. Stundum reyna menn að kaupa sér trygg­ingu gagn­vart áhætt­unni og deila henni þannig með öðr­um. Stundum ákveða menn ein­fald­lega að taka áhætt­una, svo nokkur dæmi séu nefnd. Eng­inn eðl­is­munur er á þessu eftir því hve stór verk­efnin eru, og því er aug­ljóst að í tröll­vöxnum verk­efnum – svo­nefndum risa­verk­efnum – getur hin fjár­hags­lega áhætta einnig verið tröll­vax­in. Mega­verk­efni ein­kenn­ast af því að fjár­hags­legt umfang þeirra er slíkt að þau geta haft áhrif í þjóð­hags­legu sam­hengi. Í slíkum verk­efnum þarf því að gæta sín sér­staklega vel, passa upp á fag­mennsk­una og nýta sér reynslu ann­arra því við eigum nýlegar dæmisögur af fjölda­mörgum risa­verk­efnum sem fram­kvæmd hafa verið á und­an­förnum árum og ára­tug­um, með mis­jafn­lega góðum árangri. 

Risa­verk­efni og áhætta eru nátengd hug­tök og oft þarf að grípa til skap­andi hugs­unar til að und­ir­búa og fram­kvæma verk­efni þannig að sem mest sé dregið úr áhættu. Hér fara þá saman nýsköp­un, risa­verk­efni og áhætta en þetta eru einmitt meg­in­þemu alþjóð­legrar ráð­stefnu sem haldin er í Reykja­vík þann 20. októ­ber í sam­vinnu Háskól­ans í Reykja­vík og Verk­fræð­inga­fé­lags Íslands. Heiti þess­arar ráð­stefnu er IMaR (Innovation, Mega­projects and Risk). Of langt mál væri að telja upp þá fræði­menn sem stíga munu á stokk en þessum stutta pistli langar mig að benda á tvo þekkta fræði­menn sem koma til Íslands til að deila reynslu sinni og þekk­ingu. Báðir eru þeir pró­fess­orar við virta þýska tækni­há­skóla. Sá fyrri er Dr. Werner Rot­hengatt­er, einn af þremur höf­undum frægrar bókar sem heitir “Mega­projects and risk.”

Auglýsing
Sú bók olli straum­hvörfum í því hvernig menn líta á risa­verk­efni því í henni voru dregnar fram stað­reyndir um ýmis­legt sem farið hefur úrskeiðis í þekktum risa­verk­efnum síð­ustu ára­tuga. Þar má nefna eðl­is­læga bjart­sýni sem veldur því að áætl­anir um tíma og kostnað eru óraun­hæfar og stand­ast ekki. Ekki síður að oft taka menn með­vit­aðar ákvarð­anir um að ráð­ast í verk­efni, enda þótt ekki hafi verið horft til enda varð­andi fjár­mögun þeirra. Til eru þekkt dæmi um að stjórn­mála­menn rétt­læti gang­setn­ingu verk­efna á grund­velli for­sendna sem eru í besta falli hæpnar eða jafn­vel hreinn upp­spuni. Rot­hengatter hefur á seinni árum lagt mikla áherslu á að skoða risa­verk­efni sem hafa farið út af spor­inu. Hann hefur deilt þeirri reynslu á fræði­legum vett­vangi og með stjórn­völd­um. Í erindi sínu mun hann meðal ann­ars fjalla um hvernig nýsköpun og tækni­legar fram­farir geta stuðlað að betri árangri í und­irbúningi og fram­kvæmd risa­verk­efna.

Dr. Hans Georg Gemünden ætlar að segja frá heims­þekktu dæmi um verk­efni sem ekki gekk vel, sumsé hinum nýja alþjóða­flug­velli í Berlín sem kenndur er við Willy Brandt fyrrum kansl­ara. Völl­ur­inn átti að kom­ast í notkun 2011 en var ekki opn­aður fyrr en 2020. Þessar gríð­ar­legu tafir leiddu til umtals­verðs auka­kostn­aðar og um tíma virt­ist óvíst að völl­ur­inn kæm­ist yfir­leitt í notk­un. Dr. Gemünden hefur rýnt þetta verk­efni ásamt rann­sókn­arteymi sínu og í ljós hefur komið að ákaf­lega margt fór þar úrskeið­is. Teknar voru margar rangar ákvarð­anir og van­höld voru á því að rétt væri staðið að und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd.

Það er mik­ill fengur að fá að þessa frá­bæru fræði­menn og fyr­ir­les­ara til Íslands til að fjalla um risa­verk­efni og áhættu, á tímum þegar íslensk þjóð ráð­gerir gríð­ar­legar fjár­fest­ingar í risa­stórum verk­efn­um. Til þess eru vítin að var­ast þau. Hér með er skorað á alla áhuga­menn um verk­efni, ekki síst alla þá sem eiga aðkomu að stórum verk­efnum á Íslandi á kom­andi árum, að nýta tæki­færið og mæta á IMaR ráð­stefn­una.

Höf­undur er pró­fessor við verk­fræði­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar