Sæstrengir auka orkuöryggi og hagkvæmni

Ketill Sigurjónsson
landsvirkj12.jpg
Auglýsing

Und­an­farna mán­uði hefur verið til­kynnt um lagn­ingu þriggja nýrra öfl­ugra sæstrengja (há­spennu­kapla neð­an­sjáv­ar) í vest­an­verðri Evr­ópu. Þessir þrír strengir eru í fyrsta lagi Nor­dLink, sem lagður verður milli Nor­egs og Þýska­lands, í öðru lagi NemoL­ink sem lagður verður milli Belgíu og Bret­lands og í þriðja lagi NSN-L­ink (eða NSN-Interconncetor) sem lagður verður milli Bret­lands og Nor­egs. Hér verður útskýrð sú þróun sem þarna hefur átt sér stað síð­ustu árin og gerð grein fyrir helstu ástæðum þess af hverju mörg lönd eru svo áhuga­söm um að tengj­ast raf­orku­kerfi ann­arra landa með þessum hætti.

Nor­dLink, NemoL­ink og NSN-L­ink



Nýju sæstrengirnir tveir sem munu tengj­ast Nor­egi verða báðir með flutn­ings­getu sem nemur 1.400 MW. Lengd þeirra neð­an­sjávar verður ann­ars vegar 516 km (Nor­dLink) og hins vegar 730 km (NSN-L­ink). Sæstreng­ur­inn milli Belgíu og Bret­lands (NemoL­ink) verður 1.000 MW og 140 km.

Eign­ar­haldið á þessum strengjum er með þeim hætti að NemoL­ink verður í jafnri eigu breska National Grid og belgíska Elia, en bæði þessi fyr­ir­tæki hafa svipað hlut­verk eins og Lands­net hér á landi. NSN-L­ink milli Nor­egs og Bret­lands verður í jafnri eigu National Grid og norska Statnett. Nor­dLink milli Nor­egs og Þýska­lands verður í eigu þriggja fyr­ir­tækja; Statnett verður helm­ings­eig­andi og hol­lenska TenneT og þýski bank­inn KfW eiga saman helm­ing.

TenneT er raf­orku­flutn­ings­fyr­ir­tæki (líkt og Lands­net) og rekur m.a. hluta af flutn­ings­kerf­inu í Þýska­landi. KfW er aftur á móti fjár­mála­fyr­ir­tæki. Í þessu sam­bandi er athygl­is­vert að fjár­fest­inga­sjóðir eru oft áhuga­samir um að eiga í svona innvið­um. Þannig er t.d. háspennu­streng­ur milli meg­in­lands Ástr­alíu og áströlsku eyj­ar­innar Tasmaníu (Basslink) í eigu fjár­fest­inga­sjóðs á vegum Tema­sek Hold­ings, sem er ­rík­is­fjár­fest­inga­sjóður Singa­pore. Og kanadískir og arab­ískur sjóður eiga stóran hlut í gas­flutn­ings­kerfi Norð­manna í Norð­ur­sjó. Með hlið­sjón af þessu er aug­ljóst að ýmis konar eign­ar­hald tíðkast vegna háspennu­kapla af því tagi sem hér eru til umfjöll­un­ar, svo og vegna ann­arra ámóta inn­viða.

Auglýsing

Eðli­legt fram­hald í þróun raf­orku­kerf­is­ins



Í sjö ár hefur sæstreng­ur­inn NorNed milli Nor­egs og Hollands verið lengsti raf­strengur í heim­inum í sjó. Hann er um 580 km langur og flutn­ings­getan nemur 700 MW.

NorNed er aftur á móti ekki sá sæstrengur af þessu tagi sem fer dýpst. Í dag er dýpt­ar­metið í höndum 435 km langs sæstrengs í Mið­jarð­ar­hafi, sem kall­aður er SAPEI og liggur milli Ítal­íu­skag­ans og eyj­ar­innar Sar­din­íu. Hann fer niður á 1.600 m dýpi. SAPEI var tek­inn í notkun árið 2011 og er 1.000 MW. Í Mið­jarð­ar­hafi er líka annar stór raf­magn­s­kap­all sem fer niður á næstum því jafn mikið dýpi, en það er COMETA-streng­ur­inn milli meg­in­lands Spánar og eyj­ar­innar Majorku. COMETA fer mest niður á 1.500 m dýpi.

Það hafa því í nokkur ár verið reknir sæstrengir sem liggja um 1.500-1.600 m haf­dýpi. Og lengd slíkra strengja er nú allt að 580 km. Flutn­ings­geta sæstrengja af þessu tagi er afar mis­mun­andi, en góð reynsla er komin á strengi upp á 700-1000 MW.

Fjöl­margir aðrir minni sæstrengir hafa um ára­bil og ára­tuga­skeið flutt raf­orku með afar góðum árangri. Eins og áður sagði munu bæði Nor­dLink og NSN-L­ink verða mun öfl­ugri en lengstu strengir af þessu tagi eru í dag. Þetta er til marks um tækni­þró­un­ina í raf­orku­flutn­ingum og gott dæmi um hvernig lönd sjá auknar teng­ingar af þessu tagi sem jákvæða þró­un.

Hvar liggja ystu mörk sæstrengja­tækn­innar í dag?



Ekki er unnt að full­yrða nákvæm­lega um það hversu öfl­uga eða langa sæstrengi er unnt að byggja og reka með hag­kvæmum hætti. En sé litið til þess sem segir á vef­svæði fyr­ir­tæk­is­ins ABB má fá vís­bend­ingu um þetta. Þar segir að í dag geti ABB boðið sæstrengi sem séu allt að 1.500 km langir og hafi flutn­ings­getu sem nemur 2.600 MW.

Með hlið­sjón af þessu og þeim sæstrengjum sem búið er að ákveða að leggja milli Nor­egs ann­ars vegar og Bret­lands og Þýska­lands hins veg­ar, virð­ist aug­ljóst að tækni­lega er raun­hæft að leggja sæstreng milli Íslands og Evr­ópu. Miðað við 1.500 km hámarks­lengd gæti slíkur strengur hvort sem er legið til Bret­lands eða Nor­egs.

Mögu­lega er stutt í að tækni­lega verði unnt að leggja ennþá lengri strengi af þessu tagi, án þess að raf­orku­tap auk­ist. Þess vegna eru t.d. líkur að aukast á því að í fram­tíð­inni muni raf­orku­strengur eða -strengir verða lagðir frá Græn­landi og þá mögu­lega bæði vestur til Kanada og austur til Íslands. Þetta er þó ennþá eflaust nokkuð fjar­lægt og fyrst munum við sjá fleiri nýjar sæstrengsteng­ingar milli Evr­ópu­landa og víðar um heim. Og það verður að telj­ast lík­legt að svona kap­all verði fyrr en seinna lagður milli Íslands og Evr­ópu.

Aðaldrif­kraft­ur­inn er að auka raf­orku­ör­yggi



Ýmsar ástæður eru fyrir því að ríki eins og Þýska­land, Nor­eg­ur, Holland, Bret­land og Belgía eru áhuga­söm um að tengj­ast með sæstrengjum og þannig tengja raf­orku­flutn­ings­kerfi sín og raf­orku­mark­aði. Í umræð­unni er oft fyrst minnst á að til­gang­ur­inn sé að auka aðgengi að end­ur­nýj­an­legri orku, þ.e. raf­orku sem unnin er með nýt­ingu end­ur­nýj­an­legra auð­linda. Stað­reyndin er þó sú að meg­in­á­stæðan fyrir teng­ingum af þessu tagi er að efla raf­orku­ör­yggi og bæta nýt­ingu og þannig auka hag­kvæmni í raf­orku­fram­leiðsl­unni.

Í Bret­landi, eins og í flestum öðrum lönd­um, er raf­orku­notkun á næt­urnar mun minni en yfir dag­inn. Að auki mynd­ast miklir álagstoppar á ákveðnum tímum sól­ar­hrings­ins, þegar notkun almenn­ings á raf­orku er í hámarki. Kjarn­orku­ver Breta eru hag­kvæm til að mæta grunn­þörf­inni, þ.e. að gegna því hlut­verki að fram­leiða þá raf­orku sem venju­lega er alltaf eft­ir­spurn eft­ir. Til að mæta álagstoppum og auk­inni raf­orku­notkun yfir dag­inn þarf að fjar­festa mikið í raf­stöðvum sem geta keyrt upp afl sitt með stuttum fyr­ir­vara. Þar eru gasorku­ver í mik­il­vægu hlut­verki. Ennþá hag­kvæmara er þó að hafa aðgang að miklu vatns­afli. En vatns­afl í Bret­land er af skornum skammti og þess vegna eru Nor­egur og Ísland áhuga­verðir kostir að tengj­ast. Svo unnt sé að kaupa raf­orku þaðan þegar álagið eða eft­ir­spurnin er umfram grunn­á­lag.

Sæstrengir skapa ábata­söm tæki­færi og auka hag­kvæmni



Þegar álagið er mikið hefur raf­orku­verð á frjálsum mark­aði til­hneig­ingu til að hækka. Þess vegna sjá Norð­menn það sem áhuga­verðan kost að tengj­ast löndum eins og Bret­landi og Þýska­landi og nýta stýr­an­leika vatns­aflsins til að fá hærra með­al­verð fyrir raf­ork­una sem þeir fram­leiða. Fyrir Þjóð­verja og Breta er þetta einnig áhuga­verður og hag­kvæmur kost­ur, því þetta merkir minni þörf fyrir fjár­fest­ingar í orku­verum sem myndu standa ónotuð drjúgan hluta sól­ar­hrings­ins.

Að auki gefa nýju sæstrengirnir Bretum og Þjóð­verjum kost á að selja raf­orku frá vind­orku­verum til Nor­egs og þá einkum og sér í lagi á næt­urn­ar. Á þeim tíma sól­ar­hrings­ins er raf­orku­eft­ir­spurn almennt lítil (þ.e. minni en yfir dag­inn), en ef vind­ur­inn blæs er engu að síður ein­falt og ódýrt að láta vind­garða og aðrar vindraf­stöðvar fram­leiða raf­orku.

Lönd eins og Nor­egur og Ísland geta þá séð ábata í því að spara vatnið í miðl­un­ar­lónum og kaupa þess í stað raf­orku (frá vind­orku­svæðum í Bret­landi) á lágu næt­ur­verði. En keyra svo vatns­afls­virkj­an­irnar á fullum afköstum yfir dag­inn þegar raf­orku­verðið er almennt hærra.

Sæstrengur myndi auka nýt­ingu og hag­kvæmni



Það er líka mik­il­vægt að hafa í huga að raf­orku­kerfi eins og hið lok­aða íslenska kerfi felur í sér inn­byggða óhag­kvæmni. Hér fær stór­iðjan um 80% af allri raf­orkunni og stór­iðjan er þess eðlis að hún veður að fá raf­ork­una afhenta því ann­ars getur orðið veru­legt tjón í t.d. álver­un­um. Þess vegna þurfa orku­fyr­ir­tækin hér að hafa aðgang að vara­afli ef bilun kemur upp í ein­hverri af stóru virkj­un­un­um.

Þetta er leyst með því að hér er virkjað mun meira en raf­orku­eft­ir­spurnin gefur til kynna. Lok­aða kerfið hér veldur því líka að þegar miðl­un­ar­lón eru full er vatn látið streyma um yfir­fall. Ef sæstrengur væri fyrir hendi væri vafa­lítið hag­kvæmt að bæta við túrbínum (hverfl­um) sem gætu nýtt yfir­falls­vatn og fram­leitt raf­orku inn á t.d. breskan markað þar sem raf­orku­verðið er alla jafna miklu hærra en hér á landi. Í dag skilar slíkt vatns­afl aftur á móti nákvæm­lega engum tekj­um.

Ef Ísland hefði aðgang að öðrum raf­orku­mark­aði væri opnað á þann mögu­leika að nýta hinn ein­staka sveigj­an­leika vatns­afls­virkj­ana til að bæta nýt­ingu og arð­semi íslenska raf­orku­kerf­is­ins. Var­afl yrði ennþá til staðar en það myndi nú geta verið í notkun miklu oftar og þaðan verið seld raf­orka inn á t.d. breska mark­að­inn. Og ef hér kæmi upp alvar­leg bilun mætti sækja raf­orku um sæstreng­inn. Það er m.ö.o. skyn­sam­legt og hag­kvæmt fyrir Ísland að losna undan því að vera aflokað raf­orku­kerfi.

Umhverf­is­þátt­ur­inn skiptir líka máli



Hér hefur verið fjallað um það hvernig sæstrengir eru fyrst og fremst hugs­aðir til að efla raf­orku­ör­yggi og auka hag­kvæmni. En umhverf­is­þátt­ur­inn skiptir líka máli. Með því að sæstrengir opna á betri nýt­ingu t.d. vind­orku og auka hag­kvæmni vatns­afls­virkj­ana stuðla þeir að auk­inni nýt­ingu end­ur­nýj­an­legrar orku til raf­orku­fram­leiðslu. Þess vegna er græna sjón­ar­horn­ið, svo sem að tak­marka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna gas- og kola­orku­vera, líka þýð­ing­ar­mik­ill þáttur í því að sæstrengir og aðrar raf­orku­teng­ingar milli landa þykja áhuga­verður kost­ur.

Að auki skiptir máli að Bretar hafa sett sér stefnu um að auka mjög veru­lega hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í orku­notkun lands­ins og hafa ákveðið að verja miklum fjár­munum í þessu skyni. Það er stað­reynd að kostn­aður við t.d. bygg­ingu vind­garða og lífmassa­orku­vera er mik­ill og því er eðli­lega erfitt að fjár­magna slíkar fram­kvæmd­ir. Til að liðka fyrir auknu hlut­falli end­ur­nýj­an­legrar orku hefur breska þingið og bresk stjórn­völd nú sam­þykkt sér­staka stefnu sem felst í því að nýjum raf­orku­verk­efnum sem eru til þess fallin að tak­marka losun koltví­ildis er tryggt til­tekið lág­marks­verð fyrir raf­ork­una (samn­ingar þar um nefn­ast Contracts for Differ­ence; skamm­stafað CfD). Það orku­verð getur í vissum til­vikum orðið mjög hátt eða allt að sem nemur rúmum 200 USD/MWst. Í þessu sam­bandi er stundum talað um grænt raf­orku­verð. Til sam­an­burðar má hafa í huga að hér á landi er mest­öll raf­orkan nú seld til örfárra stór­iðju­fyr­ir­tækja á verði sem er í námunda við 25 USD/MWst eða þar um bil.

Sæstrengur milli Bret­lands og Ísland gæti notið græns orku­verðs



Umædd stefna Breta skapar mikil tæki­færi fyrir t.d. bæði jarð­varma- og vatns­afls­stöðv­ar. Vegna nátt­úru­legra aðstæðna í Bret­landi er það þó fyrst og fremst vind­orkan sem nýtur góðs af þess­ari bresku orku­stefnu.

Enn sem komið er hefur umræddri stefnu ein­ungis verið beitt gagn­vart nýjum raf­orku­verk­efnum inn­an­lands í Bret­landi. En sökum þess að sæstrengir geta með nákvæm­lega sama móti tak­markað losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru sterk rök til þess að íslensk raf­orka sem seld er um sæstreng til Bret­lands muni geta verið verð­lögð með svip­uðum hætti og ger­ist með CfD. Þetta myndi þó að sjálf­sögðu ráð­ast af samn­ingum við Breta.

Mik­il­vægt er að grænt raf­orku­verð myndi bæði geta skilað Íslend­ingum og Bretum miklum ábata. Og lík­legt má telja að slíkt grænt verð sé í reynd for­senda þess að Íslend­ingar hefðu áhuga á sæstreng milli Íslands og Bret­lands.

Beinar við­ræður eru nauð­syn­legar



Eina leiðin til að kom­ast til botns í þessu álita­máli er að taka upp við­ræður við bresk stjórn­völd um sæstreng og sjá hvað þar gæti verið í boði. Meðan iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herr­ann okkar hafnar slíkum við­ræðum er þetta í lausu lofti. Og þar með engar raun­ver­legar for­sendur fyrir hendi til að átta sig á arð­semi og hag­kvæmni eða óhag­kvæmni sæstrengs fyrir Ísland og Íslend­inga. Þess vegna er það fremur óskyn­sam­leg aðferð­ar­fræði af hálfu Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, að bíða með við­ræður við bresk stjórn­völd.

 

Höf­undur er lög­fræð­ingur MBA, heldur úti Orku­blogg­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None