Sagan um framtíð Íslands

Stefán Jón Hafstein
14264812070_b2338b8db6_z.jpg
Auglýsing

17.júní árið 2050 er eng­inn smá­há­tíð­is­dag­ur. Öldin bara hálfn­uð! Og þetta fæ ég að lifa, ell­li­hrumur á lokand­ar­tökum míns næstum ald­ar­langa lífs. Með gömlu vin­ina og vin­kon­urnar tvist og bast, ofan jarðar og neðan og efst í huga að ein­hvern veg­inn tókst okkur að klára dæmið og bjarga okkar ást­kæra Íslandi þótt stundum væri vand­séð hvern­ig. Þrjá­tíu og fimm ár frá því herr­ans óreiðu­ári 2015 og þá gat mann ekki grunað að færu í hönd mik­il­vægir tímar sem öllu myndu ráða um fram­tíð Íslands í hinni fall­völtu ver­öld.

Óreiðan



Hrunið er í sögu­skrám með Móðu­harð­ind­um, Tyrkjaráni og land­eyð­ingu - sem börnin þurfa að læra um og þekkja, en við sem lifðum þá tíma munum miklu frekar óreið­una eftir þann dag sem Guð var beð­inn bless­unar landi okkar og þjóð. Hvernig Hrunið afhjúpaði end­an­lega þá sögu­fölsun að öll værum við ,,á sama báti” og ,,þá vegn­aði Íslend­ingum best er vér snérum bökum sam­an”, heldur sýndi að græðgin þekkir engin mörk og hags­munir eigin vambar eru ofar öllum öðrum - þjóð­ar­hags­munum einnig. Auð­vitað teikn­uð­ust upp hag­vísar smátt og smátt eins og kulda­blá­leggj­aðir skáta­strákar á stutt­buxum við fána­hyll­ingu Sum­ar­dag­inn fyrsta, en Litla Hrun árið 2018 þegar öllu átti að vera borgið sýndi að þetta var allt saman á fölskum for­send­um.

­Sömu­leiðis póli­tík­in: Eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2009 fékk gamla kerfið gula spjaldið þegar kjós­endur í öllum stærstu sveit­ar­fé­lögum heimt­uðu ,,bara eitt­hvað allt ann­að” og héldu því áfram út í gegn næstu árin með flokka­fylgi sem feykt­ist eins og krumpað og sinn­ep­ská­mað bréf utan af hálf­ét­inni pylsu í Hafn­ar­stræti hvern þjóð­há­tíð­ar­dag sem reynt var að ræsa upp gamlar minn­ingar um forna frægð.

Sömu­leiðis póli­tík­in: Eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2009 fékk gamla kerfið gula spjaldið þegar kjós­endur í öllum stærstu sveit­ar­fé­lögum heimt­uðu ,,bara eitt­hvað allt ann­að” og héldu því áfram út í gegn næstu árin með flokka­fylgi sem feykt­ist eins og krumpað og sinn­ep­ská­mað bréf utan af hálf­ét­inni pylsu í Hafn­ar­stræti hvern þjóð­há­tíð­ar­dag sem reynt var að ræsa upp gamlar minn­ingar um forna frægð. Maður sá ekki hvernig þetta gæti end­að. Ég sé það nú, en greindi það ekki jafn glöggt þá, að for­seta­kosn­ing­arnar 2016 og þing­kosn­ing­arnar ári síðar lögðu grunn að góðu. Gamli aðal­valda­flokk­ur­inn þrí­klof­inn og ótal hreyf­ingar og sam­tök með ýmsum nöfnum mynd­uðu svo óskýrt lands­lag að fáir sáu yfir. Félags­hyggju­kraða­kið þyngra en tárum taki.

Auglýsing

EN: Þunga­miðjan sem áður hafði verið í valda­kerfi lands­ins gufaði upp! Þar með fóru for­send­urnar fyrir gam­al­dags og spilltum úthlut­un­ar­kap­ít­al­isma sem nærð­ist á sam­krulli póli­tískra valda­blokka og efna­hags­legra hags­muna sem alltaf höfðu getað tryggt aðstöðu­brösk­urum greiðan aðgang að auði lands­ins. Menn urðu að semja upp á nýtt utan rammans!  Ég var spurður að því á fyr­ir­lestr­ar­kvöldi þarna rétt um ára­mótin 2014/15 ,,hvaðan bylt­ingin kæmi?” og ég svar­aði beint frá hjart­an­u:  ,,Hún kemur úr öllum áttum og eng­inn þekkir hana í sjón þá það ger­ist”. Fáir sáu að íslenska útgáfan af spill­ing­ar­kap­ít­al­isma yrði fyrsta fórn­ar­lamb óreið­unnar en þannig hlaut það að vera, eftir á að hyggja, hann hafði nærst á ,,stöð­ug­leika óstjórn­ar” stærstan hluta Lýð­veld­is­tím­ans - stöðn­un­ar­stöð­ug­leika - og nú var botn­inn úr og braskið með. Úthlut­un­ar­nefndir flokk­anna voru verk­efna­laus­ar.

Samið þvert á línur



Þegar semja varð þvert á línur og yfir nokkra vængi af ólíkum toga innan þings og utan gat eng­inn gert til­kall til ,,her­fangs­ins”. Og eng­inn úthlutað útum bak­dyrn­ar. Þetta skap­aði alveg nýjar for­sendur fyrir því sem ég hafði haldið lengi að hlyti að ger­ast en var orð­inn úrkula vonar um: Upp­reisn frá miðju. Ég kall­aði það TÁA-hóp­inn sem var klaufa­leg skamm­stöfun á merki­legu fyr­ir­brigði sem var ,,Traustir ábyrgð­ar­menn almanna­hags­muna” þvert á flokka og fylk­ing­ar. Fólki var ein­fald­lega nóg boð­ið.

Þarna kenndi ég suma sem ég reikn­aði aldrei með að yrðu sam­verka­menn, aðra sem fyllst höfðu sama við­bjóði á ,,á­stand­inu” og ákváðu loks að fórna sínu rólega einka­lífi fyrir mál­stað­inn, enn fleiri sem lengi höfðu verið innan og utan raða hinna ýmsu flokka en komu nú undir hina breiðu regn­hlíf um ,,lýð­ræði, borg­ara­leg rétt­indi, auð­lindir þjóð­ar­innar og ábyrgð á umhverf­in­u”. Hvað varð það fyrir utan hið gam­al­kunna stef sem ég rakti í við­tali við Ævar Kjart­ans­son á Rás 1: We are not going to take this anymore? Þarna voru nokkar grund­vall­ar­for­sendur sem ég skil núna hvernig breyttu öllu.

Lýð­ræði fékk vængi



Gamla full­trúa­lýð­ræð­ið, gamla stjórn­ar­skrá­in, gamli þing­for­set­inn sem var bara bötler hjá fram­kvæmda­vald­inu, gamli for­set­inn sem sagði alltaf að stjórn­skip­anin ,,stæð­ist álag­ið”, allt var þetta búið að vera. Lýð­ræð­iskrafan fékk vængi: Þjóð­fund­ir, atkvæða­greiðsl­ur, Stjórn­laga­ráð, svikin stóru og allir ómögu­leik­arnir sem fylgdu, afsagnir ráð­herra á færi­bandi og nýst­irnin á Þingi sem hröp­uðu eins og loft­steinar til jarð­ar, fisk­ur­inn sem eng­inn man lengur hvað heitir en átti að fara á veð­setn­ing­ar­bál bank­anna í gegnum sægreif­ana - svona var það bara: Fólki ofbauð.

Við börðum í gegn ákvæði í stjórn­ar­skrá um að fólkið fengi vald umfram náð­ar­vald for­set­ans og þar með var fyrsti steinn­inn í þessum gamla múr tek­inn úr. Góða Hrunið gat hafist.

Við börðum í gegn ákvæði í stjórn­ar­skrá um að fólkið fengi vald umfram náð­ar­vald for­set­ans og þar með var fyrsti steinn­inn í þessum gamla múr tek­inn úr. Góða Hrunið gat haf­ist. Hvað eftir annað urðu frekju­hund­arnir að hopa undan ógn­inni um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Auð­vitað varð úr þessu smá lýð­ræð­is­svall í byrjun og dellu­fólk fékk aðeins of mikið svig­rúm fyrir minn smekk, en allt marg­borg­aði það sig. Alltaf var sagt að ,,traust” á stofn­unum og flokkum væri horf­ið. En þessi stutt­skrefa lýð­ræð­is­breyt­ing sem smám saman setti mark á þjóð­lífið bjó til annað traust: Sjálfs­traust. Við trúðum loks á sjálf okk­ur.

Sjálf­stætt Alþingi



Loks­ins tókst að skilja að fram­kvæmda­vald og Alþingi, meðal ann­ars með því að þing­flokkar hættu að velja ráða­herra úr eigin röðum og lág­marks­kröfur um hæfi voru sam­þykkt­ar. Virð­ing Alþingis sem alltaf var verið að tuða um fólst þá í því að verða sjálf­stætt! Ráð­herrar kall­aðir á teppið og urðu að standa fyrir máli sínu í stað þess að fá allt stimplað sjálf­krafa á næt­ur­fund­um. Alþingi með aðhald frá fólk­inu varð mið­punktur lýð­ræðis í land­inu.

Nú gapir unga fólk­ið  þegar sögur frá því í ,,gamla daga” fara af stað: ,,Ertu að segja mér að einu sinni hafi nefnd­ar­fundir á Alþingi verið lok­að­ir? Hvers vegna mátti rík­is­valdið neita að gefa upp­lýs­ing­ar?  Út á hvað gengu meið­yrða­mál?” Gáttir opn­uð­ust og fólk gat ekki bara farið að tala saman - það varð að tala sam­an. Þátt­töku­lýð­ræðið nýja virk­aði með því að setja valdi skorður og opna inn á gafl.

Breyttir far­vegir



Þegar far­vegir umræð­unnar breytast, breyt­ist umræð­an. Þetta rann smátt og smátt upp fyrir manni og feg­in­leika­til­finn­ing tók við af örvænt­ing­unni sem áður hafði verið snara um háls hvers hugs­andi manns. Við hættum að tala um að ,,taka upp nýjan gjald­mið­il” og nógu margir (þið munið upp­reisn frá miðju) lýstu sig til­búna að taka upp nýja hag­stjórn.

Sem dygði til að taka upp nýjan gjald­mið­il, þegar og ef…  Og það var gert. Það var líka eitt­hvað óend­an­lega frelsandi við að leggja niður ,,vel­ferð­ar­stofn­ana­kerf­ið” með sínum vaxta­bóta­bóta­nið­ur­greiðslu­flokkum og aum­ingja­gæsku­leið­rétt­ingum og taka bara upp eina og ein­falda afkomu­trygg­ingu. Gömlu vinstri vinir mínir voru alltaf að ,,verja vel­ferð­ar­kerf­ið” í stað þess að end­ur­skapa. Nei, engar barna­bæt­ur, nei, engar nið­ur­greiðslur á stein­steypu, eng­inn afsláttur af skuldum eða skyld­um, bara þessi eina sanna góða trygg­ing fyrir því að allir fái lifað mann­sæm­andi lífi og taki ábyrð á sjálfum sér þar með. En auð­vitað lifir vel­ferð­ar­stofn­ana­kerfi land­bún­að­ar­ins áfram.

Straum­hvörf



Leiti maður að ein­stökum atburðum sem mörk­uðu straum­hvörf tel ég að sig­ur­inn í bar­átt­unni um hálendið hafi ráðið mestu. Við eigum nú stærstu ósnortnu víð­erni í Evr­ópu, reyndar þau einu. 40.000 fer­kíló­metra af friði og ró. Sand­foki, gæsag­argi, hrauni og ruðn­ingum - ein­staka perlu sem við köllum Hjarta Íslands og stytt­urnar af Ómari Ragn­ars­syni, Sig­ríði í Bratt­holti og Guð­mundi Páli Ólafs­syni það eina mann­gerða sem þar fær að tróna með tákn­rænum hætti í Von­ar­skarði. Þessi bar­átta gerði ekki bara það að tryggja okkur þessa fögru auðn um aldur og ævi, sem þó var ærið verk­efni í hugum marga. Sig­ur­inn knúði allan orku­geir­ann til að end­ur­hugsa gömlu góðu leið­ina. Þessi deild í íslenska rányrkju­bú­inu neydd­ist til að hætta að kreista sífellt fleiri mega­vött úr land­inu og finna leiðir til að kreista fleiri doll­ara úr mega­vött­un­um. Þetta hljómar ein­falt, en var það svo sann­ar­lega ekki.

Um leið varð til ný hugs­un. Orku­mögu­leik­arnir voru ekki enda­lausir og nýt­ing varð kjör­orð. Raf­væð­ing á öllum sam­göngum lands­ins á landi og sjó var miklu ábata­sam­ari en stór­iðja, alþjóð­leg útboð á lausri orku snar­hækk­uðu verðið til atvinnu­vega sem engin atvinnu­vega­nefnd hafði látið sér detta í hug; með hlýn­andi veðri jókst afkasta­geta vatns­afls­virkj­ana í tvo heila ára­tugi og sturt­aði pen­ingum í Auð­linda­sjóð Íslands sem þar með stóð undir upp­greiðslu allra skulda rík­is­ins (Ég reyni ekki að lýsa því hvernig stað­bundnir verka­lýðs- og hér­aðs­höfð­ingja­hags­munir höm­uð­ust fyrir nið­ur­greiddri stór­iðju). En þetta tókst að lokum vegna þess að Hjarta­vernd (við stálum nafn­inu) vann slag­inn um hjarta lands­ins. Ég kalla þennan sigur Straum­hvörf því sig­ur­inn um hálendið mark­aði annað frá­hvarf Íslend­inga frá rányrkju­stefnu síðan land byggð­ist - hitt var þegar við hættum að reyna að drepa alla fisk­ana í sjón­um.

Mennta­stefna er hin nýja sjálf­stæð­is­stefna



Rányrkju­búið var á þroska­braut yfir í Þekk­ing­ar­bú. Nú eru sex ár síðan við fögn­uðum 100 ára afmæli lýð­veld­is­ins á hinum nið­ur­níddu Þing­völlum sem eru þjóð­ar­skömm í huga okkar sem munum Para­dís­armiss­inn sem Alþingi stóð fyrir með nýju mont­húsi sínu. 2044 var stórt ár því það var loka­árið fyrir inn­kall á fisk­veiði­heim­ild­um. TÁAar í mörgum flokkum (traustir ábyrgð­ar­menn almanna­hags­muna) sáu ein­fald­lega að gjafa­kvóta­kerfið var fyrir neðan allar hellur og 2024 var loks byrjað að inn­kalla og bjóða út aft­ur. Enn veiða Íslend­ingar samt fisk og stór­græða á.

TÁAar í mörgum flokkum (traustir ábyrgð­ar­menn almanna­hags­muna) sáu ein­fald­lega að gjafa­kvóta­kerfið var fyrir neðan allar hellur og 2024 var loks byrjað að inn­kalla og bjóða út aft­ur. Enn veiða Íslend­ingar samt fisk og stór­græða á.

En af því að ég er fjör­gam­all kall og blæs úr nös yfir því böli að bæra varir með bón um enn einn kaffi­sopa leyfi ég mér karla­grobb af svæsn­ustu sort. Það var árið 2005, þremur árum fyrir Hrun og fyrir næstum hálfri öld í dag að ég skrif­aði þetta í rit­gerð og birti: ,,Hrað­fara og stór­virkar sam­fé­lags­breyt­ingar valda því að stjórn­málin virð­ast daga uppi. Ásamt lýð­ræð­i­svæð­ingu sam­fé­lags­ins er mennta­stefna höf­uð­mál sem hefur for­gang á önn­ur. Þetta tvennt myndar hag­rænar und­ir­stöður fyrir auð­sköpun í fram­tíð­inni og félags­legar stoðir fyrir það verð­leika­sam­fé­lag sem jafn­að­ar­menn vilja stefna að. Ísland þarf að breyt­ast úr landi sem leggur höf­uð­á­herslu á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda, í land sem byggir á auð­sköpun í krafti mennta.” (Breytum rétt, 2005).

Þetta finnst mér ennþá dáldið gott, og að mörgu leyti hefur þetta gengið eftir hin síð­ustu ár og yfir því gleðst ég hér á langa gang­inum þar sem mér verður bráðum rúllað út með tærnar upp í loft.

Til móts við umheim­inn



Það tekur meira en manns­aldur að blása lífsanda í stjórn­sýslu og stjórn­ar­ráð og nú hafa ,,fag­leg vinnu­brögð” full­komnað sig í ,,skil­virkn­is­grein­ing­um” sem kom­ast að fyr­ir­fram­gefnum póli­tískum ráðn­ingum með skor­kortum og kynja- búsetu- ald­urs- og kyn­hneigð­ar­kvótum þar sem sam­fé­lagið er eins og rúðu­strikað blað í rétt­trún­að­að­ar­reglu­verk­inu. ,,Jú neim it, ví geim it” sagði litli Capacent mað­ur­inn. Við héldum að ,,gagn­sæi” myndi bjarga öllu en íhaldið er okkur runnið í merg og bein og á alltaf mót­leik. Annað fauk til fjand­ans hraðar en með hugs­ana­flutn­ingi. Ungu rótt­tæk­ling­arnir og ,,stöðu­ít­rek­un­ar­leikja­fræð­ing­arn­ir” lögðu niður hið gamla inter­net á Íslandi á augna­bliki og gerðu ,,Þráð­laust Ísland” að veru­leika á skemmri tíma en það tók að rífa niður eitt GSM mast­ur. Nú er ekki til sá fjár­húsa­kofi sem ekki er bein­tengdur við Sjanghæ í þrí­vídd og tvö­faldri tíma­spönn. Ein algjör­lega ófyr­ir­sjá­an­leg afleið­ing var að háskólar á Íslandi hurfu. Hurfu - af yfir­borði jarðar og upp í eilífð­ar­ljós­vak­ann. Hér hófst menn­ing­ar- og mennta­bylt­ing sem jafn­gildir afrekum Sögu­ald­ar.

Fimm nördar (eins og það var kall­að) fóru um jarð­ar­kúl­una á jafn mörgum mán­uðum og gerðu samn­inga fyrir Ísland um ókeypis aðgang að fimm­tíu bestu háskólum heims gegnum þráð­lausu þrí­vídd­ina. Allt í einu skráði sig eng­inn vestur á Melum - og Hvann­eyri bara lok­að­ist. Hvar er best að læra finnsku? Hönnun og hug­mynda­fræði? Hvar lærir maður Mandar­ín? Hvar er alvöru verk­fræði? Og svarið var: Úti í heimi þar sem fæst besta nám sem völ er á - frá Egils­stöðum eða Súða­vík. En heima­smíðuð nám­skeið í íslenskum sög­um, nor­rænum forn­leifum og Norð­ur­slóða­fræðum sem boðin voru á móti af íslenskum mennta­mönnum fyllt­ust af Egypt­um, Amazon frum­byggjum og kín­verskum afurðum þriðju menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar. Nú hafa 35 millj­ónir manna tekið íslenska gráðu í ,,heim­speki nor­ræna goða” í þessu þrí­víða eilífa orku­veri sem kall­ast manns­hugur og hefur verið gerður staf­rænn - nema ástin og sál­in. Ég hef sjaldan verið jafn stoltur og þegar birtar voru tölur um sigur næstu kyn­slóð­ar: Fleiri meist­arar og dokt­orar yfir sjö­tugu á hverja þús­und íbúa en nokk­urs staðar í heim­in­um. Og allir við ráð­gjafa­störf, fræði eða kennslu í ómæl­is­víddum þekk­ing­ar­nets án landaamæra.

Rif­ist til einskis



Þegar stóri ,,Atlands­hafs­samn­ing­ur­inn” var stað­festur datt Ísland inn á loka­metr­un­um, ég veit ekki hvort það var árvekni örfárra manna eða bara slembi­lukka - en við fengum greiða leið inn um stærsta glugga ver­aldar að menntun og menn­ingu, aðhaldi, reglu­verki, við­skipt­um, hug­myndum og mögu­leik­um; Ísland er ekki lengur eyja og unga fólkið í dag skilur ekki hug­takið ein­angr­un. Við vorum stál­hepp­inn að lok­ast ekki úti eins og hvert annað Jan Mayen með Ísbjarn­ar­blús fyrir ferða­manna­skip heldur dælum út frá­bæru atgervis­fólki á færi­bandi um allan heim og tökum við þjón­ustu­greiðslum í gler­hörðum Júan. Við sem vorum að þrefa um ,,skag­firska efna­hags­svæð­ið”!

Auð­takið



Sumt lafði og lafir enn. ,,End­ur­reisn bank­anna” var svo far­sæl að þeir merg­sjúga sam­fé­lagið enn, það er ekki hægt að kaupa sér kara­mellu í þessu landi án þess að þeir heimti sneið. Trygg­inga­fé­lög­in, inn­heimtu- og veð­setn­ing­ar­þjón­ustan og raf­ræna auð­kennama­f­ían blóð­mjólka okkur vegna þess að á óreiðutímunum varð ekk­ert afl til sem gat snúið niður gamla klíkukap­ít­al­ismann. Hann missti póli­tíska aflið en herti auð­tak­ið. ,,Nýja” fólkið og ,,nýju öfl­in” höfðu bara ekki burði til að slást við pen­inga­mark­aðsklík­urn­ar. Ég er búinn að tuða um þetta í þrjá­tíu ár - en auð­vald er auð­vald er auð­vald og ekk­ert nema ein­beittur vilji og óhug­an­leg orka geta brotið það á bak aft­ur. Auð­vitað verður hver kyn­slóð að gera sín mis­tök, eins og við okk­ar.

Ég er búinn að tuða um þetta í þrjá­tíu ár - en auð­vald er auð­vald er auð­vald og ekk­ert nema ein­beittur vilji og óhug­an­leg orka geta brotið það á bak aft­ur. Auð­vitað verður hver kyn­slóð að gera sín mis­tök, eins og við okkar.

Hér á næsta gangi á gam­al­menna­sam­vist­ar­leik­skól­anum er svip­þungur fyrrum blaða­maður með stórt og mikið skegg og lætur barna­börnin sín reikna og reikna. Hann fann út um dag­inn að arð­rán bank­anna frá fyrra Hruni jafn­gildi sam­tals allri land- og gróð­ur­eyð­ingu á Íslandi frá upp­hafi byggð­ar. Þau hefðu betur hlustað á mig:  Að sigra er að sigra full­kom­lega. Ekki krútt­lega.

Vilj­inn til að breyta



Nú man maður ekk­ert nema stóru lín­urnar og miklu hvörfin og aðal­lega það að okkur tókst að bjarga Íslandi. Ekki í þeirri mynd sem nokkur gat ímyndað sér heldur í þeim mögu­leikum sem enn eru og áfram verða til stað­ar. Þannig á það að vera. Mín kyn­slóð skeit á sig en skeindi sig aftur með hjálp yngri handa og nú getum við gufað upp sátt. Maður brýtur niður múr­inn einn steinn í einu og svo bresta gáttir þegar síst varir og ljósið flæðir inn um þröngar rifur og fyllir rýmið aftur úr allt annarri átt en mann óraði fyr­ir.

Ég man ekki í hvaða skóla­ljóði það var sem við fórum með í sjötta ÞB í Voga­skóla í fornöld, en ein­hver sagði: ,,Vilji er allt sem þarf”. Vilj­inn til að breyta. Og með það get ég kvatt sáttur hér af þessum þrönga gangi því eigi er rúm inni á stof­unum og sofnað svefn­inum langa undir brjóst­mynd af stofn­anda og eig­anda að þessum einka­rekna gámi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None