Samfélagsleg ábyrgð, fyrirmyndir og þjónandi leiðtogar

folk.jpg
Auglýsing

Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg Stein­gerður Krist­jáns­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg

Þjón­andi for­ysta er hug­mynda­fræði sem á rætur sínar að rekja til Roberts Green­leaf sem setti fyrst fram hug­myndir sínar í kringum 1970. Í þjón­andi for­ystu er fyrst og fremst horft til þess að þjóna fyrst og leiða síð­an. Í þjón­andi for­ystu er horft til margra þátta sem hafa verið greindir í skrifum Green­leafs og má þar nefna rann­sóknir á þjón­andi for­ystu sem pró­fessor Dirk van Dier­endoncks við Erar­smus háskól­ann í Hollandi, hefur stýrt und­an­farin ár.

Direndonck dregur fram þætti þjón­andi for­ystu sem ein­kenn­ast af því að bera hag heild­ar­innar og þeirra sem til­heyra henni fyrir brjósti. Afrakstur þjón­andi for­ystu er einkum starfsandi sem byggir á vald­dreif­ingu, mann­legum sam­skiptum og árangri sem felst í upp­byggi­legum sam­skipt­um, starfs­áængju, árangri í starfi og sam­fé­lags­legri ábyrgð.

Auglýsing

Snúum bökum saman og sækjum fram



Oft er ég spurð hvort þjón­andi for­ysta sé ekki ein­hverjar kerl­inga­bæk­ur. Hvort þetta sé ekki bara eitt­hvað fyrir ístöðu­lausa stjórn­endur og und­ir­lægj­ur?

"Eftir hrunið hefur komið í ljós að fólkið í land­inu ber þverr­andi traust til stjórn­mála­manna, opin­berra fyr­ir­tækja og valda­mik­illa ein­stak­linga í þjóð­fé­lag­inu. Er kannski kom­inn tími til að staldra við og skoða hvernig hægt sé að snúa bökum saman og vörn í sókn?"

Svarið er nei. Þjón­andi for­ysta er hug­mynda­fræði sem mörg stór­fyr­ir­tæki hafa til­einkað sér með það að mark­miði að hámarka afköst og arð með gæði og starfs­á­nægju í fyr­ir­rúmi. Má þar nefna banda­rísk fyr­ir­tæki á borð við South West Arlines, Star­bucks, TDI­in­tu­stries og Zappo svo eitt­hvað sé nefnt. Íslenskum fyr­ir­tækjum sem til­einka sér þjón­andi for­ystu fer einnig mjög fjölg­andi.

Og hvað með það? Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis á banka­hrun­inu leiddi meðal ann­ars í ljós að nauð­syn­legt er að taka upp nýja áherslu­þætti í stjórnun þessa lands, fyr­ir­tækja og stofn­ana. Eftir hrunið hefur komið í ljós að fólkið í land­inu ber þverr­andi traust til stjórn­mála­manna, opin­berra fyr­ir­tækja og valda­mik­illa ein­stak­linga í þjóð­fé­lag­inu. Er kannski kom­inn tími til að staldra við og skoða hvernig hægt sé að snúa bökum saman og vörn í sókn?

Van­traust, von­brigði og van­máttur



 

Hildur Eir Bolla­dóttir sókn­ar­prestur á Akur­eyri lýsir þessu á eft­ir­far­andi hátt í blogg­færslu sinni um helg­ina: „Auð­vitað þarf hver maður og þar með hvert sam­fé­lag að gera for­tíð sína upp til að geta haldið áfram og þess vegna er gott að t.d. banka­hrunið hafi verið rann­sakað og um það fjallað á opin­berum vett­vangi ekki síst til þess að læra af því og fá það stað­fest að leik­reglur aðdrag­and­ans séu ekki til eft­ir­breytni. Það sem er hins vegar áhyggju­efni er að gremjan sem skilj­an­lega ríkti í aðdrag­anda og eft­ir­mála hruns­ins virð­ist hafa fest rætur í þjóð­arsál­inni. Gler­augu gremjunnar eru að verða sam­eig­in­leg fjar­sýn­is­gler­augu þjóð­ar­inn­ar  sem við fáum stundum lánuð frá næsta manni til að rýna í aðstæður hverju sinni“

Gremjan sem Hildur talar um er van­traust­ið, von­brigðin og van­mátt­ur­inn.

Og hvað gerum við þá? Í þjón­andi for­ystu er gengið út frá nokkrum mik­il­vægum þáttum sem gætu nýst okkur sem þjóð og ráða­mönnum í við­leitni til að finna betri sam­hljóm. Þessir þættir sem ég vil draga fram hér eru:

Efl­ing, sem felur í sér að hlusta á fólk af alúð.

Auð­mýkt og hóg­værð sem felur meðal ann­ars í sér að sjá eigin afrek í hæfi­leika í réttu ljósi og halda sig við ákveðnar sið­ferð­is­regl­ur.

Trú­verð­ug­leiki, sem felur í sér meðal ann­ars að fyr­ir­gefa þrátt fyrir mis­gerð­ir, skoð­ana­mun og afstöðu ann­arra og geta lært af mis­tökum og gagn­rýni.

Gagn­kvæm við­ur­kenn­ing, taka fólki á þeirra for­sendum þar sem rúm er fyrir mis­tök og lær­dóms­ferli. Vilji til að bera ábyrgð á stofnun og heild og ekki síst gagn­vart sam­fé­lag­inu. Vera öðrum fyr­ir­mynd.

Sam­fé­lags­leg ábyrgð, ábyrgð gagn­vart sam­fé­lag­inu, tryggð og heið­ar­leiki.

Skýr stefna, geta fram­kvæmt það sem þarf óháð við­horfum ann­arra, búa svo um að fólk hafi sveigj­an­leika til að blómstra og nýta hæfi­leika sína í leik og starfi.

Hvers vegna? Rann­sóknir á þjón­andi for­ystu und­an­farin ár hafa sýnt svo ekki verður um villst að þjón­andi for­ysta skilar auk­inni starfs­á­nægju, minni kulnun í starfi og fram­úr­skar­andi árangri. Þjón­andi for­ysta eykur traust, skapar arð, eflir fólk til góðra verka og styrkir félags­auð. Þjón­andi for­ysta er hug­mynda­fræði sem á erindi við mig og þig og alla sem koma að því að skapa sam­fé­lag sem byggir á ábyrgð, sam­kennd, góðum fyr­ir­myndum fyrir kom­andi kyn­slóðir – og alla hina! Gúggl­aðu það!

Höf­undur er með M.A. próf í mannauðs­stjórnun og starfar sem verk­efn­is­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg. Hún á jafn­framt sæti í und­ir­bún­ings­hóp um ráð­stefnu um þjón­andi for­ysty sem fram fer 31. októ­ber næst­kom­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None