Samfylkingin hjálpar stjórnarflokkunum í ólgusjó

arni_pall_sigridur_ingibjorg.jpg
Auglýsing

Óvænt for­manns­fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar Inga­dóttur á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar fer í sögu­bæk­urnar sem mis­heppnuð til­raun til hall­ar­bylt­ing­ar. Ótrú­leg atburða­r­ás, sem hófst sól­ar­hring fyrir kjör for­manns, end­aði með því að Árni Páll Árna­son var end­ur­kjör­inn for­maður með minnsta mögu­lega mun, 241 atkvæði gegn 240 atkvæðum Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar.

Nú er vitað að Sam­fylk­ingin er klof­in, og staða for­manns­ins er veik, svo ekki sé fastar að orðið kveð­ið. Árni Páll virt­ist í upp­námi skömmu eftir að for­manns­fram­boðið varð opin­bert, og jafn­vel í enn meira upp­námi eftir að nið­ur­staðan varð ljós.

Í bak­her­berg­inu er fólk sam­mála um að með þess­ari hörðu rimmu á lands­fund­inum hafi Sam­fylk­ingin gert stjórn­ar­flokk­unum mik­inn greiða.  Kann­anir hafa sýnt að und­an­förnu að rík­is­stjórnin er í vand­ræð­um, og fylgið hefur farið frá henni. Fólk treystir henni illa. Stjórn­ar­flokk­arnir mæl­ast með 35 pró­sent fylgi, Fram­sókn með 11,6 og Sjálf­stæð­is­flokkur 23,4, í könnun Frétta­blaðs­ins í dag.  Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir mæl­ast sam­an­lagt með 63,4 pró­sent fylgi, þar sem Píratar bera uppi and­stöðu­fylg­ið. Þeir mæl­ast með 29,1 pró­sent, Sam­fylk­ingin 16,3 pró­sent, Björt fram­tíð 9 pró­sent og Vinstri græn 9 pró­sent. Í augna­blik­inu er tæp­lega 30 pró­sentu­stiga munur stjórn­ar­and­stöð­unni vil, þegar tvö ár eru til kosn­inga. Það verður að telj­ast með nokkrum ólík­ind­um.

Auglýsing

Margt getur gerst á tveimur árum í stjórn­málum og kúvend­ingar alls ekki óhugs­andi. En þetta ætti samt að gefa stjórn­ar­and­stöð­unni byr í segl og ein­stakt póli­tískt tæki­færi. Spurn­ingin er, hvort stjórn­and­stöð­unni tak­ist að nýta sér það.

Óhætt er að segja að Sam­fylk­ingin standi nú á tíma­mót­um, segir fólkið í bak­her­berg­inu. Inn­flokksá­tök eru aug­ljós, og leið­tog­inn, for­maður flokks­ins, er með veika stöðu gagn­vart bak­land­inu eftir lands­fund­inn. Flokks­menn, ekki síst í Reykja­vík, bera mikla ábyrgð á þess­ari stöðu. Spenn­andi verður að fylgj­ast með því á næst­unni hvort það tak­ist að byggja upp trúnað milli Árna Páls og Sam­fylk­ing­ar­fé­laga í Reykja­vík.

Hugs­an­lega er Sam­fylk­ing­in, óað­vit­andi, að gefa stjórn­ar­flokk­unum tromp á hendi með því að sýna aug­ljósa veik­leika í flokks­starf­inu, á sama tíma og stjórn­ar­flokk­arnir fara í gegnum ólgu­sjó. Því stjórn­ar­flokk­arnir þurfa ekki að hræð­ast Sam­fylk­ing­una eins og hún er núna. Píratar mæl­ast háir í augna­blik­inu, en þar sem þeir eru ekki með viða­mikið flokks­starf þá gæti fjarað undan þeim þegar nær dregur kosn­ing­um, þó erfitt sé að segja til um það. Slíkt ­gæti skapað tæki­færi fyrir flesta aðra flokka, sem njóta góðs af upp­byggðu flokks­starfi. En í augna­blik­inu er Sam­fylk­ingin ekki einn þeirra.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None