Samfylkingin hjálpar stjórnarflokkunum í ólgusjó

arni_pall_sigridur_ingibjorg.jpg
Auglýsing

Óvænt for­manns­fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar Inga­dóttur á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar fer í sögu­bæk­urnar sem mis­heppnuð til­raun til hall­ar­bylt­ing­ar. Ótrú­leg atburða­r­ás, sem hófst sól­ar­hring fyrir kjör for­manns, end­aði með því að Árni Páll Árna­son var end­ur­kjör­inn for­maður með minnsta mögu­lega mun, 241 atkvæði gegn 240 atkvæðum Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar.

Nú er vitað að Sam­fylk­ingin er klof­in, og staða for­manns­ins er veik, svo ekki sé fastar að orðið kveð­ið. Árni Páll virt­ist í upp­námi skömmu eftir að for­manns­fram­boðið varð opin­bert, og jafn­vel í enn meira upp­námi eftir að nið­ur­staðan varð ljós.

Í bak­her­berg­inu er fólk sam­mála um að með þess­ari hörðu rimmu á lands­fund­inum hafi Sam­fylk­ingin gert stjórn­ar­flokk­unum mik­inn greiða.  Kann­anir hafa sýnt að und­an­förnu að rík­is­stjórnin er í vand­ræð­um, og fylgið hefur farið frá henni. Fólk treystir henni illa. Stjórn­ar­flokk­arnir mæl­ast með 35 pró­sent fylgi, Fram­sókn með 11,6 og Sjálf­stæð­is­flokkur 23,4, í könnun Frétta­blaðs­ins í dag.  Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir mæl­ast sam­an­lagt með 63,4 pró­sent fylgi, þar sem Píratar bera uppi and­stöðu­fylg­ið. Þeir mæl­ast með 29,1 pró­sent, Sam­fylk­ingin 16,3 pró­sent, Björt fram­tíð 9 pró­sent og Vinstri græn 9 pró­sent. Í augna­blik­inu er tæp­lega 30 pró­sentu­stiga munur stjórn­ar­and­stöð­unni vil, þegar tvö ár eru til kosn­inga. Það verður að telj­ast með nokkrum ólík­ind­um.

Auglýsing

Margt getur gerst á tveimur árum í stjórn­málum og kúvend­ingar alls ekki óhugs­andi. En þetta ætti samt að gefa stjórn­ar­and­stöð­unni byr í segl og ein­stakt póli­tískt tæki­færi. Spurn­ingin er, hvort stjórn­and­stöð­unni tak­ist að nýta sér það.

Óhætt er að segja að Sam­fylk­ingin standi nú á tíma­mót­um, segir fólkið í bak­her­berg­inu. Inn­flokksá­tök eru aug­ljós, og leið­tog­inn, for­maður flokks­ins, er með veika stöðu gagn­vart bak­land­inu eftir lands­fund­inn. Flokks­menn, ekki síst í Reykja­vík, bera mikla ábyrgð á þess­ari stöðu. Spenn­andi verður að fylgj­ast með því á næst­unni hvort það tak­ist að byggja upp trúnað milli Árna Páls og Sam­fylk­ing­ar­fé­laga í Reykja­vík.

Hugs­an­lega er Sam­fylk­ing­in, óað­vit­andi, að gefa stjórn­ar­flokk­unum tromp á hendi með því að sýna aug­ljósa veik­leika í flokks­starf­inu, á sama tíma og stjórn­ar­flokk­arnir fara í gegnum ólgu­sjó. Því stjórn­ar­flokk­arnir þurfa ekki að hræð­ast Sam­fylk­ing­una eins og hún er núna. Píratar mæl­ast háir í augna­blik­inu, en þar sem þeir eru ekki með viða­mikið flokks­starf þá gæti fjarað undan þeim þegar nær dregur kosn­ing­um, þó erfitt sé að segja til um það. Slíkt ­gæti skapað tæki­færi fyrir flesta aðra flokka, sem njóta góðs af upp­byggðu flokks­starfi. En í augna­blik­inu er Sam­fylk­ingin ekki einn þeirra.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None