Samgönguleysi - brothætt Austurland

Ívar Ingimarsson
vegur-1.jpg
Auglýsing

Mér finnst áhyggju­efni að fólki sé ekki að fjölga hér fyrir austan að neinu ráði. Frá 1998 til 2014 fjölg­aði íbúum á Aust­ur­landi um 411 eða 3%. Á sama tíma hefur Íslend­ingum fjölgað um 17%.

Þessar tölur ná yfir tíma­bil þar sem farið var í dýr­ustu fram­kvæmd Íslands­sög­unnar á svæð­inu, bygg­ingu Kára­hnúka­virk­unar og álvers­ins á Reyð­ar­firði. Á bygg­ing­ar­tím­anum rauk íbúða­talan upp en síðan fram­kvæmdum lauk hefur íbúakúrfan sigið aftur og er nú að nálg­ast það sem hún var 1998.

Íbúum í flestum smærri byggða­kjörnum fjórð­ungs­ins fækk­ar. Breið­dals­vík, Djúpi­vogur og Stöðv­ar­fjörður eru í, eða hafa sótt um að kom­ast í verk­efni Byggða­stofn­unar Brot­hættar byggðir. Fjölg­unin í fjórð­ungnum er ein­ungis í hluta Fjarð­ar­byggðar og á Egils­stöðum og sú fjölgun skýrist að miklu leyti af því að fólk frá smærri stöð­unum færir sig til þeirra stærri, en nýjum íbúm Aust­ur­lands fjölgar lít­ið.

Auglýsing

Ekki ásætt­an­leg fjölgun



Þó það sé örlítil fjölgun í tveim stærstu byggð­ar­kjörn­unum þá er hún alls ekki ásætt­an­leg og í mínum huga er Aust­ur­land allt að mörgu leyti brot­hætt byggð. Hvað ger­ist í fram­tíð­inni ræðst af því sem við gerum nú. Mér finnst vanta sterk­ari málsvara fyrir svæðið til að benda á það sem betur má fara svo hægt sé að snúa þess­ari þró­unn við. Það er alveg ljóst að sam­ein­ing aust­ur- og norð­ur­kjör­dæmis er að koma mjög illa út fyrir lands­hlut­ann og skilur hann eftir áhrifa­lít­inn. Halda menn virki­lega að þing­maður sem vill ná end­ur­kjöri taki mál­stað Egils­staða fram­yfir mál­stað Akur­eyrar eða Egils­staða­flug­vallar fram yfir Akur­eyr­ar­flug­völl, þegar íbúa­fjöldi á Akur­eyri er sexfaldur miðað við Egils­staði. Það sjá allir hvar atkvæðin liggja.

Hvað er til ráða, hvernig fjölgum við fólki hér? Eigum við að flytja fólk austur í nauð­unga­flutn­ingum (sbr. Fiski­stofu norð­ur) eða byggja aðra stóra verk­smiðju?

Ég er á því að það skipti mestu máli að breyta aðstæðum á Aust­ur­landi þannig að fólk vilji setj­ast hér að og sjái tæki­færi í því. Unga fólkið okkar er ekki að skila sér til baka að námi loknu og þegar barna­börnin koma í heim­inn taka for­eld­arnir sig upp og flytja suður.

Ég er á því að það skipti mestu máli að breyta aðstæðum á Aust­ur­landi þannig að fólk vilji setj­ast hér að og sjái tæki­færi í því. Unga fólkið okkar er ekki að skila sér til baka að námi loknu og þegar barna­börnin koma í heim­inn taka for­eld­arnir sig upp og flytja suð­ur.

Þegar ég bjó á Aust­ur­landi sem barn og ung­lingur snérst allt um fisk, allir í þorp­inu gátu unnið við fisk sem það vildu. Við vorum sjálfum okkur næg og þurf­umt ekki á öðrum byggð­ar­lögum að halda. En svo fór ungt fólk almennt að mennta sig, kom heim á sumr­in, vann í fiski en á end­anum festi rætur fyrir sunnan og okkur tók að fækka. Núna snýst Aust­ur­land um ál og fisk við erum sjálfum okkur næg, unga fólkið fer í skóla, kemur heim á sumr­in, vinnur í áli og fiski og flytur svo á end­anum suð­ur. Staðan er að svo mörgu leyti óbreytt.

Ekki sam­keppn­is­hæft um fólk



Fyrir mér er Aust­ur­land ein­fald­lega ekki sam­keppn­is­hæft um fólk. Það eru allof margar hindr­anir í því að setj­ast hér að og þessar hindr­an­ir, lélegar sam­göngur innan fjórð­ungs­ins og lélegar sam­göngur út úr honum eru stærsta ástæð­an.  Hér búa ein­ungis 3% Íslend­inga og þessi 3% dreifast á stórt svæði. Hér ekki neinn einn sterkur byggða­kjarni sem getur boðið fólki upp á alla þá þjón­ustu, afþr­ey­ingu, menn­ingu og menntun sem fólk í dag kallar eft­ir. Hér er ekki háskóli, leik­hús, kvik­mynda­hús, keilu­salur eða íþrótta­greinar sem keppa í efstu deild­um, hér er næga vinnu að fá í fiski og áli en það er bara ekki nóg.

Til að styrkja Aust­ur­land þarf að gera mið­svæð­ið, með þétt­ustu byggða­kjörn­unum að einni heild, einu atvinnu­svæði, einu mennta- og menn­ing­ar­svæði með stór­bættum sam­göng­um. Það þarf að búa til sterkan kjarna með um 8.500 manns sem getur stækkað og styrkst og sogað til sín fyr­ir­tæki og þjón­ustu­að­ila.

Til að styrkja Aust­ur­land þarf að gera mið­svæð­ið, með þétt­ustu byggða­kjörn­unum að einni heild, einu atvinnu­svæði, einu mennta- og menn­ing­ar­svæði með stór­bættum sam­göng­um. Það þarf að búa til sterkan kjarna með um 8.500 manns sem getur stækkað og styrkst og sogað til sín fyr­ir­tæki og þjón­ustu­að­ila. Lítil sam­legð­ar­á­hrif eru meðal bæj­ar­kjarna mið­svæðis á Aust­ur­landi. Ef þú býrð á Egils­stöðum sækir þú ekki vinnu, þjón­ustu eða menn­ingu á Nor­fjörð því það þarf að ferð­ast yfir tvo fjall­vegi til að kom­ast á milli staða sem er tíma­frekt og á stundum hrein­lega hættu­legt. Þessi leggur skánar vissu­lega mikið með til­komu jarð­ganga milli Eski­fjarðar og Norð­fjarð­ar, rétt eins og það hjálp­aði að fá göng milli Reyð­ar­jarðar og Fáskrúðs­fjarð­ar, en er alls ekki nóg.

Aust­ur­land vantar sam­göng. Sam­göng sem tengja saman Egils­staði og hér­aðið við firð­ina, Seyð­is­fjörð, Norð­fjörð, Eski­fjörð, Reyð­ar­fjörð og Fáskrúðs­fjörð, með sam­göngum býrð þú til eitt atvinn­u-, mennta- og menn­ing­ar­svæði sem jað­ar­byggð­irnar geta sótt í.

Með bættum sam­göngum myndu byggð­irnar verða að heild sem vinnur saman í stað þess að vera eins og dreifðir lík­ams­partar án nokk­urra tengsla. Sam­göng myndu tengja saman þjón­ust­una á Hér­aði við atvinn­una og kraft­inn á fjörð­unum og búa til sterka heild, raun­veru­legan val­kost fyrir fólk til að setj­ast að á, sem gæti boðið upp á mennt­un, menn­ingu, atvinnu og fram­tíð.

Sam­fé­lög standa og falla með sam­göngum og meira nú en nokkru sinni fyrr. Því miður eru það ekki bara sam­göng­unar innan fjórð­ungs­ins sem þarf að bæta því flug­sam­göngur okkur við höf­uð­borg­ina okkar eru líka léleg­ar. Þær eru ekki lélegar út af flug­tíma, flug­vél­um, þjón­ustu eða flug­völl­um, heldur verð­inu. Verðið sem er í boði er ekki á færi venju­legs fólks. Almennt flug­verð fram og til baka til Reykja­víkur upp á 47.000 krónur á mann er ekki val­kostur og þess vegna drag­býtur fyrir svæð­ið.

Vanda­mál allra



Það er ekki að ástæð­lausu að Alcoa Fjarð­arál sér sig til­neytt til að nið­ur­greiða flug­far­gjöld fyrir starfs­fólk sitt, en án þess seg­ist fyr­ir­tækið ekki geta mannað starf­semi sína á Aust­ur­landi. Ef Alcoa Fjarð­arál getur ekki mannað sína starf­semi hér fyrir austan nema með nið­ur­greiddu flugi hvað þá með rest­ina af Aust­ur­landi hvernig á það að geta mannað sig?

Við breytum ekki Aust­ur­landi ef við tölum alltaf eins og allt sé í besta lagi, við þurfum að þora að opna umræð­una og koma henni upp á yfir­borðið og knýja fram úrbætur svo fólk vilji flytja hingað af fúsum og frjálsum vilja en ekki af því að það er flutt hingað nauð­ung­ar­flutn­ing­um.

Vanda­mál Aust­ur­lands er líka vanda­mál lands­byggð­ar­innar og höf­uð­borg­ar­inn­ar. Ísland allt nýtur góðs af því að það sé byggi­legt út á landi, að það sé kraftur í hverjum fjórð­ungi. Að það séu svæði þar sem er ákjós­anlgur val­kostur fyrir fólk að búa á.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None