Satíra, grimmd og hið sorglega ástand heimsins

h_51735881.jpg
Auglýsing

Að skrifa um árás­ina á Charlie Hebdo í París mið­viku­dag­inn 7. jan­úar er að bera í bakka­fullan læk­inn. En stundum er í lagi að flæði yfir bakk­ana.

 1. Grimmd og mis­kunn­ar­leysi



Árásin á rit­stjórn­ar­skrif­stofu þessa franska skop­mynda­blaðs var ekki bara mann­skæð heldur óvenju hrotta­leg. Ég las frétt­irnar agn­dofa og horfði á mynd­skeið þar sem særður lög­reglu­mað­ur, sem liggur varn­ar­laus á gang­stétt, er aflíf­aður án minnsta hiks. Ég trúði vart mínum eigin aug­um. Umsvifa­laust vökn­uðu spurn­ing­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega? Hvaða menn gera svona? Hvers vegna þetta blað? Hvernig getur svona nokkuð gerst í Evr­ópu? Hvers vegna ger­ist svona yfir­leitt?

Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ólafur Páll Jóns­son, dós­ent í heim­speki

við Mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands­.

Fljót­lega hrönn­uð­ust upp svör við þessum spurn­ingum á vefnum og nú vitum við ágæt­lega hvað gerð­ist. Það hafa líka verið gefnar ýmiss konar skýr­ingar á því hvers vegna þessir bræður og vit­orðs­menn þeirra gerðu einmitt þetta. Í raun vitum við samt lítið um til­finn­ing­ar, sjálfs­mynd og hugs­anir þessa fólks. Við getum stað­sett bræð­urna í félags­legu lands­lagi en það eitt og sér greinir þá ekki frá fjöl­mörgum öðrum ung­mennum sem gera ekk­ert þessu líkt. Við vitum líka hvers vegna þetta blað var skot­mark. Þarna unnu menn við að teikna skop­mynd­ir, m.a. ann­ars af Múhameð spá­manni og for­kólfum Íslamska rík­is­ins. Það þarf heldur ekk­ert að undr­ast að svona nokkuð skuli ger­ast í Evr­ópu – það á vís­ast eftir að end­ur­taka sig reglu­lega næstu ár og ára­tugi ef að líkum læt­ur. Og svo þarf heldur ekki að undr­ast að svona nokkuð skuli yfir­leitt ger­ast, því hrotta­fengin morð og hryðju­verk eru því miður dag­legir atburðir hér á jörð. Oft­ast nær kippum við okkur ekki upp við hrotta­skap­inn, jafn­vel þótt hann sé miklu meiri en sá sem við sáum í París á mið­viku­dag­inn í síð­ustu viku. Yfir­leitt er hann í þægi­legri fjar­lægð.

Auglýsing

Af hverju kall­aði árásin þennan mið­viku­dag á svona sterk við­brögð? Ein ástæða er sú að ódæðið átti sér stað svo nærri okk­ur. Níger­ía, Pakistan, Afganistan, Suð­ur­-Súdan og fleiri lönd, sem stundum eru í fréttum vegna ofbeld­is- og hryðju­verka, eru langt í burtu. París er hluti af okkar heimi – hún er Evr­ópa og þar með „við“ en ekki bara ein­hverjir „aðr­ir“.

Af hverju kall­aði árásin þennan mið­viku­dag á svona sterk við­brögð? Ein ástæða er sú að ódæðið átti sér stað svo nærri okk­ur. Níger­ía, Pakistan, Afganistan, Suð­ur­-Súdan og fleiri lönd, sem stundum eru í fréttum vegna ofbeld­is- og hryðju­verka, eru langt í burtu. París er hluti af okkar heimi – hún er Evr­ópa og þar með „við“ en ekki bara ein­hverjir „aðr­ir“. Önnur ástæða er að árásinni var ekki bara beint gegn til­teknum ein­stak­lingum heldur ákveðnum gildum – m.a. tján­ing­ar­frels­inu. Okkur er sagt að tján­ing­ar­frelsið – eða kannski prent­frelsi, frelsi til fjöl­miðl­unar eða skoð­ana­frelsi – sé ein af grunn­stoðum vest­rænna lýð­ræð­is­sam­fé­laga og því hafi árásin verið árás á öll lýð­ræð­is­ríki. Þess vegna var þetta ekki bara árás sem átti sér stað nærri okk­ur, heldur var þetta árás á okk­ur.

 2. Hnatt­ræn stríðs­menn­ing



Ef við viljum skilja hvað gerð­ist í París á mið­viku­dag­inn þá verðum að skoða það sem eina birt­ing­ar­mynd af ástandi heims­ins – ástandi sem ein­kenn­ist af ofbeldi og stríðs­á­tök­um. Þetta ástand er ekki nýtil­komið og raunar hefur þeim farið fækk­andi síð­ustu ár sem deyja í stríð­um. Það sem er nýtt er birt­ing­ar­mynd þessa ástands. Við heyrum oft talað um hnatt­væð­ingu, ýmist í sam­bandi við fjöl­menn­ingu og fólks­flutn­inga eða í tengslum við við­skipti og efna­hags­mál – fyr­ir­tæki, fram­leiðsla og þjón­usta eru ekki lengur bundin landa­mærum heldur teygja anga sína um allan heim. Þessi hnatt­væð­ing nær líka til stríða og ofbeld­is. Stríðs­iðn­að­ur­inn þekkir engin landa­mæri, stríðs­menn­ingin ekki held­ur.

Á síð­ustu árum hafa Vest­ur­lönd staðið að stríðs­rekstri í mörgum lönd­um. En stríðin hafa að mestu verið háð fjarri Vest­ur­lönd­um. Það er reyndar ekki svo langt síðan það var stríð á Balkanskaga (1992–1996) en fólk hefur verið fljótt að gleyma því. Þótt þjóð­ar­leið­togar á Vest­ur­löndum seg­ist harma stríð og seg­ist líka vera tregir til að senda her­menn út á víg­völl­inn, þá er sann­leik­ur­inn samt sá að þessir sömu leið­togar hafa ekki verið neitt sér­lega hik­andi þegar tæki­færin hafa boð­ist. Þeir hafa heldur ekki harmað mikið þann við­bót­ar­skaða – colla­teral damage – sem er dauði óbreyttra borg­ara sem hlýst af stríðs­brölt­inu. Þegar Vest­ur­lönd hafa farið í stríð hefur jafnan verið lagt mikið kapp á að vinna stríðið – með allri full­komn­ustu tækni – en minna gert til að byggja upp frið­inn. Sífellt er alið á stríðs­menn­ingu – menn­ingu sem lítur á stríð og ofbeldi sem eðli­legt ástand, ekki síst sem leið til úrlausnar þegar sjón­ar­mið stang­ast á. Þá skiptir engu þótt af stað sé farið undir gunn­fána lýð­ræðis og rétt­læt­is.

Francois Hollande Frakklandsforseti ásamt ýmsum þjóðarleiðtogum í samtöðugöngunni á laugardag. Francois Hollande Frakk­lands­for­seti ásamt ýmsum þjóð­ar­leið­togum í samtöðu­göng­unni á laug­ar­dag.

„Frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag“ voru kjör­orð frönsku bylt­ing­ar­innar árið 1789 og enn í dag eru þau Frökkum ofar­lega í huga. Frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag eru grunn­gildi fransks sam­fé­lags. En þessi gildi eru ekki almenn gildi sem ein­kenna líf jarð­ar­búa. Þau eru í raun for­rétt­indi fárra. Á nýárs­dag fengum við fréttir af því að varð­skipið Týr hefði bjargað um 400 manns sem voru um borð í stjórn­lausu flutn­inga­skipi. Margir voru stoltir yfir því að okkar menn hefðu unnið slíkt mann­úð­ar­verk. Þetta fólk vildi komst til Evr­ópu á flótta frá heim­kynnum sínum – eða öllu held­ur, á flótta frá því sem eitt sinn var þeirra heima en er það ekki leng­ur. Er kannski bara víg­völl­ur. Í byrjun jan­úar myrtu menn Boko Haram um 2000 manns í Níger­íu. Sak­laust fólk. Fólk sem hafði ekki unnið sér annað til óhelgi en að vera til. Frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag var þessu fólki fjar­lægur veru­leiki.

Ofbeld­is­verk eru svo algeng og ofbeld­is­menn­ingin svo útbreidd að við þurfum ekki að undr­ast að ofbeld­is­verk séu unn­in. Von­andi kippum við okkur samt upp við fréttir af þeim. Von­andi verðum við ekki samdauna þessum hryll­ingi heldur fyll­umst ógeði þegar við hlustum á frétt­irn­ar. Og von­andi gerum við eitt­hvað.

3. Satíran



Víkjum aftur að mið­viku­deg­inum í Par­ís. Af hverju Charlie Hebdo? Jú, svarið virð­ist blasa við. Þetta tíma­rit hafði birt virki­lega grófar myndir af öllu mögu­legu, m.a. Múhameð spá­manni og for­sprökkum Íslamska rík­is­ins. Ég held reyndar að þessar mynd­birt­ingar skýri ekki mikið einar og sér. Mér finnst ótrú­legt að ofstæk­is­fullir hryðju­verka­menn suður í Jemen eða Sýr­landi hafi miklar áhyggjur af því hvers konar myndir birt­ist í skop­mynda­blaði norður í Frakk­landi. Mynd­birt­ing­arnar gera blaðið vissu­lega að skot­marki en til að skilja hvers vegna, verður að sjá og skilja stærra sam­hengi. Hluti af þessu sam­hengi er ofbeld­is- og stríðs­menn­ing­in.

Sumir hafa reyndar furðað sig á því að blað eins og Charlie Hebdo hafi birt jafn grófar myndir og raunin er, að rit­stjórnin hafi ekki sett sér skýr­ari og þrengri mörk. Ég held að slíkar furður séu á mis­skiln­ingi byggð­ar. Satíran er jafnan andóf gegn valdi, heil­ag­leika og hefð­um. Og þegar hún er andóf gegn valdi, er hún ekki bara andóf gegn yfir­valdi – venju­legum vald­höfum – hún er líka andóf gegn kenni­valdi. Hún hæð­ist að þeim sem sitja á valda­stólum og hún hæð­ist að þeim sem eru við­mið um rétt og rangt, gott og vont, við­eig­andi og óvið­eig­andi. Og hún er ekki síst andóf gegn heil­ag­leika. Satírunni er ekk­ert heil­agt. Um leið og hún setur sér slík mörk, þá missir hún flugið og verður inn­an­tómur áróð­ur.

Sa­tíran er jafnan andóf gegn valdi, heil­ag­leika og hefð­um. Og þegar hún er andóf gegn valdi, er hún ekki bara andóf gegn yfir­valdi – venju­legum vald­höfum – hún er líka andóf gegn kenni­valdi.

And­spænis satírunni er eng­inn ósnert­an­leg­ur, eng­inn fær að vera hand­hafi sann­leik­ans, eng­inn er óskorað yfir­vald. Og umfram allt, þá und­ir­strikar satíran það að eng­inn hefur rétt á að vera ekki móðg­að­ur. Að þessu leyti er satíra lík heim­speki.

Sókratesi var ekki margt heil­agt. Á sínum tíma reis hann upp gegn hvers kyns kenni­valdi. Hann dró í efa hefð­ina, við­teknar skoð­an­ir, og við­horf máls­met­andi manna og höfð­ingja. Hver sem var gat átt von á erf­iðum spurn­ingum frá honum og það þýddi ekk­ert að svara með því að vísa í hefð, við­teknar skoð­anir eða álit sér­fræð­inga. Sókrates hélt bara áfram að spyrja þangað til honum sýnd­ist að svarið stæð­ist mæli­kvarða skyn­sem­inn­ar. Satírunni er svipað far­ið. Hún gerir grín að hverju sem er en mæli­kvarð­inn sem hún leggur á verk sín er ekki skyn­sem­in, eins og hjá Sókratesi, heldur fyndn­in.

Eins og það er til góð heim­speki og léleg heim­speki, þá er til góð satíra og léleg. Það eru líka til heim­spek­ingar sem kunna sig ekki, sem þekkja ekki sinn vitj­un­ar­tíma. Sumir halda áfram að spyrja löngu eftir að allir eru hættir að nenna að svara. Þannig getur satíran líka ver­ið. Sumir halda áfram að grínast, löngu eftir að allir eru hættir að hlæja. Það eru líka til heim­spek­ingar sem hefja rök­ræður þegar þær eru alls ekki við­eig­andi. Þannig getur sá sem beitir satíru líka skotið yfir markið og við­haft grín og háð þegar betra hefði verið að þegja.

Charlie Hebdo var gefið út í þremur milljónum eintaka í dag og á sex tungumálum. Charlie Hebdo var gefið út í þremur millj­ónum ein­taka í dag og á sex tungu­mál­um. Það er upp­selt víðs­vegar í Frakk­land­i.

Ég vissi ekki að til væri blað í Frakk­landi sem héti Charlie Hebdo fyrr en ég fékk frétt­irnar á mið­viku­dag­inn. Og ég hef ekki hug­mynd um það hvort teikn­arar blaðs­ins hafi gengið of langt. Ég veit reyndar ekki hvað of langt er, allra síst í Frakk­landi þar sem skop­myndir eiga sér aðra hefð en í öðrum lönd­um. Það breytir því ekki að ég held að satíran sé mik­il­væg leið fyrir gagn­rýni á vald­hafa, kenni­vald og hefð. Í lýð­ræð­is­ríki er mik­il­vægt að hægt sé að efast um vald­ið, hvort sem það birt­ist í gervi póli­tísks yfir­valds, kenni­valds trú­ar­bragða eða ann­arra kerfa eða stofn­ana, eða sem vald í krafti hefðar og ríkj­andi hug­mynda­fræði. Í þeirri við­leitni – stöð­ugu við­leitni – að efast um vald og stöðu, hefð og gildi, eru satíran og heim­spekin sam­verka­menn, hvor með sínum hætti.

4. Trú­ar­brögðin



Trú­ar­brögð eru óneit­an­lega mik­il­vægur þáttur í því sem gerð­ist í París sein­asta mið­viku­dag. Það er samt ekki aug­ljóst hvernig ber að skilja hlut­verk þeirra í þessum voða­verk­um. Mér sýn­ist það að minnsta kosti ekki aug­ljóst. Það skiptir máli að gera grein­ar­mun ann­ars vegar á valda­stofn­unum trú­ar­bragða, eða öllu held­ur, valda­stofn­unum sem eru rétt­lættar og við­haldið í nafni trú­ar­bragða, og á trú­ar­brögðum sem gilda­kerfi, eða það sem maður gæti ein­fald­lega kallað trú­ar­brögð sem slík, hins veg­ar.

Þegar upp rísa vold­ugar valda­stofn­anir sem eru rétt­lættar og við­haldið í krafti trú­ar­bragða, þá verða trú­ar­brögðin jafnan und­ir­rót aðgrein­ing­ar. Valda­stofn­an­irnar þríf­ast á því að við­halda aðgrein­ingu þeirra sem undir þær eru settir og hinna sem eru þeim óvið­kom­andi. Í sinni verstu mynd verður slík aðgrein­ing að far­vegi afmennsk­un­ar. Það sáum við í París á mið­viku­dag­inn, og það hefðum við líka séð í Nígeríu – á blóð­velli Boko Haram – bara ef við hefðum kært okkur um að líta um svo langan veg.

Það er samt ekki hægt að skella skuld­inni á trú­ar­brögðin sem slík. Öðrum þræði eru flest trú­ar­brögð fyrst og fremst gilda­kerfi. Með því móti eru þau oft grunnur eða kjöl­festa sjálfs­myndar og sjálfs­virð­ingar þeirra sem aðhyll­ast þau, hver svo sem þau eru. Og þá geta þau eins verið kjöl­festa mennsku­hug­sjónar og bræðra­lags.

Öðrum þræði eru flest trú­ar­brögð fyrst og fremst gilda­kerfi. Með því móti eru þau oft grunnur eða kjöl­festa sjálfs­myndar og sjálfs­virð­ingar þeirra sem aðhyll­ast þau, hver svo sem þau eru. Og þá geta þau eins verið kjöl­festa mennsku­hug­sjónar og bræðralags.

Þessar tvenns konar birt­ing­ar­myndir trú­ar­bragð­anna – trú­ar­brögð sem valda­stofnun og trú­ar­brögð sem gilda­kerfi – eru yfir­leitt ekki eitt­hvað tvennt ótengt. Kaþ­ólska kirkjan var um aldir ein öfl­ug­asta valda­stofnun Evr­ópu en hún var líka umgjörð um gilda­kerfi, átrúnað og þar með kjöl­festa margra í til­ver­unni. Og eins er það vita­skuld með íslam; fjöl­margar valda­stofn­anir byggja til­veru sína á trú­ar­brögð­unum og margar hverjar eru vís­ast ekki annað en eðli­leg umgjörð um trú­ar­líf fólks. Íslenskar kirkju­sóknir eru á sinn hátt valda­stofn­anir sem hafa kristni að grund­velli en eru um leið eðli­leg umgjörð um trú­ar­líf margra Íslend­inga.

Því miður er saga flestra stórra trú­ar­bragða sú, að þau eru eða hafa verið notuð til að rétt­læta og við­halda ger­ræð­is­legum valda­stofn­unum sem byggja grund­völl sinn á aðgrein­ingu og afmennsk­un. Saga Evr­ópu geymir margar sögur af slíku ofbeldi í nafni trú­ar. Ísra­els­ríki og ofbeldið gegn Palest­ínu er önnur slá­andi birt­ing­ar­mynd. Einnig Íslamska rík­ið, Boko Haram og fleiri öfga­full sam­tök sem byggja til­veru sína á ofbeldi og hrotta­skap.

5. Hvað getum við gert? Hvað ættum við að gera?



Í Frakk­landi fer ekk­ert á milli mála að staðið verður vörð um tján­ing­ar­frels­ið. Það er ekki bara nauð­syn­legt til að and­æfa hryðju­verk­um, það er ekki síður nauð­syn­legt til að hlúa að rótum fransks sam­fé­lags. Ég vildi að hér á Íslandi væri mönnum jafn annt um tján­ing­ar­frelsið og suður í Frakk­landi. Ítrekað hefur Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu dæmt íslenska ríkið skaða­bóta­skylt eftir að blaða­menn hafa verið dæmdir fyrir meið­yrði í Hæsta­rétti. Það er vegið að starfs­grund­velli Rík­is­út­varps­ins sem sjálf­stæðs og öfl­ugs – og gagn­rýn­ins – fjöl­mið­ils. Nýlega var DV keypt af ein­stak­lingum sem sveið umræða blaðs­ins. Svo hreins­uðu þeir til uns öruggt væri að á blað­inu ynni eng­inn sem valdið gæti óþæg­ind­um. Og sjálfur for­sæt­is­ráð­herr­ann var ekki búinn að vera nema mánuð í starfi þegar hann kvart­aði opin­ber­lega undan gagn­rýni fjöl­miðla.

En þótt við stöndum vörð um tján­ing­ar­frelsið, þá kemur það ekki í veg fyrir fleiri svona árás­ir.

Það sem árásin í París er áminn­ing um, er að ástand heims­ins er ekki gott. Það er bein­línis afleitt. Við vitum það vel, og höfum lengi vitað það. Birt­ing­ar­myndir þessa ástands eru m.a. stríð­in, t.d. í Úkra­ínu, Sýr­landi og Níger­íu, kúg­unin og þjóð­ar­morðið í Palest­ínu, fátæktin sunnan Sahara, glæp­irnir í Mexíkó, og svo mætti lengi telja. Ástandið á Vest­ur­löndum sjálfum er ekki heldur svo gott. Fátækt, atvinnu­leysi, örvænt­ing og smán er hlut­skipti millj­óna manna í þessum glæsta afkima heims­ins.

„Það sem árásin í París er áminning um, er að ástand heimsins er ekki gott. Það er beinlínis afleitt. Við vitum það vel, og höfum lengi vitað það. Birtingarmyndir þessa ástands eru m.a. stríðin, t.d. í Úkraínu, Sýrlandi og Nígeríu, kúgunin og þjóðarmorðið í Palestínu, fátæktin sunnan Sahara, glæpirnir í Mexíkó, og svo mætti lengi telja, „Það sem árásin í París er áminn­ing um, er að ástand heims­ins er ekki gott. Það er bein­línis afleitt. Við vitum það vel, og höfum lengi vitað það. Birt­ing­ar­myndir þessa ástands eru m.a. stríð­in, t.d. í Úkra­ínu, Sýr­landi og Níger­íu, kúg­unin og þjóð­ar­morðið í Palest­ínu, fátæktin sunnan Sahara, glæp­irnir í Mexíkó, og svo mætti lengi telja," segir Ólafur Páll Jóns­son.

Ef við viljum virki­lega koma í veg fyrir fleiri voða­verk eins og þau sem framin voru í París á mið­viku­dag, svo ekki sé minnst á slátr­un­ina í Níger­íu, þá verðum við að vinda ofan af stríðs­menn­ingu sam­tím­ans og bregð­ast við fátækt og úrræða­leysi, bæði utan Vest­ur­landa og innan þeirra. Við verðum að gera okkur ljóst að lýð­ræði verður ekki komið á með stríði. Stríð elur ekki af sér lýð­ræði, það elur af sér meira stríð, meiri kúg­un.

Ef við viljum að eitt­hvað breyt­ist í raun og veru þá verðum við að finna leiðir til að rækta mennsk­una hjá okkur sjálfum og öllum í kringum okk­ur. Við verðum að finna leiðir til að leggja af aðgrein­ing­una „við“ og „hin­ir“, því slík aðgrein­ing er far­vegur afmennsk­unar sem aftur rétt­lætir hvers kyns ofbeldi og smán. Við verðum að taka það alvar­lega að heim­ur­inn er einn, að hann er ekki sér­lega stór, og að mann­líf og efna­hagur er ein sam­ofin heild hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Eng­inn er eyland, hvorki í góðu né slæmu.

Í bók­inni Öld barns­ins segir Ellen Key:

Þeir atburðir sem gerð­ust um alda­mótin birtu tákn­mynd hinnar nýju aldar sem nakið barn sem leggur til móts við heim­inn – en dregur sig í hlé þegar við blasa skark­andi vopn, heimur þar sem ekki er þuml­ungur af rými fyrir hinn nýja tíma að drepa niður fæti.

Margur varð hugsi yfir þýð­ingu þess­arar mynd­ar: þeir hugs­uðu um það hvernig efna­hags­lífið og raun­veru­leg stríðs­á­tök gáfu hinum lægstu hvötum manns­ins lausan taum­inn; hvernig mann­inum hefði mis­tek­ist að finna til­veru sinni göf­ugri birt­ing­ar­­myndir þrátt fyrir gíf­ur­lega þróun sið­menn­ing­ar­innar á lið­inni öld.

Þetta var skrifað árið 1900. Það á því miður enn við í upp­hafi árs 2015.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None