Sic volo, sic jubeo

Ragnar Þór Pétursson
10016471563_0af3028882_c.jpg
Auglýsing

Í des­em­ber­mán­uði 1890 lét Vil­hjálmur II keis­ari boða alla helstu mennta­spek­inga Þýska­lands til fundar við sig í Berlín. Frá fund­inum er m.a. sagt í jan­ú­ar­hefti Skírnis árið eft­ir. Vil­hjálmi lá eitt og annað á hjarta um mennta­mál­in. Gerð hafði verið til­raun til að gera úr honum mennta­mann en það hafði að mest­u mis­tek­ist. Smám saman fjar­lægð­ist hinn verð­andi keis­ari mennta­lífið og hneigð­ist þess í stað til her­mennsku og hern­að­ar. Téðan des­em­ber­dag, stuttu eftir að Vil­hjálmur varð sjálfur keis­ari, steig hann á stokk íklæddur her­bún­ingi og flutti ræðu.

Hin eyði­leggj­andi áhrif mennt­unar



Inn­tak ræð­unnar var á þá leið að menntun ungra Þjóð­verja eyði­legði þá. Þeir yrðu að tómum lat­ínu- og grísku­hestum í stað þess að verða hraustir og góðir þegnar keis­ar­ans. Ungir, þýskir menn ættu fyrst og fremst að kynn­ast hinni glæstu sögu eigin þjóð­ar. Þeir ættu líka að fá að verða menn – en það yrðu þeir varla í skól­an­um, því margir kennar­anna verð­skuld­uðu ekki að vera kall­aðir upp­ald­ir. Skól­inn gerði það enn­fremur að verkum að fyrr eða seinna tap­aði mik­ill meiri­hluti stúd­ent­anna sjón. Sjötu­í­og­fjórir af hverjum hund­rað drengjum í efsta bekk þyrftu gler­augu. Hvers­konar her­menn yrðu slíkir menn? Keis­ar­inn vildi her­menn sem sæju heim­inn með eigin augum en ekki gegnum gler. Hann bætti því við að það væri hlut­verk góðs keis­ara að bera skyn­bragð á nútíma sinn og kom­andi tíma. Eins og Vil­hjálmur sæi fram­tíð­ina væri bráðnausð­yn­legt að gera gagn­gerar „umbæt­ur“ á þýska mennta­kerf­inu – svo upp myndu vaxa Þjóð­verjar af því tagi sem fram­tíðin þyrfti á að halda.

Það var ekki ein­ungis hin lík­am­lega hrörnun sem keis­ar­inn sagð­ist ótt­ast. Hann taldi skól­ana líka gróðra­stíur fyrir sós­í­al­isma. Fyrst og fremst vegna þess að kenn­ar­arnir væru of dug­lausir til að upp­ræta hina and­þýsku, tær­andi hug­mynda­fræði þar sem hún léti á sér kræla.

Þetta vil ég, þetta skipa ég



Að ræð­unni lok­inni fékk fund­ur­inn það verk­efni að skipu­leggja umbætur á þýska mennta­kerf­inu. Kennslu­mála­ráð­gjafi rík­is­ins, Gústav von Goßler, stjórn­aði umræð­unum og á máli hans var alveg ljóst að hann vildi standa vörð um meg­in­drætti kerf­is­ins eins og það væri. Að stuttri stund lið­inni kom sendi­boði til fund­ar­stjór­ans og rétti honum mynd af keis­ar­an­um. Á mynd­ina hafði Vil­hjálmur skrif­að: „

Sic volo, sic jubeo



,“ sem Skírnir þýðir sem „Þetta vil ég, þetta skipa ég.“

Ljóst varð að gegn keis­ar­anum væri ekki staðið og vinna hófst þegar við að upp­færa þýska mennta­kerfið í takt við óskir keis­ar­ans.

Auglýsing

Sáttur almúgi, ósáttur keis­ari



Seinna átti keis­ar­inn eftir að lýsa miklum von­brigðum með það hve litlar breyt­ingar urðu í raun og veru á mennta­kerf­inu. Það var helst að vægi lat­ínu og grísku væri minnkað til að koma að meiri átt­haga­fræði og þjóð­ern­is­kennslu. Hug­myndir hans mættu enda tölu­verðri and­stöðu innan kerf­is­ins eins og það lagði sig. Þremur mán­uðum eftir fund­inn sá von Goßler sér þann kost vænstan að segja af sér emb­ætti. Hann taldi sér ekki stætt í lengur enda voru skoð­anir hans á mennta­málum í hróp­legu ósam­ræmi við áherslur keis­ar­ans.

Upp­á­tækið vakti þó mikla hrifn­ingu meðal almenn­ings. Fólk átti afar auð­velt með að sann­fær­ast um að skól­arnir gerðu menn að aum­ingjum og ímu­gustur á gler­augum og sós­í­al­isma var við­tek­inn í þýsku þjóð­arsál­inni. Raunar er ekki alveg laust við að í hinni íslensku Skírn­is­grein frá 1891 örli á hrifn­ingu á mál­flutn­ingi hins þýska keis­ara.

Keis­ara­veldi tor­tímt



Það er áhuga­vert að lesa til­vitn­anir í ræðu Vil­hjálms á skóla­mála­fund­inum svona löngu seinna. Sér­stak­lega er spá­dóm­skafl­inn um fram­tíð­ina merki­leg­ur. Keis­ar­inn sá sum sé fyrir sér að það Þýska­land sem hann ætl­aði að móta þyrfti fyrst og fremst hrausta, ætt­jarð­ar­elsk­andi her­menn. Það fór enda svo að í sögu­legu sam­hengi er arf­leið Vil­hjálms II fyrst og fremst sú að hafa tekið upp þá utan­rík­is­stefnu sem leiddi af sér fyrri heims­styrj­öld­ina og tor­tímdi um leið keis­ara­veld­inu. Sjálfur dó hann í útlegð í Belgíu rétt fyrir inn­rás Hitlers í Sov­ét­rík­in. Útför hans fór fram þar því Hitler ákvað að virða þá ósk hins fallna keis­ara að koma ekki inn fyrir mæri Þýska­lands aftur fyrr en keis­ara­dæmið hefði verið end­ur­reist.

Hvítar bækur



Á þeim 125 árum sem liðin eru síð­an Vil­hjálmur dreifði árit­uðum myndum af sér­ hefur ýmis­legt breyst í því hvernig valda­menn koma vilja sínum á fram­færi. Ein áhuga­verð­asta leiðin er sú að skrifa hvít­bók (e. white paper). Hvít­bækur eru upp­runa­lega bresk­ar. Þær eru ekki lög eða meit­l­aðar í stein en í þeim fel­ast sterk skila­boð. Þær fela gjarnan í sér ábend­ingu um það hvað ráða­menn ætla sér að gera, en það er þó í boði að gera athuga­semd­ir. Þær eru því gjarnan not­aðar til að þreifa á stemmn­ing­unni áður en stefnu­breyt­ingum er hrint í fram­kvæmd. Einnig eru til blá­bækur og græn­bækur sem gegna aðeins öðrum hlut­verk­um. Nöfnin eru bók­staf­leg, komin af upp­runa­legum lit bókanna innan bresku stjórn­sýsl­unn­ar.

Hvít­bækur eru ekki sér­lega algengar í íslenskri stjórn­sýslu. Þær þekkj­ast þó. Þekktasta dæmið í dag er hvít­bók mennta­mála­ráð­herra. Í henni segir ráð­herr­ann að hann vilji leggja aukna áherslu á læsi og skil­virkni. Stytta á fram­halds­skól­ann og taka upp fleiri lestr­ar­kann­an­ir.

Breyt­ingar framundan



Nú er í gangi vinna við að útfæra breyt­ingar á mennta­kerf­inu. Starfs­hópar eru að störf­um. Innan hópanna hafa vakn­að, eins og geng­ur, ákveðnar efa­semdir um suma þætti breyt­ing­anna. Ráðu­neytið hefur ekki látið það stöðva sig og gripið til þeirra ráða sem þarf til að koma hóp­unum aftur á spor­ið. Sic volo, sic jubeo.

Hvað sem allri gagn­rýni innan úr skóla­kerf­inu líður þá er því eins ástatt um ráð­herr­ann okkar og síð­asta keisar­ann í Þýska­landi. Það má auð­veld­lega upp­skera almenna ánægju með því að ráð­ast á mennta­kerfið fyrir það að gera ung­dóm­inn að aum­ingj­um, hvað þá ólæsum aum­ingj­um. Und­ir­liggj­andi eru þó alltaf ein­hver önnur mark­mið.

Hvað vill mennta­mála­ráð­herrann?



Vil­hjálmur II vildi búa til kyn­slóð sem hætti að rugga hinu ímynd­aða þýska lang­skipi. Hann vildi þæga og kraft­mikla her­menn – ekki veik­burða, and­þýska bóka­béusa. Hvað mennta­mála­ráð­herr­ann okkar vill er flókn­ara mál. Auð­vitað vill hann aug­ljós­lega að fólk byrji fyrr að bera sjálft kostn­að­inn af menntun sinni. Stytt­ing fram­halds­skól­ans ætti að skila því á end­an­um. Síð­asta ár fram­halds­skól­ans verður þá lík­lega að grunn­ári í háskóla sem ein­hver hluti mun alltaf fjár­magna sjálf­ur. Hin aukna áhersla á læsi í hefð­bundnum skiln­ingi er síðan hefð­bund­inn útgangs­punktur hjá mönnum á hans póli­tísku bylgju­legd. Með því að gera lestur (og hugs­an­lega reikn­ing) að meg­in­mæli­punktum í gæðum mennt­unar hefur til­hneig­ingin orðið sú að búið er að koma á fót ein­földum mark­aði með inn­byggðum lög­málum sem hrinda af stað heil­mik­illi „grósku“.

Sjálf­bæra flísin í fingri ráð­herr­ans



Síðan kemur sér ekk­ert illa fyrir ráð­herr­ann að sjá til þess að athyglin sé á læsi. Ekki vegna þess að þar séu ein­hver ann­ar­leg sjón­ar­mið að verki – önnur en þau að meðan athyglin er þar, þá er hún varla ann­ars­staðar á með­an. Það er til dæmis verst varð­veitta leynd­ar­mál mennta­kerf­is­ins að mennta­mála­ráð­herr­anum er alveg óskap­lega í nöp við kafla 2.1.2. í núgild­andi aðal­námskrá. Þar er kveðið á að menntun skuli miða að sjálf­bærni og virð­ingu fyrir henni. Þannig bera að taka ítrasta til­lit til nátt­úru­auð­linda, jöfn­uðar milli manna og efna­hags­legs rétt­læt­is.

​Það tekur tölu­verðan tíma að breyta aðal­námskrám og draga þannig við þessar flísar úr fingrum skoð­ana­systk­ina mennta­mála­ráð­herr­ans. Það er auð­velt að gefa út hvít­bók. Hvít­bók­ar­vinnan er síðan rétt að byrja og ­meðan við erum upp­tekin við að þróa flókið kerfi lesskim­ana og við­bragða við hæglæsi er nokkuð ljóst að á meðan verður lít­ill þróttur í sjálf­bærni­hlut­an­um. Áður en við vitum af verður svo komin ný, aðlöguð námskrá.

Kald­hæðni og sjálf­bærni 



Það er kald­hæðn­is­legt í ljósi þess­arar sög­u að þrætu­epli íslenskrar menntapóli­tíkur skuli vera sjálf­bærni. Það er nefni­lega nákvæm­lega sjálf­bærnin sem var hreyfi­afl Vil­hjálms keis­ara. Hann sá ekki fyrir sér að geta við­haldið þýska heims­veld­inu nema staðið yrði gegn and­þýskum áhrif­um. Ríkið þyrfti að ala upp þýska, þjóð­ern­is­sinn­aða áhuga­menn um hern­að í stríðum straum­um.

Raunin var svo auð­vitað sú að allt sem hann gerði leiddi á end­anum til þess að Þýska­landi var tor­tímt í þeirri mynd sem hann þekkti það. Þýskur þjóð­ern­is­remb­ingur og ofurá­hersla á hernað var lík­lega þrátt fyrir allt það síð­asta sem kyn­slóðin sem fædd­ist á ára­tug­unum umhverfis alda­mótin þurfti á að halda.

Bless­un­ar­lega erum við Íslend­ingar að mestu lausir við óhóf­legan þjóð­ern­is­remb­ing og hern­að­ar­hyggju. Það er helst að sumir virð­ist álíta við­skipta­lífið hinar nýju víg­stöðv­ar. Þjóð­verjar tóku Belgíu – við tók­um Magasin du Nord.

Ég held það gæti verið núver­andi vald­höfum á Íslandi holl og góð lexía að ígrunda sjálf­bærni þess sam­fé­lags sem unnið er að því að skapa hér á landi. Stóra útrás­in hefði átt að vera okkur dýr­mæt áminn­ing um ýmis­legt. Áminn­ing sem ætti að berg­mála gegnum allar kreppur og hrun og vara okkur við því að beita sömu aðferðum við að fást við afleið­ingar okkar eigin ásælni í ann­arra eig­ur og komu okkur í vand­ann til að byrja með.

Höf­undur er kenn­ari.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None