Skipulagðar samgönguvenjur

Guðmundur H. Sigurðsson segir að með skjótum aðgerðum sé hægt að breyta samgönguvenjum – stjórnmála- og embættismenn hafi öll tækifærin til þess að taka réttu ákvarðanirnar.

Auglýsing

Fyrir 25 árum síðan vorum við hjónin við nám í Óðins­véum í Dan­mörku. Við bjuggum þar í rúm fjögur ár, fátækir náms­menn með tvö börn í leik­skóla. Aldrei datt okkur í hug að setja pen­inga í að kaupa og reka bíl enda aðstæður til hjól­reiða í borg­inni algjör­lega til fyr­ir­mynd­ar. Svo ég segi það aft­ur, þetta var fyrir 25 árum síð­an. Hvergi á Íslandi eru aðstæður fyrir hjól­reiða­fólk í dag nálægt því sem var í Óðins­véum þá.

Hvað er til ráða?

Áður en við förum yfir það, smá upp­rifjun á hvernig var umhorfs í heim­inum árið 1996. Það ár hóf General Motors fjölda­fram­leiðslu á fyrsta raf­bílnum GM EV1. Fram­leiðsl­unni var hætt árið 2002. Motorola kynnti fyrsta sam­loku­far­sím­ann árið 1996 og The Usual Suspects var sýnd í Borg­ar­bíó á Akur­eyri.

Í Óðins­véum var upp­bygg­ing hjól­reiða­kerf­is­ins á fullu, sem skil­aði því að á árunum 1996-2000 jókst hjól­reiða­um­ferðin um 20% en það merki­lega gerð­ist einnig að slysum á hjól­reiða­fólki fækk­aði um 20% á sama tíma. Þannig að eftir því sem hlut­fall hjól­reiða jókst í sam­göngum lækk­aði slysa­tíðn­in. Helstu ástæð­urnar voru taldar þær að með bættum innviðum varð hjól­reiða­fólk örugg­ara í umferð­inni og fékk því aukið sjálfs­traust með tím­an­um. Með fjöl­breytt­ari sam­göngu­mátum verða allir í umferð­inni með­vit­aðri um hjól­reiða­fólk enda sest hjól­reiða­fólkið líka undir stýri. Þetta sýnir hversu mik­il­vægt er að sem flestir nýti sér hjól­reiðar inn­an­bæjar því það skilar sér í var­kár­ari öku­mönn­um.

Auglýsing

Ég gaf mér ekki tíma til að leggj­ast í miklar sagn­fræði­rann­sóknir enda algjör óþarfi þar sem ljóst er að bæj­ar­stjórnin í Óðins­véum var ekki að byrja að ræða þessi mál árið 1996. Þessi inn­viða­breyt­ing var búin að vera í und­ir­bún­ingi í mörg ár. Á sama tíma tóku allar sveit­ar- og borg­ar­stjórnir á Íslandi með­vit­aða ákvörðun um að fylgja ekki þróun í breyttum ferða­venjum sem hófst fyrir mörgum ára­tugum í fjöl­mörgum bæjum og borgum í Evr­ópu.

Breyttar ferða­venjur

Ganga og hjól­reiðar eru lang ódýr­ustu sam­göngukíló­metr­arnir fyrir ein­stak­ling­inn, bæj­ar­sjóð­inn og heil­brigð­is­kerf­ið. Við þurfum með öllum ráðum að fjölga þannig sam­göngukíló­metrum og fækka olíu­kíló­metr­un­um. En þetta snýst líka um frelsi, einka­bíll­inn er bara frelsi fyrir suma, þá sem hafa efni á að eiga bíl og hafa bíl­próf. Aðrir eru ann­að­hvort upp á þá komnir eða verða að nýta aðrar lausnir til að kom­ast á milli staða. Til að skerða ekki frelsi þeirra sam­an­borið við þá sem geta nýtt sér fólks­bíla­sam­göngur þarf að byggja upp fjöl­breytt og öfl­ugt sam­göngu­kerfi þar sem öllum ferða­mátum er gert hátt undir höfði og eng­inn er yfir annan haf­inn.

Við höfum und­an­farin ár séð mik­inn vöxt í raf­væddum sam­göng­um; raf­stræt­is­vagn­ar, raf­leigu­bíl­ar, raf­fólks­bíl­ar, raf­hjól og raf­skutl­ur. Þessi þróun býður upp á algjör­lega nýja mögu­leika í upp­bygg­ingu bæja og borga. Mörg sveit­ar­fé­lög hafa einnig í sínum skipu­lags­á­formum sett fram mark­mið um að draga úr bíla­um­ferð og ríkið hefur þegar ákveðið dag­inn sem síð­asta olíu­lítr­anum verður brennt á Íslandi. Stjórn­mála- og emb­ætt­is­menn sem bera ábyrgð á þessum málum hafa allt um það að segja hversu hratt við náum mark­miðum okkar í orku­skiptum og minni losun CO2. Við höfum í sumar verið ræki­lega minnt á áhrif CO2 á lofts­lagið og nýút­komin IPCC skýrsla Sam­ein­uðu þjóð­anna er alveg skýr með ástæð­una; brennsla á olíu og kol­um.

„Lil­le“ Akur­eyri

Tökum Akur­eyri, minn heima­bæ, sem dæmi. Hér búa tæp­lega 20.000 manns. Lengsta beina leið inn­an­bæjar sam­kvæmt Google maps er 6 km þannig að það tekur um 73 mín­útur að ganga bæinn enda á milli. Það tekur um 12 mín­útur að ganga 1 km.

Í ráð­legg­ingum land­læknis um hreyf­ingu segir að full­orðnir ættu að stunda miðl­ungs­erf­iða hreyf­ingu í minnst 30 mín­útur dag­lega. Börnum og ung­lingum er ráð­lagt að hreyfa sig í minnsta lagi 60 mín­útur á dag. Hér er um lág­mark að ræða. Á sama tíma og við brennum allt of miklu kolefni til að kom­ast á milli staða í bíl þá missum við af tæki­fær­inu til að brenna fleiri kalor­íum við að koma okkur á milli staða. Við erum sem sagt á sama tíma að skaða lofts­lagið og okkar eigin heilsu.

Vin­sælu afsak­an­irnar um að við þurfum bíl á Akur­eyri út af brekk­unum og veðr­inu eru fallnar úr gildi. Raf­hjól gera bæinn flatan eins og Óðins­vé, en þótt júlí hafi verið sá heit­asti í sögu bæj­ar­ins dró ekki úr bíla­um­ferð í sum­ar. Við erum því ekki einu sinni að nýta góðu dag­ana til að fylgja til­mælum land­læknis og Sam­ein­uðu þjóð­anna – hreyfa okkur meira og brenna minni olíu.

Tæki­færin

Með skjótum aðgerðum er hægt að breyta sam­göngu­venj­um. Stefna rík­is­ins er skýr, ráð­legg­ingar land­læknis eru skýr­ar, lands­skipu­lags­stefna er skýr og allar stefnur og skipu­lags­skjöl sveit­ar­fé­lag­anna eru skýr. Við verðum að þró­ast í þá átt að vera sjálf­bær­ari, umhverf­is­vænni, efla heils­una og minnka svifryk­ið.

Héðan í frá snýst þetta bara um ákvarð­anir stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna um hvernig tekst til. Þau hafa öll verk­færin til að taka réttar ákvarð­an­ir.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Vistorku.

Þessi pist­ill er hluti greinar­aðar í til­efni af því að 100 ár eru liðin frá form­legu upp­hafi skipu­lags­gerðar hér á landi með setn­ingu laga um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorpa árið 1921.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar