Skólastarf verðskuldar virðingu í umfjöllun

Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri á Akureyri, segir að upplegg og efnistök þáttanna „Börnin okkar” séu fyrir neðan allar hellur. Um sé að ræða dylgjukenndar aðdróttanir og samhengislausa boðun eða áróður sem eigi ekki heima á dagskrá RÚV.

Auglýsing

Í góðum grunn­skóla er yfir­leitt ekki talað um að börnin séu „heppin með kenn­ara” – þvert á móti þá er í slíkum skóla und­an­tekn­ing ef kenn­arar nálg­ast ekki vænt­ingar for­eldra um hæfni og þar með um líðan og árangur barn­anna. Þannig má halda því fram að það sem ein­kennir góðan skóla öðru fremur er að þar séu (nær) allir nem­endur hjá góðum kenn­ara.

Í lökum grunn­skóla getur það hins vegar verið stór­kost­legt happ­drætti fyrir nem­endur hvort þau lenda í bekk hjá góðum kenn­ara – þau eru þá eðli­lega sögð „heppin með kenn­ara” – og þarna skilur oft mikið á milli.

Starfs­skil­yrði kenn­ara – ekki síst í grunn­skól­um  – eru ákaf­lega mis­mun­andi; skóla­sam­fé­lag, skólaum­gjörð og for­eldra­sam­fé­lag eru af miklum breyti­leika. Hús­næði og náms­gögn eru líka tals­vert mis­mun­andi og af ólíkum aldri og stand­ard. Rann­sóknir virð­ast hins vegar ekki endi­lega sýna fram á að árangur skap­ist af efn­is­legum þátt­um  – þvert á móti. Lang­flestar rann­sóknir sem ég þekki til benda í þá átt að starfsandi og meg­in­á­herslur innan skól­ans, við­horf og vænt­ingar kenn­ara til nem­enda og jákvæðni skól­ans í sam­skiptum við for­eld­rana ráði miklu og stundum mestu um árangur barn­anna. Það segir mér að menntun og starfs­þekk­ing kenn­ara og skóla­stjóra er og verður lyk­ill að því að skapa slíkt við­horf og þann skóla –anda sem byggir undir gott sam­fé­lag og hvetj­andi umgjörð fyrir víð­tækan og breiðan þroska barn­anna.

Já; í góðum skóla eru þannig (næst­um) allir kenn­arar góðir kenn­ar­ar. Í lökum skóla er þá á hinn bóg­inn margir eða jafn­vel flestir kenn­arar sem ekki upp­fylla skil­yrðin um að kall­ast góðir kenn­arar og ein­stak­lings­fram­tak afburða­fólks megnar þá jafn­vel lít­ils. 

Þarna þarf ekki að vera að kenn­ar­arnir séu illa mennt­aðir eða illa mein­andi – hreint ekki. Und­ir­máls –um­gjörð frá hálfu skóla­stjóra og rekstr­ar­að­il­ans getur þvert á móti bein­línis eyði­lagt góðan kenn­ara  – og komið í veg fyrir að kenn­ar­inn nýti þekk­ingu sína og starfs­hæfni til árang­urs og ánægju með nem­endum sínum og komið með því í veg fyrir að kenn­ar­inn byggi, með góðu starf­i,  – upp sína eigin sjálfs­mynd og leggi að mörkum til sam­starfs­fólks. Mygla í hús­næði getur vissu­lega verið háska­leg og eitruð fyrir nem­endur og starfs­fólk, en „myglað and­rúms­loft” er ekki síður háska­legt og ein­kenni þess getur verið erfitt að greina utan­frá.

Auglýsing
Þótt ég hafi ekki starfað innan grunn­skól­anna eða með stjórn­endum og kenn­urum að neinu gagni í 15 ár hef ég haldið áfram að vera trúr fag­þekk­ingu minni og sér­menntun og síð­ustu 3 árin fylgst meira með skóla­málum á nýjan leik. Ég efast ekki um að breyt­ingar hafi orðið á skóla­starfi og kennslu­hátt­um; amk. er nýtækni orðin til mik­illa muna nær­tækara verk­færi til að styðja skóla­starfið og auð­velda ýmsa þekk­ing­ar­leit og miðl­un. Um leið er aug­ljóst að upp­eld­isum­hverfi lang­flestra barna er allt annað en umhverfi for­eldra þeirra var á þeirra bernsku­skeiði  – fyrir einum 20 –40 árum síð­an. Snjall­tækja –væð­ing er orðin stað­reynd og ger­breytir lífi og nær –sam­skiptum mjög margra barna og skapar áður óþekkt áreiti, sem rænir of marga því skjóli sem heim­ilið þarf að geta ver­ið. Útfrá þeirri stað­reynd ætti að mega leiða líkum að því að rammi skóla­starfs­ins, sam­skipti og miðlun til for­eldra hljóti að vera tals­vert öðru­vísi nú á árinu 2022 en var fyrir ald­ar­fjórð­ungi síð­an. Við höfum auk þess upp­lifað grund­vall­ar­breyt­ingu á við­horfum til kynja og jafn­rétti kynja og ólíkra hópa fólks. Síð­ustu ca 2 –3 ára­tug­ina hefur jafn­rétti hinsegin fólks miðað áleið­is  – líka innan skól­anna  – og sú stað­reynd að allt að fjórð­ungur nem­enda í ein­stökum skólum er fæddur og klæddur af for­eldrum með annað tungu­mál en íslensku kallar virki­lega á breytta og ennþá ein­beitt­ari nálgun í átt til ein­stak­ling­smið­unar í námi.

Jafn réttur allra

Meg­in­mark­mið upp­eldis og mennt­unar hafa hins vegar ekki breyst neitt telj­andi. Enn stefnir skóla­starf í leik – og grunn­skóla að efl­ingu á alhliða þroska allra barna, kennslu í lestri og talna­færni og mik­il­væga menntun til und­ir­bún­ings skóla­göngu í fram­halds­skóla þar sem menn geta lagt grunn að frekara námi og/eða und­ir­búið starfs­vett­vang í iðn­greinum og þjón­ustu. Meg­in­stefna íslenskra skóla er að skól­inn eigi að þjón­usta alla  – óháð bak­grunni og þroska – svo fremi að mögu­legt sé yfir­höfuð að sinna þörfum við­kom­andi innan hins almenna skóla. „Skóli án aðgrein­ing­ar” er hug­tak sem sveiflað er þegar menn vilja skapa sér stöðu í orð­ræð­unni  – og þá því miður alveg eins til að hnjóða í skóla­kerfið eins og til að standa með því. Þarna virð­ist hins vegar skorta býsna mikið á að rekstr­ar­að­ilar skól­anna  – hafi sýnt því raun­veru­legan skiln­ing að til þess arna þarf bæði fjár­mögnun og fagmennsku en umfram allt þarf sam­stöðu í nær­sam­fé­lag­inu um þetta for­gangs­mál.

Það blasir við að Alþingispóli­tíkin hefur sl. 30 ár unnið að því að færa fjöl­mörg verk­efni á sviði félags­þjón­ustu og mennt­unar til sveit­ar­fé­lag­anna án þess að sjá til þess jafn­hliða að við­un­andi fjár­mögnun sé trygg. Slumpa­fjár­mögnun í gegn um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga skortir alla lýð­ræð­is­lega ábyrga jarð­teng­ingu og mætir ekki þeirri kröfu „að jafna” aðgengi þeirra sem þjón­ust­una þurfa að sækja. Margt bendir í þá átt að fátæk­ari sveit­ar­fé­lög séu byggð hærra hlut­falli af fólki sem á undir högg að sækja og sem átti hugs­an­lega vísan sér­stakan stuðn­ing undir eldra mód­eli í fjár­mögnun grunn­skóla. Sænska reynslan af „sveit­ar­fé­laga –væð­ingu” grunn­skól­ans hefur klár­lega aukið mjög á mis­rétti gagn­vart grunn­menntun þar í landi  – þar sem fátæk hverfi og byggð­ar­lög bjóða upp á mun fátæk­legri skóla og minni fjöl­breytni og lak­ari stuðn­ing af við­bót­ar­greinum og sér­þjón­ustu. Danska mód­elið á hinn bóg­inn nálg­ast fjár­mögnun grunn­skól­anna og stjórn­sýslu tals­vert ólíkt því sem okkar módel gerir og til að mynda í vinabæ Akur­eyrar (Rand­ers) er fjár­magni mark­visst stýrt til stuðn­ings þeirra sem standa höllum fæti og getur munað umtals­vert í fjár­veit­ingum til skóla innan sama sveit­ar­fé­lags þegar heild­ar­myndin er rýnd. Yfir­lýst mark­mið þar í landi er að stuðla að jafn­rétti nem­enda til náms og þjón­ustu og reikni­reglur fjár­stýr­ingar eru hann­aðar í sam­ræmi.

En þetta var nú bara inn­gang­ur­inn; 

„Börnin okk­ar”

Til­efni þessa pistils er að „gömlum og löngu­hættum skóla­stjóra og sér­fræð­ingi á sviði upp­eldis og skóla­stjórn­un­ar” blöskrar mjög sú þátta­gerð sem rík­is­út­varp lands­manna hefur keypt af einka­að­ilum og kallar „Börnin okk­ar” . . . og hefur nýverið lokið göngu á RÚV.

Börn­in okk­ar er ­sex þátta röð þar ­sem rýnt er í ­ís­lenska ­skóla­kerf­ið. ­Sér­fræð­ing­ar, ­skóla­fólk for­eldr­ar og ­börn varpa ­ljósi á ­kost­i þess og galla og ­mögu­leg­ar ­lausn­ir. Hug­mynd og hand­rit: G­unn­þór­unn Jóns­dótt­ir og Her­mund­ur ­Sig­munds­son. ­Dag­skrár­gerð: Ei­rík­ur Ing­i ­Böðv­ars­son og G­unn­þór­unn Jóns­dótt­ir.

Þarna veður mjög á súð­um; sam­safn full­yrð­inga og illa sam­tengdra brota  – og upp­hróp­an­ir. Greini­legt er að fag­fólk sem starfar á vett­vangi og þekkir mál­efnin út og inn er jafn­vel snið­geng­ið. Áber­andi er að sam­hengi er ekki á umfjöllun þannig að mörgum við­mæl­endum hlýtur að vera „bjarnar – greiði” með því sem klippt er inn á þau.

En jú;  – ekki er hikað við að láta í veðri vaka að alhæf­ingar sé boð­legt að draga út frá til­vilj­ana­kenndum og ein­stökum dæm­um.

Auglýsing
Leikskólakennurum og leik­skóla­stjórum með stað­festan og þekktan far­sælan feril er ekki boðið að lýsa starfi sínu og árangri þegar fjallað er um leik­skól­ann. For­eldrar fleiri systk­ina sem hafa átt jákvæðan feril á leik­skóla voru ekki kall­aðir til að vitna  – nei; þarna var því eig­in­lega slegið fram að leik­skól­inn væri ein­hvers konar gildra fyrir börn sem ættu rétt á grein­ingu og sér­þjón­ustu  – en væru látin bíða og bíða. Vissu­lega eru dæmin um ósið­lega bið eftir grein­ingum alltof – alltof mörg, en þau eru ekki á ábyrgð leik­skól­ans þar sem fjár­mögnun er á ábyrgð þjón­ustu­kerfa sem leik­skól­inn hefur engin ráð yfir. Sveit­ar­fé­lögin reka skól­ana og rík­is­valdið ber ábyrgð á rekstri heil­brigðis og grein­ing­ar­kerf­anna. Þessum kerfum er stjórnar af póli­tíkusum sem hafa tekið ákvarð­anir um að van­fjár­magna þessi kerfi og þjóna með slíku fremur póli­tískum kreddum frjáls­hyggj­unnar heldur en að sinna brýnum og áríð­andi þörfum barna og fjöl­skyldna sem lenda í vanda. 

Fram­setn­ing þátta­stjórn­enda er með þeim hætti að greini­lega er það mark­mið þeirra að útmála leik­skól­ana og starfs­menn þeirra og stjórn­endur sem ein­hvers konar söku­dólga.

Fræðslu­horn Her­mundar er síðan kap­ít­uli útaf fyrir sig. Eig­in­lega minnir það helst á „fúla fönd­ur­gæj­ann” sem Karl Ágúst lék í Spaug­stof­unni á síð­ustu öld, en hann var alltaf eins og úr takti við raun­veru­leik­ann og eig­in­lega búinn að afskrifa áheyr­endur frá byrj­un. Hverju pró­fess­or­inn hyggst koma til skila er ekki svo aug­ljóst af sam­heng­inu né hvaða erindi það á yfir­leitt. 

Grunn­skól­inn – „Guð minn góð­ur”

Grunn­skól­inn fær ekki burð­uga ein­kunn;  – enda börnin auð­vitað ekki búin að fá neina kennslu af viti að því er ætla mætti. Já og Snævar þurfti t.d. sann­ar­lega að fá sér­kennslu við hæfi á sínum tíma  – um það mundum við ekki deila núna árið 2022  – hvað svo sem við í kenn­ara­liði Odd­eyr­ar­skól­ans sem beint var fingri að vissum árið 1975. Vissu­lega erum við reynsl­unni rík­ari og þekk­ingu okkar á dys­lex­iu, og ADHD hefur fleygt fram. Árið 1985 (einum 10 árum eftir að Snævar útskrif­að­ist úr Odd­eyr­ar­skóla) var hug­takið „lestregða” kynnt fyrir kenn­ara­sam­fé­lag­inu á Norð­ur­landi með grein Guð­rúnar Sig­urð­ar­dóttur sér­kenn­ara í tíma­rit­inu Heim­ili og skóli. Og fimm árum seinna fengu kenn­arar í Barna­skóla Akur­eyrar til að mynda fræðslu­stund um þessa teg­und af náms­vanda­mál­um, grein­ing­ar­leiðir og mögu­leg við­brögð í þjálfun og kennslu í náms­ferð til Hollands og Belg­íu. Frá þeim tíma hefur þekk­ingu okkar og grein­ing­ar­tækni sann­ar­lega fleygt fram  – – og eng­inn ein­asti kenn­ari ætti nú að útskrif­ast úr fag­námi án þess að þekkja dys­lexi og talna­blindu og þekktar grein­ingar og þjálf­un­ar­leiðir auk ann­arra algengra náms­vanda­mála. Afnám sér­greindra rétt­inda kenn­ara til kennslu á ólíkum skóla­stigum hefur því miður stór­aukið hættu á að kenn­arar lendi í að taka að sér verk­efni sem eru veru­lega utan við þekk­ing­ar­svið þeirra og þá gæti vel und­ir­byggð lestr­ar­kennsla orðið meiri til­vilj­unum háð.

Hvort hins vegar rekstr­ar­að­ili skól­ans er til­bú­inn að fjár­magna náms – og þroska­grein­ingar og fjár­magna sér­kennslu eða náms­gögn  – óháð biðlista eftir grein­ing­um  – er svo annað mál og vert að spyrja um. Í lang­flestum til­vikum er það ekki þekk­ing­ar­leysi eða vilja­leysi kenn­ara sem um er að kenna  – þegar börn fá ekki grein­ingu eða við­eig­andi námsúr­ræði  – það eru rekstr­ar­að­ilar í gegn um fjár­veit­ingar og tregðu í stjórn­sýslu og stjórn­enda­teymi þeirra sem er lík­legra að um væri að kenna.

Auð­vitað eru ein­stök, slysa­leg og hörmu­leg dæmi um skóla­vanda­mál og ein­stak­lings­vanda sem siglir í gegn um kerf­ið  – er látið danka  – vegna áhuga­leysis og úrræða­leysis ein­stakra kenn­ara og skóla­stjóra  – en það er meira en hæpið að birta ein­stök dæmi um slík mis­tök og fúsk og túlka þau sem ein­kenn­andi fyrir heilu skóla­stig­in. Slíkt eru auð­vitað ekki vís­indi og varla afsak­an­legt sem mis­tök þátta­stjórn­enda  – því að þeir sem fá dag­skrár­vald í rík­is­út­varpi allra lands­manna verða að geta vitað betur og staðið undir því fag­lega trausti sem slíkum aðgangi að þjóð­arsál­inni fylg­ir.

For­dómar gagn­vart grein­ingum 

Og svo er það grein­ingar barna­geð­lækna og lyfja­notkun við til að mynda ofvirkni. Vissu­lega má spyrja sig hvort marg­földun á lyfja­með­ferð barna með ADHD og ofvirkni sé byggð á góðum gögnum og und­ir­bún­ingi. Eft­ir­lit með fag­legum störfum lækna er til staðar og sjálf­sagt að kalla eftir því að slíku eft­ir­liti sé sinnt, en það verður ekki gert með því að hrópa upp að allir séu bara að fá grein­ingu og það séu bara „allir á ríta­lín­i”  – þetta hafi nú sko ekki verið svona „þegar ég var í skóla.”

Full­yrð­ingum Her­mundar og co og ægi­legum for­dóm­um, sem jaðra við atvinnuróg gagn­vart barna­geð­lækn­um, hefur verið mót­mælt harð­lega m.a. af ADHD fólki sem þekkir til grein­inga og árang­urs af lyfja­með­ferð. 

Áróð­ur  – boðun „réttra lausna”

Já; yfir­bragð þátt­anna og öll fram­setn­ing og val á við­mæl­endum er með þeim hætti að aug­ljóst er að mein­ingin er að koma á fram­færi ein­hvers konar „boðun eða predik­un.” Við blasir að til­teknir póli­tíkusar er leiddir fram aftur og aftur ásamt ein­staka meintum „sér­fræð­ing­um” – og fá að geysa sam­heng­is­laust með dylgjum og aðdrótt­unum um að börnum sé bók­staf­lega ekki sinnt og skól­arnir séu ekki á vetur setj­andi. Jafn­framt er látið eins og nálgun að ein­stak­ling­smiðun í við­fangs­efnum sé alger nýlunda og að „Her­mundur og co” hafi nán­ast fundið upp „hljóð –að­ferð í lestr­ar­kennslu.” 

Auglýsing
Sannarlega getur maður haft alla trú á verk­efn­inu „Kveikjum neist­ann” í Vest­manna­eyj­um. Það er „al­hliða skóla – og upp­eld­is­verk­efni, með sam­fé­lags­stuðn­ingi” sem gömlum og löngu­hættum skóla­stjóra hlýtur að hugn­ast vel – amk. ef mark­miðið er skil­virk ein­stak­ling­smiðun náms­efnis og fram­farir hvers og eins til besta árang­ur­s,  – já; og ekki síður ef sam­á­byrgð for­eldra og stjórn­sýslu er virkjuð jafn­hliða. Bæj­ar­stjór­inn í Vest­manna­eyjum kemur fram með skýra sýn og það virð­ist sem póli­tíkin í bænum hafi skuld­bundið sig til að fóstra (en ekki fjár­magna) þetta 10 ára til­rauna­verk­efni. Já, „til­rauna­verk­efn­i”  – því þetta er ekki „rann­sókn­ar­verk­efni” sam­kvæmt neinum hefð­bundnum skiln­ingi. En ekki er allt sem sýnist; þessi til­högun skóla­verk­efn­is  – með styrk frá hags­muna­að­ilum eins og Sam­tökum Atvinnu­lífs­ins – býr aug­ljós­lega til slag­síðu sem ástæða er til að vera á varð­bergi gagnvart: því seint verða nú SA talin ofur­hlut­laus sam­tök þegar kemur að póli­tík og ágrein­ings­efnum í sam­fé­lag­inu.

Sama hvað;  – 10 ára þró­un­ar­verk­efni verður aldrei í stell­ingum til að skila yfir­fær­an­legri reynslu strax að loknu fyrsta ári – og alls ekki ef engin mæl­ing hefur farið fram til sam­an­burðar eða heið­ar­leg til­raun verið gerð til að meta árang­ur. Þess vegna er þings­á­lykt­un­ar­til­laga Eyj­ólfs Ármanns­sonar þing­manns Flokks fólks­ins um að Alþingi mæli fyrir um kennslu­að­ferð í grunn­skóla  – í besta falli byggð á víð­tæku þekk­ing­ar­leysi – þó lík­legra megi telja að um sé að ræða póli­tíska tæki­fær­is­mennsku. Kenn­ara­sam­fé­lagið má aldrei nokkurn tíma láta það yfir sig ganga að stjórn­mála­menn á Alþingi fái að stíga fram fyrir alla góða fag­þekk­ingu og sér­menntun kenn­ara og skóla­stjóra og mæla fyrir um vinnu­að­ferðir í ein­stökum skól­um  – slíkt væri sam­þykki við fasískum inn­gripum sem græfu um leið undan lýð­ræði í land­inu.

Ábyrgð dag­skrár­stjóra á RÚV – eða „at­vinnuróg­ur”?

Upp­legg og efn­is­tök þátt­anna „Börnin okk­ar” er fyrir neðan allar hell­ur;  – dylgju­kenndar aðdrótt­anir og sam­heng­is­laus boðun eða áróður á ekki heima undir þessu yfir­skini hjá Rík­is­út­varpi allra lands­manna. Gera verður miklu meiri kröfur um fag­mennsku og þekk­ingu á mála­sviði þeirra dag­skrár­stjóra sem fá vald til að setja svo gríð­ar­stóra þátta­seríu á skjái okk­ar. Skóla­starfi og árangri kenn­ara og skóla­fólks hefur verið unnið mein með þessarri fram­setn­ing­u;  – fjöldi kenn­ara hlýtur að sitja eftir með slæma líðan eftir enda nán­ast hvergi að finna jákvæða málsvörn fyrir kenn­ara og skóla­stjóra nema í þessu eina „fagn­að­ar­er­indi þátt­anna” – í Vest­manna­eyj­um.

Þætt­irnir sem RÚV sýndi okkur stað­festa fúsk og umfangs­mikla óvirð­ingu í garð fag­þekk­ingar skóla­stjóra og kenn­ara og fleiri sér­mennt­aðra stétta. Ábyrgðin á dag­skránni er auð­vitað hjá Skarp­héðni Guð­munds­syni fh. RÚV og hafi hann skömm fyr­ir. Afar brýnt er að upp­eldi barna og ung­menna íslensku þjóð­ar­innar fái jákvætt rými í fjöl­miðlum og frið til upp­bygg­ing­ar. Beinn og óbeinn stuðn­ingur við kenn­ara og skóla­stjóra er gríð­ar­lega mik­il­vægur fyrir fram­tíð­ar­vel­ferð og heil­brigði sam­fé­lags­ins  – en umfram allt þarf þó að hvetja og styðja for­eldra í sínu mik­il­væga hlut­verki og efla sam­á­byrgð sam­fé­lags­ins gagn­vart fram­tíð­inni í „börn­unum okk­ar” allra.

Höf­undur er BA-­upp­eld­is­fræð­ingur og með Meist­ara­próf á sviði skóla­stjórn­unar frá UBC í Vancou­ver í Kanada. Hann starf­aði sem kenn­ari og skóla­stjóri og háskóla­kenn­ari/­sér­fræð­ingur lung­ann úr starfsævi sinni, en er nú ekki lengur á vinnu­mark­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar