Sköpum sátt um sjávarútveg

Þau ár sem útgerðin hefur greitt þjóðinni málamyndagjald fyrir veiðiréttinn hafa útgerðarmenn aldrei lagt fram nein sáttaboð til þess að friður ríkti um atvinnugreinina, skrifar Bolli Héðinsson hagfræðingur.

Auglýsing

Ef útgerð­ar­menn eru inntir eftir því hvernig þeir væru reiðu­búnir að koma til móts við þjóð­ina til að skapa sátt um sjáv­ar­út­veg verður fátt um svör. Jafn­vel ein­föld kerf­is­breyt­ing á inn­heimtu veiði­gjalds er ekki til umræðu af útgerð­ar­innar hálfu. Hafa verður í huga að veiði­gjald er ekki skattur heldur afnota­gjald eða leiga, af eign ann­arra, í þessu til­viki þjóð­ar­inn­ar. Með sama hætti og þeir sem leigja hús­næði greiða leigu fyrir afnot af hús­næð­inu þá ber útgerð­inni að greiða þjóð­inni gjald fyrir afnot af eign þjóð­ar­inn­ar. Þetta hefur ekk­ert með skatt­heimtu að gera frekar en húsa­leiga eða hver önnur leiga.

Auglýsing

Þau ár sem útgerðin hefur greitt þjóð­inni mála­mynda­gjald fyrir veiði­rétt­inn hafa útgerð­ar­menn aldrei lagt fram nein sátta­boð til þess að friður ríkti um atvinnu­grein­ina. Á sama tíma hika þeir ekki við að greiða hver öðrum háar fjár­hæðir fyrir afnota­rétt hvers ann­ars af þjóð­ar­eign­inni. Út frá sjón­ar­miði útgerð­ar­innar er þetta skilj­an­legt. Þeirra fram­lag til sáttar er í besta falli að brosa út í annað um leið og þeir hugsa:

Því skyldum við gefa eitt­hvað eft­ir? Við erum með nokkra stjórn­mála­flokka í vas­anum sem munu alltaf sjá til þess að við höldum öllu því sem við erum með núna og fáum meira í okkar hlut síðar ef eitt­hvað er.

Þannig hefur fjöldi sátta­viljugra ein­stak­linga og sam­taka komið fram með hug­myndir sem myndu koma útgerð­inni vel og skapa hina nauð­syn­legu sátt. Þeim hug­myndum hefur hvorki verið gaumur gef­inn af útgerðum né stjórn­völd­um. Útgerð­inni er í raun alveg sama og allt tal þeirra um nauð­syn­lega sátt í sjáv­ar­út­vegi er mark­leysa.

Fræði­menn á þessu sviði hafa sett fram hug­myndir sem ættu að geta stuðlað að sátt en fram­lag þeirra hefur verið virt að vettugi bæði af stjórn­völdum og útgerð­ar­mönnum eins og að ofan er rak­ið. Hug­mynd þeirra er ein­föld og hróflar alls ekki við afkomu útgerða frekar en til­lögur Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar um árlegt afla­há­mark geta gert. Í sem stystu máli gengur hug­mynd þeirra út á að allar útgerðir fái árlega úthlutað 90-95% þeirrar afla­hlut­deildar sem þeir höfðu árið áður. Ef við miðum við 95% þá er aðferðin þessi:

  • Allir sem fengu úthlutað 100% afla­heim­ild á fyrra fisk­veiði­ári fá 95% af því sama úthlutað á nýju fisk­veiði­ári. Þetta end­ur­tekur sig svo árlega, 95% úthlutun til allra útgerða af afla­heim­ild fyrra árs.
  • Þau 5% af heild­ar­afla sem eftir standa á hverju ári eru boðin til úthlut­unar sam­kvæmt vand­lega útfærðri útboðs­leið.
  • Þessu fyr­ir­komu­lagi verður ekki hnekkt af dóm­stólum vegna þess hversu hægt er farið í sak­irn­ar.
  • Ekki er ástæða til að ótt­ast að of miklar afla­heim­ildir safn­ist á fáar hendur þar sem lög í land­inu banna slíkt og þeim lögum þarf ein­fald­lega að fram­fylgja.
  • Nýliðun í útgerð verður auð­veld­ari með gegn­sæju kerfi byggðu á jafn­rétt­is­grund­velli.
  • Með árlegu útboði á 5% heild­ar­afla­heim­ilda má líkja því við afskrift hjá ein­stökum útgerðum sem er sam­bæri­leg öðrum afskriftum útgerð­ar­inn­ar.

Hér skiptir mestu máli „vand­lega útfærð útboðs­leið“. Þannig má t.d. haga útboðum með þeim hætti að allir sem bjóða og fá kvóta greiði sama verð; lægsta verði sem tekið var. Smá­út­gerð sem bráð­vantar kvóta og býður því hátt verð þarf því ekki að ótt­ast að þurfa að greiða meira en aðr­ir. Þessi aðferð er alþekkt og þraut­reynd í fag­legum útboð­um. Til­högun útboðs­ins skiptir öllu máli og mik­il­vægt að hafa í huga að slíkt útboð á lítið skylt við önnur algeng útboð sem menn kunna að þekkja til og hafa jafn­vel sjálfir tekið þátt í.

Þannig munu Fær­ey­ingar hafa úthlutað ein­hverjum afla­heim­ildum og kallað fram­kvæmd­ina „upp­boð“ en eftir lýs­ingum að dæma var sú aðgerð öll í skötu­líki og frá­leitt að hægt sé að miða við hana sem raun­hæfan val­kost. Það er ekki nóg að gefa hlut­unum nafn og segj­ast þá hafa fram­kvæmt það sem í nafn­inu ætti að vera fólg­ið. Fram­kvæmd útboða tak­mark­aðra almanna­gæða á borð við fisk­veiði­auð­lindar er sér­stök fræði­grein og Nóbels­verð­laun voru veitt fræði­mönnum á því sviði á síð­asta ári.

Meðfylgjandi mynd sýnir endurúthlutun á 95% aflamarks fyrra árs til einstakrar útgerðar. Vilji útgerðin halda í allar þær aflaheimildir sem hún hafði árið áður þá tekur hún þátt í útboðinu og sækist eftir að fá þau 5% sem hana ella mundi vanta til að njóta sama aflamarks og árið áður.

Ein­stakar útgerðir

Fyrir ein­stakar útgerðir liti dæmið þannig út að ef þeir sætta sig við að halda 95% þess sem þeir öfl­uðu árið á undan þá bjóða þeir ekki í þau 5% sem boðin verða út árlega. Þannig verður þetta ár frá ári og ef útgerðir taka ekki þátt í árlegum útboðum á 5% heild­ar­afla þá drag­ast afla­heim­ildir þeirrar útgerðar smátt og smátt sam­an. Útgerð sem kaupir í útboði 5% á hverju ári við­heldur óbreyttri 100% afla­hlut­deild svo lengi sem hún kýs. Með þeirri til­högun sem hér er kynnt kemur tíma­bind­ing afla­heim­ild­ar­innar af sjálfu sér.

Aðrar aðferðir

Sú leið sem kynnt er hér að framan er hlut­falls­leg. Grund­völlur hennar er afla­heim­ild hverrar útgerðar frá fyrra ári. For­sagan skiptir engu máli, hvort hluta heim­ild­anna var aflað fyrir fimm árum eða bara í fyrra. Þar með er allt utan­um­hald útgerðar og hins opin­bera sára ein­falt og fram­kvæmdin um leið.

Í umræðu hafa líka verið svo­kall­aðar línu­legar fyrn­ing­ar. Það merkir að kvóti sem aflað er rýrnar um 5% af upp­haf­legri stærð sinni. Hver útgerð þarf þá að halda utan um 20 gerðir afla­heim­ilda eftir aldri þeirra. Þetta eykur skrif­finnsku og ekki síst gerir allan eft­ir­markað með afla­heim­ildir afar rugl­ings­leg­ar. Til að skapa megi sátt um sjáv­ar­út­veg er ein­fald­leiki, skilj­an­leiki og gegn­sæi aðferð­ar­innar sem notuð er við úthlutun afla­heim­ilda sem skiptir mestu til að eyða tor­tryggni.

Nýliðun

Það fyr­ir­komu­lag sem hér er lýst gefur nýliðum færi á bjóða árlega í fisk­veiði­heim­ildir og þeim þannig gert kleift að byggja sig upp frá ári til árs. Nýliðar geta treyst því að fram­hald verði á útboð­unum og alltaf verði efnt til útboðs um sama hlut­fall heild­ar­afla­marks­ins t.d. 5% eins og hér hefur verið gert ráð fyr­ir.

Í dag eru nýliðar und­ir­seldir því að geta aðeins keypt kvóta af útgerð­ar­mönnum sem fyrir eru í grein­inni og sá kvóti er yfir­leitt ein­göngu til eins árs í senn, verð­lagn­ing á honum ógegnsæ og verð langt ofan við það sem þeir gætu vænst ef fram færi árlegt vand­lega útfært opin­bert útboð sem sýndi með gagn­sæjum hætti verð­myndun afla­marks­ins.

Ein­fald­leiki – fyr­ir­sjá­an­leiki

Þessi ein­falda leið sem hér hefur verið stungið upp á auð­veldar til muna álagn­ingu veiði­gjalda sem nú eru lögð á með aðferðum sem er aðeins á færi fáeinna inn­múr­aðra og inn­vígðra sér­fræð­inga að skilja. Auk þess að vera flóknar og breyt­an­legar frá ári til árs þá byggir álagn­ingin núna á upp­lýs­ingum frá liðnum tíma.

Ein­stakar útgerðir þekkja eigin rekstur betur en nokkur annar og vita því lang­best hvað þeir geta leyft sér að bjóða í mikið magn og við hvaða verði í þau 5% heild­ar­afla næsta fisk­veiði­árs sem boðin verða út. 95% af úthlutun fyrra árs fá útgerð­irnar sjálf­krafa í sinn hlut. Hvort sú fjár­hæð sem inn­heimt­ist með þessum hætti verður meiri eða minni en það sem útgerð­irnar greiða nú verður að koma í ljós. Að minnsta kosti er fyr­ir­sjá­an­leiki útgerð­anna meiri en nú er og úthlutun á sér stað með gegn­særri aðferð á jafn­rétt­is­grund­velli.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar