Skrokkalda – þúfan undir hlassinu

Soffía Sigurðardóttir
landsvirkj12.jpg
Auglýsing

Af hverju leggur virkjana­geir­inn svona mikla áherslu á að fá Skrokköldu­virkjun inn í nýt­ing­ar­flokk Ramma­á­ætl­un­ar? Það er af því þeir hafa fyrir löngu síðan leysa barna­skóla­gát­una: Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu!

Skrokkalda er litla þúfan sem á að velta stóra hlass­inu, fleiri virkj­unum á mið­há­lend­inu sem tengj­ast skulu inn á nýja raf­línu yfir hálendið og upp­byggðum vegi til að þjóna virkj­un­un­um. Jarð­gufu­virkj­anir við Hágöngu­lón, vatansafls­virkjun við Skrokköldu, Sprengisands­lína og upp­byggður vegur yfir Sprengisand, eru óað­skilj­an­legar fram­kvæmd­ir. Engin ein þeirra verður án hinna, þar er allt eða ekk­ert. Þessi full­yrð­ing er hvorki upp­hrópun né sam­sær­is­kenn­ing, heldur nið­ur­staða af því að skoða Skrokköldu­virkjun í sam­hengi við aðrar virkj­anir sem nú eru á Þjórs­ár-­Tungnár­svæð­inu og þau áform til við­bótar  sem kynnt hafa ver­ið. Svona var þetta Virkj­ana­svæðið sem hér um ræðir nær frá suð­aust­ur­hluta Hofs­jök­uls að vest­ur­hluta Vatna­jök­uls, sunnan vatna­skila milla áa sem falla til norð­urs og suð­urs. Burðaráin á þessu svæði er Þjórsá, lengsta á lands­ins, sem á upp­tök í Bergvatns­kvísl Þjórsár á Norð­ur­landi, en lang mest af vatni hennar kemur frá aust­an­ og sunn­an­verðum Hofsjökli. Um marg­um­rædd Þjósár­ver falla kvíslar frá Hofsjökli á leið sinni út í Þjórsá. Í Þjórsá safn­ast síðan aðrar ár og vatn sem fellur til á þessu flæmi.

Fyrst er að telja Fjórð­ungskvísl, sem flytur jök­ul­vatn frá Tungna­fellsjökli og beint vestur í Þjórsá. Síðan eru Kvísla­vötn, sem safna í sig úrkomu af stóru svæði og höfðu nátt­úru­legt afrennsli út í Þjórsá. Frá Vatna­jökli kemur Kalda­kvísl úr Von­ar­skarði, milli Tungna­fells­jök­uls og Vatna­jök­uls, flytur vatn úr vest­an­verðum Vatna­jökli og safnar í sig fleiri og styttri jök­ulám, svo sem Sveðju sem kemur úr krika við Ham­ar­inn. Í Köldu­kvísl féll líka afrennsli Þór­is­vatns, til norð­urs um Þór­isós. Frá suð­vest­an­verðum Vatna­jökli kemur svo Tungná, sem segja má að renni á skilum meg­in­eld­stöðv­anna Bárð­ar­bungu og Torfa­jök­uls að Fjalla­baki. Kalda­kvísl fellur svo út í Tungná rétt áður en Tungná rennur út í Þjórsá.

Auglýsing

Svona hefur þessu verið breytt. Fyrsta virkj­unin á svæð­inu og sú neðsta var Búr­fells­virkj­un, sem tekin var í notkun árið 1969 og sú yngsta er Búð­ar­háls­stöð, sem tekin var í notkun árið 2014. Aðrar virkj­anir eru Sig­öldu­stöð, Hraun­eyja­foss­stöð, Sult­ar­tanga­stöð og Vatns­fells­stöð, sex stöðvar alls. Fyrir þessar virkj­anir hefur verið ráð­ist í gríð­ar­mikla vatna­flutn­inga á öllu þessu svæði. Kvísla­veitur ganga út á það að safna vatni frá nyrsta hluta Þjórs­ár, þar með tal­inni Fjórð­ungskvísl, og veita því út í Kvísla­vötn, stífla afrennsli Kvísla­vatna, sem var til Þjórs­ár, og veita þeim með skurðum og far­vegum til aust­urs um Ill­uga­ver og út í Köldu­kvísl.

Þór­is­vatn var blátt fjalla­vatn með eigin sil­ungs­stofni. Engar ár falla í Þór­is­vatn en miklar lindir eru í Aust­ur­botni, en svo nefn­ist “þum­al­l­inn” á Þór­is­vatni. Eina útfallið úr Þór­is­vatni var um Þór­isós til norð­urs út í Köldu­kvísl. Þór­is­vatni breytti Lands­virkjun í miðl­un­ar­lón (sjá: vatna­svið Vatns­fells­stöðv­ar, á vef Lands­virkj­unar) fyrir virkj­anir sín­ar.

Til þess var Þór­isós stíflaður og grafið út úr vatn­inu til suð­urs í stað­inn og síðar var Vatns­fells­stöð gerð til að virkja það útfall. Vatni til söfn­unar og miðl­unar var síðan veitt inn í Þór­is­vatn með því að reisa stíflu norðan Þór­is­vatns, við Sauða­fell, og hækka með henni far­veg Köldu­kvíslar svo hægt væri að veita henni inn í Þór­is­vatn. Kvísla­veitur koma inn í Köldu­kvísl fyrir ofan Sauða­fellslón og bæt­ast því við það sem Kalda­kvísl ber í Þór­is­vatn. Við þetta breytt­ist Þór­is­vatn úr blá­vatni í jök­ul­vatn, nema rétt nyrsti hluti Aust­ur­botns, og nátt­úru­legur sil­ungs­stofn vatns­ins féll. Þór­is­vatn var næst stærsta stöðu­vatn lands­ins, en nær að verða stærra en Þing­valla­vatn þegar það er fullt.

Ofar í Köldu­kvísl, við Hágöng­ur, reisti Lands­virkjun tvær litlar stíflur og tókst með þeim að búa til miðl­un­ar­lónið Hágöngu­lón. Það lón nær í sínum hæstu hæðum að skáka Mývatni að stærð. Undir Hágöngu­lóni var drekkt háhita­svæði og þeirri gróð­ur­vin sem þreifst í nábýli þess á ann­ars örfoka mið­há­lend­inu.

Stífla var reist við Sig­öldu­foss í Tungná og búið þar til Krókslón, sem tekur einnig við vatn­inu úr Þór­is­vatni eftir Vatns­fells­stöð. Þaðan er veitt í Sig­öldu­stöð og úr henni beint út í Hraun­eyja­lón sem gert var með annarri stíflu í Tungná, við Hraun­eyja­foss, og þar reist Hraun­eyja­stöð. Nú rennur vatnið úr Hraun­eyja­stöð beint út í nýjasta lón­ið, Sporð­öldu­lón, sem nær yfir ármót Tungnár og Köldu­kvísl­ar. Þaðan er vatn­inu veitt um jarð­göng undir Búð­ar­háls og inn í Búð­ar­háls­stöð, sem stendur á bakka Sult­ar­tanga­lóns í Þjósá. Þar með er vatn­inu sem fangað var í Kvísla­veitum skilað aftur inn í Þjósá, eftir langan úti­dúr.

Sult­ar­tanga­virkjun er næst neðst í virkj­ana­röð­inni. Fyrir hana var Þjórsá stífluð neðan ármót­anna við Tungná og vatn leitt um göng niður í Sult­ar­tanga­stöð. Þaðan er því veitt í opnum skurði í átt að Búr­felli og hluti þess leiddur til Búr­fells­stöðv­ar, um Bjarn­ar­lón sem er inn­takslón stöðv­ar­inn­ar.

Eftir það fellur Þjórsá óáreitt til sjáv­ar, ­ enn­þá.

Í LSD vímu á hálend­inu



Sú virkj­ana­keðja sem að framan er lýst, byggir á grunn­hug­myndum sem eru ára­tuga gamlar og hefur ekki verið lokið við enn­þá. Lang Stærsti Draum­ur­inn, LSD, gerir ráð fyrir miðl­un­ar­lóni sunnan Hofs­jök­uls og flutn­ingi þess vatns frá Þjórsá í gegnum Kvísla­veitur til Þór­is­vatns og þaðan áfram niður virkj­ana­keðj­una, enda nær vatnið inn í Þjórsá aftur fyrir efstu virkj­un­ina í ánni, sem er Sult­ar­tanga­virkj­un. Einnig voru í þessum LSD áformum miðl­un­ar­lón í Tungná, til móts við Snjó­öldu og Veiði­vötn og Bjalla­virkjun til við­bótar á leið að Krókslóni, við Bjalla­vað þar sem Friðland að Fjalla­baki byrj­ar. Öll þessi áform hafa verið lögð fyrir Ramma­á­ætl­un.

Viða­mest í þessum áformum er söfn­un­ar­lónið sunnan Hofs­jök­uls, Norð­linga­öldu­veita, sem teygir sig inn í Þjórs­ár­ver. Fyrstu áform um hana voru gríð­ar­stórt lón, en með auk­inni tækni í land­mæl­ingum minnk­aði lónið tölu­vert. Lónið fékk fyrst grænt ljós 1981, en mætti síðar harðri and­stöðu meiri­hluta sveita­stjórnar Gnúp­verja­hrepps og fór í úrskurð­ar­ferli þar sem Jón Sig­urðs­son var settur ráð­herra í verk­ið. Þarna mun­aði litlu að Norð­linga­öldu­veitu yrði hrint í fram­kvæmd. Ein­örð afstaða odd­vita og meiri­hluta Skeiða­ og Gnúp­verja­hrepps, ásamt auk­inni virkni umhverf­is­vernd­ar­fólks eftir Kára­hnjúka­fram­kvæmd­irn­ar, stöðv­uðu þau áform í bili.

And­staðan við lón Norð­linga­öldu­veitu réðst einkum af tvennu, vernd sér­stæðrar nátt­úru í Þjórs­ár­verum og ótta við sand­fok af bökkum breyti­legs yfir­borð lóns­ins. Í þeim slag var líka tek­ist á um efsta hluta Kvísla­veitna, þar sem áform voru uppi um að koma fyrir seti sem dælt væri upp úr lón­un­um, þar sem í þeim yrði ann­ars mikil aur­söfnun sem rýrði gildi þeirra hratt. Vernd stór­feng­legra fossa í Þjórsá hefur fengið aukið vægi eftir því sem fólk hefur kynnst foss­un­um. Síð­asta útfærslan á Norð­linga­öldu­veitu er mun minna lón, nán­ast inn­takslón fyrir miðlun um göng yfir í Köldu­kvísl og áfram í Þór­is­vatn. Hin mikla áhersla sem Lands­virkjun leggur á Norð­linga­öldu­veitu er til að fá aukið vatns­magn í Þór­is­vatn, en ekki hefur tek­ist að fylla það und­an­farin ár. Þór­is­vatn er stærsta og mik­il­væg­asta lón Lands­virkj­unar á öllu virkj­ana­svæð­inu.

Mikið vill meira



Í LSD áformunum var gert ráð fyrir miðl­un­ar­lóni við Hágöng­ur, en ekki jarð­hita­virkj­unum þeim sem nú kall­ast Hágöngu­virkjun I og II. Þegar háhita­svæð­inu við Hágöngur var sökkt undir lón, fuss­aði Lands­virkjun yfir hug­myndum um að virkja háhit­ann þar, því þeir sér­hæfðu sig í virkjun vatns­afls en ekki jarð­hita. Afar óhægt þótti líka um vik að manna og starf­rækja háhita­virkjun uppi á snjó­þungu mið­há­lend­inu. Svo fleygir tækn­inni fram og hnatt­ræna hlýn­unin boðar snjó­létt­ari vet­ur. Lands­virkjun var því fljót að setja upp rann­sókn­ar­stöð sem kannar jarð­hit­ann á svæð­inu og fýsir nú að virkja hann.

Nú er ætl­unin að ská­bora undir lónið til að kom­ast í háhit­ann undir því. Til þess þarf að koma gríðar stórum bor inn á svæðið og núver­andi vegir bera ekki þann flutn­ing. Háhita­virkjun þarf jafna keyrslu öllum stundum og mönnun allt árið. Til þess þarf að byggja veg að virkj­un­inni sem best upp úr snjó, því hann þarf að vera fær allt árið. Síð­ast liðin tvö ár hefur Lands­virkjun unnið að vali á vegstæði, kostn­að­ar­út­reikn­ingum á því og und­ir­búið að fara með veg­inn í umhverf­is­mat. Hágöngu­virkjun á að stað­setja á Sveðju­hrauni, austan við Hágöngu­lón. Veg­ur­inn þangað þarf að vera upp­byggð­ur, með sker­ingum og fyll­ing­um, fara fyrst eftir nýja Sprengisands­veg­in­um, en sveigja síðan til aust­urs, norð­ur­fyrir Hágöngu­lón og suður með því aust­an­verðu að virkj­un­inni í Sveðju­hrauni. Án þessa vegar er ekki einusinni hægt að koma fyrir bor fyrir til­rauna­holu, hvað þá meira.

Girni­leg­asti bit­inn



Vandi Lands­virkj­unar liggur ekki í því hvernig eigi að brytja fíl­inn, heldur á hvern hátt eigi að reiða fram bit­ana til að dekstra þeim ofan í krakka­ormana, umhverf­is­vernd­ar­fólk og stjórn­mála­menn.

Fyrsti bit­inn er að koma svæð­inu í nýt­ing­ar­flokk Ramma­á­ætl­un­ar. Án þess getur ekk­ert frekar gerst. Hamrað er á að nýt­ing­ar­flokkur sé ekki fram­kvæmda­leyfi, því áður en til þess komi þurfi að fara fram umhverf­is­mat og frek­ari rann­sóknir á svæð­inu. Þess vegna er sagt ástæðu­laust fyrir stjórn­ar­and­stöð­una að ganga af göfl­unum út af Ramma­á­ætl­un. Annar bit­inn er að fá rann­sókn­ar­leyfi. Fyrir þeim fram­kvæmdum sem ráð­ast þarf í til að fram­kvæma rann­sókn­irnar þarf auð­vitað umhverf­is­mat, en það tekur til veiga­minni þátta en umhverf­is­matið fyrir virkj­un­ina sjálfa. Ennþá verður sagt ekk­ert til að æsa sig yfir, þetta er jú ekk­ert fram­kvæmda­leyfi.

Þegar kemur að því að biðja um fram­kvæmda­leyfi fyrir virkj­un­inni, þarf ekki að setja veg­inn í umhverf­is­mat af því hann verður þegar kom­inn og mat á röskun svæð­is­ins verður aðeins mat á þeirri röskun sem bæt­ist við frá rann­sókn­ar­ferl­inu. Slík við­bót verður varla til­efni til æsinga held­ur.

Vanda­mál Lands­virkj­unar er að fólk er farið að sjá heild­ar­bit­ana í pott­inum og vill ekki láta plata þeim uppí sig einum í einu. Því er ráð­ist í að fram­reiða annan pott­rétt. Litli bit­inn Skrokkalda er auka­af­urð í Mið­há­lend­is­á­formun­um. Hún byggir á því að virkja fallið frá Hágöngu­lóni að Þór­is­vatni. Búið er að búa fal­legar um mann­virkið en fyrst var kynnt, virkj­unin er felld inn í Skrokköldu og að henni liggja pen göng og frá­rennsli út í Kvísla­vatn, sem skilar vatn­inu tím­an­lega aftur inn í Köldu­kvísl fyrir Þór­is­vatn. Svo skemmir hún ekki Eyrarós­ar­gil­ið, að sögn. Það þarf greini­lega öfgaum­hverf­is­vernd­ar­sinna til að finn­ast þetta ekki krútt­legt. Þetta er girni­legur fyrsti biti.

Lítið gagn er að virkj­un, nema hægt sé að koma orkunni frá henni. Til þess þarf sumsé raf­línu. Hún kemur frá Lands­neti og er sér fram­kvæmd sem alls ekki á að blanda saman við umhverf­is­matið fyrir Skrokköldu­virkj­un. Að virkj­un­inni þarf bættan veg og það er Vega­gerð­ar­innar að fá umhverf­is­mat fyrir hann, sem ekki má heldur blanda saman við fjar­skildar fram­kvæmd­ir.

Þessi krútt­lega Skrokköldu­virkjun verður aðeins 35 MW að afli, með orku­getu upp á 260 GWh/ár. Hvernig getur það svarað kostn­aði að ráð­ast í þessar fok­dýru fram­kvæmdir með vegi og raf­línum langar leiðir upp á erfitt hálendið fyrir svo litla orku? Ekki!

Alein­asta ástæðan fyrir því að ráð­asta í Skrokköldu­virkjun er að hún passar inn í heild­ar­mynd­ina með Hágöngu­virkj­un­um, Sprengisands­línu og nýjum Sprengisands­vegi. Virkj­an­irnar verða ekki mögu­legar án upp­byggðs vegar og þær verða ekki hag­kvæmar nema þær fái Sprengisands­línu. Þær bæta líka hag­kvæmni Sprengisands­línu og eru eina rétt­læt­ingin fyrir því að ráð­ast í fok­dýran Sprengisands­veg. Allir þessir þættir þurfa hver á öðrum að halda, eng­inn þeirra stendur einn án hinna.

Skrokköldu­virkjun er þannig litla þúfan sem á að velta þessu þunga hlassi af stað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit