Sólmyrkvi bannaður af trúarástæðum

Ragnar Þór Pétursson
16686343069_dd942f3e60_c.jpg
Auglýsing
Sjö ára gömul stúlka í London eyddi klukku­tíma í að föndra ​gat­vörpu heima hjá sér dag­inn fyrir sól­myrk­vann í síð­ustu viku. Þegar hún kom í skól­ann komst hún að því að skóla­stjór­inn hafði ákveðið að öll börnin myndu horfa á við­burð­inn í beinni netút­send­ingu. Eng­inn mætti fara út. Þegar hún kom heim og sagði föður sínum frá þessu þótti honum þetta und­ar­legt og þegar farið var fram á skýr­ingar sagði skóla­stjór­inn að ástæð­urnar væru „trú­ar- og menn­ing­ar­leg­ar“. Hann hefði orðið þess áskynja í aðdrag­anda myrk­vans að ein­hverjir nem­endur við skól­ann hefðu þannig menn­ing­ar­legan bak­grunn að þeim stæði ógn af því að horfa á sól­myrkva. Þar sem skól­inn væri fjöl­menn­ing­ar­legur og legði sig fram um að mæta fólki hefði verið tekin ákvörðun um að börnin horfðu á myrk­vann gegnum tölvu, það væri enda næstum það sama. Svo hefði líka verið skýjað – svo þetta hefði verið betra svona. Nokkur umræða varð um málið í Bret­landi eins og við er að búast. Flestum þykir að hér hafi skóla­stjór­inn farið hressi­lega yfir strik­ið. Ofur­við­kvæmni sem þessi sé skað­leg, jafn­vel þótt hún spretti í grund­vall­ar­at­riðum af góðum hug. Það að meina börnum að horfa á nátt­úru­fyr­ir­bæri, hugs­an­lega það eina af þessu tagi sem þau koma til með að upp­lifa sem börn, geti ekki verið rétt­læt með því að til séu menn­ing­ar­kimar sem enn standi ógn af nátt­úr­unni. Víkur þá sög­unni til Reykja­vík­ur.

Vildu vekja skóla­kerfið til með­vit­undar

Fyrir all­löngu sagði Sævar Helgi Braga­son mér frá því að hann og félagar hans í Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lag­inu vildu nýta kom­andi sól­myrkva til að vekja skóla­kerfið til með­vit­undar um undur nátt­úr­unn­ar. Til þess að það tæk­ist þyrfti helst að kaupa og flytja inn sól­myrkvagler­augu svo að þau börn, sem mögu­leika ættu á, gætu séð myrk­vann með eigin aug­um. Að auki var farið að leita leiða til að sjón­döpur börn eða blind gætu upp­lifað það sem væri að ger­ast.
Næst þegar ég heyrði í Sæv­ari var hann satt að segja í nokkru upp­námi. Hann og félagar hans höfðu afráðið að þeir yrðu að bera alla áhætt­una af framtakinu.
Ég heyrði aftur í Sæv­ari nokkru seinna. Málið ætl­aði að reyn­ast erfitt. Hann hafði gengið milli fólks og stofn­ana til að fá styrki en eng­inn vildi styrkja. Aðeins einn ferða­þjón­ustu­að­ili hafði lagt til pen­inga en það kom kannski helst til af því að hann hafði um langa hríð haft mik­inn metnað til að nýta stjörnu­him­in­inn í ferða­mennsk­unni og var þess vegna í góðu sam­bandi við Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lagið og Sæv­ar til að byrja með. Næst þegar ég heyrði í Sæv­ari var hann satt að segja í nokkru upp­námi. Hann og félagar hans höfðu afráðið að þeir yrðu að bera alla áhætt­una af fram­tak­inu. Þeir þyrftu hrein­lega að panta gler­augun á eigin reikn­ing og gæta þess að nóg yrði umfram til að hægt væri að selja almenn­ingi gler­augu til að fjár­magna gjöf­ina. Það þýddi að síð­ustu helg­arnar fyrir myrk­vann fóru í að vinna launa­laust við að selja gler­augu á fjöl­förnum stöðum á meðan virku dag­arnir færu í að koma gjöf­unum til skól­anna. Það sem hryggði Sævar var að þótt lang­flestir tækju söl­unni afar vel og styddu jafn­vel rausn­ar­lega við fram­takið þá var nokk­ur hópur sem sýndi und­ar­leg við­horf, reyndi að prútta niður verð­ið, spurði hvort ekki væri einhvern­veg­inn hægt að horfa ódýr­ara eða ókeypis á myrk­vann eða fann að því að verið væri að standa í því að gefa börn­unum gler­aug­un. „Þetta mun aldrei virka.“ sagði ein kona sem kynnti sig sem kenn­ara. „Meiri­hluti krakk­anna hefur engan áhuga á svona lög­uð­u.“

Svo fór bolt­inn að rúlla

Ég fann síðan hvernig verk­efn­inu óx ásmeg­in. Fjöl­miðlar sköp­uðu stemmn­ingu og þótt veð­ur­spár væru tví­sýnar mynd­að­ist mik­ill hiti fyrir sól­myrk­v­an­um. Nú byrj­aði fjörið hjá Stjörnu­fé­lögum fyrir alvöru. Skyndi­lega vildu allir gler­augu. Ferða­þjón­ustan vakn­aði og leik­skól­unum fannst nú ekki nóg að fá nokkur gler­augu svo hægt væri að láta börnin skipt­ast á. Eftir því sem spennan varð meiri varð ofs­inn líka meiri. Fólk fór að hringja í Sævar með heimtu­frekju. Ein­hverjir reyndu að kaupa gler­augun af skól­um. Og eins og Sævar hefur sjálfur sagt frá gengu lætin nærri hon­um. Hann var auð­vitað orð­inn örþreyttur eftir margra vikna lát­lausa vinnu­törn. Að þurfa að láta yfir sig ganga leið­indi og heimtu­frekju; þurfa að hlusta á ásak­anir og heift, var bara einum of mik­ið. Nema hvað. Sól­myrk­vinn kom og fór. Meir­hluti lands­manna upp­lifði hann við bestu skil­yrði. Grunn­skólar tæmd­ust og börnin stóðu í hnapp úti á skóla­lóðum og horfðu til him­ins. Fyrir mörgum var myrk­vinn eflaust til­komuminni en þeir höfðu búist við, sér­stak­lega eftir hæpið vik­una á und­an. En hann var raun­veru­leg­ur. Raun­veru­leg upp­lifun af sjald­gæfu nátt­úru­legu fyr­ir­bæri. Og sól­myrkvagler­augun voru til áminn­ingar um það. Að standa á kúlu í óra­víddum geims­ins og sjá tunglið rúlla í veg fyrir sól­ina er stór­kost­legur við­burð­ur, hvort sem maður áttar sig á því strax eða ekki.
Hér er gott að hafa í huga að þótt sól­myrk­vinn hafi verið á daga­tal­inu árum og ára­tugum saman hafði Reykja­vík­ur­borg ekki uppi neinar fyr­ir­ætl­anir um að nýta hann í kennslu.
Fæst börn hafa nokkru sinni séð hnatt­lögun sólar þar sem hún skín í öllu sínu veldi. Til þess er hún of sterk. Barn sem á sól­myrkvagler­augu getur horft til sólar hvenær sem hún sést og séð hana. Bara það eitt að sjá hversu stór hún er í raun og veru er upp­lifun sem ill­mögu­legt er að koma til skila í gegnum netút­send­ingu.

Talið berst að Reykja­vík­ur­borg

Í hvert skipti sem ég heyrði í Sæv­ari barst talið fyr eða seinna að Skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar. Þótt Sævar hefði frá upp­hafi verið viss um að á end­anum tæk­ist að gefa reyk­vískum börnum gler­augu virt­ist það vera stór­mál. Ein­fald­lega vegna þess að allt benti til þess að í Reykja­vík væri sterk til­hneig­ing til að meina börnum að horfa á sól­myrk­vann af „trú­ar- og menn­ing­ar­leg­um“ ástæð­um. Til að tryggja ítrasta hlut­leysi í öllum sköp­uðum málum hefur borgin sett sér og öllum starfs­stöðum sínum reglur um að ekki megi gefa börnum gjafir eða láta þau upp­lifa neitt sem getur virkað umdeil­an­legt á ein­hvern hátt. Þá þarf að gæta þess í hví­vetna að börn megi ekki verða neyt­endur og aug­lýs­ingar eða merkja­vörur eru strang­lega bann­að­ar. Hér er gott að hafa í huga að þótt sól­myrk­vinn hafi verið á daga­tal­inu árum og ára­tugum saman hafði Reykja­vík­ur­borg ekki uppi neinar fyr­ir­ætl­anir um að nýta hann í kennslu. Skól­arnir höfðu hvorki fengið fyr­ir­mæli né fjár­heim­ildir til að kaupa sól­myrkvagler­augu. Þeir hefðu því verið full­kom­lega van­búnir hinu góða skyggni sem svo varð. Þá hefðu skól­arnir haft tvo kosti: Að senda börnin út á eigin ábyrgð með stöku rafsuðu­gler, þrí­vídd­ar­gler­augu eða heima­gerðar gat­vörpur þar sem ein­hverjir hefðu nær örugg­lega freist­ast til að skemma í sér augun – eða að banna börn­unum að fara út meðan sól­myrk­vinn gekk yfir og láta þau horfa á hann gegnum tölvu. Að end­ingu var Sævar neyddur til að þykj­ast gefa Reykja­vík­ur­borg gler­aug­un. Öðru­vísi væri ekki hægt að taka við þeim. Það er áhuga­vert að hugsa til þess hvað hefði gerst ef ekki hefði verið hlaupið að duttl­ungum borg­ar­kerf­is­ins og skól­unum þar hefði ein­fald­lega verið sleppt. Ég held að stöku stjórn­mála- og emb­ætt­is­maður megi prísa sig sæla að svo fór ekki. Glamp­andi sól og öll börn í lands­hlutanum úti að horfa á sól­ina nema þau reyk­vísku sem fylgd­ust með í gegnum Snapptjatt. Ég er hræddur um að það hefði hitnað undir ein­hverj­um. Þar sem frétta­menn töl­uðu við Sævar eftir sól­myrk­vann hafði hann ekki lengur neinu að tapa. Hann skor­aði því á skóla­stjóra í Reykja­vík til að gefa börn­unum gler­aug­un. Gjöfin hefði verið til þeirra en ekki skól­anna. Börnin ættu að eiga þau til minn­ingar um atburð­inn og til áminn­ingar um vís­ind­in.

Skiln­ings­laus og hroka­fullur vara­for­maður

Vara­for­maður Skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­vík­ur­borgar brást ókvæða við. Sagði að Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lagið hefði fall­ist á að borgin mætti eiga gler­augun og því kæmi „þras“ um að börnin ættu að fá gler­augun sér á óvart. Börnin myndu hvor­teðer ekki fara vel með gler­augun og þótt næsti sól­myrkvi yrði ekki á skóla­tíma væri mörg rök fyrir því að skól­arnir væru betur til þess fallnir að eiga þessi gler­augu en þau. Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lagið hlyti að sjá það. Ann­ars væri auð­vitað best ef gler­augum væri safnað frá hverju ein­asta barni og þau send til Súmötru þar sem næsti sól­myrkvi verð­ur. Ég hugsa að ég sleppi því að ræða það sér­stak­lega hversu inni­lega skiln­ings­laust og hroka­fullt þetta svar er. Í stað þess að við­ur­kenna skömm hjá sér er hnýtt í þá sem gagn­rýna hið fárán­lega eign­ar­nám fræðslu­yf­ir­valda í Reykja­vík á gjöfum til barn­anna. Svo er það botnað með ein­hverju rugli um það að senda eigi gler­augun til þeirra tug­millj­óna sem búa í Súmötru eins og hverja aðra þró­un­ar­að­stoð. Skóla­fólki í Reykja­vík gæti verið hollt að muna að eina ástæða þess að börnin fengu þessi gler­augu til að byrja með er að þau eru skóla­þró­un­ar­að­stoð frá fólki úti í bæ sem hefur ástríðu fyrir þekk­ingu og vís­ind­um. Og miðað við eitt og annað sem gekk á meðan verið var að semja um það með hvaða hætti hægt væri að smygla gler­aug­unum inn í reyk­víska skóla þá kæmi mér á óvart ef borgin þyk­ist nú aflögu­fær um svo mikið sem frí­merki til að koma gler­aug­unum til Súmötru. Enda stingur vara­for­mað­ur­inn upp á því að Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lagið beri kostn­að­inn af því – eins og raunar öllu til­tæk­inu hingað til. Nóg um það. Ef fólk kann ekki að skamm­ast sín þá lag­ast það sjaldan við skammir frá öðr­um. Nær væri að nefna að fyrir utan hið aug­ljósa, að þessar frá­leitu reglur þarf að setja á högg­stokk­inn strax í dag, þá er ástandið í grunn­skólum Reykja­víkur orðið pín­lega vand­ræða­legt þegar kemur að öllum þessum mis­ráðna graut til­lits­semi og ofvernd­un­ar. Sjálft Skóla- og frí­stunda­sviðið und­an­þegur sjálft sig öllum reglum um hverju halda megi að börn­um. Dóm­greind mið­stýr­ing­ar­valds­ins er ekki dregin í efa – aðeins dóm­greindir allra ann­arra. Þannig gengst borgin sjálf fyrir því að vekja athygli á til­teknum bókum á hverri ver­tíð. Skiptir þar engu þótt bækur séu sölu­vara og börnin neyt­end­urn­ir. Og það eru ekki sér­lega margar vikur síðan börnum í reyk­vískum skólum var safnað saman til að hlusta á Frið­rik Dór syngja lagið sem hann vildi að þau fjár­mögn­uðu til Aust­ur­rík­is.

Skóla­yf­ir­völd í Reykja­vík ættu að fletta upp skóla­stjór­anum í London og sjá af hversu mik­illi ein­lægni hann ver þá ákvörðun sína að meina börnum að horfa á sól­myrk­vann af til­lits­semi við ólíkar þarfir fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lags­ins. Af þeirri athugun getur bara sprottið tvennt: Annað hvort hin aug­ljósa upp­götv­un, að stundum leiðir jafn­vel hinn besti vilji af sér tóma þvælu, eða hitt, að okkar fólki finn­ist skóla­stjór­inn breski fara fram af tölu­verðu viti. Ef það er raunin er lík­lega kom­inn tími fyrir skóla­yf­ir­völdin hér, eins og þar, að finna sér eitt­hvað annað að gera.

Höf­undur er kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None