Spjótin beinast að CIA og Keflavíkurflugvelli

Auglýsing

Það er ekki hægt að segja annað en Banda­rík­in, vina­þjóð Íslands til ára­tuga, sé nú með kast­ljósið á sér vegna rann­sóknar nefndar banda­ríska þings­ins á starfs­að­ferðum CIA í hinu svo­kall­aða stríði stjórn­valda í Banda­ríkj­unum gegn hryðju­verk­um, sem hófst með marg­vís­legum aðgerðum hers­ins og CIA eftir árás­irnar hrika­legu á tví­bura­t­urn­ana í New York 11. sept­em­ber 2001.

George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er enn að svara fyrir ýmislegt sem gerðist í hans tíð sem forseti. George W. Bush, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, er enn að svara fyrir ýmis­legt sem gerð­ist í hans tíð sem for­set­i.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­nefndar banda­ríska þings­ins er sú að CIA hafi mis­beitt valdi sínu og blekkt almenn­ing, Hvíta hús­ið, banda­ríska þingið og síðan allt alþjóða­sam­fé­lag­ið, með kerf­is­bundnum mann­rétt­inda­brotum sem fólust meðal ann­ars í pynt­ingum á fólki og nauð­unga­flutn­ingi, án dóms og laga. Rök­ræðan um hvort þetta hafi átt rétt á sér er lif­andi þessa dag­ana, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.

Auglýsing

Nið­ur­staða nefnd­ar­innar er að ávinn­ing­ur­inn af pynt­ing­unum hafi lít­ill sem eng­inn ver­ið, en æðstu ráða­menn Banda­ríkj­anna á þessum tíma, George W. Bush for­seti og Dick Cheney, vara­for­seti, hafa varið pynt­ing­arnar í fjöl­miðlum und­an­farna daga. Rík­is­stjórn Bush fór frá í jan­úar 2009, og skildi því við Hvíta húsið þegar efna­hagur Banda­ríkj­anna - og raunar heims­ins alls - var í verstu kreppu frá krepp­unni miklu í kringum 1930, en upp­haf hennar mátti rekja til vanda­mála stórra banda­rískra fjár­mála­fyr­ir­tækja. Síð­asta verk rík­is­stjórnar Bush var að dæla með for­dæma­lausum hætti, 700 millj­örðum Banda­ríkja­dala af skattfé almenn­ings inn á fjár­mála­mark­aði í sam­starfi við Seðla­banka Banda­ríkj­anna, til að koma í veg fyrir fall banka og til­heyr­andi marg­feld­is­á­hrif, þvert á bjarg­fasta hug­mynda­fræði Bush og félaga í Repúblikana­flokkn­um. Þessar upp­lýs­ingar um pynt­ing­arn­ar bæt­ast því á heldur vafa­saman afreka­lista Bus­h-­stjórn­ar­inn­ar, þegar umdeild stefnu­mál eru ann­ars veg­ar.

fangaflugid12Það sem ég er að velta fyrir mér, sem blaða­mað­ur, snýr meðal ann­ars að sjö ára gömlu frétta­máli sem ég vann lengi að og birti umfjöllun um 8. des­em­ber 2007 í Frétta­blað­inu, fyrir rúmum sjö árum. Þar voru meðal ann­ars birtar upp­lýs­ingar um lend­ingar flug­véla á vegum CIA innan íslenskrar loft­helgi, og síðan áfram ann­að. Upp­lýs­ing­arnar voru teknar saman í tíð Ingi­bjargar Sól­rúnar Gísla­dóttur utan­rík­is­ráð­herra, sem skip­aði nefnd sem átti að reyna að kom­ast að því hvort fanga­flug­vélar CIA hafi lent hér. Nefndin komst ekki að neinu um þessi mál, annað en að hún fékk gögn um lend­ing­arn­ar. Starfs­menn flug­vall­ar­ins í Kefla­vík stað­festu við mig að hefð­bundið eft­ir­lit með flug­vélum sem lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli hefði ekk­ert verið þegar kom að flug­vélum CIA.

Sam­kvæmt þessum frum­gögnum um flug­leiðir flug­vél­anna á vegum CIA, þá flugu vél­arnar meðal ann­ars um íslenska flug­velli, einkum flug­völl­inn í Kefla­vík. Meðal ann­ars voru flugin til og frá Texas í Banda­ríkj­un­um, Was­hington DC og Búkarest í Rúm­en­íu, þar sem voru starf­rækt leyni­leg fang­elsi í næsta nágrenni, eins og upp­lýst hefur verið skýrslum Evr­ópu­þings­ins og nú banda­ríska þings­ins. Þar fóru fram pynt­ingar á fólki, án dóms og laga, sví­virði­leg mann­rétt­inda­brot.

Stjórn­völd hljóta nú að spyrja sig að því, í ljósi þess að það hefur aldrei verið upp­lýst um það með full­vissu gagn­vart íslenskum almenn­ingi, hvort íslensk loft­helgi og Ísland hafi verið notað til þátt­töku í kerf­is­bundnum mann­rétt­inda­brotum CIA. Það er alvar­legt, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið, ef það var raun­in, og ætti að vera kapps­mál að upp­lýsa um hvort svo hafi ver­ið, til að sýna alþjóð­lega við­ur­kenndum mann­rétt­indum virð­ingu.

Banda­ríski her­inn kvaddi form­lega með athöfn, 30. sept­em­ber 2006, þremur vikum eftir að síð­asta skráða flug CIA milli Búkarest í Rúm­eníu og Was­hington DC, milli­lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli.

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None