Spurningum Jóhannesar svarað

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar bar fram nokkrar spurningar til hagfræðinga um sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Hér er tilraun til að svara þessum spurningum.

Auglýsing

Hag­fræði er lík­leg­ast ekki upp­á­halds­fræði­grein Jóhann­esar Þórs Skúla­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar. Í ágúst í fyrra sagði hann grein­ina þurfa „stundum að taka aðeins meira mið af raun­veru­leik­an­um“ þegar Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, var­aði við áhætt­unni sem fylgdi því að opna landa­mæri Íslands fyrir túrist­um.

Jóhannes gagn­rýndi einnig ummæli Gylfa í Kast­ljós­við­tali í síð­ustu viku, en þar var­aði pró­fess­or­inn við því að stefna 90 pró­sentum hag­kerf­is­ins, sem væru utan ferða­þjón­ust­unnar og hefðu ekki borið mik­inn skaða af krepp­unni, í hættu með frek­ari opnun landamær­anna.

Í Face­book-­færslu sem Jóhannes skrif­aði í kjöl­far við­tals­ins bar hann fram „nokkrar spurn­ingar til hag­fræð­inga“. Sjálf­sagt er að svara þessum spurn­ing­um, þótt óvíst sé hvort svörin muni styrkja traust hans til hag­fræð­inn­ar.

Hall­inn kemur frá ferða­þjón­ust­unni

Meðal þess sem Jóhannes veltir fyrir sér er hvort það sé virki­lega rétt hjá Gylfa að kreppan nái ekki mikið út fyrir þau 10 pró­sent hag­kerf­is­ins sem eru háð ferða­þjón­ust­unni, þar sem rík­is­sjóður sé rek­inn með svo miklum halla.

Ef betur er að gáð virð­ist þó engin þver­sögn vera fólgin í þessu. Hall­inn í rík­is­fjár­málum er vissu­lega mik­ill, en hann virð­ist fyrst og fremst stafa af minni skatt­tekjum frá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum og auk­inni greiðslu atvinnu­leys­is­bóta hjá þeim sem unnu í grein­inni.

Sam­kvæmt tölum frá Hag­stof­unni jókst halli hins opin­bera um 170 millj­arða króna í fyrra, þar sem tekjur dróg­ust saman um 30 millj­arða króna á meðan útgjöldin juk­ust um 140 millj­arða króna.

Auglýsing

Hægt er að útskýra nær allan tekju­sam­drátt­inn, eða um 27 millj­arða króna, með minni greiðslu virð­is­auka­skatts fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu og tengdum grein­um. Hér er ótal­inn sam­drátt­ur­inn í tekju­skatts­greiðslum ein­stak­linga innan ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna, en ætla má að hann hlaupi á tugum millj­arða þar sem launa­tengd gjöld atvinnu­grein­ar­innar dróg­ust saman um 100 millj­arða króna í fyrra. Ef ferða­þjón­ustan væri talin frá hefðu tekjur hins opin­bera því lík­lega auk­ist – ekki minnkað – í fyrra.

Aukin útgjöld rík­is­ins má svo að miklu leyti rekja til auk­inna greiðslna atvinnu­leys­is­bóta og hluta­bóta. Hér er hlutur grein­ar­innar einnig stór, en sam­kvæmt tölum Vinnu­mála­stofn­unar má rekja alla­vega um 40 pró­sent alls auk­ins atvinnu­leysis í fyrra til ferða­þjón­ust­unnar eða tengdra greina. Einnig má nefna sér­tæk úrræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar, líkt og frestun skatt­greiðslna, lok­un­ar­styrki, ferða­gjöf og brú­ar­lán, en alls runnu tvær af hverjum þremur krónum til atvinnu­grein­ar­inn­ar, sam­kvæmt nýlegri frétt RÚV.

Sá mikli halli sem Jóhannes nefnir er því ekki merki um að kreppan hafi náð að dreifa sér um allt hag­kerf­ið. Hall­inn sýnir frekar hversu langt rík­is­stjórnin hefur gengið til að styðja við ferða­þjón­ust­una nú þegar rekstr­ar­grund­völlur hennar hefur horf­ið.

Við erum ekki að fórna ferða­þjón­ust­unni

Í Face­book-­færsl­unni sinni spyr Jóhannes einnig hvort í lagi sé að fórna ferða­þjón­ust­unni þar sem hin 90 pró­sent hag­kerf­is­ins séu í góðum mál­um, þrátt fyrir öll þau góðu áhrif sem atvinnu­greinin hefur haft á íslenskt efna­hags­líf síð­ustu árin.

Það er rétt hjá honum að ris ferða­þjón­ust­unnar hafi verið jákvætt fyrir íslenskan efna­hag. Vax­andi fjöldi ferða­manna hefur aukið útflutn­ings­tekjur lands­ins, við­haldið við­skipta­af­gangi við önnur lönd og styrkt krón­una, auk þess sem hann hefur skapað þús­undir starfa.

Sem betur fer hef ég þó ekki áhyggjur af því að verið sé að fórna ferða­þjón­ust­unni fyrir heild­ar­hags­muni hag­kerf­is­ins. Líkt og sjá má á aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem renna að mestu leyti til ferða­þjón­ust­unn­ar, hefur áhersla frekar verið lögð á hið gagn­stæða. Stjórn­völd hafa styrkt atvinnu­grein­ina svo að efna­hags­legur við­snún­ingur verði hrað­ari þegar far­aldr­inum lýkur og hægt verði að taka á móti miklum fjölda ferða­manna aftur á ný.

Sömu­leiðis er erfitt að sjá að atvinnu­grein­inni sé fórnað með því að við­halda ströngum sótt­vörnum á landa­mær­un­um, þar sem ávinn­ingur ferða­þjón­ust­unnar við að draga úr þessum vörnum er óljós.

Slakar varnir myndu auka hætt­una á fleiri smitum inn­an­lands, sem stjórn­völd myndu bregð­ast við með ströngum tak­mörk­un­um, líkt og sam­komu­bönn­um, fjölda­tak­mörk­unum og lok­un­um. Þessar tak­mark­anir kæmu sér jafnilla fyrir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem og önnur fyr­ir­tæki.

Einnig er óvíst hvort margir ferða­menn myndu vilja koma til lands­ins þótt slakað yrði á sótt­vörnum á landa­mær­un­um. Ferða­vilji hefur verið lít­ill um allan heim á meðan far­ald­ur­inn hefur geis­að, hvernig sem tak­mark­an­irnar hafa verið á meðal komu­far­þega. Á Spáni eru til að mynda litlar tak­mark­anir á landa­mær­un­um, en þar geta ferða­menn sem ekki koma frá áhættu­svæðum kom­ist inn í landið án smit­prófs og sótt­kví­ar. Samt sem áður var 89 pró­senta sam­dráttur í komu ferða­manna til lands­ins í jan­ú­ar, miðað við árið á und­an.

Eng­inn græðir á fleiri smitum

Aðgerðir stjórn­valda í þessum far­aldri snú­ast ekki um að „fórna“ 10 pró­sentum hag­kerf­is­ins innan ferða­þjón­ust­unnar til að vernda hin 90 pró­sent­in. Líkt og auk­inn halla­rekstur hins opin­bera sýnir er frekar verið að reyna að vernda ferða­þjón­ust­una fyrir áhrifum far­ald­urs­ins, svo hún nái sér fyrr á strik að honum lokn­um.

Á meðan þurfa stjórn­völd að sjá til þess að efna­hags­leg áhrif krepp­unn­ar, sem hafa hingað til verið fyrst og fremst í ferða­þjón­ust­unni og tengdum grein­um, smit­ist ekki út í allt hag­kerf­ið. Líta má á harðar sótt­varn­ar­að­gerðir á landa­mær­unum sem lið í slíkri aðgerð, þar sem eng­inn myndi hagn­ast á auknum fjölda inn­an­lands­smita.

Höf­undur er rit­stjóri Vís­bend­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit