Stjórnvöld úr takt við grasrótina

10054297523-a50f0d00a4-z.jpg
Auglýsing

Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í Sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands. Kristín Vala Ragn­ars­dótt­ir, pró­fessor í Sjálf­bærni­vís­indum við Háskóla Íslands­.

Út um allan heim hafa risið upp hópar fólks sem vilja breyt­ingar til hins betra fyrir bæði sam­fé­lagið og nátt­úr­una. Stofnun fjöl­margra gild­is­banka sem fjár­festa í sam­fé­lagi og umhverfi, Arab­íska vorið 2011, Wall-street mót­mælin 2011, end­ur­vakn­ing sam­vinnu­fé­laga út um allan heim – þar á meðal í Banda­ríkj­un­um, stofnun grennd­ar­mynta (t.d. Bristol pund), nýir flokkar sem stjórna bæj­ar­fé­lögum (t.d. Frome, Englandi 2011), kirkju­sam­tök kalla eftir fjár­losun frá jarð­efna­elds­neyti (Kvak­arar 2011; breska kirkjan 2014), yfir 50 stór­fjár­festar í Banda­ríkj­unum byrja fjár­losun frá jarð­efna­elds­neyti 2014, lofts­lags­gangan mikla út um allan heim haustið 2014, bókin Bylt­ing (Revolution) eftir grínistan Russel Brand í Bret­landi haustið 2014 – svona má lengi telja.

Álíka hreyf­ingar hafa mynd­ast á Íslandi und­an­farin ár. Þar má nefna Bús­á­halda­bylt­ing­una 2009, stofnun Besta flokks­ins 2010, og röð funda þar sem kraf­ist er þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu fyrir inn­töku í Evr­ópu­sam­bandið (ESB) 2014. Nú er aftur soðið upp úr á Íslandi og þriðji mót­mæla­fund­ur­inn sem er ris­inn úr gras­rót­inni er boð­aður á morg­un, 17. nóv­em­ber, undir slag­orð­inu Jæja. Við­brögð stjórn­valda eru þau að þetta séu aðal­lega tón­list­ar­kenn­arar í verk­falli. Svo er ekki.  Hér hefur saman komið þver­snið af þjóð­inni sem vill sjá breyt­ing­ar.  Ég tek hér að neðan nokkur dæmi.

Auglýsing

Ósann­gjarn skattur á auð­lindir



Fyrstu skref núver­andi rík­is­stjórnar var að taka af mest allan skatt á útgerð­ar­fé­lög.  Þau eru að auðg­ast af fisk­inum sem er sam­eign þjóð­ar­inn­ar.  Því kalla margir eftir að við tökum Norð­menn okkur til fyr­ir­myndar – en þar fer 78% af tekjum olíu­fyr­ir­tækja í hinn svo­kall­aða olíu­sjóð, sem stofn­aður var upp úr 1990, og nú er Nor­egur rík­asta þjóð heims. Stór hluti íslend­inga er óánægður með skatta­breyt­ing­arn­ar, sem gerir útgerð­ar­mönnum kleift að borga sér millj­arða í arð á ári.

Annað dæmi um að þjóðin sé ekki að fá sinn skerf af auð­lindum þjóð­ar­innar er að stór­iðn­að­ar­fyr­ir­tæki sem nýta 80% af þeirri raf­orku sem við fram­leiðum borga mjög lágt verð fyrir raf­magnið sem er tengt álverði í heimsmarkaði.

Annað dæmi um að þjóðin sé ekki að fá sinn skerf af auð­lindum þjóð­ar­innar er að stór­iðn­að­ar­fyr­ir­tæki sem nýta 80% af þeirri raf­orku sem við fram­leiðum borga mjög lágt verð fyrir raf­magnið sem er tengt álverði í heims­mark­að­i.  Þegar álverðið er lágt borgar íslenska þjóðin með hverju áltonni sem fram­leitt er.  Með­alarður Lands­virkj­unnar af raf­orku­sölu til stór­iðju síðan hún hófst er undir 3%.  Berum þetta saman við norska olíu­sjóð­inn sem fær 78% af tekjum olíu­fyr­ir­tækj­anna.

Auk þessa borga stór­iðju­fyr­ir­tækin nær engan skatt í rík­is­sjóð.  Þar sem ekki eitt hluta­bréf er í eigu Íslend­inga, fer allur gróði fyr­ir­tækj­anna í skatta­skjól.  Nær það eina sem við fáum úr þessu stór­iðju­æv­in­týri er eyðilögð nátt­úra og nokkur hund­ruð störf auk skatt­greiðslna starfs­manna. Fjöl­margir Íslend­ingar eru and­vígir þess­ari stefnu sem er lýst í þaula í Drauma­landi Andra Snæs Magna­sonar og í heim­ild­ar­mynd með sama nafn­i.  

Heil­brigð­is­kerfið



Und­an­farin ár hefur breska rík­is­stjórnin kerf­is­bundið rifið niður heil­brigð­is­kerfið (National Health Service) sem Bretar hafa verið stoltir af síðan síð­ustu heims­styrj­öld lauk.  En síð­ast­liðin ár hefur einka­væð­ing farið af stað og stór hluti þeirra sem nú sjá um hluta þjón­ust­unnar eru erlend fyr­ir­tæki frá Banda­ríkj­un­um, Suður Afr­íku og Kanada.  Um leið hefur kostn­aður auk­ist.  Svo virð­ist sem hér á landi sé sama stefna að fara af stað.

Slík einka­væð­ing byrjar á að svelta heil­brigð­is­kerfið og láta borg­ara borga meira og meira sjálfa – nú um 20% af kostn­aði á Íslandi.  Síðan er hluti þjón­ustu boð­inn út til einka­að­ila og boðið upp á einka­væddar heil­brigð­is­trygg­ing­ar.  Þetta teja margir Íslend­ingar að verði að stoppa.  Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum málum að horfa á TEDx fyr­ir­lestur Allyson Poll­ock í Exeter, Englandi

Olíu­vinnsla og lofts­lags­breyt­ingar



Nú eru stjórn­völd mjög spennt fyrir að stofna olíu­ríkið Ísland.  Sem sér­fræð­ingur í nátt­úru­auð­lindum hef ég kannað hve mikil olía er hér lík­lega til vinnslu.  Ekki eru til mikil gögn frá Orku­stofnun en nokkrar norskar skýrslur taka til gögn. Þar kemur í ljós að það magn sem sem vinna má er talið vera um það bil álíka stórt og það sem Banda­ríkja­menn brenna á tveimur árum eða svo.

Að leggja í fram­kvæmdir á innviðum á landi og sjó upp á millj­arða króna vegna mögu­legrar hámarks­árs­fram­leiðslu á olíu upp á 40 milljón m3 í kringum 2050, sem myndi síðan end­ast til um 2070, er væg­ast sagt alvar­lega áhættu­samt í heimi þar sem fjár­losun úr olíu­vinnslu eykst degi frá degi.

kvrmynd

Einnig er sú orka sem fæst úr ævin­týr­inu tak­mörk­uð.  Þegar kannað er hve mikil umframorka (Energy Return on Energy Inve­sted (ER­OI) – hlut­fall orku út fram­yfir orku inn) í olíu­vinnslu varð til í kringum alda­mótin 1900 kemur í ljós að hlut­fallið var um 100.  Olía sem er djúpt í jarð­lögum (nokkur þús­und metr­ar) og og á haf­dýpi yfir 1000 m líkt og á Dreka­svæð­inu er talin hafa hlut­fallið minna en 10.  Því eru gróða­horfur litl­ar. Nær væri að setja fjár­magn í þróun á end­ur­nýj­an­legri orku­fram­leiðslu.

Ekki má gleyma teng­ingu olíu­brennslu við lofts­lags­breyt­ing­ar.  Vís­inda­menn hafa nú sýnt fram á að við megum ein­ungis brenna um 25% af því jarð­efna­elds­neyti sem eftir er, ef við viljum vera innan þeirra 2oC með­al­hitn­un­ar­marka and­rúms­lofts­ins sem þjóðir heims hafa sam­þykkt.  Því er olían á Íslands­mið­um, ef nokkur er, best geymd í jarð­lög­unum þar, sem nokk­urs konar banka­inn­eign fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Við getum sem þjóð lagt þetta til og verið til fyr­ir­myndar á alþjóða­vísu. Ungt fólk sem stendur að veftíma­rit­inu Grugg og Ungir umhverf­is­sinnar hafa nú stigið fram með slíkar kröfur og önnur umhverf­is­sam­tök og ég eru þeim algjör­lega sam­mála.

Hálend­ið, nýt­ing jarð­hita­orku og ferða­menn



Enn stefna stjórn­völd í meiri eyði­legg­ingu á hálend­inu – með virkj­ana­bygg­ingu og raf­línlu­lögn. Þetta gengur þvert á vilja margra sem eru nátt­úru­unn­endur og vilja verndun hálend­is­ins – sem oft er vitnað til sem hjarta lands­ins, eða Mið­garðs, á máli hins virta nátt­úru­vernd­ar­sinna Guð­mundar Páls Ólafsonar (sjá síð­ustu bók hans Vatn­ið).  Mál margra sem ég hef talað við und­an­farið er: Nú er nóg komið af orku­vinnslu sem seld er á spott­prís. Nóg er komið af útblæstri jarð­hita­orku umfram end­ur­nýjun líkt og nú á sér stað á Hell­is­heiði og Reykja­nes­i.  Nóg er komið af eyði­legg­ingu hálend­is­ins með virkj­un­um. Unnt er að skoða þau svæði sem eru í hættu á Nátt­úru­korti Fram­tíð­ar­lands­ins sem nú er einnig á ensku. Margir í land­inu vilja að sú orka sem eftir er sé nýtt á skyn­saman máta þannig að kom­andi kyn­slóðir geti einnig notið henn­ar.  Þessu er ég hjart­an­lega sam­mála.

Ekki má gleyma að ferða­menn koma til lands­ins til að njóta ósnort­innar nátt­úru og víð­ernis – en ekki til að sjá virkj­an­ir, uppi­stöðu­lón og raf­möst­ur.

Auð­legð­ar­skattar og ójöfn­uður



Sú sjón­hverf­ing sem nýfrjáls­hyggjan heldur fram, að auður fær­ist frá þeim ríku til þeirra sem minna mega sín ef skattar eru lágir á þá ríku, hefur marg­sinnis verið sýnd sem ósönn.  Þeir ríku nýta sinn skerf í meiri einka­neyslu og lúx­us­lifnað – og auka þannig hag­vöxt. Með afnámi auð­legð­ar­skatta og lækkun skatta á útgerð­ar­menn, eykst ójöfn­uð­ur­inn.

Aukn­ing vergrar lands­fram­leiðslu segir ekk­ert til um skipt­ingu auðs innan lands­ins eða um hlut­fall hæstu og lægstu tekna.  Þetta sést á því að sala á lúx­usvöru er að aukast á sama tíma og fjöldi þeirra sem leita til frjálsra félaga­sam­taka eftir mat­ar- og fata­gjöfum eykst. Því hefur fjár­söfun á Jæj­a­mót­mælum farið í mat­ar­sjóð fyrir þá sem minna mega sín.

Tíu pró­sent tekju­hæstu Íslend­ing­arnir fá rúm­lega einn þriðja allra launa á Íslandi og tekju­hæstu 20% fá um 56% allra launa. Tvö pres­ent fjöl­skyldna í land­inu eiga nær helm­ing allra skuld­lausra eigna.  Þetta sýnir að hér eru stjórn­völd á rangri braut og því eru margir íslend­ingar reið­ir.

Skatta­skjól



Nú er opin­bert að Skatt­rann­sókna­stjóri hefur fengið lista yfir 50 íslenska aðila sem eiga fé í skatta­skjól­u­m.  Fjár­mála­ráð­herra hefur ekki gefið leyfi til þess að þessi gögn séu keypt.  Bera má þetta saman við við­brögð Þjóð­verja sem keyptu slík gögn og náðu í millj­arða evra í rík­is­sjóð Þýska­lands.

Nú eru margir Íslend­ingar reiðir yfir við­brögðum ráð­herra og ýjað hefur verið að því að lík­lega bregð­ist hann ekki við á jákvæðan máta vegna þess að hann sjálf­ur, eða fólk nærri hon­um, eigi slíkt fé. Margir Íslend­ingar fara fram á að málið verði upp­lýst.  Ekki veitir af fé í rík­is­kass­ann.

Sendi­herra­emb­ætti



Það er með ólík­indum að enda­laust sé ónýtum stjórn­mála­mönnum hyglað með emb­ættum frá seðla­banka­stjóra­stólum til sendi­herra­emb­ætta. Það hefur komið skýrt fram hvaða afleið­ingar það hafði fyrir þjóð­ina þegar Davíð Odd­son, sem fyrst einka­væddi bank­ana sem for­sæt­is­ráð­herra og varð síðan seðla­banka­stjóri, hlaut slíka fram­göngu. Nú hefur rík­i­s­tjórnin skipað for­sæt­is­ráð­herra frá hrun­tím­an­um, Geir H. Haar­de, sem sendi­herra. Þessu mót­mæla fjöl­marg­ir. Slík emb­ætti eiga að vera fyrir þá sem hafa þekk­ingu á efna­hags­málum (seðla­banka­stjóri) og hafa unnið sig upp innan utan­rík­is­þjón­ust­unnar (sendi­herra).

Ný stjórn­ar­skrá



Eftir hrun fór ný stjórn af stað með að leggja drög að nýrri stjórn­ar­skrá á lýð­ræð­is­legan máta. Ísland og Íslend­ingar hafa fengið mikið lof fyrir erlendis frá.  En flestir þeirra sem fjarri búa vita ekki að þetta ferli hefur verið langt frá því að vera lýð­ræð­is­legt.

Ferlið byrj­aði vel. Þjóð­fundur lagði til efni í nýja stjórn­ar­skrá sem kosnir með­limir á Stjórn­laga­þingi áttu að taka til­lit til. En svo fór að halla á lýð­ræð­ið.  Gömlu vald­haf­arnir sem báru ábyrgð á hrun­inu vildu ekki breyt­ing­ar, og reyndu allt sem þeir gátu til að kyrkja ferlið – með aðstoð Hæsta­rétt­ar. Fyrr­ver­andi rík­is­stjórn brá þá á það ráð að Stjórn­laga­þingi yrði breytt í Stjórn­laga­ráð sem lagði drög að nýrri stjórn­ar­skrá. Þessi drög hafa nú verið kæfð í nefnd á Alþing­i.  Hér eru margir íslend­ingar mjög óánægðir að mér með­taldri.

Hrauna­vinir



Mælir­inn fyllt­ist fyrir marga þegar níu frið­sam­legir mót­mæl­endur voru sak­felldir fyrir að gera sitt besta til að vernda Gálga­hraun, friðað hraun sem hafði verið gert ódauð­legt af þjóð­ar­mynd­lista­mann­inum Jóhann­esi Kjar­val. Það er með ólík­indum að eyði­legg­ing á nátt­úr­unni séu taldar fram­farir á meðan eyði­legg­ing á lista­verkum Kjar­vals yrðu talin glæp­ur. Ákæra vald­stjórn­ar­innar er að mínu mati ein­ungis til að sýna að borg­arar hafi engan rétt, þrátt fyrir að Ísland hafi skrifað undir Árós­ar­sátt­mál­ann þar sem þjóð­fé­lags­þegnar hafa rétt til að láta skoð­anir sínar í ljós á mál­efnum tengdum umhverf­inu.

­Síðan ég flutti til Íslands árið 2008, eftir 30 ára búsetu erlend­is, hef ég oft skamm­ast mín fyrir að vera Íslend­ingur vegna spill­ingar í samfélaginu

Síðan ég flutti til Íslands árið 2008, eftir 30 ára búsetu erlend­is, hef ég oft skamm­ast mín fyrir að vera Íslend­ingur vegna spill­ingar í sam­fé­lag­inu, en aldrei hef ég skamm­ast mín eins mikið og eftir að þessi dómur var felld­ur. Gálga­hrauns­tón­leik­arn­ir, með fríum fram­lögum lista­manna og hund­ruða áhlust­enda í Háskóla­bíói í lok októ­ber, sýna að ég er ekki ein um þessa skoð­un. Við bindum miklar vonir við úrskurð Mann­rétt­inda­dóms­stóls Evr­ópu, en mál níu­menn­ing­anna hefur verðið lagt fyrir hann með stuðn­ingi Land­vernd­ar.

Hvert næst?



Hér að ofan eru ein­ungis nokkur dæmi um hvers vegna gras­rótin á Íslandi er nú í upp­námi og kallar eftir breyt­ingum með mót­mæla­fundum undir slag­orð­inu Jæja. Margt annað má taka til umræðu – t.d. leynd yfir vopna­væð­ingu lög­reglu, birt­ing lög­reglu á nöfnun mót­mæl­enda frá 2009-2011, inn­an­rík­is­ráð­herra sem tekur ekki ábyrgð á star­femi ráðu­neytis síns með afsögn, höft á menntun þeirra sem eru eldri en 25 ára, hækkun mat­ar­skatts, lúxús­bíla­kaup ráð­herra, van­mat á mik­il­vægi tón­list­ar­kennslu, stóra leið­rétt­ingin sem er talin farsi af mörgum og svo fram­veg­is.

Ef rík­is­stjórnin hlustar ekki, verða dagar hennar lík­lega ekki margir, því fólkið í land­inu hefur misst traust á stjórn­mála­mönn­um. Þetta kemur skýrt fram í skoð­ana­könn­un­um.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None