Stöðugleikamýtan

Sveinn Máni Jóhannesson og Halla Gunnarsdóttir
14079727391_30106ea5ce_z.jpg
Auglýsing

Það er áhuga­vert að fylgj­ast með mál­flutn­ingi Sam­taka atvinnu­lífs­ins gegn kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins, þar sem farið er fram á að lægstu laun hækki í 300 þús­und krón­ur. Mál­flutn­ingur SA bygg­ist á þeirri lífs­seigu hug­mynd að hækkun lægstu launa muni sjálf­krafa leiða til þess að allt fari úr bönd­unum með óða­verð­bólgu og óstöð­ug­leika. Efna­hags­legur stöð­ug­leiki verði ekki varð­veittur nema með því hinir efna­litlu verði áfram efna­litl­ir. Þessu er slengt fram eins og um nátt­úru­lög­mál sé að ræða. En á þessi nap­ur­legi mál­flutn­ingur við rök að styðjast? Mun leið­rétt­ing á launa­kjörum stétta sem hafa aug­ljós­lega borið skarðan hlut frá borði leiða af sér verð­bólgu­skot og óstöð­ug­leika?

Verð­bólga í boði pen­inga­valds­ins



Á Íslandi hefur verð­bólga verið yfir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans nán­ast sam­fleytt frá því að það var sett árið 2001. Það eru fjöl­margar ástæður fyrir verð­bólg­unni. Helst má nefna geng­is­lækkun krón­unn­ar, sem olli mik­illi verð­bólgu í kjöl­far hruns­ins; aukið pen­inga­magn í umferð, m.a. vegna óhóf­legra lán­veit­inga bank­anna; hækk­anir á hús­næð­is­verði; útþenslu- og stór­iðju­stefnu Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks­ins; og sveiflu­kennt heims­mark­aðs­verð á olíu. Það verður ekki betur séð en að verka­fólk beri litla sem enga ábyrgð á verð­bólgu und­an­far­inna ára. Þvert á móti er það einkum pen­inga­valdið sem kynt hefur undir verð­bólgu og efna­hags­legum óstöð­ug­leika.

Þó geta komið upp aðstæður þar sem hækkun lægri launa gæti aukið á verð­bólgu, einkum ef það er ekki til nægur auður til að standa undir hækk­un­unum og atvinnu­rek­endur velta hækk­un­inni beint út í verð­lag. En hér á landi er mis­skipt­ing auðs með þeim hætti að stærð­ar­innar hluti þjóð­ar­auðs­ins fer þegar í vasa eig­enda fyr­ir­tækja og fjár­magns.

Þó geta komið upp aðstæður þar sem hækkun lægri launa gæti aukið á verð­bólgu, einkum ef það er ekki til nægur auður til að standa undir hækk­un­unum og atvinnu­rek­endur velta hækk­un­inni beint út í verð­lag. En hér á landi er mis­skipt­ing auðs með þeim hætti að stærð­ar­innar hluti þjóð­ar­auðs­ins fer þegar í vasa eig­enda fyr­ir­tækja og fjár­magns. Hlut­fall þjóð­ar­auðs­ins sem fer í arð­greiðslur til fjár­magns­eig­enda, miðað við hlut­fall launa almenn­ings, er allt of hátt. Eins er launa­bilið milli hæstu og lægstu laun of breitt. Það er því vel hægt að mæta kröfum Starfs­greina­sam­bands­ins með því að leið­rétta lægri laun á kostnað ofsa­gróð­ans og ofur­launa. Ef atvinnu­rek­endur velja hins vegar að hækka verð­lag sem nemur launa­hækk­un­um, þá skrif­ast aukin verð­bólga á þeirra reikn­ing. Eins ef rík­is­stjórnin og Seðla­bank­inn velja að láta gengi krón­unnar síga (til að bæta útflutn­ings­greinum upp hærri launa­kostn­að), þá er aukin verð­bólga á þeirra ábyrgð.

Auglýsing

Ef eitt­hvað er hefur verka­lýðs­hreyf­ingin verið alltof fús til að hverfa frá kröfum um launa­hækk­anir sem duga fyrir lág­marks­fram­færslu. Í ljósi mis­skipt­ing­ar­innar sem er við lýði á Íslandi getur grunnur að sam­fé­lags­legri sátt ein­ungis skap­ast með því að fyr­ir­tæki geri allt sem í þeirra valdi stendur til að halda aftur af verð­hækk­un­um.

Lág­launa­fólki verði ekki fórnað fyrir stöð­ug­leika



Vissu­lega eru dæmi um minni fyr­ir­tæki sem gætu að lík­indum ekki staðið undir hækkun lægstu launa nema með því að velta þeim að hluta til út í verð­lag­ið. En það eru ýmsar leiðir til að koma til móts við slík fyr­ir­tæki, t.d. með skattaí­viln­unum og öðrum skipu­lags­breyt­ingum í efna­hags­stjórn­inni. Lyk­il­at­riðið er að lág­launa­fólki verði ekki lengur fórnað til að við­halda efna­hags­legum stöð­ug­leika, sem kemur sann­ast sagna niður á lág­launa­fólk­inu sjálfu. Því eins og Starfs­greina­sam­bandið hefur rétti­lega bent á þá felur núver­andi krafa um stöð­ug­leika í sér að hinir tekju­lægstu haldi áfram að hafa lítið á milli hand­anna, að mis­skipt­ingin við­hald­ist. Þannig er stað­inn vörður um það kerfi að örfáir ein­stak­lingar geti skammtað sér meg­in­þorra þjóð­ar­auðs­ins. Og því miður er stefna rík­is­stjórn­ar­innar einnig í þá veru, eins og skýrt kemur í ljós með afnámi auð­legð­ar­skatts og lækkun gjalda á sjávarútveg (sem er í hvað sterkastri stöðu en einnig vinnu­veit­andi margra þeirra ein­stak­linga sem nú fara fram á mán­að­ar­laun sem hægt er að lifa af).

Hin hráa stétta póli­tík



Eftir stendur hrá stéttapóli­tík. Klifun atvinnu­rek­enda um að hækkun lægstu launa valdi upp­lausn og efna­hags­legum ham­förum er af póli­tískum toga. Þessi drauga­saga á sér tak­mark­aða fræði­lega stoð. Hún er einkum til þess fallin að rétt­læta auð­æfi og ríki­dæmi hinna fáu.

Yfir­stéttir allra landa hafa í aldaraðir haldið því fram að fátækt sé óum­flýj­an­leg og allar til­raunir til að bæta kjör almenn­ings muni enda með ósköp­um. Þessi kenn­ing hefur alltaf reynst röng. Og hin nap­ur­lega mýta SA um stöð­ug­leika á kostnað hinna efna­minni er það líka. En til­lögur Starfs­greina­sam­bands­ins um að hækka lág­marks­laun í þrjú hund­ruð þús­und á mán­uði er bæði sann­gjörn og rétt­mæt.

Sveinn Máni er dokt­or­snemi við Cambridge-há­skóla og Halla er ráð­gjafi og alþjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None