Stundum þarf að hugsa stórt

Helgi Þór Ingason skrifar um það mikilvæga verkefni að koma upp úrgangsorkustöð af fullkomnustu gerð sem býr til raf- og varmaorku úr brennanlegum úrgangi sem til fellur á Íslandi.

Auglýsing

Hug­takið „mega­project" eða risa­verk­efni er notað um verk­efni sem eru svo kostn­að­ar­söm að fjár­hags­legt umfang þeirra gerir úts­lag í þjóð­hags­stærð­um. Slík verk­efni tengj­ast gjarnan upp­bygg­ingu sam­fé­lags­inn­viða. Sem dæmi má nefna gerð flug­valla, langra jarð­ganga og flók­inna sam­göngu­mann­virkja.

Verk­efni af þessu tagi eru þá oft á for­orði rík­is­valds­ins og/eða sveit­ar­stjórna. Þau telj­ast mik­il­væg fyrir sam­fé­lagið til að það megi þróast, til að tryggja þegn­unum bestu mögu­legu þjón­ustu, auka skil­virkni og hag­kvæmni og búa sam­fé­lagið undir fram­tíð­ina. Hér er um að ræða afar dýr verk­efni og fjár­hags­leg áhætta getur verið umtals­verð. Þau eru jafnan flókin og marg­slung­in, margir hags­muna­að­ilar tengj­ast þeim, þau fela í sér flókna samn­inga­gerð, sam­spil margra verk­taka, verk­kaupa og stofn­ana, fram­kvæmda­tími getur verið langur og á meðan á þeim stendur geta þau haft veru­leg áhrif á dag­legt líf borg­ar­anna. Nær­tækt dæmi hér eru fram­kvæmdir við nýjan Land­spít­ala við Hring­braut. 

Í öllum verk­efnum þarf að vanda til und­ir­bún­ings og eft­ir­fylgni, en í risa­verk­efnum er þetta sér­stak­lega brýnt. Fag­leg verk­efna­stjórnun er lyk­il­at­riði, frá stefnu­mótun og ákvarð­ana­töku og allt í gegnum und­ir­bún­ing, hönn­un, fram­kvæmd og gang­setn­ingu á rekstri þeirra mann­virkja sem verk­efnin skila. Rann­sóknir sýna að risa­verk­efni eru erfið og snúin og mikil hætta er á að þau lendi út af spor­inu. Mörg dæmi eru til um þetta og viða­miklar rann­sóknir hafa verið gerðar á risa­verk­efnum og áhættum og áskor­unum sem þeim fylgja. En þrátt fyrir áhætt­una er nauð­syn­legt að ráð­ast í risa­verk­efni til að stíga megi nauð­syn­leg skref inn í fram­tíð­ina.

Auglýsing
Nú um stundir er þetta mik­il­vægt sem aldrei fyrr þegar þjóðir heims setja sér metn­að­ar­full mark­mið í lofts­lags­mál­um. Umræða um sjálf­bærni og hringrás­ar­hag­kerfi teng­ist þessu og stórar breyt­ingar eru að verða á lífs­háttum allra jarð­ar­búa. Ísland er hér ekki und­an­skilið og margt mun breyt­ast hér á kom­andi árum. Um ára­tuga­skeið hefur það tíðkast á Íslandi að urða úrgang. Við höfum talið okkur trú um að sú leið sé ódýr­ust og ein­földust, en þessi sjón­ar­mið heyra sög­unni til, urð­un­ar­staðnum í Álfs­nesi verður brátt lokað og flestallt sem teng­ist úrgangs­málum er í hröðu umbreyt­inga­ferli. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru stigin stór skref með upp­bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar í Álfs­nesi þar sem líf­rænum úrgangi er umbreytt í moltu og metan­gas. Betur má ef duga skal og enn er óvíst hvernig ráð­stafa skal tug­þús­undum tonna af brenn­an­legum úrgangi sem hingað til hefur verið urð­aður í Álfs­nesi. Og þá er ég einmitt kom­inn að meg­in­við­fangs­efni þessa pistils, því mik­il­væga verk­efni að koma upp úrgangsorku­stöð af full­komn­ustu gerð sem býr til raf- og varma­orku úr brenn­an­legum úrgangi sem til fellur á Íslandi.

Miklar kröfur eru gerðar í umhverf­is­málum þar sem slíkar stöðvar eru reknar og tækni­bún­aður þeirra er dýr. Aug­ljóst virð­ist að kröfur í umhverf­is­málum munu aukast á kom­andi árum, til dæmis er fyr­ir­sjá­an­legt að innan fárra ára verði gerðar kröfur um að kolefni verði fangað í allri úrgangs­brennslu. Á Íslandi búa færri en fjögur hund­ruð þús­und manns. Reiknað hefur verið út að afkasta­geta stöðvar sem þjón­u­stað getur allt Ísland er af stærð­argráðunni hund­rað þús­und tonn á ári. Slík stöð er lítil í alþjóð­legu sam­hengi, til sam­an­burðar má nefna brennslu­stöð á Ama­ger í Kaup­manna­höfn sem afkastar 650.000 tonnum á ári og aðra í miðri Vín­ar­borg sem afkastar 250.000 tonnum á ári. Lítil úrgangsorku­stöð á Íslandi verður dýr í upp­bygg­ingu og rekstri, en það að byggja slíka stöð er samt mun væn­legri kostur en að treysta á útflutn­ing á þessum efn­is­straumi og búa við þá áhættu, óvissu og háan kostnað sem útflutn­ingi fylg­ir. Sveit­ar­fé­lögin bera ábyrgð á úrgangs­málum en þau eru mörg og flest þeirra eru lít­il. Til að við getum nýtt okkur bestu tækni­lausnir í úrgangs­málum verður að hugsa heild­rænt, taka höndum saman og leysa úr málum á vett­vangi þjóðar frekar heldur en út frá afmörk­uðum sjón­ar­hornum minni sveit­ar­fé­laga. 

Auglýsing
Við erum brennd af því á Íslandi að byggja og reka litlar brennslu­stöðvar fyrir úrgang. Slíkar stöðvar voru settar upp á nokkrum stöðum fyrir fáeinum ára­tug­um. Þeim var öllum lokað þar sem úti­lokað reynd­ist að upp­fylla alþjóð­legar kröfur í umhverf­is­málum og kostn­aður við rekstur var hár. Nú reynir á leið­andi for­ystu rík­is­valds­ins og sam­taka sveit­ar­fé­laga. Sem þjóð eigum við ekki aðra betri kosti en að ráð­ast í eitt metn­að­ar­fullt verk­efni til að við getum upp­fyllt alþjóð­legar kröf­ur, lág­markað kostnað og borið höf­uðið hátt í sam­fé­lagi þjóð­anna. Um leið er nauð­syn­legt að koma á jöfn­un­ar­kerfi af ein­hverju tagi til að lands­menn allir sitji við sama borð hvað varðar kostnað við brennslu, óháð því hvort þeir búa í afskekktum hér­uðum eða á þétt­býl­is­svæð­um.

Í upp­hafi þessa pistils var rætt um risa­verk­efni. Ný hátækni­úr­gangsorku­stöð á Íslandi er ekki risa­verk­efni í þeim skiln­ingi, en engu að síður er hún stórt, flókið og ótrú­lega mik­il­vægt verk­efni fyrir íslenska þjóð. Ráð­stefnan IMaR (www.im­ar.is) sem fer fram þann 20. októ­ber í sam­starfi Háskól­ans í Reykja­vík og Verk­fræð­inga­fé­lags­ins fjallar um risa­verk­efni, áhættu og nýsköp­un. Allt þetta kemur heim og saman í umræðu um hátækni úrgangsorku­stöð og alþjóð­legir sér­fræð­ingar í risa­verk­efnum munu stíga á stokk á ráð­stefn­unni og fræða okkur um hvað við þurfum að var­ast og hvernig við getum nýtt okkur reynslu ann­arra þjóða til að standa vel að okkar risa­verk­efn­um. Við megum nefni­lega ekki vera smeyk við að ráð­ast í umfangs­mikil fram­fara­verk­efni - stundum þarf að hugsa stórt.

Höf­undur er pró­­fessor við verk­fræð­i­­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar