Styðjum íslenska verslun

laugavegur-á-vef.jpg
Auglýsing

Fyrir ekki svo löngu gekk ég til liðs við Knattspyrnu­félag Reykjavíkur og mun leika með því í Pepsi-deildinni í sumar. Tíðkast hefur hjá félögum í efstu deild að halda á vordögum í æfingaferð og hafa Spánn eða Portúgal verið vinsælir áfangastaðir. Tilgangur þessara ferða er tvíþættur; annars vegar er æft við bestu mögulegu aðstæður á grasvöllum og hins vegar er vikan notuð í að þjappa mannskapnum saman og ná upp góðum liðsanda fyrir átök sumarsins. Við KR-ingar fórum í ár á svæði sem heitir Campoamor nálægt Alicante á Spáni og heppnaðist ferðin mjög vel í alla staði.

Ég hef farið í ansi margar svona ferðir og vissi því fyrir fram að farið yrði í verslunarleiðangur allavega einu sinni og þá fengi ég hlutverk álitsgjafa. Ég sagði þó við liðsfélaga mína fyrir fram að ekki væri víst að þeir hefðu endilega áhuga á að heyra mitt álit. Ástæða þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst að fólk eigi að reyna eftir fremsta megni að eyða peningum sínum á Íslandi. Annað sem ég hef sterkar skoðanir á er mjög ódýr fjöldaframleidd föt sem seld eru í stórum verslana­keðjum – fötunum er hrúgað þar inn og þjónustan er lítil sem engin. Ég vildi heldur að strákarnir legðu metnað í að finna sér góðar og vandaðar flíkur sem seldar eru á Íslandi og um leið eiga góða upplifun við kaupin.

almennt_01_05_2014

Auglýsing

Þessa skoðun mína viðra ég við hvern sem vill heyra hana og fyrrverandi liðsfélagar mínir í Val og Þrótti fengu líka að heyra tuðið í mér þegar þeir keyptu sér hrúgurnar af fatnaði á Spáni. Það má ekki gleyma því að margt smátt gerir eitt stórt og þessi innkaupastefna er ekkert endilega ódýrari til lengri tíma litið. Þegar ég ráðlegg fólki í fatakaupum legg ég mikla áherslu á gæði og notkunarmöguleika. Í þessum tiltekna verslunarleiðangri heyrði ég nokkrar mjög athyglisverðar línur frá strákunum:
„Æ, það er ekki til Large svo ég kaupi bara Medium. Hvort sem er svo ódýrt, skiptir ekki máli.“

„Ég mun örugglega aldrei nota þetta aftur en skiptir ekki máli, kostar svo lítið.“

„Ég kaupi bara marga svona boli, hlaupa alltaf í þvotti og verða of litlir.“

Ég tek það fram að þetta er alls ekki bundið við KR-inga og hef ég heyrt svipaðar setningar frá liðsfélögum mínum í öðrum félögum þar sem ég hef leikið. Auðvitað er gaman að versla erlendis og ég er ekki að biðja fólk um að sleppa því alfarið. Mín skoðun er þó sú að margir af liðsfélögum mínum væru ánægðari í dag ef þeir hefðu keypt sér eina fallega vandaða flík í verslun á Íslandi stað þriggja í ódýru verslununum á Spáni. Þá hefðu þeir einnig styrkt íslenskan efnahag og um það snýst þetta allt að mínu mati. Ég versla við þig og þú verslar við mig, ekki við risakeðjuverslun á Spáni. Styrkjum íslenska kaupmenn og setjum traust okkar á þá. Rekstrar­umhverfið á Íslandi er nægilega erfitt fyrir þó að við flykkjumst ekki öll til útlanda að versla.

Íslenskum verslunum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og ég finn fyrir gífurlegri vitundarvakningu meðal fólks hvað varðar tísku og fatnað. Því legg ég til að við eyðum peningunum okkar hjá íslenskum kaupmönnum og treystum því að í staðinn verði boðið upp á betra vöruúrval og samkeppnishæfara verð við verslanir erlendis. Það er ekki stanslaust hægt að kvarta yfir úrvalinu og verðinu hér heima og ætlast til þess að það batni án þess að við stundum viðskipti við það fólk sem stendur í rekstri.

Það er líka svo gaman að rölta um og blanda geði við fólk sem maður hittir á förnum vegi. Það er gott að fá sér góðan kaffibolla í Reykjavík og kíkja í búðir, það er mjög oft spiluð góð tónlist í búðum og boðið upp á afbragðs þjónustu ef maður þarf á henni að halda. Það er eingöngu í gamaldags þenkjandi verslunum að starfsfólk er stanslaust að angra mann og reyna að selja manni einhverja vöru, slíkar verslanir má fólk gjarnan sniðganga mín vegna. Það að ganga inn í verslun til að skoða er alls ekki illa séð af starfsfólki og fullyrði ég að verslunareigendur og starfsfólk fagni allri þeirri umferð sem þau fá í verslun sína. Ekki hika við að kíkja inn í búð þó að þú hafir engar áætlanir um að fjárfesta í nokkrum sköpuðum hlut. Kannski kaupir þú eitthvað næst eða talar fallega um búðina við einhvern af vinum þínum og þá er strax kominn ávinningur fyrir verslunarfólk.

Látum sjá okkur í verslunum hér heima og styðjum íslenska kaupmenn. Það eru ekki allir að reyna að svindla á þér og þetta er ekki allt saman ein stór svikamylla þó að sumt fólk virðist halda það.

Og í guðanna bænum getið þið hætt að versla við Ali Express, við erum betri en þetta Íslendingar.

Íslenskt, já takk.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None