Auglýsing

Þing á að klárast eftir rúmar tvær vikur. Í byrjun þessarar viku biðu 110 lagafrumvörp og 90 þingsályktunartillögur afgreiðslu þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, stefnir ekki á að halda sumarþing. Þingmenn þurfa nokkurra mánaða sumarfrí eftir páskafríið sem þeir voru að koma úr.

Á meðal þeirra mála sem enn á eftir að afgreiða eru lög um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, um ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána, um veiðigjöld, um ívilnanir til nýfjárfestinga, um breytingar á heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta í óskráðum bréfum og lög um myndun fjármálastöðugleikaráðs.

Af þingsályktunartillögunum ber auðvitað hæst tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Þá á enn alveg eftir að taka til umfjöllunar tillögu Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að byggja áburðarverksmiðju fyrir 120 milljarða króna sem á að „vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.

Auglýsing

Þessi mál, og slatta af hinum 192, á að klára á ellefu dögum.

almennt_01_05_2014

Kassann út


Á sama tíma hefur verið skipuð enn ein nefndin um afnám gjaldeyrishafta. Í henni sitja þrír menn. Þeir taka við kyndlinum af öðrum hópi sem skipaður var sex mönnum í nóvember 2013 og kynnti niðurstöðu sína fyrir þröngum hópi ráðamanna í byrjun apríl. Þær niðurstöður hafa ekki verið kynntar í samráðsnefnd um afnám hafta. Henni er ekki treyst fyrir þátttöku og því verður engin þverpólitísk sátt um þetta stærsta verkefni íslensks samtíma.

Þeir sem hafa fengið að ræða við einhverja úr þessum leynihópum undanfarnar vikur eru þó allir sammála um að þar sé verið að stefna að því að setja þrotabú föllnu bankanna í þrot, leysa eignir þeirra til dótturfélags Seðlabanka Íslands og borga kröfuhöfum út í krónum sem verði bundnar mjög stífum höftum. Þetta verður gert með kassann úti og á blússandi sjálfstraustssterum.

Vegna þessa eru stærstu kröfuhafarnir, stórir fjárfestingar- og vogunarsjóðir, að búa sig undir að bregðast við slíkri gjörð með frystingum eigna, lögbönnum og öðrum verkfærum sem þeir telja sig geta beitt ef íslenska ríkið gerir erlendar eignir þeirra upptækar. Hinir, nokkur þúsund minni kröfuhafar, sem margir eru upprunalegir og hafa tapað miklu á viðskiptum sínum við íslenska banka, klóra sér í hausnum yfir því að fá ekki að slíta þrotabúum bankanna og fá skertan hluta eigna sinna til baka.

Hin eilífa vöntun á gjaldeyri


Að mati Seðlabankans, greiningaraðila og í raun allra sem málið skoða virðist hins vegar ljóst að erfitt verði að afnema höft á næstunni, sérstaklega vegna þess að viðskiptajöfnuður mun ekki duga fyrir afborgunum lána sem íslenskir skulda erlendum. Það þýðir að Ísland aflar ekki nægilega mikils gjaldeyris til að standa við samningsbundnar afborganir lána næstu árin og hefur því sannarlega enga viðbótargetu til að skipta krónum í gjaldeyri.

Höftin, ónýt mynt og að mörgu leyti ótrúverðugt fjármálakerfi hefur gert það að verkum að mörg af stærstu þekkingar­fyrirtækjum sem orðið hafa til á Íslandi eru að hugsa sér til hreyfings. Creditinfo ætlar að fara og CCP, Marel og Össur eru raunverulega að ræða þann möguleika.

Fasteignabóla


Þá er fasteignabóla í blússandi uppblæstri. Fasteignaverð hækkaði um 11,1 prósent síðastliðið ár. Ástæðan er sú að uppsöfnuð eftirspurn er gríðarleg eftir margra ára byggingastopp og fasteignir eru orðnar aðal­fjárfesting lífeyrissjóða og spákaupmanna, enda lítið annað eftir að kaupa innan hafta. Afleiðing þessarar þróunar er sú að líklega hefur aldrei verið erfiðara en nú fyrir ungt fólk að fóta sig á fasteignamarkaði.

Þrátt fyrir að fasteignaverð rjúki upp á ljóshraða er ríkisstjórnin að gefa völdum hópi fólks sem keypti sér íbúð fyrir hrun 80 milljarða króna í skaðabætur vegna áhrifa verðbólgu á verðtryggð lán þess. Ef hækkun húsnæðisverðs heldur áfram á sama hraða út þetta kjörtímabil mun íbúð sem kostaði 30 milljónir króna fyrir ári kosta um 45 milljónir króna árið 2017. Ef eigandi hennar hefur orðið fyrir „forsendubresti“ og þar með unnið í leiðréttingar­lottói Sigmundar og Bjarna mun hann geta fengið allt að fjórar milljónir króna gefins af skattfé ofan á þær 15 milljónir sem fasteignin hans hefur hækkað í verði á tímabilinu. Allt í boði skattgreiðenda. Verðbólgan sem skuldaniðurfellingarnar munu setja í gang éta reyndar nær örugglega upp eitthvað af raunvirðinu, en vinningshafarnir verða að minnsta kosti betur settir en sá fjórðungur landsmanna sem er á leigumarkaði eða sá tæplegi helmingur fjölskyldna sem skuldar ekkert í húsnæðinu sínu.

Verði þetta þróunin, sem er meira en líklegt, verður nokkuð erfitt fyrir skuldaniðurfellingarpáfana að hreykja sér af þessari glórulausu aðgerð fyrir næstu kosningar. Þeim er hins vegar fullkomlega treystandi til að búa til nýja kanínu til að draga upp úr hattinum á þeim árum sem þeir hafa til stefnu.

Verkföll og annað tilfallandi


Ofan á allt annað er verið að setja Íslands- og Ólympíumet í verkfallshótunum. Framhaldsskólakennarar eru búnir að fara í verkfall og knýja fram verðskuldaðar kjarabætur sem setja kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins í algjört uppnám. Á þessu ári einu saman hafa síðan háskólakennarar, grunnskólakennarar, leikskólakennarar, flugvallar­starfsmenn, flugmenn, flugþjónar og starfsmenn Herjólfs sett fram kröfur um miklar launahækkanir sem ekki hefur samist um, farið í verkfall eða hótað verkfallsaðgerðum. Þeir sem hafa látið vaða hafa fengið á sig bannlög.

Þá er ótalið nokkur hundruð milljarða króna gat í lífeyrissjóða­kerfinu, sem gerir það að verkum að stór hluti þjóðarinnar mun líklega ekki eyða ævikvöldinu yfir framfærslu­viðmiðum, og sífelld frestun á nauðsynlegri uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu til að taka á móti þrefalt fleiri ellilífeyrisþegum á næstu áratugum.

Þrátt fyrir þetta allt saman fannst forsætisráðherra tilefni til þess, í nýlegri ræðu, að fullyrða að „flest bendir til þess að svartnættinu sé að slota og trú á eigin getu að eflast. Það er einna helst í innstu myrkviðum netsins og í ræðustól Alþingis að hagsmunaverðir svartnættisins halda vöku sinni“.

Til að efla trúna þarf hins vegar að leysa vandamálin. Af ofangreindri upptalningu er ljóst að það hefur sitjandi ríkisstjórn ekki gert. Þvert á móti virðist allt í steik. Skiptir þar engu hvort hindranirnar eru skoðaðar í dagsljósi eða svartnætti.

Leiðarinn birtist í nýjasta Kjarnanum. Lestu hann hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None