Svar við rammpólitísku gríni

2014.03.12.17.53.20.2.jpg
Auglýsing

Dóri DNA kýs að taka djúpt í grínár­inni í síð­asta Kjarna, þar sem hann beinir í pistli sínum „Fótó­sjopp­fram­boð­ið“ spjótum að Sjálf­stæð­is­­flokknum og fram­bjóð­endum hans. Það er auð­vitað í boði og ekki af honum tekið að pistill­inn er hressandi beittur þótt hann sé ekk­ert sér­stak­lega mál­efna­leg­ur. Kannski er ekki hægt að gera þá kröfu til grínista að þeir séu mál­efna­legir en í þessu til­felli er frið­helgi gríns­ins vand­með­far­in. Dóri DNA á beinna hags­muna að gæta þar sem konan hans er ofar­lega á lista Bjartrar fram­tíðar í borg­ar­stjórn­ar­­kosn­ing­un­um. Það er því sjálf­sagt að líta svo á að pist­ill Dóra sé inn­legg í kosn­inga­bar­átt­una, og ástæða til að svara honum sem slík­um.

Má ekki gagn­rýna pen­inga?



Efni­við­ur­inn sem Dóri DNA not­aði í pistli sínum var sem sagt póli­tísk umræða um síð­asta árs­reikn­ing Reykja­vík­ur­borg­ar. Við grein­ar­höf­undar vorum sér­stak­lega teknar fyrir út af Twitt­er-­sam­skiptum sem við áttum við Dóra á meðan árs­reikn­ing­ur­inn var til umræðu í borg­ar­stjórn, þar sem við bentum á að síðan núver­andi meiri­hluti tók við hafa hreinar skuldir A-hluta borg­ar­sjóðs hækkað um 16 millj­arða, og höfðum reiknað út að það væru um það bil 15 millj­ónir á dag.

almennt_08_05_2014

Dóri DNA sagði um þá útreikn­inga í pistli sínum að ef það væri stríð yrði sá sem reikn­aði út svo­leiðis tek­inn bak­við hús og aflíf­að­ur. Við erum sem betur fer ekki í stríði en við skiljum ekki alveg af hverju við megum ekki reikna út skulda­söfnun borg­ar­inn­ar. Það hefði auð­vitað verið rétt­læt­an­­legt að hrauna yfir mál­flutn­ing okkar ef við værum ekki að segja satt. En svo er ekki og það er reyndar ekk­ert í pistli Dóra DNA sem rengir töl­urn­ar.

Auglýsing

Af pistli Dóra má hins vegar ráða að honum finn­ist slík gagn­rýni ósann­gjörn gagn­vart fólki og flokkum sem séu bara að reyna að gera sitt besta. Og allra síst eigi sjálf­stæð­is­menn að gagn­rýna neitt, þar sem allt sem aflaga hefur farið sé þeim að kenna og þeir eigi því bara að þegja.

„Stór­und­ar­legt upp­hlaup“



Hann talar um að gagn­rýni okkar hafi verið „stór­und­ar­legt upp­hlaup“ en það er stór mis­skiln­ingur að það felist ein­hver góð póli­tík í því að minni­hlut­inn vinni ekki vinn­una sína og sitji bara og þegi á meðan meiri­hlut­inn gerir sitt besta. Góð póli­tík felst í að minni­hlut­inn veiti meiri­hlut­anum aðhald og setji fram rök­studda gagn­rýni. Og fjár­hags­staða borg­ar­innar hefur nú einu sinni beina skírskotun í for­gangs­röðun borg­ar­kerf­is­ins, veski borg­ar­búa, og er grunn­ur­inn að allri þeirri póli­tík sem stýrir borg­inni. Af hverju tekur Dóri það svona óstinnt upp fyrir hönd borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans að hann sé gagn­rýndur á þeim grund­velli? Vill hann fótó­sjoppa póli­tík­ina þannig að hún verði bara eitt alls­herjar mis­fellu­laust og með­virkt hall­elúja með vald­höf­um?

Dóri hnýtir einnig í okkur fyrir að segja að þessar 15 millj­ónir sem núver­andi meiri­hluti hefur safnað í skuldir á hverjum degi und­an­farin þrjú ár sam­svari því að eyða kostn­aði Hofs­valla­götutil­raun­ar­innar á hverjum degi kjör­tíma­bils­ins. Við vorum aðal­lega að setja í sam­hengi hvað þessar fjár­hæðir þýða. Því meiri sem með­vit­und borg­ar­búa um fjár­mál borg­ar­innar er, þeim mun betra. En það var vissu­lega fulló­dýrt að nota það dæmi, þar sem Hofs­vallagatan virð­ist kveikja næstum því jafn­heitar til­finn­ingar og flug­völl­ur­inn.

Skulda­söfnun



Dóri segir jafn­framt ósann­gjarnt af okkur að vera almennt að fetta fingur út í þessa skulda­söfnun meiri­hlut­ans, því hún stafi af láni til Orku­veit­unn­ar. Það er ekki ósann­gjarnt að horfa á skulda­söfnun borg­ar­innar í heild sinni, þar sem meiri­hlut­inn hefur talað mikið um góðan árangur í mál­efnum Orku­veit­unnar og því er eðli­legt að horfa til þess að þar hafi borgin lagt fyr­ir­tæk­inu til láns­fé. Dóri orðar það reyndar þannig að pen­ing­arnir hafi þurft að fara í Orku­veitu­klúður sem sé „al­far­ið“ á ábyrgð Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Við vitum ekki hvort að þarna hafi hann óaf­vit­andi eða með­vitað langað til að hengja bak­ara fyrir smið. Í öllu falli er ástæða til að taka fram að R-listi vinstri­­flokk­anna stjórn­aði Orku­veit­unni illa og bruðl­aði með pen­inga í allt of dýrar höf­uð­stöðv­ar, fjar­skipta­æv­in­týri og fjár­austur í alls konar óskyldan rekstur ásamt því að gera fyr­ir­­tækið stór­skuldugt með of háum arð­greiðsl­um. Sjálf­stæð­is­­flokk­ur­inn ber sína ábyrgð á að hafa ekki horfið frá þeirri stefnu nógu hratt þegar hann náði völdum og sama má segja um 100 daga vinstri­meiri­hluta „Tjarn­ar­kvar­tetts­ins“. Frá stofnun Orku­veit­unnar var það því aðal­lega stefna frá vinstri­flokkum að skuld­setja Orku­veit­una upp í rjáf­ur. Hrunið gerði svo þær skuldir ill­við­ráð­an­leg­ar. Um þetta allt má lesa í skýrslu úttekt­ar­nefndar um Orku­veit­una sem kom út 2012. Það er auð­vitað ekk­ert sér­stak­lega eft­ir­sókn­ar­verð póli­tík að draga enda­laust fram hvaða flokkur gerði hvað á hverjum tíma og fyr­ir­gefa aldrei gamlar synd­ir, en það virð­ist stundum þurfa að minna á að þeir sem hafa stýrt borg­inni og öllum fyr­ir­tækjum hennar meira og minna frá árinu 1994 eru aðrir en sjálf­stæð­is­menn.

Fótó­sjoppuð hug­mynda­fræði?



Í end­ur­sögn Dóra af rök­ræðum okkar á milli á Twitter leggur hann út af orðum okkar eins og að við höfum verið að kalla meiri­hlut­ann trúða og komm­ún­ista og hann sjálfan feitt svín sem ætti að fokka sér. Það þarf mjög ein­beittan brota­vilja til að snúa svo hressi­lega út úr því sem við vorum að segja en svo að það sé sagt þá lítum við ekki á neinn í meiri­hlut­anum sem trúð, okkur þykir það að tala um komm­ún­ista vera ótta­lega 1962 og „fokk­aðu þér feita svín!“ sagði eng­inn, aldrei.

„Ef það er eitt­hvað sem Jón Gnarr og Besti flokk­ur­inn hefur kennt okkur þá er það að ein­lægnin er ofar öllu,“ skrifar Dóri. Og vissu­lega skipta ein­lægni og heið­ar­leiki máli í póli­tík. Borg­ar­stjóra hefur einnig verið tíð­rætt um að það sé ofbeld­iskúltúr í póli­tík­inni sem sé vert að upp­ræta. Það er því áhuga­vert að fylg­is­manni hans og þess stjórn­mála­afls sem lagði áherslu á að bæta sam­tal og umtal og orð­ræðu og efla virð­ingu og heið­ar­leika og hvað­eina finn­ist það vera í anda þess að mæta póli­tískum and­stæð­ingum með slíkum fyr­ir­fram­gefnum for­dóm­um. Hver er mun­ur­inn á slíku gríni og að kalla borg­ar­stjóra trúð?

Þegar Besti flokk­ur­inn bauð fram fyrir fjórum árum töl­uðu fram­bjóð­endur hans mikið um að þáver­andi stjórn­mála­­menn væru óheið­ar­legir og spilltir og það ætti að gefa þeim, „fá­vit­un­um“, frí. Þegar Jón Gnarr til­kynnti í haust að hann ætl­aði að hætta í póli­tík við­ur­kenndi hann að hann væri búinn að skipta um skoðun því hann teldi nú að stjórn­mála­menn væru alla jafna bara að reyna að gera sitt besta. Það er rétt og rausn­ar­legt af honum að segja það. Öll skref sem stigin eru í átt að því að hægt sé að bera virð­ingu fyrir póli­tískum and­stæð­ingum þrátt fyrir að póli­tískar áherslur stang­ist á eru nefni­lega þakk­lát. Von­andi fer póli­tíkin batn­andi, en það er mis­skiln­ingur að halda að til­gangur hennar sé ekki að takast á um mis­mun­andi áhersl­ur.

Álitið birt­ist í nýjasta Kjarn­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None