Svaraðu kallinu

Heiða Kristín Helgadóttir
21592919854_59b3d4e24a_b.jpg
Auglýsing

Ég leyfi mér að full­yrða byggt á aðgangi mínum á inter­net­inu og ýmsum athug­unum sem ég hef gert þar að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hefur mik­inn áhuga á skipu­lags­mál­um. Það er vel, enda fátt sem hefur jafn afger­andi áhrif á lífs­gæði okkar og hið byggða umhverfi og hvernig það er skipu­lagt. Það sem ég skil hins­vegar ekki og vil sem minnst full­yrða um er í hvaða átt for­sæt­is­ráð­herra ætlar með þennan áhuga sinn.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar sem var und­ir­rituð í maí 2013 var tónn­inn gef­inn um að fegra hið mann­gerða umhverfi og vernda sögu­legar minj­ar. Þar af leið­andi hefði ekki átt að koma neinum á óvart að frum­varp um vernd­ar­svæði í byggð var sam­þykkt á síð­asta þingi. Það sem kemur hins vegar veru­lega á óvart er hvernig for­sæt­is­ráð­herra kemst hjá því að svara rétt­mætum spurn­ingum um hvernig hann og hans ráðu­neyti er í stakk búið til þess að taka að sér það sér­hæfða verk­efni að meta hvaða svæði skulu vernd­uð, á hvaða for­sendum og hvað sé fal­legt mann­gert umhverfi svo fátt eitt sé nefnt. Einnig liggur ekk­ert fyrir um það hvernig þessi nýsam­þykktu lög sam­ræm­ast núgild­andi skipu­lags­á­ætl­un­um, lög­bundnum rétt almenn­ings til að koma á fram­færi athuga­semdum og and­mæla­rétti sveit­ar­fé­laga.

Mikil áhætta fyrir rík­is­sjóð



Til að mynda liggur nú fyrir skyndi­friðun á upp­bygg­ing­ar­reit við hlið Toll­húss­ins í Reykja­vík sem Minja­stofn­un, á grund­velli laga um vernd­ar­svæði í byggð, fór fram á fyrir rúmum mán­uði síð­an. Ekki liggur enn ljóst fyrir hver aðkoma for­sæt­is­ráð­herra var að mál­inu og hvort hann hygg­ist stað­festa skyndi­frið­un­ina eða ekki. Fram hefur komið í fjöl­miðlum að lóð­ar­hafar telja tjónið sem þeir hafa orðið fyrir af völdum þess­arar skyndi­frið­unar nema um 2,2 millj­örðum króna og hyggj­ast þeir sækja það tjón í rík­is­sjóð.Ég hef engar sér­stakar for­sendur til að meta hvort þessi tala sé rétt eða ekki, en það er ljóst að með ákvörðun sinni var Minja­stofnun á ábyrgð for­sæt­is­ráð­herra að taka mjög stóra ákvörðun sem felur í sér mikla áhættu fyrir rík­is­sjóð.

Þar fyrir utan tefur þessi skyndi­friðun allar fram­kvæmdir og vextir á fjár­magni sem fara í þetta verk­efni tikka eðli máls­ins sam­kvæmt á með­an. Þann 15. sept­em­ber sl. lagði und­ir­rituð fram spurn­ingu í sex liðum um aðkomu ráð­herra á ákvörðun Minja­stofn­unar um þessa til­teknu skyndi­frið­un, bóta­skyldu og fag­þekk­ingu í ráðu­neyt­inu á sviði minja­verndar og skipu­lags­mála. Nú, meira en mán­uði síðar hafa eng­inn svör borist.

Auglýsing

Rík­is­stjórn­in, og þá sér­stak­lega félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, hafa lagt ríka áherslu á upp­bygg­ingu fjöl­breytts hús­næðis og fjölgun íbúða. Síð­ast í vor var blásið í lúðra til að liðka fyrir gerð kjara­sam­inga, 2300 félags­legum íbúðum var lof­að, auk lækk­unar á bygg­ing­ar­kostn­aði og hækk­unar hús­næð­is­bóta. Á sama tíma leggur for­sæt­is­ráð­herra fram frum­varp sem gengur þvert á skipu­lags­ferli sveit­ar­fé­laga og inn­tak frum­varps­ins vofir yfir mörgum áformum sem uppi eru um einmitt þessa sömu fjölgun íbúða. Ef við tökum þessa til­teknu skyndi­friðun á hafn­ar­garð­inum út fyrir sviga, þá getur það ekki verið til þess gert að ýta undir fram­kvæmdir og né lækka bygg­ing­ar­kostnað að bæta við öðru lagi af ógagn­særri stjórn­sýslu sem getur haft afger­andi áhrif á mögu­lega upp­bygg­ingu og hraða fram­kvæmda.

Gengið lengra



Til við­bótar við þetta hefur for­sæt­is­ráð­herra boðað frum­varp um breyt­ingar á lögum um menn­ing­arminjar sem fela í sér heim­ild ráð­herra til eigna­upp­töku og enn rík­ari heim­ildir til frið­unar á stórum land­svæð­um. Bæði þessi frum­vörp ganga lengra en núgild­andi lög og fela í sér íþyngj­andi heim­ild ráð­herr­ans í gegnum Minja­stofnun til þess að hlut­ast til um skipu­lag í sveit­ar­fé­lög­um. Af ein­hverjum ástæðum þykir ráð­herra eng­inn ástæða til að skýra það nán­ar, sam­an­ber skrif­lega fyr­ir­spurn mín um mögu­lega friðun Vatns­mýr­ar­innar og eign­ar­upp­töku á land­svæði eða hús­næði á því svæði sem var lögð fram 22. sept­em­ber og er enn ósvar­að.

Það er sjálf­sagt að deila áhyggjum for­sæt­is­ráð­herra á því að við­kvæm byggð í mið­borg­inni sé varð­veitt og að turna­byggð eigi ekki heima á ákveðnum svæðum í Reykja­vík. Einmitt af þessum sökum er sögu­leg og menn­ing­ar­lega verð­mæt byggð í hjarta mið­borg­ar­innar varin með marg­vís­legum hætti í aðal­skipu­lagi Reykja­víkur og mikið lagt uppúr því að hlúa vel að henni og styrkja, t.d. með ákvæðum um að hæðir húsa skulu ekki fara yfir 6 hæðir í mið­borg­inni. Hugs­an­lega þarf að efla slíka vernd enn frekar en slíkt þarf þá að gera að höfðu sam­ráði við skipu­lags­yf­ir­völd og upp­bygg­ing­ar­að­ila.

 Ótækt



Það er ótækt ef til­vilj­ana­kenndar ákvarð­anir ráða því hvaða svæði byggj­ast upp og ljóst að ótt­inn við það að lenda í skyndi­friðun eða eigna­upp­töku er nóg til að letja og tefja allt ferlið sem ráð­herrar þess­arar rík­i­s­tjórnar segj­ast vilja hraða og bæta.

Í stað þess að hamla upp­bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og þá sér­stak­lega í mið­borg Reykja­vík­ur, væri nær að treysta því að skipu­lags­yf­ir­völd á hverjum stað hafi lært af mis­tökum fyrri ára og að sam­tal þeirra við upp­bygg­ing­ar­að­ila ein­kenn­ist af gæða­kröfum um fal­legt mann­gert umhverfi og að almanna­heill sé tryggð­ur.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None