Erfitt efnahagsumhverfi og breytingar í starfsumhverfi kalla á endurskoðun á flestum rekstrarþáttum sveitarfélaganna. Leitað er að valkostum til að ná fram frekari hagræðingu og skilvirkni svo sem með samrekstri verkefna eins og byggðasamlögin. Aukin samrekstur sveitarfélaganna kallar á vandaða pólitíska stefnumörkun. Það er algjörlega ólíðandi þegar fyrirtæki í almenningseigu misnota aðstöðu sína.
Rekstur Strætó bs og Sorpu bs eru ekki lögbundin verkefni.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu byggðarsamlög um rekstur Strætó og Sorpu, þar sem hagkvæmast var fyrir sveitafélögin að reka þessar stofnanir í sameiningu. Samgöngur og sorphirða eru að hluta skylduverkefni sveitafélaga, förgun sorps er lögbundið verkefni en ekki rekstur endurvinnslustöðva, ferðaþjónusta fatlaðra er skylduverkefni en ekki rekstur almenningsvagna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála kærði nýverið Sorpu fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og var Sorpa sektuð um 45 milljónir. Sorpa hafði veitt eigendum sínum, sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands, meiri afslætti en öðrum viðskiptavinum.
Byggðarsamlögin taka sér stjórnvaldið
Sveitasjóðir sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu bera ábyrgð á fjárhagsskuldbindingum byggðarsamlaganna og þess vegna er pólitísk stefnumótun eigenda mikilvægi. Rödd minnihlutans á enga aðkomu í ákvarðannatöku stjórnar ef ekki er eigendavettvangur þar sem unnin er eigendastefna. Eigendastefna er afrakstur hinnar pólitísku umræðu. Stjórnir byggðasamlaganna eru skipaðar sjö fulltrúum einum frá hverju sveitafélagi á höfuðborgarsvæðinu og koma stjórnarmenn ávalt frá pólitískum meirihluta sveitastjórnanna. Helst ætti að leggja niður stjórnir byggðarsamlaganna og hafa eigendavettvang sem stýrt er af fulltrúaráði sem í sitja fulltrúar bæði minni- og meirihluta. Þá væru meiri líkur á að eigendastefnan nyti almennrar sáttar í samfélaginu. Byggðarsamlag getur ekki og á ekki að vera stefnumótandi aðili í svo stóru pólitíku hagsmunamáli sem málefni Sorpu og Strætó eru.
Í samþykktum byggðarsamlaganna er umboð stjórna til ákvarðanatöku óskýrt og ekki er tekið á aðkomu eigenda í stærri ákvörðunum og mótun eigendastefnu. Aldrei skyldi framkvæmdastjóri byggðarsamlags eða stjórn þess ákveða meiriháttar fjárfestingu eða stefnumótun án samþykkis eigenda. Rök framkvæmdarstjóra Sorpu, að stjórnin sé fulltrúi eiganda í meiriháttar ákvörðun er að hluta til rétt þar sem samþykktir Sorpu segja að ekki þurfi að bera undir eigendur 3ja ára fjárhagsáætlun Sorpu né stefnumótun, Sorpa getur einnig stofnað dótturfélag án aðkomu eða samþykkis eigenda. Hins vegar endurspegla þessar samþykktir ekki góða stjórnarhætti og þarfnast endurbóta. Einnig er vert að minna á að í landinu eru lög og reglur um úrgangsmál sem unnið er eftir samkvæmt Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Þrátt fyrir rúmlega tvöföldun í endurnýtingu s.l 10 ár hefur ekki tekist að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar.
Þrátt fyrir rúmlega tvöföldun í endurnýtingu s.l 10 ár hefur ekki tekist að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar. Markmið Landsáætlunar er að draga markvisst úr myndun úrgangs, auka endurnotkun, endurnýtingu og flokkun enda hafa rannsóknir sýnt að hún leiðir til aukinnar meðvitundar almennigs um vistvænan lífsstíl. Stefna flestra sveitafélaga landsins er að vinna samkvæmt þessum markmiðum svo neytendur verði meðvitaðir um magn þess sorps sem þeir henda. Þannig að ákvörðun Sorpu um að minnka flokkun er brot á stefnumót Landsáætlunar.
Samningsgerð Sorpu við danska fyrirtækið Aikan um kaup á tækjabúnaði til endurvinnslu er lýsandi dæmi um ákvörðun sem ekki er borinn undir eigendur, þ.e sveitafélögin sjálf og bæjarstjórnir þeirra. Þar sem engin eigendavettvangur var til lá aðeins fyrir samþykki stjórnar með óljóst vald fyrir svo stórri fjárfestingu. Samningurinn fól í sér bæði meiriháttar breytingu á pólitískri stefnumótun varðandi flokkun og gríðaháa fjárfestingu að upphæð 2,7 milljarða. Samkvæmt góðum stjórnarháttum ætti að liggja fyrir samþykkt eigenda áður en byggðarsamlag fer í svo róttækar framkvæmdir. Í október 2014 kærði Íslenska gámafélagið Sorpu til kærunefndar útboðsmála, vegna þessa samnings við Aikan, þar sem samningsgerðin stangaðist á við lög um opinber innkaup. Framkvæmdarstjóri Sorpu segir samningsgerðina innan lögmætra heimildar Sorpu og að kæran breyti engu um fyriráætlanir byggðarsamlagsins.
Hver er hagur almennings og landsins?
Hvor lausnin styður betur við markmið Landsáætlunar í úrgangsmálum, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu eða votvinnslustöð Metanorku sem er í eigu Íslenska gámafélagsins? Aðalmunur þessara vinnsluaðferða er að heimilissorp þarf ekki að flokka í gas- og jarðgerðarstöð, þannig væri hægt að spara í sorphirðu. Fólk gæti sjálft haft jarðgerðartunnur í görðunum og nýtt eigin moltu. Þar sem heimilissorp er lítið flokkað verður úrgangur sem fer í jarðgerðarstöðina fjölbreyttari. Þar blandast lífrænn úrgangur við bleyjur, dömubindi, kattarsand og ryksugupoka.
Þar sem heimilissorp er lítið flokkað verður úrgangur sem fer í jarðgerðarstöðina fjölbreyttari. Þar blandast lífrænn úrgangur við bleyjur, dömubindi, kattarsand og ryksugupoka.
Saman við þessa blöndu bætir síðan Sorpa matarsmituðu plasti, vikri, garðúrgangi og hrossataði. Samkvæmt upplýsingum Sorpu er lítið mál að koma þessari moltu á markað því búið er að gera sölusamning við Landgræðsluna. Kostnaðaráætlun við kaup á tækjabúnaði frá danska fyrirtækinu Aikan er áætlaður 2,7 milljarðar. Votvinnslu aðferð Metanorku gerir hins vegar ráð fyrir meiri flokkun á heimilissorpi og þar af leiðandi hreinna endurvinnsluefni, sem er þá verðmætari molta. Fjölga þyrfti flokkunartunnum sem eykur kostnað við sorphirðu en skilar verðmætari vöru og aukinni meðvitund neytenda sem er eitt af aðalmarkmiðum Landsáætlunar. Kostnaðaráætlun við tækjakaup til votvinnslu er um 1,5 milljarður.
Með aðild Íslands að EES hafa verið innleiddar tilskipanir sem varða opinbera starfsemi á samkeppnismarkaði og tilskipanir um flokkun á sorpi. Byggðarsamlögin greiða ekki tekjuskatt og aðildarsveitarfélögin styðja með ótakmarkaðri ábyrgð við þau. Byggðarsamlögin eru síðan í samkeppni við fyrirtæki á markaði sem er ólögmætt.
Sveitarfélögin þurfa að ástunda góða stjórnarhætti og muna að eigendur byggðarsamlaganna eru rúmlega 200.000 íbúar stórhöfuðborgarvæðisins. Íbúarnir ætlast til að stjórnsýslan sé vönd að virðingu sinni starfi eftir stefnumótun eigenda og hafi hag íbúa að leiðarljósi. Þannig verður að gera þá kröfu að ekki séu brotin samkeppnislög eða nýðist á náttúrunni með urðun spilliefna. Jafnframt að landið sé grætt upp með sömu hreinu gæðamoltunni og við myndum nota til ræktunar á grænmeti fyrir fjölskylduna.