Það var fyrir ári síðan

Lára Jónasdóttir
ebola.jpg
Auglýsing

„Ekki síðan í árdaga alnæm­is­far­ald­urs­ins hafa starfs­menn Lækna án landamæra misst svo marga sjúk­linga, án aðferða til að hjálpa þeim og aldrei á svo stuttum tíma, dauð­inn hraðspólaði frá 10 árum niður í 10 daga.“ Þetta kemur fram í nýrri árs­skýrslu Lækna án Landamæra, betur þekkt sem Medecins Sans Front­iéres (MS­F).

Það var fyrir ári síðan sam­tökin köll­uðu fyrst eftir aðstoð alþjóða­sam­fé­lags­ins í bar­átt­unni við versta ebólu­far­aldur sem heim­ur­inn hefur orðið vitni að. Að minnsta kosti 24.000 manns hafa smit­ast og meira en 10.000 manns hafa lát­ist. Ebóla hefur eyði­lagt líf og fjöl­skyld­ur, hún hefur skilið eftir sig djúp sár og klofið félags­leg og efna­hags­leg bönd í Gíneu, Líberíu og Síerra Leó­ne. Hræðsla og örvænt­ing hafa fylgt útbreiðslu vírus­ins og í dag veit eng­inn í raun hversu margir liggja í valnum eftir hann eða hversu langan tíma það mun taka að koma í veg fyrir útbreiðsl­una.

Alþjóða­sam­fé­lagið tók ekki við sér fyrr en ebólu­vírus­inn var orðin að alþjóð­legri öryggisógn og ekki lengur bara vanda­mál örfárra þró­un­ar­ríkja í Vest­ur­-Afr­íku. Þann 8. ágúst 2014 lýsti Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) loks­ins yfir neyð­ar­á­standi. Ebólu­víru­inn var ógn við lýð­heilsu heims­byggð­ar­inn­ar. Þess­ari yfir­lýs­ingu fylgdi gang­verk sem los­aði um fjár­magn og mannauð á miklum hraða, en þá voru þegar 1000 manns fallnir í val­inn.

Auglýsing

Stærsta ebólu­með­ferð­ar­mið­stöð sem byggð hefur verið



Læknar án landamæra réð­ust í það verk­efni að byggja stærstu ebólu­með­ferð­ar­mið­stöð sem byggð hafði verið með 250 rúm­um, en það var aðeins dropi í haf­ið. Undir lok ágúst­mán­aðar gat mið­stöðin ekki verið opin lengur en hálf­tíma í senn á hverjum morgni. Aðeins örfáir sjúk­lingar fengu pláss í rúmum þeirra sem dáið höfðu nótt­ina áður. Að senda  sjúk­linga til baka vegna pláss­leysis olli því að þeir snéru heim aðeins til að gera illt verra með því að eiga á hættu að smita fjöl­skyldur sínar af vírusn­um. Stað­ar­ráðnir sjálf­boða­liðar og starfs­menn voru ekki nægi­lega margir, þar sem þeir höfðu verið með þeim fyrstu til að smit­ast af ebólu. Útkoman var und­ir­mönnun og var því aðeins hægt að veita hverjum sjúk­lingi grund­vall­ar­heil­brigð­is­þjón­ustu. Allt of fáir starfs­menn með allt of marga sjúk­linga  og aðeins var hægt að sinna hverjum sjúk­lingi í u.þ.b.eina mín­útu í seinn að með­al­tali, ástandið var ógn­væn­legt. Töl­urnar yfir hina látnu voru hræði­leg­ar, jafn­vel þó sam­tökin hafi unnið á mestu átaka­svæðum heims er það sjald­séð að missa svo marga sjúk­linga ef svo má segja í einum vet­fangi.

Eins og minnst var á hér áður þá eru heil­brigð­is­starfs­menn oft­ast með fyrstu fórn­ar­lömbum ebólu­veirunn­ar. Þeir taka á móti sjúk­lingum sem þjást af sjúk­dómi sem lýsir sér í fyrstu eins og almennt kvef, malaría eða ann­ars konar hvers­dags­leg sýking.

Eins og minnst var á hér áður þá eru heil­brigð­is­starfs­menn oft­ast með fyrstu fórn­ar­lömbum ebólu­veirunn­ar. Þeir taka á móti sjúk­lingum sem þjást af sjúk­dómi sem lýsir sér í fyrstu eins og almennt kvef, malaría eða ann­ars konar hvers­dags­leg sýk­ing. Heil­brigð­is­starfs­menn hafa sýnt mikla þraut­seigju og var útnefn­ing tíma­rits­ins Time á manni árs­ins 2014 sem ebólu­bar­áttu­mann­inum verð­skuld­uð. Starfs­fólk og sjálf­boða­liðar sýndu styrk sinn þrátt fyrir við­bragðs­leysi alþjóða­sam­fé­lags­ins og tóku að sér erfið og ógeð­felld verk­efni, þrátt fyrir að þurfa horfast í augu við félags­lega brenni­merk­ingu (stig­ma) og hræðslu í sínu eigin sam­fé­lagi. Sumir stað­ar­ráðnir starfs­menn voru yfir­gefnir af mökum sín­um, kastað út af eigin heim­ilum og börn þeirra útskúfað frá leikjum við önnur börn. Þraut­seigja og árvekni þessa fólks á sér engan sam­an­burð. Margir starfs­menn í ebólu­með­ferð­ar­mið­stöðvum eru fyrrum sjúk­lingar, þeir hafa oft á tíðum misst alla fjöl­skyldu sína á örskömmum tíma og verið úthýst úr sam­fé­lag­inu. Þeir eiga því engan sama­stað nema með­ferð­ar­mið­stöð­ina þar sem þeir börð­ust fyrir lífi sínu, fjöl­skylda þeirra er horfin til for­feðr­anna og þeir geta starfað án for­dóma.

Krísa innan krís­unnar



Fal­legar sögur er samt hægt að segja af fjöl­skyldum og vinum sem hafa þurft að fara í gegnum veiru­sýk­ing­una. Til dæmis um dreng­inn  sem átti sér aðeins eina ósk og hún var að horfa á end­ur­sýn­ingu úrslita­leiks HM í fót­bolta. Önnur er um mann­inn sem hjólaði fleiri kíló­metra á dag til að heim­sækja konu sína, en einnig eru til nokkuð skondnar sögur um ást í leynum sem komst upp vegna smits elskenda.

Þegar nátt­úru­hörm­ungar eins og flóð eða jarð­skjálftar eiga sér stað tekur alþjóða­sam­fé­lagið yfir­leitt við sér á örskömmum tíma með straumi af fjár­magni og ýmis konar beinni aðstoð frá sam­tökum og ríkjum heims, en ótt­inn við hið óþekkta og reynslu­leysi á réttum við­brögðum við ebólu­far­aldr­inum lam­aði flesta fjár­magns- og styrkt­ar­að­ila.

Þegar nátt­úru­hörm­ungar eins og flóð eða jarð­skjálftar eiga sér stað tekur alþjóða­sam­fé­lagið yfir­leitt við sér á örskömmum tíma með straumi af fjár­magni og ýmis konar beinni aðstoð frá sam­tökum og ríkjum heims, en ótt­inn við hið óþekkta og reynslu­leysi á réttum við­brögðum við ebólu­far­aldr­inum lam­aði flesta fjár­magns- og styrkt­ar­að­ila. Þar voru Læknar án landamæra meðal þeirra sem hrædd­ust. Auk hægra við­bragða, og að koma of seint, þurftu alþjóða­sam­tök að horfast í augu við að í síbreyti­legu umhverfi ebólu­far­ald­urs­ins, þau voru ósveig­an­leg og áttu því í erf­ið­leikum með að laga sig að þörfum á vett­vang­i.Undir lok árs 2014 var orðið ljóst að meðan halda þurfti við árvekni sam­fé­lags­ins og við­halda legu­plássum í með­ferð­ar­stöðv­unum var jafn­framt ákallandi þörf fyrir að beina kast­ljós­inu að smit­leið­um, smit­berum sem og öruggum jarða­för­u­m.  Ofan á þetta bætt­ist „krísan innan krísunnar“, sem er aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir þá sem ekki eru með ebólu. Meðan ebólu­far­ald­ur­inn herjar hafa dauðs­föllum af völdum malar­íu, fæð­ing­ar­erf­ið­leika og bílslysa marg­fald­ast. Börn hafa ekki fengið bólu­setn­ingar og fólk með króníska sjúk­dóma eins og syk­ur­sýki og berkla hafa ekki fengið aðstoð.

Ár liðið frá neyð­ar­kall­inu



Ef litið er til fram­tíðar þá er lausnin ekki að end­ur­reisa heil­brigð­is­kerfi land­anna til fyrra áhorfs, það er ein­fald­lega ekki nóg. Nauð­syn­legt er að takast á við und­ir­liggj­andi veik­leika og galla kerf­is­ins, það er óraun­hæft að ætl­ast til breyt­inga verði sama for­múla notuð og áður. Mik­il­vægt er að vara við kæru­leysi meðan far­ald­ur­inn stendur enn yfir, hann virð­ist ekki vera að hægja á sér og jafn­vel svæði sem hafa verið talin úr hættu hafa til­kynnt um nýja sjúk­linga. Höf­uð­borg Líberíu hafði verið án stað­festra sýk­inga í rúm­lega tvær vikur þegar nýtt til­felli var stað­fest um miðjan mars.

Ebóla hefur afhjúpað veik­leika alþjóða­heil­brigð­is­kerf­is­ins og nú er það aug­ljóst að við getum ekki tek­ist á við óvænta far­aldra sem þenn­an. Heim­ur­inn varð vitni að van­mætti mann­úð­ar- og hjálp­ar­sam­taka, vanda­mál sem hefur verið vel falið í ófrétt­næmum átökum eins og Mið-Afr­íku lýð­veld­inu og Suð­ur­-Súd­an.

Nú, að ári liðnu frá fyrsta neyð­ar­kall­inu, er enn fjöl­mörgum spurn­ingum ósvar­að. Hvernig gat far­ald­ur­inn orðið svo stjórn­laus? Af hverju var heim­ur­inn svona lengi að taka við sér? Hræðslan við hinn óþekkta vírus, óhefð­bundnar jarða­far­ir, van­traust á stjórn­mála­menn og léleg heil­brigð­is­kerfi eru aðeins nokkrar ástæður fyrir útbreiðslu ebólu­vírus­ins um Vest­ur­-Afr­íku. Bar­áttan heldur áfram og við getum ekki andað léttar fyrr en eng­inn er sýktur á svæð­inu í 42 daga.

Eitt ár af bar­átt­unni við ebólu.

Höf­undur er tengiliður verk­efna hjá Læknum án landamæra í Líber­íu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None