Það var fyrir ári síðan

Lára Jónasdóttir
ebola.jpg
Auglýsing

„Ekki síðan í árdaga alnæm­is­far­ald­urs­ins hafa starfs­menn Lækna án landamæra misst svo marga sjúk­linga, án aðferða til að hjálpa þeim og aldrei á svo stuttum tíma, dauð­inn hraðspólaði frá 10 árum niður í 10 daga.“ Þetta kemur fram í nýrri árs­skýrslu Lækna án Landamæra, betur þekkt sem Medecins Sans Front­iéres (MS­F).

Það var fyrir ári síðan sam­tökin köll­uðu fyrst eftir aðstoð alþjóða­sam­fé­lags­ins í bar­átt­unni við versta ebólu­far­aldur sem heim­ur­inn hefur orðið vitni að. Að minnsta kosti 24.000 manns hafa smit­ast og meira en 10.000 manns hafa lát­ist. Ebóla hefur eyði­lagt líf og fjöl­skyld­ur, hún hefur skilið eftir sig djúp sár og klofið félags­leg og efna­hags­leg bönd í Gíneu, Líberíu og Síerra Leó­ne. Hræðsla og örvænt­ing hafa fylgt útbreiðslu vírus­ins og í dag veit eng­inn í raun hversu margir liggja í valnum eftir hann eða hversu langan tíma það mun taka að koma í veg fyrir útbreiðsl­una.

Alþjóða­sam­fé­lagið tók ekki við sér fyrr en ebólu­vírus­inn var orðin að alþjóð­legri öryggisógn og ekki lengur bara vanda­mál örfárra þró­un­ar­ríkja í Vest­ur­-Afr­íku. Þann 8. ágúst 2014 lýsti Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) loks­ins yfir neyð­ar­á­standi. Ebólu­víru­inn var ógn við lýð­heilsu heims­byggð­ar­inn­ar. Þess­ari yfir­lýs­ingu fylgdi gang­verk sem los­aði um fjár­magn og mannauð á miklum hraða, en þá voru þegar 1000 manns fallnir í val­inn.

Auglýsing

Stærsta ebólu­með­ferð­ar­mið­stöð sem byggð hefur veriðLæknar án landamæra réð­ust í það verk­efni að byggja stærstu ebólu­með­ferð­ar­mið­stöð sem byggð hafði verið með 250 rúm­um, en það var aðeins dropi í haf­ið. Undir lok ágúst­mán­aðar gat mið­stöðin ekki verið opin lengur en hálf­tíma í senn á hverjum morgni. Aðeins örfáir sjúk­lingar fengu pláss í rúmum þeirra sem dáið höfðu nótt­ina áður. Að senda  sjúk­linga til baka vegna pláss­leysis olli því að þeir snéru heim aðeins til að gera illt verra með því að eiga á hættu að smita fjöl­skyldur sínar af vírusn­um. Stað­ar­ráðnir sjálf­boða­liðar og starfs­menn voru ekki nægi­lega margir, þar sem þeir höfðu verið með þeim fyrstu til að smit­ast af ebólu. Útkoman var und­ir­mönnun og var því aðeins hægt að veita hverjum sjúk­lingi grund­vall­ar­heil­brigð­is­þjón­ustu. Allt of fáir starfs­menn með allt of marga sjúk­linga  og aðeins var hægt að sinna hverjum sjúk­lingi í u.þ.b.eina mín­útu í seinn að með­al­tali, ástandið var ógn­væn­legt. Töl­urnar yfir hina látnu voru hræði­leg­ar, jafn­vel þó sam­tökin hafi unnið á mestu átaka­svæðum heims er það sjald­séð að missa svo marga sjúk­linga ef svo má segja í einum vet­fangi.

Eins og minnst var á hér áður þá eru heil­brigð­is­starfs­menn oft­ast með fyrstu fórn­ar­lömbum ebólu­veirunn­ar. Þeir taka á móti sjúk­lingum sem þjást af sjúk­dómi sem lýsir sér í fyrstu eins og almennt kvef, malaría eða ann­ars konar hvers­dags­leg sýking.

Eins og minnst var á hér áður þá eru heil­brigð­is­starfs­menn oft­ast með fyrstu fórn­ar­lömbum ebólu­veirunn­ar. Þeir taka á móti sjúk­lingum sem þjást af sjúk­dómi sem lýsir sér í fyrstu eins og almennt kvef, malaría eða ann­ars konar hvers­dags­leg sýk­ing. Heil­brigð­is­starfs­menn hafa sýnt mikla þraut­seigju og var útnefn­ing tíma­rits­ins Time á manni árs­ins 2014 sem ebólu­bar­áttu­mann­inum verð­skuld­uð. Starfs­fólk og sjálf­boða­liðar sýndu styrk sinn þrátt fyrir við­bragðs­leysi alþjóða­sam­fé­lags­ins og tóku að sér erfið og ógeð­felld verk­efni, þrátt fyrir að þurfa horfast í augu við félags­lega brenni­merk­ingu (stig­ma) og hræðslu í sínu eigin sam­fé­lagi. Sumir stað­ar­ráðnir starfs­menn voru yfir­gefnir af mökum sín­um, kastað út af eigin heim­ilum og börn þeirra útskúfað frá leikjum við önnur börn. Þraut­seigja og árvekni þessa fólks á sér engan sam­an­burð. Margir starfs­menn í ebólu­með­ferð­ar­mið­stöðvum eru fyrrum sjúk­lingar, þeir hafa oft á tíðum misst alla fjöl­skyldu sína á örskömmum tíma og verið úthýst úr sam­fé­lag­inu. Þeir eiga því engan sama­stað nema með­ferð­ar­mið­stöð­ina þar sem þeir börð­ust fyrir lífi sínu, fjöl­skylda þeirra er horfin til for­feðr­anna og þeir geta starfað án for­dóma.

Krísa innan krís­unnarFal­legar sögur er samt hægt að segja af fjöl­skyldum og vinum sem hafa þurft að fara í gegnum veiru­sýk­ing­una. Til dæmis um dreng­inn  sem átti sér aðeins eina ósk og hún var að horfa á end­ur­sýn­ingu úrslita­leiks HM í fót­bolta. Önnur er um mann­inn sem hjólaði fleiri kíló­metra á dag til að heim­sækja konu sína, en einnig eru til nokkuð skondnar sögur um ást í leynum sem komst upp vegna smits elskenda.

Þegar nátt­úru­hörm­ungar eins og flóð eða jarð­skjálftar eiga sér stað tekur alþjóða­sam­fé­lagið yfir­leitt við sér á örskömmum tíma með straumi af fjár­magni og ýmis konar beinni aðstoð frá sam­tökum og ríkjum heims, en ótt­inn við hið óþekkta og reynslu­leysi á réttum við­brögðum við ebólu­far­aldr­inum lam­aði flesta fjár­magns- og styrkt­ar­að­ila.

Þegar nátt­úru­hörm­ungar eins og flóð eða jarð­skjálftar eiga sér stað tekur alþjóða­sam­fé­lagið yfir­leitt við sér á örskömmum tíma með straumi af fjár­magni og ýmis konar beinni aðstoð frá sam­tökum og ríkjum heims, en ótt­inn við hið óþekkta og reynslu­leysi á réttum við­brögðum við ebólu­far­aldr­inum lam­aði flesta fjár­magns- og styrkt­ar­að­ila. Þar voru Læknar án landamæra meðal þeirra sem hrædd­ust. Auk hægra við­bragða, og að koma of seint, þurftu alþjóða­sam­tök að horfast í augu við að í síbreyti­legu umhverfi ebólu­far­ald­urs­ins, þau voru ósveig­an­leg og áttu því í erf­ið­leikum með að laga sig að þörfum á vett­vang­i.Undir lok árs 2014 var orðið ljóst að meðan halda þurfti við árvekni sam­fé­lags­ins og við­halda legu­plássum í með­ferð­ar­stöðv­unum var jafn­framt ákallandi þörf fyrir að beina kast­ljós­inu að smit­leið­um, smit­berum sem og öruggum jarða­för­u­m.  Ofan á þetta bætt­ist „krísan innan krísunnar“, sem er aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir þá sem ekki eru með ebólu. Meðan ebólu­far­ald­ur­inn herjar hafa dauðs­föllum af völdum malar­íu, fæð­ing­ar­erf­ið­leika og bílslysa marg­fald­ast. Börn hafa ekki fengið bólu­setn­ingar og fólk með króníska sjúk­dóma eins og syk­ur­sýki og berkla hafa ekki fengið aðstoð.

Ár liðið frá neyð­ar­kall­inuEf litið er til fram­tíðar þá er lausnin ekki að end­ur­reisa heil­brigð­is­kerfi land­anna til fyrra áhorfs, það er ein­fald­lega ekki nóg. Nauð­syn­legt er að takast á við und­ir­liggj­andi veik­leika og galla kerf­is­ins, það er óraun­hæft að ætl­ast til breyt­inga verði sama for­múla notuð og áður. Mik­il­vægt er að vara við kæru­leysi meðan far­ald­ur­inn stendur enn yfir, hann virð­ist ekki vera að hægja á sér og jafn­vel svæði sem hafa verið talin úr hættu hafa til­kynnt um nýja sjúk­linga. Höf­uð­borg Líberíu hafði verið án stað­festra sýk­inga í rúm­lega tvær vikur þegar nýtt til­felli var stað­fest um miðjan mars.

Ebóla hefur afhjúpað veik­leika alþjóða­heil­brigð­is­kerf­is­ins og nú er það aug­ljóst að við getum ekki tek­ist á við óvænta far­aldra sem þenn­an. Heim­ur­inn varð vitni að van­mætti mann­úð­ar- og hjálp­ar­sam­taka, vanda­mál sem hefur verið vel falið í ófrétt­næmum átökum eins og Mið-Afr­íku lýð­veld­inu og Suð­ur­-Súd­an.

Nú, að ári liðnu frá fyrsta neyð­ar­kall­inu, er enn fjöl­mörgum spurn­ingum ósvar­að. Hvernig gat far­ald­ur­inn orðið svo stjórn­laus? Af hverju var heim­ur­inn svona lengi að taka við sér? Hræðslan við hinn óþekkta vírus, óhefð­bundnar jarða­far­ir, van­traust á stjórn­mála­menn og léleg heil­brigð­is­kerfi eru aðeins nokkrar ástæður fyrir útbreiðslu ebólu­vírus­ins um Vest­ur­-Afr­íku. Bar­áttan heldur áfram og við getum ekki andað léttar fyrr en eng­inn er sýktur á svæð­inu í 42 daga.

Eitt ár af bar­átt­unni við ebólu.

Höf­undur er tengiliður verk­efna hjá Læknum án landamæra í Líber­íu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None