Þegar fólk sem á yfir 100 milljónir króna fékk skuldir sínar leiðréttar

Auglýsing

Í dag var birt skýrsla fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um skulda­nið­ur­færslu verð­tryggðra lána. Vonir stóðu til þess að skýrslan myndi upp­lýsa um það hvernig for­dæma­laus milli­færsla á 80,4 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði til hluta þjóð­ar­innar myndi skipt­ast á milli henn­ar. Því miður stendur skýrslan ekki alveg undir þeim vænt­ing­um, þótt hún skýri mynd­ina aðeins.

Vert er að taka það fram að skýrslan var boðuð í des­em­ber, sem við­bragð við ítar­legri fyr­ir­spurn þing­manns um hvernig pen­ing­arnir sem frúin í rík­is­sjóð­ar­-Ham­borg gaf sumum skipt­ust á milli þiggj­enda. Frá því í byrjun maí hefur skýrslan verið í „loka­frá­gang­i“. Miðað við útkom­una sem birt var opin­ber­lega læð­ist að manni sá grunur að loka­frá­gang­ur­inn hafi snú­ist um að fela ó­þægi­leg­ustu stað­reynd­irnar í skýrsl­unni. Og gera grein­endum eins erfitt fyrir og hægt er að segja frá því nákvæm­lega hvernig pen­ing­arnir skipt­ust. Miðað við frétta­flutn­ing það sem af er degi tókst það ágæt­lega.

Kjarn­inn óskaði eftir nán­ari tölum á bak­við skýr­ing­ar­mynd­irnar sem birtar eru í skýrsl­unni og bár­ust þær nú síð­deg­is. Í þeim er hægt að sjá hvernig þeir tugir millj­arða króna ­sem rík­is­stjórnin ákvað að gefa völdum hópi fólks skipt­ist eftir aldri, búsetu og tekjum í stað þess að styðj­ast ein­vörð­ungu við þær upp­lýs­ingar sem skýrslu­höf­undar völdu að draga út úr mynd­un­um, og birt­ust í skýrsl­unni.

Auglýsing

Og þær tölur sýna sann­ar­lega að kjör­orð aðgerð­ar­inn­ar, "sátt­máli kyn­slóð­anna", á sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um.

200 þús­und Íslend­ingar "óleið­rétt­ir"



Að ein­hverju leyti eru upp­lýs­ing­arnar sem koma fram í skýrsl­unni end­ur­birt­ing á þeim upp­lýs­ingum sem birtar voru í Hörpu í nóv­em­ber. Þar segir að um 94 þús­und ein­stak­lingar hafi átt rétt á að fá skaða­bætur vegna verð­bólgu­skots­ins sem varð á Íslandi á árunum 2008 og 2009. Á þeim árum voru um 80 þús­und Íslend­ingar yngri en 18 ára. Ætla má að um 30 pró­sent þeirra barna séu börn „leið­réttra“ Íslend­inga. Því má segja að sá hópur sem hafi verið „leið­rétt­ur“ vegna verð­bólgu­skots eft­ir­hrunsár­anna telji um 117 þús­und manns. Með­al­fjöldi Íslend­inga árið 2008 og 2009 var 317.413 manns. Það þýðir að rúm­lega 200 þús­und Íslend­ingar eru „óleið­rétt­ir“.

Af þessu má sjá að sú aðgerð rík­is­stjórn­ar­innar að gefa 80,4 millj­arða króna úr rík­is­sjóði var ekki almenn aðgerð. Hún fór til 94 þús­und ein­stak­linga og barna þeirra. Hinir fengu ekkert.

Af þessu má sjá að sú aðgerð rík­is­stjórn­ar­innar að gefa 80,4 millj­arða króna úr rík­is­sjóði var ekki almenn aðgerð. Hún fór til 94 þús­und ein­stak­linga og barna þeirra. Hinir fengu ekk­ert. Raunar er sam­tala þeirrar upp­hæðar sem skipt er niður á þiggj­endur í skýrsl­unni ein­ungis 70 millj­arðar króna. Ekki er útskýrt sér­stak­lega hvað varð um hina ­tíu millj­arð­anna sem átti að gefa í leið­rétt­ing­unni.

Leið­rétt­ingin var því ekki sátt­máli þjóð­ar­inn­ar, enda fékk rúmur þriðj­ungur hennar fullt, en restin ekk­ert.

Flestir um og yfir fimm­tugt



Hlut­falls­lega sóttu flestir um leið­rétt­ingu sem í dag eru á aldr­inum 46 til 55 ára. Með­a­lækkun skulda þeirra nam 1.360 þús­und krónum á hvern þeirra. Þeir sem eru yfir 56 ára fengu sam­tals 26,4 millj­arða króna af af þeirri 70 millj­arða króna upp­hæð sem til­greind er í skýrsl­unni. Þeir sem eru yngri en 35 ára fengu 4,4 millj­arða króna.

Í skýrsl­unni er sér­stak­lega til­tekið að ein­ungis helm­ingur þeirra sem voru 30 ára og yngri á árunum 2008 og 2009, og voru með verð­tryggð lán á árinu 2013, hafi sótt um leið­rétt­ingu. Ástæðan sem skýrslu­höf­undar gefa sér er sú að þetta fólk hafi ýmist verið nýkomið út á fast­eigna­mark­að­inn eða hefði fengið hlut­falls­lega mikla lækkun skulda í fyrri úrræð­um, á borð við 110 pró­sent leið­ina eða skulda­að­lög­un.

Leið­rétt­ingin var því alls ekki sátt­máli ald­urs­hópa, heldur að mestu milli­færsla á pen­ingum úr rík­is­sjóði til hinna eldri, á kostnað hinna yngri.

Mest til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins



Í þeim tölum sem Kjarn­inn hefur undir höndum kemur í ljós að alls fara 50 millj­arða króna af þeim 70 millj­örðum króna sem skýrslan til­greinir að búið sé að útdeila til Reykja­víkur (23 millj­arðar króna) og á Suð­vest­ur­land (27 millj­arðar króna).

Minnst fer á Vest­firði, en heild­ar­greiðslur til þess lands­svæðis eru 751 millj­ónir króna. Skammt á hæla þess flygir Norð­vest­ur­land með 925 millj­ónir króna og Vest­ur­land með 2,7 millj­arða króna. Sam­tals runnu því um 4,3 millj­arðar króna til þess­arra þriggja lands­svæða.

Leið­rétt­ingin var því ekki sátt­máli lands­svæð­anna, enda fékk fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mun meira úr henni en fólk á lands­byggð­inni. Skiptir engu hvort það er reiknað hlut­falls­lega eða hvort það sé miðað við krónu­tölu.

Um 20 millj­arðar til þeirra tekju­hæstu



Það kemur lík­ast til fæstum lengur á óvart, en skýrslan stað­festir að hinir tekju­hæstu fengu mest út úr leið­rétt­ing­unni. Alls fékk tekju­hæsti hóp­ur­inn, þar sem heim­il­is­tekjur voru yfir 21,3 millj­ónir króna á ári, 10,4 millj­arða króna úr leið­rétt­ing­unni. Sá næst­tekju­hæsti fékk 9,4 millj­arða króna. Sam­tals fengu þessir hópar (þar sem mán­að­ar­legar með­al­tekjur eru ann­ars vegar tæp­lega 1,8 millj­ónir króna á mán­uði og hins vegar tæp­lega 1,2 til tæp­lega 1,8 millj­ónir króna á mán­uði) 19,8 millj­arða króna í leið­rétt­ingu. Með­al­upp­hæð leið­rétt­ing­ar­greiðslu var 7,6 pró­sent af árs­tekjum efsta bils­ins. Til sam­an­burðar nam heild­ar­upp­hæð leið­rétt­ingar 62 pró­sentum af árs­tekjum lægsta tekju­bils­ins.

Og þá er bara miðað við tekjur þeirra sem sóttu um leið­rétt­ingu, ekki tekjur allra heim­ila í land­inu. Þar sem tekju­lægri eru mun ólík­legri til að eiga hús­næði eða tekju­hærri myndi sú töl­fræði koma enn verr út fyrir stjórn­völd.

Leið­rétt­ingin er því sann­ar­lega ekki sátt­máli milli tekju­hópa, enda fá þeir sem eru með hærri tekj­ur, miklu hærri upp­hæð í sinn hlut en þeir sem eru með lægri tekj­ur.

Fólk sem á yfir 100 millj­ónir fær leið­rétt­ingu



Engar upp­lýs­ingar eru um eign­ar­stöðu þeirra sem fá leið­rétt­ingu í skýrsl­unni. Þar má hins vegar sjá að tæpur þriðj­ungur þeirra heim­ila sem fengu gef­ins fé úr rík­is­sjóði skuld­aði undir tíu millj­ónum króna. Það telst vart skulda­vandi að skulda slíka upp­hæð í hús­næði í sam­fé­lagi þar með­al­verð fast­eigna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var 34,7 millj­ónir króna í mars síð­ast­liðn­um.

Það eina sem kemur fram um eign­ar­stöðu þiggj­enda er sú að alls hafi 1.250 manns sem greiddu auð­legð­ar­skatt árið 2013 höf­uð­stólslækk­un. Til að borga auð­legð­ar­skatt, sem nú hefur verið aflagð­ur, þurftu hjón að eiga meira en 100 millj­ónir króna í hreinni eign (ein­stak­lingur þurfi að eiga 75 millj­ónir króna). Alls fékk þessi stór­eign­ar­hóp­ur, sem er um fjórð­ungur allra þeirra sem greiða auð­legð­ar­skatt, 1,5 millj­arð króna.

Þetta er svo súr­r­ea­list að það þarf að end­ur­taka þessa stað­reynd. 1.250 manns sem eiga meira en 100 millj­ónir króna í hreinni eign fengu 1,5 millj­arð króna gef­ins úr rík­is­sjóði vegna þess að það varð verð­bólgu­skot á Íslandi á árunum 2008 og 2009.

Þetta er svo súr­r­ea­list að það þarf að end­ur­taka þessa stað­reynd. 1.250 manns sem eiga meira en 100 millj­ónir króna í hreinni eign fengu 1,5 millj­arð króna gef­ins úr rík­is­sjóði vegna þess að það varð verð­bólgu­skot á Íslandi á árunum 2008 og 2009.

Til við­bótar kemur fram að þau heim­ili sem skulda ekki lengur verð­tryggð hús­næð­is­lán, meðal ann­ars vegna þess að þau hafa borgað þau upp, fá svo­kall­aðan sér­stakan per­sónu­af­slátt í stað nið­ur­færslu á höf­uð­stól. Alls fær þessi hópur 5,8 millj­arða króna úr rík­is­sjóði. Í reiðu­fé.

Leið­rétt­ingin er því ekki sátt­máli milli eigna­hópa, þótt stór­eigna­fólk geti vissu­lega gengið sátt frá borði.

Hækk­andi hús­næð­is­verð eykur verð­bólgu



Það er rík­is­stjórn­inni, og lúsiðnum flugu­mönnum henn­ar, mjög mik­il­vægt að selja þá hug­mynd út á við að leið­rétt­ingin sé ekki verð­bólgu­vald­andi. Í skýrsl­unni seg­ir: „Að­gerð­irnar virð­ast ekki hafa haft áhrif á verð­bólgu til skamms tíma né verð­bólgu­vænt­ingar [...]Þau nei­kvæðu áhrif sem búið var að spá vegna skulda­lækk­un­ar­innar hafa því ekki komið fram en í öllu falli hefði verið erfitt að greina þau frá ýmsum öðrum breyt­ingum svo sem áhrifum af nýgerðum kjara­samn­ing­um.“

Þessi full­yrð­ing er ekki studd neinum dæm­um, öðru en því að bent er á að verð­bólga sé lág um þessar mund­ir. Og það er vissu­lega rétt, en lág verð­bólga hefur ekk­ert með leið­rétt­ing­una að gera. Hún er fyrst og síð­ast til­komin vegna þess að olíu­verð hefur lækkað gríð­ar­lega. Það verður meðal ann­ars til þess að allur inn­flutn­ing­ur, neysla og sam­göngur lækka í verði. Það vinnur gegn verð­bólgu. Eini liður neyslu­vísi­töl­unar sem hefur hækkað er hús­næð­islið­ur­inn, sem mælir hækkun á fast­eigna­verði.

Það er ekki hægt að full­yrða að leið­rétt­ingin hafi hækkað hús­næð­is­verð, og sann­ar­lega ekki að hún ein geri það það, en það er mjög lík­legt að leið­rétt­ingin sé þar stór breyta og flestir grein­ing­ar­að­ilar eru sam­mála um að svo sé. Til að rök­styðja þau lík­indi er hægt að benda á að fast­eigna­verð hækk­aði um 7,5 pró­sent frá des­em­ber 2013 til nóv­em­ber 2014, árið áður en leið­rétt­ing­ar­út­færslan var kynnt. Frá nóv­em­ber 2014 og fram í mars á þessu ári hækk­aði fast­eigna­verð um 3,2 pró­sent. Það eru ekki til tölur fyrir apr­íl, maí og júní þar sem verk­föll opin­bera starfs­manna hefur komið í veg fyrir þing­lýs­ingar á kaup­samn­ing­um. En ef sú hækkun sem átti sér stað frá því að leið­rétt­ingin var kynnt og fram í mars heldur áfram út árið mun hús­næð­is­verð hafa hækkað um tólf pró­sent fyrsta árið eftir leið­rétt­ingu.

Leið­rétt­ingin eykur veð­rými fólks í hús­næði og þá getur fólk keypt dýr­ari eign­ir. Þá hækkar fast­eigna­verð og þá hækkar verð­bólga.

Sátt­máli kjós­enda og þeirra ­sem keyptu sig til valda



Hærra fast­eigna­verð leiðir síðan til þess að leiga hækkar og erf­ið­ara verður fyrir fyrstu kaup­endur að kom­ast inn á mark­að­inn. Í þeim hópi sem leigir eða á ekki hús­næði eru að mestu ungt fólk, aldr­að­ir, öryrkjar og lág­launa­fólk. Í raun allur sá hópur sem fær ekk­ert út úr leið­rétt­ing­ar­lottó­inu annað en meiri kostnað við að draga lífið fram.

Eini sátt­mál­inn sem felst í leið­rétt­ing­unni er því á milli stjórn­mála­manna sem lof­uðu að gefa fólki bein­harða pen­inga fyrir að kjósa sig til valda, og þeirra sem illu heilli féllu fyrir því órétt­látasta gylli­boði Íslands­sög­unn­ar.

Og skýrslan sem birt var í dag er bara enn ein stað­fest­ing á því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None