Þegar ríkisstjórnir þegja

Dagbjört Hákonardóttir segir það áhyggjuefni að líklega sé mikið ósætti innan ríkisstjórnarinnar um næstu skref í sóttvarnaraðgerðum.

Auglýsing

Fólk sem velur sér stjórn­mál sem starfs­vett­vang hefur það að atvinnu sinni að hafa skoð­anir á mál­efnum sem varða frelsi og hags­muni almenn­ings. Eftir því sem ábyrgð þessa fólks eykst eiga kjós­endur þeim mun meira til­kall til þess að stjórn­mála­fólk lýsi afstöðu sinni til ein­stakra stjórn­valds­at­hafna – ekki síst þegar það stendur á bak við þær. Gott dæmi um slíkt er þegar stjórn­völd ákveða að svipta fólk frelsi sínu í nokkra daga án þess að hafa fyrir því laga­stoð. 

Ekki ganga að traustinu vísu

Rík­is­stjórnin getur ekki gengið að því vísu að almenn­ingur taki vald­boðum þeirra í þágu sótt­varna vel ef rík­is­stjórnin ætlar að stytta sér leið að þeirri ákvörðun að skerða frelsi ein­stak­linga sem koma til lands­ins með litlum fyr­ir­vara, þótt um hóf­legan tíma sé að ræða, án nokk­urra und­an­þága. Hér skiptir engu þótt mál­efna­legar og lög­mætar ástæður búi að baki aðgerð­unum sem byggj­ast á fag­legu mati sótt­varn­ar­lækn­is. Verra er að almenn­ingur getur ekki gert sér fylli­lega grein fyrir því hvað kjörnum full­trúum finnst um mál­ið.

Þverpóli­tísk sátt um sótt­varnir – að minnsta kosti út á við

Flest getum við verið sam­mála um að sam­fé­lags­sátt um hiklausar og afger­andi aðgerðir hafi vegið þyngst í að skila okkur þeim árangri sem við höfum til þessa notið góðs af í formi til­tölu­lega óhefts sam­fé­lags, þótt ein­hverjum þyki orðið nóg um. Þessi sátt hefur fram til þessa verið þverpóli­tísk og rík­is­stjórnin hefur alla jafna talað einu máli. Ein­staka þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans hafa reyndar sett sig upp á móti sótt­varn­ar­reglum og ráð­herrar orðið upp­vísir að því að brjóta þær. Þá liggur fyrir að efna­hags­leg sjón­ar­mið frekar en heil­brigð­is­sjón­ar­mið lágu að baki ákvörð­unum rík­is­stjórn­ar­innar um til­slak­anir á landa­mærum síð­asta sum­ar. Á heild­ina litið hefur rík­is­stjórnin þrátt fyrir þessi hlið­ar­spor sent þau skila­boð að þau treysti sótt­varn­ar­yf­ir­völdum og taki mið af ráð­legg­ingum þeirra. 

Auglýsing
 

Hvar er best að ræða til­lögur að frels­is­svipt­ing­um? 

Núna í mars og apríl 2021 hefur orðið afger­andi breyt­ing á þessu. Eftir að Hér­aðs­dómur Reykja­víkur kvað upp úrskurð sinn þann 4. apríl sl. um að ekki hefði verið laga­stoð fyrir því að skylda ætti til­tekna hópa ferða­manna til lands­ins í sótt­kví í sér­stöku sótt­varn­ar­húsi hefur rík­is­stjórnin svo gott sem þagað um nið­ur­stöð­una. Þá hafa hvorki fjöl­miðlar né aðrir átt kost á að kynna sér gögn sem liggja að baki ákvörðun um frels­is­svipt­ing­una með sam­þykkt reglu­gerð­ar. Meðal þeirra eru minn­is­blað frá skrif­stofu lög­gjaf­ar­mála í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu til for­sæt­is­ráð­herra þar sem lagt var mat á lög­mæti aðgerð­anna á landa­mær­un­um. Vissi rík­is­stjórnin að leið­ang­ur­inn að sótt­varn­ar­húsi væri reistur á mjög veikum grunni? Það má hafa nokkurn skiln­ing á því að rík­is­stjórnin vilji ekki afhjúpa slík gögn, séu þau á annað borð til. Í lok dags er eitt ljóst: Í nútíma­legu lýð­ræð­is­ríki er best að leyfa kjörnum full­trúum að takast á um til­lögur að frels­is­svipt­ingu fólks fyrir opnum tjöldum á vett­vangi Alþingis þó svo það sé rétt­læt­an­leg ráð­stöfun og til skamms tíma. Verra er ef sér­fræð­ingum heil­brigð­is­ráðu­neytis er falin þessi vinna í miðju páska­frí­i. 

Hvernig vinnum við saman ef við vitum ekki hvað rík­is­stjórn­inni finn­st? 

Upp­lýs­inga­lög gera reyndar ráð fyrir því að mikil leynd geti hvílt yfir fund­ar­gerðum sem leynd hvílir yfir auk vinnu­gagna, og af ágætri ástæðu – ráð­herrar verða vissu­lega að geta rætt opin­skátt um kosti og galla ákvarð­ana sem teknar eru í umdeildum málum á vett­vangi rík­is­ráðs- og rík­is­stjórn­ar­funda. Hitt er annað mál að lögin eru lág­marks­regl­ur. Það er ekk­ert sem skyldar rík­is­stjórn­ina að láta leynd hvíla yfir gögn­un­um, og í það minnsta eiga Íslend­ingar rétt á að fá við­brögð helstu ráða­manna vegna nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms. Til að mynda hafa hvorki for­sæt­is- og heil­brigð­is­ráð­herra gefið upp hvort und­ir­bún­ingur að laga­setn­ingu vegna aðgerð­anna sé haf­inn. Það heyr­ist ekki í ráð­herrum Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna máls­ins. Þegar þessi orð eru rituð 8. apríl 2021 hefur for­maður Sjálf­stæð­is­flokks ekki enn ekki tjáð sig um stöðu mála, og á sam­fé­lags­miðlum hans eru nýj­ustu fregnir þær að hann hefur sáð sól­blóma­fræj­u­m.  

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í Kast­ljósi í vik­unni að ein­hugur hefði ríkt innan rík­is­stjórn­ar­innar um reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra um skyldu­dvöl í sótt­varn­ar­húsi. Er rík­is­stjórnin ekki með þing­meiri­hluta fyrir því grund­vall­ar­máli? Hvernig verður brugð­ist við? Staðan er lík­lega sú að mikið ósætti ríkir innan rík­is­stjórn­ar­innar um næstu skref. Þetta á að valda okkur áhyggj­u­m. 

Höf­undur er lög­fræð­ingur og skipar 3. sæti á lista Sam­fylk­ingar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar