Þetta er hugvekja til stúdenta

Elínborg Harpa Önundardóttir
14131517555_84b7efeb67_z.jpg
Auglýsing

Stúd­ent­ar! (Von­andi fyr­ir­gefið þið mér fyrir að byrja þetta svona... ég er bara svo­lítið veik fyrir ávörpum í bylt­ing­ar­stíl). Núna á mánu­dag­inn, þann 13. apr­íl, fara fram kosn­ingar um rektor Háskóla Íslands og við eigum 30 pró­sent atkvæða. Slíkar kosn­ingar hafa ekki átt sér stað síð­ustu 10 ár og lík­leg­ast eru önnur 10 ár í næstu kosn­ing­ar. Já, ég ætla að ger­ast djörf og segja það: ég er mun spennt­ari fyrir þessum fágætu kosn­ingum en ég var fyrir sól­myrk­v­anum ágæta hér um dag­inn.

Fyrst í stað kom það mér því í algjör­lega opna skjöldu (ó, ein­feldn­ing­ur­inn sem ég er) þegar margir sam­nem­endur mínir tjáðu mér ann­ars­hugar að þeir hefðu lítið kynnt sér fram­bjóð­endur og hefðu lít­inn sem engan áhuga á kosn­ing­un­um. Nú langar mig að koma þessu hjart­ans­máli frá mér með því að svara spurn­ing­unni: „hvers vegna skiptir rekt­ors­kjörið máli fyrir stúd­enta?“

Við lifum í sam­fé­lagi sem mér virð­ist snú­ast á ógn­ar­hraða í alls­konar hringi, bæði góða hringi og slæma (les­endur hafa hér frelsi til að skil­greina á eigin for­sendum hina góðu hringi og þá slæmu). Vind­kviður und­ar­legra kosn­inga­lof­orða blása mönnum til og frá og upp­lýst, lýð­ræð­is­leg umræða virð­ist eiga erfitt upp­drátt­ar. Mér virð­ist reyndar Kári sjálfur standa glott­andi, í miðju vor­hret­inu, með flagg sem á stendur #EINKA­HAGS­MUN­IR.

Auglýsing

Það eru skiptar skoð­anir á stjórn­málum og stjórn­mála­flokk­um. Gott. Sumir trúa ekki einu sinni á lýð­ræðið lengur og finnst allt frekar ömur­legt. Fínt. Hvort sem við treystum núver­andi sam­fé­lags­skipan eða ekki ættum við að geta verið sam­mála um mik­il­vægi þess að búa að háskóla þar sem sjálf­stæði, gæði, nýsköpun og frjáls gagn­rýnin hugsun eru höfð í háveg­um.

Háskóli Íslands, ásamt því að vera ein af grund­vall­ar­stoðum efna­hags­lífs­ins og sam­fé­lags­ins alls, er nefni­lega líka sam­fé­lag út af fyrir sig. Hann er sam­fé­lag fræði­manna og nem­enda sem leggja stund á ýmsar grein­ar. Þetta er sam­fé­lag sem þar sem þekk­ingar er aflað, hún er varð­veitt og henni er miðl­að. Í þessu sam­fé­lagi læra með­limir hver af öðrum, vinna að sam­eig­in­legum verk­efnum og með nám­inu ætti (sem heim­spekinemi og ein­lægur aðdá­andi vil ég vitna í orð Páls Skúla­sonar fyrr­ver­andi rekt­ors) „mennska okkar og menn­ing að efl­ast.“

Rektor Háskóla Íslands þarf að tala máli vís­inda og fræða, ekki ein­ungis innan háskóla­sam­fé­lags­ins, heldur einnig og jafn­vel einna hel­st, þarf rektor að tala til almenn­ings. Rekt­or­inn er leið­andi rödd Háskól­ans, tengiliður Háskól­ans og þar með stúd­enta, út í sam­fé­lag­ið.

Sá fram­bjóð­andi sem kjör­inn verður rektor á mánu­dag­inn á stór verk­efni í vænd­um. Stofna þarf til sam­tals við rík­is­stjórn­ina, almenn­ing og sam­fé­lagið í heild. Það þarf að stað­setja Háskól­ann á þessum (bók­staf­lega) storma­sömu tím­um. Það þarf fjár­magn, ákveðni, sann­girni, víð­sýni og skýra stefnu í rann­sókn­um, kennslu­málum og sið­fræði Háskól­ans. Á mánu­dag­inn, 13. apr­íl, mun háskóla­sam­fé­lagið velja sér nýjan leið­toga. Rekt­ors­kosn­ingar skipta stúd­enta máli því hvort sem við göng­umst við því eða ekki erum við öll hluti af sam­fé­lag­inu, því sam­fé­lagi sem flétt­ast við Háskól­ann og því sam­fé­lagi sem Háskól­inn er.

Elsku stúd­ent, kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til að mæta rík­is­stjórn­inni af krafti reyni hún að hækka inn­rit­un­ar­gjöld enn frekar eða skera niður til Háskól­ans. Kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til að standa við bakið á stúd­entum í bar­áttu okkar um hærri grunn­fram­færslu LÍN. Kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til að efla kennslu, stuðla að nýsköpun og bæta gæði náms við skól­ann. Kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til þess að standa vörð um og efla þá grund­vall­ar­stoð sam­fé­lags­ins sem Háskóli Íslands er.

Það er hægt að fara út í miklar umræður um stöðu háskóla, hvert þeir stefna og hvernig hlut­verk þeirra er að þró­ast í sam­fé­lagi sem stjórn­ast sífellt meira af óhefl­uðum mark­aðs­öfl­um. Slík umræða er þörf og á sér nú þegar stað. Höldum henni áfram, verum virk, nýtum vægið sem okkur er gefið í þessum kosn­ingum og kjósum rektor sem hefur hljóm­mikla rödd sem getur yfir­gnæft öskrin í Einka­hags­muna­kára, rödd sem mun óma sterk í málsvari fyrir Háskóla Íslands.

Kjóstu.

Höf­undur er heim­spekinemi við Háskóla Íslands og tíma­flakk­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None