Þetta er hugvekja til stúdenta

Elínborg Harpa Önundardóttir
14131517555_84b7efeb67_z.jpg
Auglýsing

Stúd­ent­ar! (Von­andi fyr­ir­gefið þið mér fyrir að byrja þetta svona... ég er bara svo­lítið veik fyrir ávörpum í bylt­ing­ar­stíl). Núna á mánu­dag­inn, þann 13. apr­íl, fara fram kosn­ingar um rektor Háskóla Íslands og við eigum 30 pró­sent atkvæða. Slíkar kosn­ingar hafa ekki átt sér stað síð­ustu 10 ár og lík­leg­ast eru önnur 10 ár í næstu kosn­ing­ar. Já, ég ætla að ger­ast djörf og segja það: ég er mun spennt­ari fyrir þessum fágætu kosn­ingum en ég var fyrir sól­myrk­v­anum ágæta hér um dag­inn.

Fyrst í stað kom það mér því í algjör­lega opna skjöldu (ó, ein­feldn­ing­ur­inn sem ég er) þegar margir sam­nem­endur mínir tjáðu mér ann­ars­hugar að þeir hefðu lítið kynnt sér fram­bjóð­endur og hefðu lít­inn sem engan áhuga á kosn­ing­un­um. Nú langar mig að koma þessu hjart­ans­máli frá mér með því að svara spurn­ing­unni: „hvers vegna skiptir rekt­ors­kjörið máli fyrir stúd­enta?“

Við lifum í sam­fé­lagi sem mér virð­ist snú­ast á ógn­ar­hraða í alls­konar hringi, bæði góða hringi og slæma (les­endur hafa hér frelsi til að skil­greina á eigin for­sendum hina góðu hringi og þá slæmu). Vind­kviður und­ar­legra kosn­inga­lof­orða blása mönnum til og frá og upp­lýst, lýð­ræð­is­leg umræða virð­ist eiga erfitt upp­drátt­ar. Mér virð­ist reyndar Kári sjálfur standa glott­andi, í miðju vor­hret­inu, með flagg sem á stendur #EINKA­HAGS­MUN­IR.

Auglýsing

Það eru skiptar skoð­anir á stjórn­málum og stjórn­mála­flokk­um. Gott. Sumir trúa ekki einu sinni á lýð­ræðið lengur og finnst allt frekar ömur­legt. Fínt. Hvort sem við treystum núver­andi sam­fé­lags­skipan eða ekki ættum við að geta verið sam­mála um mik­il­vægi þess að búa að háskóla þar sem sjálf­stæði, gæði, nýsköpun og frjáls gagn­rýnin hugsun eru höfð í háveg­um.

Háskóli Íslands, ásamt því að vera ein af grund­vall­ar­stoðum efna­hags­lífs­ins og sam­fé­lags­ins alls, er nefni­lega líka sam­fé­lag út af fyrir sig. Hann er sam­fé­lag fræði­manna og nem­enda sem leggja stund á ýmsar grein­ar. Þetta er sam­fé­lag sem þar sem þekk­ingar er aflað, hún er varð­veitt og henni er miðl­að. Í þessu sam­fé­lagi læra með­limir hver af öðrum, vinna að sam­eig­in­legum verk­efnum og með nám­inu ætti (sem heim­spekinemi og ein­lægur aðdá­andi vil ég vitna í orð Páls Skúla­sonar fyrr­ver­andi rekt­ors) „mennska okkar og menn­ing að efl­ast.“

Rektor Háskóla Íslands þarf að tala máli vís­inda og fræða, ekki ein­ungis innan háskóla­sam­fé­lags­ins, heldur einnig og jafn­vel einna hel­st, þarf rektor að tala til almenn­ings. Rekt­or­inn er leið­andi rödd Háskól­ans, tengiliður Háskól­ans og þar með stúd­enta, út í sam­fé­lag­ið.

Sá fram­bjóð­andi sem kjör­inn verður rektor á mánu­dag­inn á stór verk­efni í vænd­um. Stofna þarf til sam­tals við rík­is­stjórn­ina, almenn­ing og sam­fé­lagið í heild. Það þarf að stað­setja Háskól­ann á þessum (bók­staf­lega) storma­sömu tím­um. Það þarf fjár­magn, ákveðni, sann­girni, víð­sýni og skýra stefnu í rann­sókn­um, kennslu­málum og sið­fræði Háskól­ans. Á mánu­dag­inn, 13. apr­íl, mun háskóla­sam­fé­lagið velja sér nýjan leið­toga. Rekt­ors­kosn­ingar skipta stúd­enta máli því hvort sem við göng­umst við því eða ekki erum við öll hluti af sam­fé­lag­inu, því sam­fé­lagi sem flétt­ast við Háskól­ann og því sam­fé­lagi sem Háskól­inn er.

Elsku stúd­ent, kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til að mæta rík­is­stjórn­inni af krafti reyni hún að hækka inn­rit­un­ar­gjöld enn frekar eða skera niður til Háskól­ans. Kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til að standa við bakið á stúd­entum í bar­áttu okkar um hærri grunn­fram­færslu LÍN. Kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til að efla kennslu, stuðla að nýsköpun og bæta gæði náms við skól­ann. Kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til þess að standa vörð um og efla þá grund­vall­ar­stoð sam­fé­lags­ins sem Háskóli Íslands er.

Það er hægt að fara út í miklar umræður um stöðu háskóla, hvert þeir stefna og hvernig hlut­verk þeirra er að þró­ast í sam­fé­lagi sem stjórn­ast sífellt meira af óhefl­uðum mark­aðs­öfl­um. Slík umræða er þörf og á sér nú þegar stað. Höldum henni áfram, verum virk, nýtum vægið sem okkur er gefið í þessum kosn­ingum og kjósum rektor sem hefur hljóm­mikla rödd sem getur yfir­gnæft öskrin í Einka­hags­muna­kára, rödd sem mun óma sterk í málsvari fyrir Háskóla Íslands.

Kjóstu.

Höf­undur er heim­spekinemi við Háskóla Íslands og tíma­flakk­ari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None