Þetta er hugvekja til stúdenta

Elínborg Harpa Önundardóttir
14131517555_84b7efeb67_z.jpg
Auglýsing

Stúd­ent­ar! (Von­andi fyr­ir­gefið þið mér fyrir að byrja þetta svona... ég er bara svo­lítið veik fyrir ávörpum í bylt­ing­ar­stíl). Núna á mánu­dag­inn, þann 13. apr­íl, fara fram kosn­ingar um rektor Háskóla Íslands og við eigum 30 pró­sent atkvæða. Slíkar kosn­ingar hafa ekki átt sér stað síð­ustu 10 ár og lík­leg­ast eru önnur 10 ár í næstu kosn­ing­ar. Já, ég ætla að ger­ast djörf og segja það: ég er mun spennt­ari fyrir þessum fágætu kosn­ingum en ég var fyrir sól­myrk­v­anum ágæta hér um dag­inn.

Fyrst í stað kom það mér því í algjör­lega opna skjöldu (ó, ein­feldn­ing­ur­inn sem ég er) þegar margir sam­nem­endur mínir tjáðu mér ann­ars­hugar að þeir hefðu lítið kynnt sér fram­bjóð­endur og hefðu lít­inn sem engan áhuga á kosn­ing­un­um. Nú langar mig að koma þessu hjart­ans­máli frá mér með því að svara spurn­ing­unni: „hvers vegna skiptir rekt­ors­kjörið máli fyrir stúd­enta?“

Við lifum í sam­fé­lagi sem mér virð­ist snú­ast á ógn­ar­hraða í alls­konar hringi, bæði góða hringi og slæma (les­endur hafa hér frelsi til að skil­greina á eigin for­sendum hina góðu hringi og þá slæmu). Vind­kviður und­ar­legra kosn­inga­lof­orða blása mönnum til og frá og upp­lýst, lýð­ræð­is­leg umræða virð­ist eiga erfitt upp­drátt­ar. Mér virð­ist reyndar Kári sjálfur standa glott­andi, í miðju vor­hret­inu, með flagg sem á stendur #EINKA­HAGS­MUN­IR.

Auglýsing

Það eru skiptar skoð­anir á stjórn­málum og stjórn­mála­flokk­um. Gott. Sumir trúa ekki einu sinni á lýð­ræðið lengur og finnst allt frekar ömur­legt. Fínt. Hvort sem við treystum núver­andi sam­fé­lags­skipan eða ekki ættum við að geta verið sam­mála um mik­il­vægi þess að búa að háskóla þar sem sjálf­stæði, gæði, nýsköpun og frjáls gagn­rýnin hugsun eru höfð í háveg­um.

Háskóli Íslands, ásamt því að vera ein af grund­vall­ar­stoðum efna­hags­lífs­ins og sam­fé­lags­ins alls, er nefni­lega líka sam­fé­lag út af fyrir sig. Hann er sam­fé­lag fræði­manna og nem­enda sem leggja stund á ýmsar grein­ar. Þetta er sam­fé­lag sem þar sem þekk­ingar er aflað, hún er varð­veitt og henni er miðl­að. Í þessu sam­fé­lagi læra með­limir hver af öðrum, vinna að sam­eig­in­legum verk­efnum og með nám­inu ætti (sem heim­spekinemi og ein­lægur aðdá­andi vil ég vitna í orð Páls Skúla­sonar fyrr­ver­andi rekt­ors) „mennska okkar og menn­ing að efl­ast.“

Rektor Háskóla Íslands þarf að tala máli vís­inda og fræða, ekki ein­ungis innan háskóla­sam­fé­lags­ins, heldur einnig og jafn­vel einna hel­st, þarf rektor að tala til almenn­ings. Rekt­or­inn er leið­andi rödd Háskól­ans, tengiliður Háskól­ans og þar með stúd­enta, út í sam­fé­lag­ið.

Sá fram­bjóð­andi sem kjör­inn verður rektor á mánu­dag­inn á stór verk­efni í vænd­um. Stofna þarf til sam­tals við rík­is­stjórn­ina, almenn­ing og sam­fé­lagið í heild. Það þarf að stað­setja Háskól­ann á þessum (bók­staf­lega) storma­sömu tím­um. Það þarf fjár­magn, ákveðni, sann­girni, víð­sýni og skýra stefnu í rann­sókn­um, kennslu­málum og sið­fræði Háskól­ans. Á mánu­dag­inn, 13. apr­íl, mun háskóla­sam­fé­lagið velja sér nýjan leið­toga. Rekt­ors­kosn­ingar skipta stúd­enta máli því hvort sem við göng­umst við því eða ekki erum við öll hluti af sam­fé­lag­inu, því sam­fé­lagi sem flétt­ast við Háskól­ann og því sam­fé­lagi sem Háskól­inn er.

Elsku stúd­ent, kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til að mæta rík­is­stjórn­inni af krafti reyni hún að hækka inn­rit­un­ar­gjöld enn frekar eða skera niður til Háskól­ans. Kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til að standa við bakið á stúd­entum í bar­áttu okkar um hærri grunn­fram­færslu LÍN. Kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til að efla kennslu, stuðla að nýsköpun og bæta gæði náms við skól­ann. Kjóstu fram­bjóð­anda sem þú treystir til þess að standa vörð um og efla þá grund­vall­ar­stoð sam­fé­lags­ins sem Háskóli Íslands er.

Það er hægt að fara út í miklar umræður um stöðu háskóla, hvert þeir stefna og hvernig hlut­verk þeirra er að þró­ast í sam­fé­lagi sem stjórn­ast sífellt meira af óhefl­uðum mark­aðs­öfl­um. Slík umræða er þörf og á sér nú þegar stað. Höldum henni áfram, verum virk, nýtum vægið sem okkur er gefið í þessum kosn­ingum og kjósum rektor sem hefur hljóm­mikla rödd sem getur yfir­gnæft öskrin í Einka­hags­muna­kára, rödd sem mun óma sterk í málsvari fyrir Háskóla Íslands.

Kjóstu.

Höf­undur er heim­spekinemi við Háskóla Íslands og tíma­flakk­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None