Þjóðarhagsmunir að standa upp í hárinu á freka kallinum

Auglýsing

Rússar hafa sett inn­flutn­ings­bann á íslensk mat­væli. Ástæðan er stuðn­ingur Íslend­inga við þving­anir sem vest­rænt alþjóða­sam­fé­lag hefur beitt Rússa í kjöl­far þess að þeir inn­lim­uðu Krím­skaga og brutu þar gegn sjálf­stæði Úkra­ínu.

Banda­ríkja­menn til­kynntu fyrst um þving­un­ar­að­gerðir gegn Rússum 6. mars 2014. Evr­ópu­sam­bandið til­kynnti um þátt­töku sína í aðgerð­unum 17. mars 2014. Þann 27. mars 2014 sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna ályktun gegn inn­limun Krím­skaga. 11. apríl 2014 var svo til­kynnt um stuðn­ing Íslands og fleiri ríkja við aðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins frá 17. mars.  Í byrjun júní 2014 var hald­inn G-7 fundur í Brus­sel þar sem Kana­da, Frakk­land, Þýska­land, Ítal­ía, Jap­an, Bret­land, Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið ákváðu að styðja, og auka við, þving­un­ar­að­gerð­ir. Í byrjun sept­em­ber 2014 var hald­inn leið­toga­fundur NATO í Wales þar sem banda­lagið studdi aðgerð­irnar gegn Rúss­um.

NATO ákvað síðan í des­em­ber að við­halda við­veru banda­lags­ins við aust­ur-landa­mæri þess. Ástæðan var sú ógn sem stafar af til­burðum Rússa í Úkra­ínu og víðar á áhrifa­svæði rík­is­ins gagn­vart þeim NATO-­ríkjum sem eiga landa­mæri að óróa­svæð­um. Á sama tíma for­dæmdu allir utan­rík­is­ráð­herra NATO-­ríkj­anna aðgerðir Rússa í Úkra­ínu.

Auglýsing

Staða Íslands í alþjóða­sam­fé­lag­inu er skýr

Ís­land er stofn­að­ili að NATO. Ríkið hefur verið hluti af Sam­ein­uðu þjóð­unum frá árinu 1946. Evr­ópa hefur alla tíð verið helsta við­skipta­svæði Íslands. Við höfum verið með nokk­urs konar auka­að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu og innri mark­aði þess frá árinu 1994 í gegnum samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). Alls fara um 75 til 80 pró­sent af öllum okkar útflutn­ings­verð­mætum inn á það svæði. Umreiknað í krón­ur, en við fluttum út fyrir 590 millj­arða króna í fyrra, er verð­miði þeirra hags­muna 442,5 til 472 millj­arðar króna. Auk þess kemur 73 pró­sent alls inn­flutn­ings Íslend­inga frá EES-­svæð­inu eða Banda­ríkj­un­um.

Ísland er her­laust land með stóra land­helgi. Við þurfum að eiga í sam­starfi við að verja bæði okkur og land­helg­ina fyrir óvin­veittum og þeim sem vilja arð­ræna okk­ur. Það gerum við í gegnum ofan­greint alþjóða­sam­starf. Það blasir því við, og hefur gert ára­tugum sam­an, að Ísland styður við og er hluti af vest­rænni sam­vinnu í alþjóða­sam­fé­lag­inu.

Einn grund­vall­ar­hluti þess er sá að landa­mæri sjálf­stæðra ríkja séu virt. Það þýðir að þegar ríki ræðst inn í annað ríki þá er það and­stætt þeim leik­reglum lýð­ræð­is, frelsis og mann­rétt­inda sem við og önnur banda­lags­ríki okkar telja grund­völl okkar lifn­að­ar­hátta.

Þess vegna hefur stuðn­ingur Íslands við þjóðir sem brotið er á með þessum hætti þótt sjálf­sagð­ur. Hann er sið­ferð­is­leg­ur, til þess gerður að vernda við­skipta­hags­muni gagn­vart banda­lags­þjóðum okkar og síð­ast en ekki síst til að tryggja öryggi Íslands og íslenskrar land­helgi.

Hags­munir einnar atvinnu­greinar fram yfir alla aðra hags­muni

Nú er svo kom­ið, í alvöru, að ein atvinnu­grein er komin lang­leið­ina með að breyta þess­ari afstöðu Íslend­inga. Útgerð­ar­menn vilja að Ísland setji þrönga skamm­tíma-við­skipta­hags­muni þeirra ofar en ofan­greinda hags­muni og end­ur­skoði afstöðu sína gagn­vart stuðn­ingi við þving­un­ar­að­gerðir gegn Rúss­landi. Og þeir reyna að selja þá hug­mynd að þjóð­ar­hags­munir séu und­ir. Ef við beygjum okkur ekki undir vilja þeirra, seljum ekki prinsipp okkar hæst­bjóð­anda, þá muni allt fara til fjand­ans. Þetta er, væg­ast sagt, upp­blás­inn hræðslu­á­róður án inni­stæðu.

Sjáv­ar­út­veg­ur hefur hagn­ast ævin­týra­lega á sama tíma og almenn­ingur á Íslandi hefur upp­lifað miklar þreng­ing­ar. Þegar gengið féll um tugi pró­senta rýrði það lífs­gæði almenn­ings en jók sam­keppn­is­hæfni, og arð­semi, útgerð­anna. Svo synti mak­ríll inn í íslenska land­helgi og arð­semin varð að ofurarð­semi. Þetta kom auð­vitað öllum vel og hefur gert það að verkum að íslenskt efna­hags­líf hefur jafnað sig fljótar en ella. En þessar aðstæður hafa líka gert örfáa ein­stak­linga sem treyst hefur verið fyrir sjáv­ar­auð­lind­inni mjög efn­aða.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hagn­að­ist um 450 millj­arða króna fyrir fjár­magns­kostn­að, afskriftir og skatta á árunum 2009 til 2014. Á þeim tíma hafa eig­endur fyr­ir­tækj­anna greitt sér tugi millj­arða króna í arð og eru orðnir ofur­ríkir á evr­ópskan mæli­kvarða. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er því vel í stakk búinn til að leggja nægj­an­lega mikið til hliðar til að takast á við tíma­bundin áföll eins og inn­flutn­ings­bann Rússa er.

Tjónið ýkt til að auka áhrifin

Út­flutn­ingur til Rúss­lands hefur vissu­lega marg­fald­ast á und­an­förnum árum. Í fyrra fluttum við út vörur fyrir 29 millj­arða króna til Rúss­lands, þar af voru sjáv­ar­af­urðir 24 millj­arðar króna. Sam­tals nemur útflutn­ingur til Rúss­lands hins vegar ein­ungis 4,9 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi Íslend­inga.

Á fyrri hluta árs­ins höfðu þegar verið fluttir út um sjö millj­arðar króna til Rúss­lands. Afar lík­legt er að verð­mæti þess sem flutt var út í júli og þess hluta ágúst­mán­aðar sem lið­inn var áður en bannið skall á hafi hlaupið á nokkrum millj­örðum króna. Því má álykta að á bil­inu tíu til 20 millj­arða króna útflutn­ings­verð­mæti séu undir vegna aðgerða Rússa gegn okk­ur. Og er þá ekki tekið til­lit til þess að hægt sé að selja þessar vörur á öðrum mörk­uð­um. Þær munu ekki bara eyð­ast. Tjónið sem útvegs­fyr­ir­tækin standa frammi fyrir er því lík­ast til í versta falli nokkrir millj­arðar króna. Í besta falli munu þau ekki tapa neinu.

Til að setja þá tölu í sam­hengi er hægt að horfa á að ferða­menn, sem koma að lang­mestu leyti frá vest­rænum ríkj­um, eyddu sam­tals 32,4 millj­örðum króna á Íslandi í júní og júlí 2015. Það er 11,1 millj­arði króna meira en í sömu tveimur mán­uðum árið áður. Inn­flæði gjald­eyris er því með besta móti sem stendur og ætti að verja þjóð­ar­búið fyrir miklum búsifj­um.

Íslenskur sjáv­ar­út­vegur ekki fórn­ar­lamb

Fyrir þá sem mæla allt í heim­inum í pen­ingum er einnig fróð­legt að horfa á hvað þving­un­ar­að­gerðir alþjóða­sam­fé­lags­ins gegn Rússum hafa leitt af sér. Til dæmis má benda á að heims­mark­aðs­verð á olíu hefur fallið um 58 pró­sent frá því að þær höfust og fram til dags­ins í dag. Það hefur lækkað verð á elds­neyti umtals­vert sem leitt hefur af sér stór­auk­inn kaup­mátt og lægri verð­bólgu á Íslandi. Auð­vitað spila aðrir þættir inn í þessa lækk­un, en aðgerð­irnar gegn Rússum skipta þar sann­ar­lega máli.

Þá má líka benda á að aðgerð­irnar virka. Frá því að þær hófust hefur virði rúblu lækkað um helm­ing gagn­vart Banda­ríkja­doll­ar. Verð­bólga þar hefur verið him­inhá mestan tíma og efna­hagur lands­ins er að drag­ast sam­an. Í mars var greint frá því að Rúss­land hefði ekki lengur efni á að borga rík­is­starfs­mönnum laun.

Fórn­ar­lömb þess­ara aðgerða eru því Rúss­ar. Rúss­nesk stjórn­völd, og ekki síst rúss­neskur almenn­ing­ur. Hann líður fyrir ákvarð­ana­töku leið­toga síns. Fórn­ar­lambið er ekki íslenskur sjáv­ar­út­vegur sem hagn­að­ist um hund­ruði millj­arða króna á fimm ára tíma­bili.

Þjóð­ar­hags­munir að standa í lapp­irnar

Það er aug­ljóst hver staða Íslands á að vera í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Örríki eins og við þarf að treysta á sam­starf við önnur ríki sem byggja á sama grunni á vett­vangi alþjóð­legra sam­vinnu­stofn­ana. Slíkt sam­starf þarf til að tryggja öryggi okk­ar, lifn­að­ar­hætti og við­skipta­hags­muni.

Nú er þrýst­ingur á að breyta þess­ari afstöðu vegna skamm­tíma­hags­muna einnar atvinnu­grein­ar, að mestu í eigu örfárra mjög frekra ein­stak­linga sem, líkt og utan­rík­is­ráð­herra sagði svo ágæt­lega, hugsa bara um næsta árs­reikn­ing.

Það er bein­línis þjóð­ar­hagur að standa fast á því að hvika hvergi frá stuðn­ingi okkar við aðgerðir gegn Rúss­um. Sú afstaða snýst ekki bara að taka sið­ferð­is­lega afstöðu með mann­rétt­indum og full­veldi sjálf­stæðra þjóða. Hún snýst ekki bara um sögu­lega þátt­töku í vest­rænu varn­ar­sam­starfi. Hún snýst ekki bara um rétt­læti. Hún snýst líka um getu okkar sem sam­fé­lags til að standa upp í hár­inu á freku köll­unum sem fara með auð­lind­ina okkar og heimta að við séum til fyrir þá, frekar en að atvinnu­vegur þeirra sé til fyrir okk­ur. Allt of oft hafa þeir fengið að öskra sitt í gegn, með stuðn­ingi póli­tískra afla. Jafn­vel þótt að LÍÚ hafi skipt um nafn og sett fýldan Frið­rik á hlið­ar­lín­una fyrir blíðan og nútíma­legan Kol­bein þá má ekki gleyma því að sömu hags­munir standa þarna að baki.

Við verðum að standa fast í lapp­irn­ar. Ann­ars getum við flutt kenni­tölu íslenska rík­is­ins til SFS, hins nýja LÍÚ, líkt og for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist þegar vera búin að gera. Og um leið kvatt stöðu okkar og starf í alþjóða­sam­fé­lag­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None